Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 25
LOKADAGAR RÝMINGARSÖLUNNAR
Heildverslunin Ás ehf.
Tvö verð
100 kr. og 200 kr.
Margar tegundir af kertahringjum, silkiblómum,
kertastjökum, jólakertum og margt annað
4.–6. desember frá kl. 11.00-18, Dugguvogi 17-19
ÁRIÐ 1992 ríkti hungurneyð í
Sómalíu. Þangað fór ljósmyndarinn
Þorkell Þorkelsson á vegum Rauða
krossins og Morgunblaðsins. Enginn
sem hefur séð myndina af vannærðu
barni sem teygir út höndina til ljós-
myndarans, til áhorfandans, gleymir
henni nokkurn tíma. Þetta var upp-
hafið að ljósmyndaverkefni því sem
Þorkell nefnir Með opnum augum og
snýst um að birta hinn mannlega
þátt heimsmálanna og sýna hvernig
fólk býr sér líf við hinar hörmulegstu
og ótrúlegustu aðstæður, jafnt í Síb-
eríu sem Jemen.
Svo mikið hefur breyst síðan á
nítjándu öld, upphafsöld ljósmynd-
arinnar, að það er erfitt að ímynda
sér. Frá upphafi ljósmyndatækn-
innar hefur iðnvæðingin og nýjar
tæknilega uppfinningar breytt heim-
inum svo hann er óþekkjanlegur frá
því sem var. Allar þessar breytingar
hefur ljósmyndin skrásett á ómetan-
legan hátt. Þó að nú sé viðurkennt að
ljósmyndavélin er ekki sá hlutlausi
skrásetjari sem hún eitt sinn var tal-
in felst auðvitað mikið heimildagildi í
ljósmyndum. Þegar ég fyrir all-
nokkrum árum starfaði sem leið-
sögumaður með erlenda ferðamenn
yfir sumartímann fékk ég einu sinni
þá skemmtilegu spurningu hvort
ekki væru til ljósmyndir af lífi al-
mennings fyrr á öldum. Það tók mig
augnablik að átta mig á því af hverju
þær væru ekki til. En hver vildi ekki
sjá ljósmynd af Gunnari og Njáli, eða
Gretti Ásmundarsyni til dæmis? Eða
er kannski ímyndunaraflið sterkara
og skemmtilegra stundum?
Oftast er samt raunveruleikinn
ótrúlegri en við gætum gert okkur í
hugarlund og þar gegna ljósmyndir
mikilvægu hlutverki. Í dag flæða
myndir í gegnum hversdag okkar
sem aldrei fyrr og myndir Þorkels
Þorkelssonar eru hluti af því flæði.
Stundum er eins og fréttaljósmyndir
reyni allt hvað þær geta að sýna
helst það óhugnanlegasta, blóð, bein
og hrylling. Myndir Þorkels ein-
kennast ekki af hryllingi heldur sam-
úð, nokkuð sem gerir þær mun eft-
irminnilegri. Þorkell leggur áherslu
á að fylgja stefnu sem kallast frá-
sagnarljósmyndun, myndirnar miða
að því að segja sögu og ljósmynd-
arinn forðast uppstillingar eða lýs-
ingu aðra en náttúrulega.
Honum tekst þetta mjög vel og
myndir hans í ASÍ eru vandlega
valdar og vel framsettar, hver um sig
segir sína sögu og sem heild segja
myndirnar aðra og stærri. Í Ás-
mundarsal sýnir Þorkell myndir frá
stríði Ísraels og Palestínu, sumar
þeirra kannast maður við því þær
hafa verið birtar í Morgunblaðinu og
segir það nokkuð um gildi þeirra að
þær hafi náð að festast svona í minn-
inu. Áhorfandinn er hér leiddur inn í
heim sem við þekkjum öll úr frétt-
unum en nú er ró og næði til að virða
myndirnar gaumgæfilega fyrir sér,
til að skoða þennan stríðshrjáða
raunveruleika sem er hluti af hvers-
degi okkar, en þó svo fjarri lífi okkar.
Myndirnar eru blátt áfram og til-
gerðarlausar, þær auðkennast af
samúð en um leið virðingu fyrir við-
fangsefninu. Hér finnst mér ekki síst
sterk myndin af dreng á leið heim úr
skóla með Tweety-tösku á baki, þessi
taska tengir hann óvænt okkar eigin
raunveruleika og sýnir vel hvernig
lífið heldur áfram við hinar ótrúleg-
ustu aðstæður. Mismunandi stærð
myndanna segir líka söguna á sinn
hátt, hver mynd og staðsetning
hennar er vel hugsuð. Textarnir sem
fylgja myndunum eru ómissandi,
stuttir en gagnorðir. Í Gryfju sýnir
Þorkell svo myndir frá Sómalíu,
Írak, Kúbu, Mongólíu, Súdan og
Rússlandi þar sem hver mynd er
heimur út af fyrir sig. Honum tekst í
heildina að velja úr safni sínu mátu-
lega margar myndir þannig að hver
og ein nær að hreyfa við manni og
festast manni í minni, þær verða
ekki að síbylju sem erfitt væri að
meðtaka.
Nú þegar heimurinn er svo breytt-
ur, sagt að fjarlægðir séu að hverfa
og ferðalög orðin auðveldari og ódýr-
ari, eru þessi lönd sem Þorkell sýnir
hér okkur flestum samt algjörlega
óþekkt af eigin raun og órafjarri.
Ferðalög okkar flestra liggja ekki
annað en á næstu og ódýrustu sólar-
strönd og þrátt fyrir upplýsinga-
flæðið er þekkingu okkar á umheim-
inum sorglega ábótavant. Hér gegna
myndir Þorkels mikilvægu hlut-
verki, með þeim byggir hann huga
okkar brú yfir í annan heim, sem er
þó líka okkar. Það er vonandi að hon-
um gangi sem best með verkefni sitt
og framhald þess á næstu árum og
að sem flestir komi við á Freyjugöt-
unni áður en sýningunni lýkur.
Heimurinn okkar
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Listasafn ASÍ, Ásmundarsal
við Freyjugötu
Til 8. desember. Sýningin er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 14–18.
LJÓSMYNDIR, ÞORKELL ÞORKELSSON
Jenin. Leiðin úr skólanum liggur um sundurskotin og gjöreyðilögð hverfi.
ÞAÐ er ekki oft að boðið sé upp á
einleikspíanótónleika af íslenskum
djassleikurum, hvað þá tvíleikstón-
leika. Agnar Már hefur gert hvort-
tveggja – sólótónleikar í byrjun
október og dúótónleikar með Ást-
valdi Traustasyni núna. Agnar tók
þátt í Martial Solal-keppninni í Par-
ís í október. 99 sóttu um þátttöku,
66 komust að og 21 í aðra umferð.
Agnar var þar á meðal þótt ekki
kæmist hann á verðlaunapall – hvað
sem það segir manni um djassleik-
ara. Glæsileg frammistaða samt.
Það var notalegt að koma í FÍH-
salinn, en Félag íslenskra tónlistar-
manna bauð upp á þessa tónleika á
sjötugusta starfsári sínu, þar sem
kertaljós brugðu birtu á flyglana
tvo er stóðu í faðmlögum á gólfinu
og áheyrendur hringinn í kring.
Brátt gengu tónlistarmennirnir í
salinn og héldu á mámskálum
skreyttum og neru með tréstautum;
mögnuðu smám saman titrandi
hljóð og settust síðan við píanóið og
spunnu impressjónískt tónaljóð:
Form er tóm, tóm er form. Svo kom
ópus eftir Chick Corea: Barnasöng-
ur númer fjögur og enn var hin im-
pressjóníska rödd ríkjandi þótt ei-
lítið ryþmískri spennu væri bætt í
tónasúpuna. Þeir félagar skemmtu
sér svo konunglega við að leika
ópusinn Huglægt eftir Ástvald og
setti Agnar Már blað á strengi og
skál þar á og sló ryþmann meðan
Ástvaldur spann. Þarna var farið að
örla á sveiflu og spunnu báðir vel
en ólíkt. Ástvaldur er hefðbundnari
í leik sínum – nær boppurunum en
Agnar. Ekkert form, ekkert tóm
hét næsti spuni þar sem andi Cecils
Taylors og annarra stríðhljóma-
meistara sveif yfir vötnunum uns
búlgarska þjóðlagið Erghen diado
hljómaði um salinn í sínum balkan-
íska takti, enda lærðu þeir félagar
það af kvennakór búlgarska ríkisins
sem kom Balkantónlistinni á vin-
sældalista heimsins. Sálmar hafa
ekki verið algengir á efnisskrá ís-
lenskra djassleikara ef Sigurður
Flosason og Gunnar Gunnarsson
eru undanskildir. Heyr himna smið-
ur og Faðir vor eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson voru sérdeilis fallega
fluttir. Ástvaldur lék trúarlegan
inngang og eftir sólóana léku þeir
saman með barokksku ívafi einsog
þeir félagar í MJQ tíðkuðu á góðum
stundum. Tónleikunum lauk á stutt-
um spuna, Form er form, tóm er
tóm áður en þeir félagar gengu út
strjúkandi skálarnar.
Aukalögin urðu tvö. Fyrst léku
þeir söngdansinn víðkunna There
Will Be No Greater Love af miklum
krafti og með pertersonískri sveiflu
og svo Oleo Sonny Rollins. Þar var
nú ekki alvörunni fyrir að fara og
leikið við tuttugu fingur og Agnar
Már brá fyrir sig skálmi með meiru.
Þeir minntu í leikgleði á Herbie
Hancock og Chick Corea þegar þeir
voru að skemmta sér með Lizu –
nema hvað búggann vantaði.
Fínir tónleikar þar sem píanist-
arnir náðu samhljómi þegar best
lét.
DJASS
Tónleikasalur FÍH
Agnar Már Magnússon og Ástvaldur
Traustason léku saman á tvo flygla auk
málmskála. Sunnudagskvöldið 24.11.
2002.
TÓNN Í TÓMIÐ
Að magna
seið
Vernharður Linnet
LEIKFÉLAG Kópavogs heldur
áfram frjóu samstarfi við leikstjór-
ann Ágústu Skúladóttur sem vann
eftirminnilega sýningu sl. ár með
hópnum, Ævintýri Grimms. Aðferð
Ágústu til að virkja leikhópinn til
sköpunar gefur greinilega góða raun
því Hljómsveitin er vel heppnuð sýn-
ing, skemmtileg og frumleg á marg-
an hátt.
Efniviðurinn er byggður á þeirri
sögn að árið 1910 hafi íslenskur mað-
ur forframaður í Vesturheimi sest að
í litlu þorpi á Suðurnesjum og stofn-
að lítinn hornaflokk í bænum. Áhuga
bæjarbúa skortir ekki en hljóðfæra-
skortur og kunnáttuleysi er veruleg-
ur þröskuldur. Leikhópurinn lætur
sagnfræði tímabilsins og raunveru-
lega atburðarás lönd og leið og bygg-
ir sýninguna á ímyndunarafli sínu og
hugviti þar sem alls kyns skemmti-
legar lausnir í leik og hljóðmynd gefa
sýningunni það stílhreina yfirbragð
sem raun ber vitni. Það fer ekkert á
milli mála að hér er sami leikstjóri
við stjórnvölinn og í Grimms og telst
það svo sannarlega ekki ókostur að
leikstjóri sýni af sér ákveðinn og
hreinan stíl í vinnubrögðum.
Ágústa Skúladóttir hefur greini-
lega lagt mikla alúð í þjálfun hópsins
og lagt aðaláherslu á samhæfingu og
dýpkun skilnings leikenda á mögu-
leikum leikhússins í því augnamiði
að örva ímyndunaafl áhorfenda.
Margt af því sem þarna er gert hefur
verið gert áður en það er aukaatriði,
aðalatriðið er að það sé vel gert og
svo er hér. Tónlistaratriðin eru
kostuleg og öll leikhljóð eru framin
af leikendum sjálfum með ýmsum
einföldum hjálpartækjum sem verð-
ur hluti sýningarinnar og þeirrar
upplifunar sem hún býður áhorfend-
um. Skemmtigildið er ótvírætt og
leikhópurinn einstaklega jafn og
ástæðulaust að gera upp á milli
þeirra. Persónurnar eru dregnar
fáum og skýrum dráttum, útlit og fas
vel hugsað svo enginn velkist í vafa
um tilgang eða innræti þeirra.
Framsögn leikenda er skýr og texta-
meðferð þeirra til fyrirmyndar.
Leikmyndin myndar ágæta umgjörð
um sýninguna og lýsingin er ná-
kvæm og unnin af natni.
Að öllu þessu sögðu er fátt sem
finna má að nema það eitt að sögu-
efnið stendur tæplega undir þeirri
vönduðu sýningu sem því er búin.
Söguþráður Hljómsveitarinnar er
óljós og hreint ekki skýrt hvert hlut-
verk honum er ætlað. Á köflum virð-
ist nefnilega sem megintilgangur
sýningarinnar sé leiktæknilegs eðlis,
að sýna hversu snjöll leikstjórinn og
leikendur eru í útfærslu aðferðarinn-
ar sem sýningin byggist á. Kannski
hafa þau gleymt sér svolítið í að finna
sem hugvitsamlegastar lausnir á
hverju smáatriði sýningarinnar.
Þarna vantar því ekki hljóðfærið eða
kunnáttuna til að leika á það heldur
öllu fremur sæmilegt lag til leika.
Minnugur þess hversu frábærlega
vel fór saman gott söguefni og hug-
myndaríkur leikstíllinn í Ævintýrum
Grimms varð sýningin á Hljómsveit-
inni undirrituðum nokkur vonbrigði
að þessu leyti.
LEIKLIST
Leikfélag Kópavogs, Hjáleigunni
Samið af leikstjóra og leikhópi. Leik-
stjóri: Ágústa Skúladóttir. Leikarar: Jón-
as Gylfason, Einar Þ. Samúelsson, Magn-
ús Guðmundsson, Ágústa Eva
Erlendsdóttir, Guðmann Þ. Bjargmunds-
son, Sara Valný Sigurjónsdóttir, Kjartan
Hearn, Ástþór Ágústsson, Helgi R. Þór-
isson. Leikmynd: Þórunn Eva Hallsdóttir,
Þórey Björk Halldórsdóttir, Finnbogi Er-
lendsson. Lýsing: Skúli Rúnar Hilm-
arsson.
HLJÓMSVEITIN
Lúðrasveit
án hljóðfæra
Hávar Sigurjónsson
EGG-leikhúsið hefur tekið til æfinga
leikritið Dýrlingagengið (Bash!) eft-
ir Neil LaBute og verður það frum-
sýnt um áramótin í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Í leikritinu koma fram persónur
sem eiga sér skelfileg leyndarmál.
Þær finna sig knúnar til þess að
segja sögu sína, hver með sínum
hætti. Um leið leita þær svars við því
hvers vegna þær hafi skilið eftir svo
afdrifarík spor í lífi sínu sem raun
ber vitni. Leikskáldið og leikstjórinn
Neil LaBute er í fremstu röð banda-
rískra leikhús- og kvikmyndagerð-
armanna. Meðal annarra leikrita
hans má nefna The Shape of Things
og The Distance From Here. Hann
hlaut verðlaun á Cannes-hátíðinni
1999 fyrir leikstjórn sína á Nurse
Betty. Nýjasta mynd LaBute heitir
Possession. Dýrlingagengið (Bash!)
er fyrsta leikritið eftir Neil LaBute
sem sýnt er hér á landi. Leikendur
eru Björn Hlynur Haraldsson, Þór-
unn E. Clausen, Agnar Jón Egilsson
og Ragnheiður Skúladóttir. Þýðandi
er Bjarni Jónsson. Leikmynd og
búninga gerir Gerla. Leikstjóri er
Viðar Eggertsson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Leikararnir í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Ragnheiður Skúladótt-
ir, Björn Hlynur Haraldsson, Þórunn E. Clausen og Agnar Jón Egilsson.
EGG-leikhúsið æfir
Dýrlingagengið