Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 19 ekki fengið lóðir. Þetta er fólk sem er fætt og uppalið í bænum og ættingjar mínir hafa sótt um áður og ekki feng- ið.“ Á aukafundi á föstudag var sam- þykkt úthlutun á öðrum hluta norð- ursvæðis Vatnsenda þar sem úthlut- að var lóðum fyrir rúmlega 200 íbúðir, þar af um 160 í fjölbýli. Sigurður segir að við þá úthlutun hafi sömu reglur verið notaðar og hingað til. „Þrátt fyrir að við höfum úthlutað svona miklu af lóðum síðastliðin 10 ár, hafa aldrei orðið árekstrar út af því hingað til. Ein aðalskýringin á því er sú að það fá flestallir lóð þótt þeir fái hana ekki allir í sömu úthlutun og þurfi jafnvel að bíða eitthvað. Við höfum aldrei lent í neinum slag út af þessu og minnihluti og meirihluti hafa alltaf afgreitt samhljóða allar íbúðaúthlut- anir frá upphafi. Þessar úthlutanir hafa verið sanngjarnar og þess vegna gengið upp.“ Hann segir að litið sé á norður- svæði Vatnsenda sem þrjá áfanga. „Það var fyrsta úthlutun í október, seinni úthlutunin í nóvember og svo verður aftur úthlutað í mars og þá verða lóðirnar sennilega miklu fleiri eða fyrir 3–400 íbúðir.“ SKRIFLEGAR reglur fyrir lóðaút- hlutanir í Kópavogsbæ voru sam- þykktar á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Reglurnar hafa verið sendar fé- lagsmálaráðuneytinu en það óskaði eftir slíkum reglum í tengslum við stjórnsýslukæru vegna úthlutunar lóða í fyrsta hluta norðursvæðis Vatnsenda í október síðastliðnum. Bæjarstjóri vísar á bug að ættar- tengsl hans við tvo umsækjendur hafi haft áhrif á úthlutun lóða til þeirra í umræddri úthlutun og segir að tilvilj- un hafi ráðið því að þeir fengu úthlut- að lóð hlið við hlið. Úthlutun lóða í öðrum áfanga norðursvæðisins var samþykkt á aukafundi bæjarráðs á föstudag. Í bréfi ráðuneytisins til bæjaryfir- valda segir að því hafi borist kæra vegna úthlutun Kópavogsbæjar á ein- býlishúsalóðum í fyrsta áfanga norð- ursvæðis Vatnsenda en bæjarráð samþykkti úthlutunina á fundi sínum 31. október síðastliðinn. Kærandi telji vafa leika á að jafnræðis hafi verið gætt við úthlutun lóðanna og bendir á að tveir ættingjar bæjarstjóra hafi fengið úthlutað samliggjandi lóðum. Hann hafi fengið þær skýringar hjá bænum að efnahagur umsækjend- anna hefði ráðið mestu um úthlutun lóðanna. Þá hafi athygli ráðuneytisins verið beint að því að ekki séu til skriflegar reglur um það hvernig úthlutun eigi að fara fram og er óskað eftir upplýs- ingum um hvaða lágmarksreglur gildi við úthlutun lóða í sveitarfélaginu. Hafa farið eftir óskráðum en fastmótuðum reglum Sigurður Geirdal bæjarstjóri stað- festir að hingað til hafi ekki verið til skriflegar reglur hjá bænum um hvernig úthlutun lóða skuli fara fram. „Hins vegar er löng hefð fyrir því og sjálfsagt enginn sem hefur jafnfast- mótaðar reglur og við enda höfum við úthlutað óhemju miklu af lóðum á undanförnum árum.“ Hann bendir á að á fundi bæjar- ráðs 31. október síðastliðinn hafi tvö atriði varðandi úthlutanirnar verið færð til bókar, annars vegar það að ekki er gert að skilyrði að umsækj- andi sé búsettur fyrir í Kópavoginum og hins vegar að hann þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn til að standa undir byggingu húsnæðisins. Síðast- liðinn fimmtudag hafi síðan þær regl- ur, sem hafi verið að mótast í áranna rás, verið samþykktar formlega og í framhaldinu sendar til félagsmála- ráðuneytisins. „Þannig að við stað- festum með þessum hætti þær reglur sem við höfum alltaf verið að fara eft- ir,“ segir hann. Tilviljun að dóttir og frændi fengu lóðir hlið við hlið Inntur eftir tengslum hans við þá tvo lóðarhafa sem eru tilgreindir í bréfi kærandans segir Sigurður. „Við erum búnir að úthluta á milli 3 og 4 þúsund lóðum á undanförnum árum og hingað til hef ég alltaf passað upp á að krakkarnir mínir séu ekki að sækja um. Hins vegar eru þeir allir komnir með heimili og þarna fékk dóttir mín og hennar maður lóð enda sóttu þau um og uppfylltu öll skil- yrði.“ Hann segir að tilviljun hafi ráð- ið því að frændi hans hafi fengið út- hlutað lóð við hlið dótturinnar og hann hafi ekki vitað af því fyrr en dóttir hans hringdi í hann og sagði honum frá því. „Það er neðan við belt- isstað að ættingjar bæjarfulltrúa geti Skriflegar reglur um lóðaúthlutanir samþykktar í bæjarráði Lóðum í öðrum hluta norður- svæðis Vatnsenda úthlutað Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil ásókn hefur verið í lóðirnar á norðursvæðinu enda hrífandi útsýni frá fyrirhuguðu byggingarsvæði. Kópavogur  Heimilt er að taka tillit til sérstakra aðstæðna umsækj- anda, s.s. fjölskyldustærðar, húsnæðisaðstöðu og hvort við- komandi hafi áður sótt um lóð í bæjarfélaginu en ekki fengið.  Gæta skal jafnræðis við af- greiðslu umsókna og umsækj- endum ekki mismunað á grundvelli kynferðis, kynþátt- ar, þjóðernis, ætterni og fleiri sambærilegum aðstæðum.  Ef tveir aðilar eða fleiri sem sækja um sömu lóð eru metnir jafnir og uppfylla öll skilyrði skal dregið um hverj- um skal gefinn kostur á lóð- inni.  Ekki skal mismuna umsækj- endum eftir búsetu.  Einstaklingar, sem sækja um byggingarrétt, skulu leggja fram skriflega staðfestingu um greiðsluhæfi og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrir- hugaðrar húsbyggingar.  Hús skulu fullgerð að utan og gengið frá lóð innan þriggja ára frá því að hún var bygg- ingarhæf. Við mat á umsóknum skal taka mið af því hvort aðili geti lokið framkvæmdum á til- settum tíma.  Umsækjandi skal ekki vera í vanskilum við bæjarsjóð Kópavogs. Úr úthlutunarreglunum JÓLATRÉ, bárujárnsplötur, vinnu- pallar, fánastangir og útihús á Kjal- arnesi var meðal þess sem lét undan í austanstormi sem gekk yfir Suð- vesturland snemma í gærmorgun. Á höfuðborgarsvæðinu fuku jólatré víða um koll, þar af fjögur í Hafnarfirði og álíka mörg í Garða- bæ. Víðast annars staðar á höf- uðborgarsvæðinu þurftu vinnu- flokkar að reisa við jólatré sem fokið höfðu um koll. Björn Hilmarsson, garð- yrkjustjóri Hafnarfjarðar, segir að gengið hafi verið frá jólatrjánum í bænum með hefðbundnum hætti og þau stærstu stöguð niður með 6-8 járnstaurum. Það dugði þó ekki til og telur Björn að frostleysi í jörðu ætti eflaust þátt í því að festing- arnar héldu ekki trjánum. Mestur varð stormurinn rétt fyr- ir klukkan sex en þá var vindhrað- inn um 23 m/s að meðaltali en fór upp í 35 m/sek í mestu hviðunum. Milli 30-40 björgunarsveit- armenn, frá Reykjavík, Hafn- arfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ unnu að því að fest þakplötur, lausa vinnupalla, vinnuskúra og kerrur og fleira sem tókst á loft. Hvassast varð undir Hafnarfjalli þar sem vindhraði var 24 m/s að jafnaði og allt að 43 m/s í hviðum. Þá mældist vindhraði allt að 33 m/s í hviðum á Sandskeiði. Mesti hvell- urinn kom undir morgun Höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið/Sverrir Býsna mörg jólatré létu undan í hvassviðrinu og lögðust á hliðina. E kk e rt e ld h ú s á n E L B A .. . P R E N T S N I Ð ASKALIND 3 - KÓPAVOGI - SÍMI: 562 1500 INNBYGGINGAOFNAR hvítir-svartir-spegil-stál 11-624: 4ra kerfa hvítur 29.900,- 21-623: 4ra kerfa stál 39.900,- 21-820: 7-kerfa stál 49.900,- 41-820: 8-kerfa, 3 litir 49.900,- DC-70: 2ja hólfa stál 59.900,- Breiðir ofnar, 70 og 90 cm: 700-80: 8-kerfa stál, nýr 69.900,- 101-80: 8-kerfa stál 89.900,- HELLUBORÐ, RAF- OG GAS 4ra h. steypt, hv. eða stál Frá 16.900,- 4ra h. keramik, hv. eða stál - 29.900,- 4ra h. -m/snertirofum, stál - 49.900,- 2ja h. gas, hv. eða stál - 13.900,- 4ra h. gas, hv./sp./stál - 45.900,- 5 hellu gas, stál kr. 45.900,- Raðeiningar í miklu úrvali, m.a. „Barbecuegrill“ á aðeins 19.900,- Veggvifta hvít eða svört 6.900,- Veggháfur 60 cm stál kantaður 19.900,- Veggháfur 90 cm stál kantaður 25.900,- Veggháfur 60 cm stál rúnnaður 24.900,- Veggháfur 90 cm stál rúnnaður 29.900,- Eyjuháfur 65x90 cm stál 59.900,- Ath. Kolsíur fylga (innifaldar í verðinu) ELDAVÉLAR 60X60X85 cm keramikborð m/4 hraðhellum. Fjölvirkur 7-kerfa ofn. JÓLATILBOÐSVERÐ 48.900,- fleiri gerðir fáanlegar Falleg, fullkomin og vönduð ítölsk raftæki - nú á eldheitu ti lboðsverði með vænum jólaafslætti! 2ja ára ábyrgð. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. PAKKATILBOÐ: Við kaup á 2 tækjum samtímis veitum við 3% aukaafslátt, 5% við kaup á 3 tækjum og 7% við kaup á fjórum eða fleiri. ELDHEITT JÓLATILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.