Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurrós Magn-úsdóttir fæddist á Orustustöðum á Brunasandi í Vestur- Skaftafellssýslu 23. september 1929. Hún lést á Landspítalan- um – háskólasjúkra- húsi við Fossvog 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Katrín Sig- urlaug Pálsdóttir, f. 1890, d. 1982, og Magnús Jón Sigurðs- son, f. 1886, d. 1938. Systkini Sigurrósar eru: 1) Páll Jóhann, f. 1914, d. 1926. 2) Sigurður, f. 1915, d. 2001. 3) Sólveig, f. 1915, d. 1915. 4) Sól- gerður, f. 1916, d. 1995. 5) Þórey, f. 1918, d. 1995. 6) Ingigerður, f. 1919. 7) Sigmundur Bergur, f. 1923. 8) Guðjón, f. 1924, d. 1995. 9) Pálhanna Þuríður, f. 1928. 10) Einar Þorfinnur, f. 1926, d. 1968. 11) Ásdís, f. 1934. Sonur Sigurrósar er Páll Jó- hann Kristinsson, f. 18. desember 1965, faðir hans er Krist- inn Pálsson, f. 31. ágúst 1935. Sam- býliskona Páls er Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir, f. 23. júní 1966. Börn þeirra eru Jökull Logi, f. 1. október 1996, Katrín Rós, f. 18. júlí 1998, og dóttir Sólveigar Heiðrúnar er Stef- anía Ósk Ómarsdótt- ir, f. 19. mars 1989. Sigurrós ólst upp á Orustustöð- um en um 1950 futtist hún til Reykjavíkur og frá 1965 bjó hún á Laufbrekku 27 í Kópavogi með syni sínum, móður sinni og Sig- urði bróður sínum á meðan þeirra naut við. Síðustu tvö árin var hún búsett í Gullsmára 7 í Kópavogi. Útför Sigurrósar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð?– Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? Ég man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni: Þú bentir mér yfir byggðar hring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Ég hef þekkt marga háa sál, ég hef lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (M. Joch.) Elsku mamma mín, minningin um þig verður alltaf ljós í hjarta mér. Páll Jóhann Kristinsson. Elsku Rósa. Ég vil minnast þín og þakka þér fyrir samverustundir okk- ar og allan þann styrk sem þú veittir okkur á góðum sem erfiðum stund- um. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástablíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, – ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson) Blessuð sé minning þín. Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir. SIGURRÓS MAGNÚSDÓTTIR ✝ Guðlaug Þor-steina Jónsdóttir fæddist á Sauðár- króki 10. febrúar 1907. Hún lést á Elli- og dvalarheimilinu Grund 21. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefanía Þorsteins- dóttir, ættuð frá Breiðumýraholti í Stokkseyrarhreppi og faðir hennar Jón Sigurðsson bók- bindari, ættaður frá Jaðri í Hrunamanna- hreppi. Systkini Guðlaugar voru Sigurbjörg, f. 1901, d. 1957, Ólína, f. 1909, d. 1975, og fóst- ursystir Þórlaug Margrét, f. 1909, d. 1972. Árið 1948 giftist Guðlaug Þor- steina Ingimundi Sæmundssyni frá Hraunhálsi í Helgafellssveit, f. 21.9. 1909, d. 4.4. 1997. Dóttir þeirra er Elín Sæunn Ingi- mundardóttir sjúkraliði, f. 3.7. 1951, gift Kára Jak- obssyni bifvéla- virkja, f. 10.11. 1946, synir þeirra eru: a) Ingimundur viðskiptafræðingur, f. 5.2. 1973, í sam- búð með Bryndísi Guðbrandsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 26.1. 1972, dóttir þeirra er Birta Rún, f. 23.9. 1999, en fyrir á Ingimundur Ísak Mána, f. 9.11. 1998, og b) Viðar viðskiptafræð- ingur, f. 4.2. 1975. Útför Guðlaugar Þorsteinu var gerð í kyrrþey 29. nóvember. Þegar andlát náins ættingja eða vinar ber að höndum rennur ósjálf- rátt í gegnum hugann mikið magn minninga. Þeim mun meiri en annars þegar kynnin ná svo langt aftur í bernsku sem minnið nær. Guðlaug Þorsteina Jónsdóttir fóstursystir móður minnar sem nú er látin á nítug- asta og sjötta aldursári verður mér minnisstæð margra hluta vegna. Hún var mjög sérstök kona og vegna fjöl- skyldutengsla hafði ég mikið saman við hana að sælda. Hún kom oft að Kjalvararstöðum í Borgarfirði, þar sem ég ólst upp, og eins var ég tíður gestur á hennar heimili í Reykjavík fyrst til gistinga og síðan til að njóta samvista. Það var fyrir níutíu og átta árum síðan að lítil fjölskylda tók sig upp frá Stokkseyri og flutti norður til Sauð- árkróks. Þetta voru Jón Sigurðsson bókbindari ættaður frá Jaðri í Hruna- mannahreppi og Stefanía Þorsteins- dóttir kona hans ættuð frá Breiðu- mýrarholti í Stokkseyrarhreppi. Með þeim var Sigurbjörg dóttir þeirra á fjórða ári og Guðrún systir Stefaníu. Að flytja búferlum á milli landshluta í upphafi síðustu aldar hefur verið mik- ið fyrirtæki, bíllinn varla kominn til sögunnar og samgöngur með mikið öðrum og erfiðari hætti en við þekkj- um til nú. Á Sauðárkróki stækkaði fjölskyld- an, Guðlaug Þorsteina fæddist 1907 og Ólína 1909. Guðrún hóf sambúð með ungum Skagfirðingi Símoni Jónssyni og eignuðust þau dæturnar Ingibjörgu 1906 og Þórlaugu Mar- gréti 1909. Hér brestur mig heimildir til að tjá mig um hvernig lífsbaráttan hefur gengið hjá fjölskyldunni en annálar eru til um kjör alþýðufólks frá þessum árum. Geri ég frekar ráð fyrir að sæmilega hafi gengið enda fólkið á besta aldri og starfsorkan í hámarki. En skjótt skipast veður í lofti. 1910 fær Jón blóðeitrun í fót. Allt er gert sem þekking og tækni þessa tíma bauð upp á. Síðast var fóturinn numinn brott ef vera skyldi að það mætti bjarga lífi hans. Það tókst ekki og lést Jón í júlí 1910. Í upphafi tuttugustu aldar bjuggu flestir í sveitum og þéttbýlismyndun ekki hafin nema að litlu leyti. Þétt- býlið á Sauðárkróki hefur ekki verið nein undantekning frá því og fé- lagsleg úrræði þau sömu sem verið hafði aldirnar á undan. Peningar sjaldséðir og ég efast um að orðið ,,hagkerfi“ hafi verið komið inn í mál- ið. Því var það ekki undarlegt að sveitarstjórninni þætti það ekki gott mál að verða að fara að sjá fram á kostnað við fjölskyldu sem misst hefði fyrirvinnu sína og var þar að auki ekki búin að vinna sér sveitfesti. Því var brugðið á það eina ráð sem þekkt var á þessum tíma og margir aðrir höfðu orðið að þola. Ekkjan með börnin skyldi send á fæðingarsveit Jóns. Hvort sveitarstjórninni hafi ekki litist á það að ógift sambýlisfólk sem þar að auki réði ekki yfir jarðnæði stæði í því að hlaða niður börnum skal ósagt látið en með Stefaníu í för var Guðrún syst- ir hennar með Þórlaugu Margréti en eldri dóttir hennar Ingibjörg fór í fóstur að Hólkoti á Reykjaströnd og ólst þar upp. Steina eins og móðir mín kallaði hana ætíð hefur að líkindum verið mikil pabbastelpa. ,,Ég man hvað ég grét mikið þegar við fórum frá Sauð- árkróki,“ sagði Steina mér eitt sinn. Þegar suður í Hrunamannahrepp kom fékk hreppstjórinn það hlutverk að koma fólkinu sem á hlaði hans stóð fyrir. Á Jaðri bjó þá Snorri Sigurðs- son bróðir Jón heitins og Oddbjörg Þorsteinsdóttir systir Stefaníu og Guðrúnar. Þar voru í heimili foreldrar Oddbjargar Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Stefánsdóttir sem búið höfðu í Breiðumýrarholti og einnig yngsta dóttir þeirra Margrét. Það hefur sjálfsagt verið hreppnum og stjóra hans léttir að Snorri Sigurðs- son og kona hans gátu tekið við skyld- fólki sínu en svo fór þó að Sigurbjörg sem var á tíunda ári þegar þetta gerð- ist fór til sæmdarhjónanna Sveins og Jóhönnu í Efra Langholti og dvaldi hjá þeim til fullorðinsára. Árið 1911 giftist Margrét Þor- steinsdóttir Katli Guðlaugssyni á Fossi í Hrunamannahreppi og flutti Stefanía þangað með Steinu og Ólínu og áttu þær þar heima um tíma. Á Fossi fannst Steinu var gott að vera og sofna út frá niðnum í fossinum. Á næstu árum er Steina á ýmsum stöð- um í Hrunamannahreppi með móður sinni og yngri systur. Þó fer svo að á sjöunda, áttunda ári fer hún í varan- legt fóstur til Snorra og Oddbjargar á Jaðri og alast þær upp sem systur móðir mín og hún frá þeim tíma. Þeim fóstursystrum Steinu og Þór- laugu þótti afar vænt um fósturfor- eldra sína og af frásögn þeirra að dæma hafa þau verið samhent, barn- góð og miklir dýravinir. Ekki varð þeim barna auðið sjálfum. Þorsteinn frá Breiðumýrarholti lést á Jaðri 1913. Kona hans Guðlaug Stefáns- dóttir lést 1922 úr heilablóðfalli. Þá var ekki fyrir hendi sú góða heilbrigð- isþjónusta sem við þekkjum nú svo henni var hjúkrað heima þar til yfir lauk. Eins og gekk til á heimilum til sveita urðu þær fóstursystur að hjálpa til við öll störf sem til féllu eins og að hjálpa til við sjúklinginn. Steina sem 15 ára þegar þetta gerðist og afar viðkvæm í lund. Var hún stundum send út í læk með rúmfötin í þvott. Erfitt átti hún með að rifja þessa átta- tíu ára gömlu atburði upp án þess að komast í geðshræringu. Mikill harm- ur var kveðinn að þeim fóstursystrum í nóvember 1925 þegar fósturmóðir þeirra lést eftir mikil veikindi. Eftir lát Oddbjargar hætti Snorri búskap. Við búi á Jaðri tóku Guðni Jónsson frá Tungufelli og Kristín Jónsdóttir. Fluttu þau að Jaðri ásamt börnum sínum. Snorri Sigurðsson var í skjóli þeirra á Jaðri til dánardægurs 1959. Steina og Þórlaug áttu heimili á Jaðri fram á fullorðinsár. Þegar aldur leyfði tók við vinna utan heimilis. Urðu störfin eins og þá gerðist kaupa- vinna í sveitum og vistir á heimilum í Reykjavík. Um tíma dvaldi Steina í Noregi. Í einhverri kaupavinnunni kynntist Steina ungum bónda af Snæfellsnesi, Ingimundi Sæmundssyni. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband. Ekki leist Steinu á að gerast húsmóð- ir í sveit svo að Ingimundur brá sínu búi og flutti til Reykjavíkur og gerðist verkamaður við höfnina. Var hann stundum í framlínu þeirra stéttaátaka sem lagt hafa grunninn að þeim kjör- um sem íslensk alþýða hefur í dag. Í eina skiptið sem ég hef tekið þátt í fyrsta maí göngu var með þeim hjón- um. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Elínu Sæunni sem er sjúkraliði hér í borg. Þau veittu hvort öðru mikla hamingu og dóttirin sólargeislinn þeirra. Allar minningarnar um Þorsteinu eru bjartar. Hún var geðrík en afar viðkvæm. Öll hennar framkoma speglaði umhyggju og væntumþykju. Hún talaði ekki slæmt um neinn og hún ræddi ógjarnan minningar sínar. Undir niðri var eins og byggi mikill sársauki erfiðrar reynslu sem hún vildi ekki og gat ekki ýft upp. Þegar ég minnist Guðlaugar Þor- steinu nú að leiðarlokum þykir mér rétt að rifja þessa sögu upp. Fátækt fólk hvað þá börn höfðu alltof oft lítið að segja um líf sitt og örlög. Þeim var hent til og frá eftir því sem yfirvöld- um þóknaðist á hverjum tíma. Þor- steinu tókst að skapa sér sitt sjálf- stæði og eignast þá hamingju sem flestir sækjast eftir. Þau hjón voru nægjusöm og sparsöm en tókst að veita sér þau lífsgæði sem þeim hent- aði og undu glöð við sitt. Steina hafði gaman af að ferðast og skoða nýjar slóðir. Einhverntíma áður en utan- landsferðir alþýðufólks urðu eins al- mennar safnaði hún sér fyrir ferð til Kaupmannahafnar og hafði dóttur sína með til að sýna henni heiminn. Ingimundur lést fyrir fimm árum síð- an eftir langvarandi veikindi. Síðan hefur Steina búið á Elliheimilinu Grund. Seinast kom ég til hennar í vikunni sem hún andaðist. Það gladdi mig að geta náð við hana sambandi og kvatt hana. Guð blessi minningu Guðlaugar Þorsteinu Jónsdóttur. Saga hennar er átaka og hetjusaga samofin tíðaranda og þróunarsögu tuttugustu aldar sem á fullt erindi til nútímans. Samúðar- kveðjur sendi ég afkomendum henn- ar. Snorri Bjarnason. Herra Jesú hjá oss vertu, huggun vor í lífi’ og deyð; dagar líða, ljós vort vertu, ljómann heims er felur neyð. Huggun sú er hugarfró, hjartans yndi, sæld og ró, þig að vita vera’ oss nærri, vina hjálp þá öll er fjærri. Herra Jesú, hjá oss vaktu, héðan burt er sofum vér; oss í miskunn að þér taktu, einkatraustið vort það er. Bend oss heim í hæð til þín, himinljóma þann oss sýn, er til fulls við síðar sjáum, sjálfan þig er litið fáum. Herra Jesú hjá oss vertu, hugurinn til þín lyftir sér; hjá oss kvöldið síðasta sértu, sjálfur þá vort ljós þú ver. Hugsun þá lát hugga sál, heyrn er þrýtur, sjón og mál, að oss hel er endir nauða, og að fæðist líf í dauða. (Jón Þorleifsson.) Elsku Elín mín, Kári, Ingimundur, Viðar og fjöldskyldur, við Reynir vottum ykkur samúð okkar. Gömul kona södd lífdaga gleðst er fæðist líf í dauða. Alltaf er móðurmissir söknuð- ur, því hvað er okkur nær frá vöggu til dauða en móðir og hvað eðlilegt er það að sakna þess sem átt hefur, þrátt fyrir að við gleðjumst þegar þeir sem okkur þykir vænst um fái að losna úr langþráðum fjötrum. Að lokum vil ég minnast orða Steinars Ekviks sjúkrahúsprests við norska Radiumhospitalet. Að missa gamla foreldra, veldur sorg sem lítið er talað um. „Það er vanmetna sorg- in.“ Foreldranir snerta líf okkar á þann hátt, sem enginn annar gerir. Það voru þau, sem settu okkur inn í þennan heim. Þau eru hluti af sjálfs- mynd okkar. Þessvegna er það fátt annað, sem gerist í lífi okkar, sem fær okkur til að finnast við yfirgefin, eins og það að missa foreldrana. Guð veri með ykkur öllum. Eygló. GUÐLAUG ÞORSTEINA JÓNSDÓTTIR Móðir okkar, HALLDÓRA SIGFÚSDÓTTIR frá Steinsstöðum í Öxnadal, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugar- daginn 30. nóvember. Ingibjörg Bjarnadóttir, Dýrleif Bjarnadóttir, Bjarni Rúnar Bjarnason og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGA GUÐRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, lést á lungnadeild Landspítalans Fossvogi sunnudaginn 1. desember. Örn Ólafsson, Guðrún Arnardóttir, Jón Örn Arnarson, Sigurlaug Kristmannsdóttir, Þorbjörg Íris Arnardóttir, Ingólfur Arnarson, Ægir Arnarson, Þorsteinn Ö. Arnarson, Liss Wenche og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.