Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 27
ið í horf bóka- og viskíbar fái nýtt nafn, Silfurtungl- ið, með vísan í samnefnt leikrit Halldórs Laxness. Eyþór segir að ætlunin sé að prýða veggi með munum og myndum sem tengjast Halldóri Laxness, persónu hans og skáldaferli, í þeim anda sem gert var þegar Jóhannesarstofa var hönnuð á sínum tíma. Einnig er stefnt að því að endurvekja gamla vínkjallarann, „leyniherbergið“, í kjallara hótelsins sem myndi nýtast undir smærri veislur. Eyþór undirstrikar að unnið verði að breytingunum í nánu samstarfi við hót- elstjórnendur enda hafi starfsemin of oft verið slitin úr samhengi við hótelið sjálft. Þá eru uppi hugmyndir um að stækka hótelið og í leigusamningum er kveðið á um að rekstraraðilar veitingasala fái afnot af nýja rýminu þegar það verður tekið í notk- un. Rætt um að stækka hótelið Páll Halldórsson er stjórnarformaður Hótel Borgar ehf. sem er í eigu Lands- banka Íslands, Sjóvá-Almennra, Tómasar Tómassonar og fleiri aðila. Að sögn Páls eru uppi hugmyndir um að byggja við hótelið, baka til, og tvöfalda þar með gistirými þess, í liðlega 100 herbergi og jafnvel byggja bílageymslu undr hót- elinu. Hér yrði um milljarðaframkvæmd að ræða. Páll undirstrikar að engin ákvörðun hafi verið tekin þar að lútandi og að ekkert formlegt erindi hafi verið sent borgaryf- irvöldum vegna málsins. „Byggingarrétturinn er þarna til staðar og við sjáum þarna ákveðna möguleika á að gera eininguna hagkvæmari með því að nýta þann byggingarrétt.“ Hann bendir á að hótelið sé á besta stað í bænum og ekki margir aðrir staðir betur til þess fallnir að byggja hótel á. Fyrir liggur hinsvegar að breytingar verða gerðar á efstu hæð hótelsins sem verður lyft og þakinu breytt. Þar verða settar svítur og turnsvítunni verður sömu- leiðis breytt. Ekki liggur fyrir hvenær ráð- ist verður í þær framkvæmdir en Páll von- ast til að hægt verði að gera það á næsta ári. Kostnaður við breytingarnar verður í kringum 90–100 milljónir króna. reytingar á veitingasölum Hótel Borgar Morgunblaðið/Golli al sem verður framvegis nefndur úar og mun nýtast matar- og Nýir rekstraraðilar hyggjast endurvekja nýársdansleiki Borgarinnar frá áramótum. Ljósmynd/Pétur Thomsen Um áratugaskeið voru allar opinberar veislur haldnar á Hótel Borg. Myndin er tekin í veislu til heiðurs Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, sem heim- sótti Ísland í byrjun sjöunda áratugarins. Ljósmynd/Hótel Borg Gyllti salurinn á fjórða áratug síðustu aldar. Meðal þess sem núverandi rekstraraðilar hyggjast kanna er hvort hægt sé að bjarga freskunum á veggjunum sem í dag eru undir lögum af málningu. Þá er stefnt að því að fjölga dyrunum á nýjan leik sem tengja salinn við bakherbergin. Einnig er í athugun að láta smíða nákvæma eftirlíkingu af upp- runalegu stólunum, svo dæmi séu nefnd. kristjan@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 27 ár nn við bygginuna. Óli á Reynisvatni úrverkið og Einar gamli Einarsson míðina. Þeir voru báðir víkingar til n það þurfti sína aðferðina við þess að hvetja þá. Við Einar ar best að vera fúll og ónotalegur. fði reynt þá aðferð við Óla á Reyn- efði hann lagt frá sér múrskeiðina mér að fara til helvítis. Við hann að ræða í léttum tón, taka undir num og segja honum eina eða tvær ögur áður en ég vék að erindinu að sem því líður, þá opnaði ég veit- Hótel Borgar 18. janúar 1930, og ð opnaði ég 25. maí um vorið, 18 m eftir að grunnurinn undir húsið inn – en verðið komst líka upp í 1,3 .“ berar veislur og fræg andlit atugaskeið voru allar opinberar ér á landi haldnar á Hótel Borg. orgin ómissandi áfangastaður fjöl- frægra persóna sem sóttu landið 933 gistu m.a. Charles Lindbergh ur og eiginkona hans á hótelinu, n Marlene Dietrich gisti þar árið ndaríski leikarinn Tyrone Power 7 og hljómsveitin Kinks árið 1964, i séu nefnd. a leitað uppi gamla muni úr sögu og haft hönd í bagga með hug- nu. Ýmislegt hefur fundist og ný- st rúmlega 70 ára gömul ljósa- si við Tjarnargötu sem er hluti af gum ljósabúnaði hótelsins. an er nú kominn upp að nýju og gestum í Jóhannesarstofu. rtungl Halldórs Laxness n Eyþórs er hugmyndin að fólk m tyllt sér niður á Borginni og r kaffisopa líkt og tíðkast hefur saman og verður gamli Pálma- mvegis nefndur Café Borg. Á hót- ur enn fremur Á la carte mat- r og ráðstefnuherbergi en í við breytingarnar hefur Karl Stefánsson verið ráðinn rekstr- eitingasala og Árni Björn Helga- verið ráðinn veitingastjóri. Báðir mikla reynslu úr veitingahúsa- og num og hafa meðal annars starf- ngastaðnum Argentínu og Hótel uppi hugmyndir um að salirnir Skuggabar var áður og nú er „MEST kom á óvart að finna strax á fyrsta upp- graftarárinu leifar mann- virkja frá fyrstu tíð bisk- upsstólsins á Hólum, sem var settur á fót 1106,“ seg- ir Ragnheiður Trausta- dóttir fornleifafræðingur um Hólarannsóknina í sumar, einhverja umfangs- mestu fornleifarannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Ragnheiður Trausta- dóttir segir að þar sem minjasvæðið hafi allt verið sléttað með jarðýtum um miðja síðustu öld hafi verið óttast að minjarnar hefðu raskast mjög en annað hafi komið á daginn. Reyndar væru minjar frá 19. öld að mestu farnar en eldri minjar væru óspillt- ar. „Við fundum hús frá 11. eða 12. öld sem er mjög spennandi fyrir þær sakir að ekki hefur verið byggt margoft ofan á það eins og önnur mannvirki á rústasvæðunum.“ Verkefnið hófst í sumar og er gert ráð fyrir að rannsókninni ljúki árið 2007. Kristnihátíðarsjóður lagði 11 milljónir króna í verkefnið í ár og hefur ákveðið að verja jafn- hárri upphæð til þess á næsta ári. Ragnheiður segist hafa ákveðið hvar ætti að hefja fornleifagröft með hliðsjón af forkönnun á grund- velli heimildakönnunar, s.s. á göml- um túnakortum, fosfatgreiningum og svonefndum fjarkönnunar- aðferðum, þ.e. jarðsjármælingum, viðnámsmælingum og leiðnimæl- ingum. „Við fundum leifar af húsum með þessari tækni, opnuðum þar og komum niður á minjar frá 17. og 18. öld, sem eru sennilega prent- smiðjurústir. Elsta prentsmiðjan er frá því fyrir 1600 og við erum sennilega búin að grafa upp yngsta hluta hennar,“ segir hún. Viðamiklar rannsóknir Grafið var á sex stöðum á Hólum og auk þess voru kannanir á land- námsbænum Hofi í Hjaltadal og á hafnarstaðnum við ósa Kolku, sem var höfn Hólastaðar fram á 16. öld. „Til að skilja þýðingu Hólastaðar þarf að skilja allan Hjaltadalinn,“ segir Ragnheiður og telur að Hof sé lykillinn að því að bisk- upsstólnum hafi verið valinn staður á Hólum auk þess sem hafn- arstaðan gæti hafa skipt máli. „Við höfum líka kannað flestar fornar leiðir að Hólum og sjáum að stað- urinn hefur þótt mjög miðsvæðis á miðöldum.“ Um 40 til 45 manns tóku þátt í Hólarannsókninni í sumar, en að henni standa Hólaskóli, Byggða- safn Skagfirðinga og Þjóðminja- safn Íslands auk þess sem samstarf var við ýmsar stofnanir og háskóla erlendis. Unnið var með öllum sér- fræðingunum á vettvangi og segir Ragnheiður að það hafi skilað mikl- um árangri. „Við fundum á fjórða þúsund gripi,“ segir hún. „Mjög margir eru frá 17. fram á 19. öld, en einnig margir frá miðöldum. Meðal ann- ars fundum við brot úr klébergs- grýtu og bökunarhellu frá Noregi, nokkrar perlur sem gætu verið úr talnaböndum, útskorinn hníf, 550 krítarpípubrot frá 1600 til 1800 og 80 kíló af dýrabeinum.“ Vitað var um göng frá kirkjunni yfir í híbýlin og fundust þau. „Það var mikilvægt að finna þau til að geta borið þau saman við úttekt- irnar, því að þá getum við hugs- anlega búið til heildarmynd af rúst- unum án þess að grafa holur um allt svæðið upp á von og óvon og spilla minjum að óþörfu,“ segir Ragnheiður. Öskuhaugar mikilvægir Næsta sumar verður vettvangs- kennsla fyrir nýnema í forn- leifafræði við Háskóla Íslands og farið verður í neðansjávarrann- sóknir við Kolkuós. Ragnheiður segir að auk þess verði haldið áfram að kanna prentsmiðjuhúsin og skoða sérstaklega elsta húsið, því að minnst sé vitað um elsta tím- ann. Það hús sé undir geigvænlega stórum öskuhaugi frá miðöldum, sem sé 30 metrar á allar hliðar. „Öskuhaugar eru með því mikil- vægasta sem við skoðum því að þar er hægt að sjá hver voru lífsskil- yrði manna á hverjum tíma, við hvaða kjör þeir bjuggu, hvað þeir áttu og á hverju þeir nærðust og þar fram eftir götunum, auk þess sem skilyrðin þarna eru mjög góð fyrir skordýra-, plöntu- og beina- rannsóknir.“ Unnið að rannsóknum á svæðinu fyrir framan kirkjuna á Hólum. Leifar mannvirkja frá fyrstu tíð biskupsstólsins Mannvirki frá fyrstu tíð biskupsstólsins, 11. til 12. aldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.