Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 11
FORMLEGAR viðræður um loft-
ferðasamninga milli Íslands annars
vegar og Singapúr, Hong Kong og
Macau hins vegar, hefjast eftir ára-
mót, að sögn Sverris Hauks Gunn-
laugssonar, sendiherra og fyrrver-
andi ráðuneytisstjóra utanríkisráðu-
neytisins.
Hann var formaður sendinefndar
sem hefur nýlokið 10 daga ferð um
Asíu í því skyni að kanna möguleika
á loftferðasamningum við ríki í þess-
um heimshluta. Þegar hafa verið
áritaðir samningar við Kína og Suð-
ur-Kóreu en yfirvöld í Japan voru
tregust til samninga.
„Í Japan kom í ljós, eins og við
vissum fyrir, að yfirvöld eru mjög
treg til að gera nýja loftferðasamn-
inga. Þetta helgast af íhaldssemi
Japana en ekki síður af takmörk-
unum sem sumir flugvellir eru
bundnir af,“ segir hann. Japanar
hafi tjáð íslensku sendinefndinni að
34 önnur ríki biðu eftir loftferða-
samningum við Japan. Íslendingar
hafi þá bent á margvíslega sameig-
inlega hagsmuni Íslendinga og Jap-
ana, m.a. í verslun með fisk.
„Þeir létu þá skoðun í ljós að
leiguflug milli Íslands og Japans
gæti hafist fljótlega eftir áramót.
Með því vilja þeir fá fram hversu
mikill grundvöllur er fyrir varanleg-
um loftferðasamningi milli landanna
seinna meir. En það er augljóst að
það mun taka langan tíma að ná
samningum,“ segir hann.
Í öðrum ríkjum var tekið betur í
hugmyndir íslensku sendinefndar-
innar. Eins og fyrr segir hefur þegar
verið áritaður samningur við Kína
og S-Kóreu og góðar líkur þykja á
því að hagstæðir samningar náist við
Singapúr, Hong Kong og Macau.
Mikilvægt að leita
samninga núna
Í samtali við Morgunblaðið á mið-
vikudag sagði Egill Aspelund, upp-
lýsingafulltrúi Atlanta, að það væri
löngu tímabært að huga að loftferða-
samningum en frá stofnun lýðveld-
isins 1944 hafi aðeins verið gerðir 12
milliríkjasamningar um flugmál.
Sverrir Haukur segir rétt að benda
á að samningaviðræður geti ekki
hafist fyrr en flugfélög á Íslandi
væru tilbúin til að nýta þá möguleika
sem fengjust með samningum. Núna
væru samningaumleitanir tímabær-
ar því íslensku flugfélögin hefðu
mikinn áhuga á að kanna möguleika
á flugi til Asíulanda.
„Þessir samningar skapa nýja
vídd varðandi viðskipti við Asíu,
jafnt í farþega- og vöruflugi og
marka þýðingarmikið skref varð-
andi framtíðarsamskipti Íslands við
Asíu. Það er augljóst mál að efna-
hagsvöxturinn er núna í Asíu en
ekki í Evrópu og efnahagssérfræð-
ingar spá því að sú þróun haldi
áfram,“ segir hann. Það sé því mik-
ilvægt að leita samninga núna því
gera megi ráð fyrir að eftir nokkur
ár verði erfiðara að ná góðum samn-
ingum.
Þýðingarmikið skref í
samskiptum við Asíu
Frá undirritun loftferðasamningsins við Kína. Standandi frá vinstri eru Arngrímur Jóhannsson frá Atlanta, Einar
S. Björnsson, Íslandsflugi, Martin Eyjólfsson, utanríkisráðuneyti, Auður Edda Jökulsdóttir, sendiráði Íslands í
Peking, Steinn Logi Björnsson, Flugleiðum, Ástríður Scheving Thorsteinsson, Flugmálastjórn, G.Y. Lin, fulltrúi
Flugleiða í Kína, Þórarinn Kjartansson, Bláfugli, Liang Nan, Flugmálastjórn Kína, Lin Wenhua, utanríkisráðu-
neyti Kína, Shang Kejia, Flugmálastjórn Kína, og Han Jun, utanríkisráðuneyti Kína. Við borðið sitja Ólafur Eg-
ilsson, sendiherra í Kína, og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fráfarandi ráðuneytisstjóri, ásamt Yang Guoqing,
vararáðherra flugmála í Kína, og Wang Ronghua, skrifstofustjóri alþjóðasviðs Flugmálastjórnar í Kína.
Samningur undirritaður
SAMFYLKINGIN mælist með 32%
fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönn-
un Gallup og hefur flokkurinn aldrei
mælst með jafn mikið fylgi í Gallup-
könnun frá alþingiskosningum1999.
Í könnun Gallup í október var flokk-
urinn með 27% fylgi.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er svip-
að og í síðustu könnun, eykst um
hálft prósentustig, og mælist nú
40,5%.
Fylgi Framsóknarflokksins
minnkar um fjögur prósentustig frá
síðustu könnun og mælist nú 14% en
fylgi Frjálslynda flokksins fer upp
um prósentustig og mælist nú 2%,
eða innan við helming af því fylgi
sem flokkurinn fékk í síðustu alþing-
iskosningum. Fylgi Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs fer niður í
tæplega 11% úr 13% frá síðustu
könnun.
Stuðningur við ríkisstjórnina hef-
ur minnkað um fimm prósentustig
frá síðustu könnun, og er nú 57%.
Fylgi við ríkisstjórnina hefur ekki
mælst jafn lágt síðan í apríl á þessu
ári.
Tæplega 20% þeirra sem spurðir
voru vissu ekki hvað þau myndu
kjósa í næstu alþingiskosningum eða
neituðu að gefa það upp og tæplega
6% sögðust myndu skila auðu eða
ekki kjósa ef kosningar færu fram
nú.
Í alþingiskosningunum árið 1999
fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,7% at-
kvæða, Samfylkingin 26,8%, Fram-
sóknarflokkurinn fékk 18,4%, vinstri
grænir fengu 9,1% atkvæða og
Frjálslyndi flokkurinn 4,2%.
Ánægja með land-
búnaðarráðherra
Gallup hefur einnig birt niðurstöð-
ur könnunar sem mælir ánægju
fólks með ráðherra Framsóknar-
flokksins.
Tveir af hverjum þremur eru
ánægðir með störf Guðna Ágústs-
sonar landbúnaðarráðherra og er
þetta mesta fylgi sem mælst hefur
hjá ráðherra Framsóknarflokks í
könnun Gallup síðan í apríl 1999.
Ánægja með störf Guðna hefur
aukist hjá stuðningsmönnum allra
flokka og hefur ánægja flokksmanna
hans aldrei verið jafn mikil eða
93,5%. Ánægja með störf Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra er
58% og nánast sú sama og í síðustu
könnun, í júlí á þessu ári.
Rúmlega 44% eru ánægð með
störf Sivjar Friðleifsdóttur og hefur
ánægja með störf hennar ekki mælst
jafn há áður í könnun Gallup. Tæp
43% eru ánægð með störf Jóns
Kristjánssonar heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra en alls voru
rúm 48% ánægð með störf hans þeg-
ar spurt var í júlí. Stuðningsmenn
allra flokka eru ánægðari með störf
Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, en í síðustu mæl-
ingu, eða 42% þjóðarinnar.
Minnst er ánægjan með störf Páls
Péturssonar félagsmálaráðherra,
fjórðungur er ánægður með störf
hans. Í síðustu könnun voru rúm
28% ánægð með störf ráðherrans.
Fylgi Samfylking-
ar mælist 32%
HAGKAUP hafa í samvinnu við
Rauða krossinn gefið fatnað að
verðmæti rúmar 10 milljónir
króna til flóttamannabúða í Tans-
aníu, eftir hjálparbeiðni sem RKÍ
barst frá landinu.
Samskip sjá um flutning á fatn-
aðinum, aðilum að kostn-
aðarlausu.
Fatnaðurinn verður sendur á
vegum Samskipa til flóttamanna í
Tansaníu en þar eru nú um 500
þúsund flóttamenn frá Búrúndí
og Kongó (áður Zaire). Fatn-
aðinum verður dreift til barnshaf-
andi kvenna, aldraðra og mun-
aðarlausra barna, sem dvelja í
flóttamannabúðunum, en það er
sá hópur sem hefur mesta þörf
fyrir aðstoð.
Flóttamannabúðirnar eru við
Tanganyika-vatnið. Á þeim slóð-
um er heitt í veðri allan ársins
hring en á regntímanum frá nóv-
ember til maí verður kalt í veðri
að næturlagi. Deyr töluverður
fjöldi fólks úr lungnabólgu í
flóttamannabúðunum á þessum
árstíma og því brýn þörf á aðstoð,
segir í fréttatilkynningu.
Ljósmynd/Páll A. Pálsson
Frá vinstri: Gunnar Ingi Sigurðsson, rekstrarstjóri Hagkaupa, Hafdís
Sveinbjarnardóttir, Samskipum, Þórhalla Þórhallsdóttir, verslunarstjóri
Hagkaupa Akureyri, Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Hagkaupa, og
Hafsteinn Jakobsson, Rauða krossinum Akureyri.
Hagkaup gefa fatnað
fyrir 10 milljónir
FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar fyrir árið 2003 gerir
ráð fyrir 550 milljóna tekjuafgangi
fyrir fjármagnsliði en áætlunin var
lögð fram til fyrri umræðu í bæjar-
stjórn í gær. Í fréttatilkynningu seg-
ir að þetta sé nær tvöfalt betri af-
koma en gert hafi verið ráð fyrir á
yfirstandandi fjárhagsári.
„Veltufé frá rekstri Hafnarfjarð-
arbæjar verður um 860 milljónir í
stað 400 milljóna á árinu 2002 og
handbært fé frá rekstri um 760 millj-
ónir í stað 370 milljóna á þessu ári.
Heildarrekstrarniðurstaða Hafnar-
fjarðarbæjar er jákvæð upp á réttar
300 milljónir,“ að því er segir í til-
kynningu. Gert er ráð fyrir niður-
greiðslu langtímaskulda og að ráðast
í framkvæmdir við grunnskóla- og
leikskólabyggingar. Þetta er mögu-
legt með bættri afkomu, sölu eigna
og aðhaldsaðgerðum, segir í tilkynn-
ingunni.
Gert ráð fyrir
550 milljóna
afgangi
Fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðar
♦ ♦ ♦