Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Árlegt bikarmót Skákfélags Ak- ureyrar hefst annaðkvöld, fimmtu- dagskvöldið 5. desember kl. 20. Tefldar verða atskákir og falla menn úr leik eftir að hafa tapað þrisvar. Mótinu verður framhaldið á sunnu- dag. Halldór Brynjar Halldórsson frá Akureyri hafnaði í 2. sæti á Íslands- móti unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fór um helgina. Hann fékk 6 vinninga úr 7 skákum, jafn marga og Davíð Kjartansson úr Reykjavík. Þeir mættust því í einvígi og þar hafði Davíð betur. Annar strákur frá Akureyri, Ágúst Bragi Björnsson, tók einnig þátt í mótinu og hafnaði hann í 6.-7. sæti með 4 vinninga. Á MORGUN Ljóðakvöldi sem auglýst hafði verið í Húsi skáldsins á Sigurhæðum í kvöld, miðvikudaginn 4. desember, hefur verið frestað um viku og verður mið- vikudagskvöldið 11. desember. Það verður þá jafnframt hið næstsíðasta, en með jólaljóðakvöldi 18. desember lýkur þessum þætti í starfinu á Sig- urhæðum, a.m.k. um sinn, en hann hefur ásamt námskeiðahaldi verið einkennandi fyrir það. Á NÆSTUNNI HVERFISNEFND verður stofnuð í Giljahverfi annað kvöld, fimmtudagskvöldið 5. desember, á fundi í Giljaskóla en hann hefst kl. 20. Hverfið afmarkast af Borg- arbraut að norðan og Hlíðar- braut að austan. Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri, mun á fundinum kynna hugmyndina sem liggur að baki stofnun hverfisnefnda, fjallað verður um sögu, þjón- ustu og umhverfismál í Gilja- hverfi og loks verður kosið í nýja hverfisnefnd. Hverfisnefndir starfa sjálf- stætt og á eigin ábyrgð, en hlutverk þeirra er að vera vett- vangur íbúanna til að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt. Mál sem slíkar nefndir geta látið til sín taka eru m.a. málefni barna og ungmenna, skipulagsmál, umgengnismál, umhverfismál og umferðarmál. Hverfis- nefnd stofnuð í Giljahverfi Í FRIÐI og ró, út á sjó, út á sjó, út á sjó, syngja strákarnir í hljómsveit- inni Roðlaust og beinlaust sem er skipuð mönnum úr áhöfn Kleifa- bergsins frá Ólafsfirði. Þeir voru að gefa lagið út á geisladiski, en það þekkja margir með texta þar sem sungið er um meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó. Björn Valur Gíslason, stýrimaður á Kleifaberginu, gerði nýjan texta við lagið. Hann var úti á dekki að gera við trollið þegar Morgunblaðið náði tali af honum, en skipið er við veiðar út af Vestfjörðum. „Við gáf- um út disk fyrir síðustu jól og hann seldist alveg þokkalega. Allur ágóð- inn af sölunni rann til björg- unarsveita landsins, það var eitt- hvað vel á aðra milljón,“ sagði Björn Valur. Ágóði af þeim diski sem nú býðst landsmönnum mun renna til hinna nýstofnuðu samtaka „Regn- bogabarna“ og sagði Björn Valur að með því að leggja inn að lágmarki 500 krónur á reikning í Sparisjóði Ólafsfjarðar gæti fólk nálgast disk- inn. „Þessi samtök hafa verið í um- ræðunni og það er að okkar mati mjög þarft verk sem þau sinna með Stefán Karl í fararbroddi,“ sagði Björn Valur. Hljómsveitin hefur staðið fyrir tónleikum og öðrum uppákomum í Ólafsfirði gegnum árin og ævinlega gefið ágóðann til góðra mála. „Við höfum fyrst og fremst gaman af þessu og viljum láta aðra njóta þess ef eitthvað er afgangs,“ sagði Björn Valur. Hann sagði útgerðina, Þor- móð ramma-Sæberg styðja við bakið á félögunum, enda væri góður starfsandi mikilvægur. „Það hafa nánast verið sömu karlarnir um borð í áraraðir, menn eru góðir vinir og við reynum að hafa þetta svolítið skemmtilegt hjá okkur,“ sagði hann. „Það spila nú ekki allir á hljóð- færi, en ég held að flestir hafi gam- an af því að syngja, það er hluti af fé- lagsstarfinu um borð að syngja saman,“ sagði Björn Valur. Um hið nýútkomna lag sagði hann hug- myndina „hafa komið í einhverju bríaríi,“ eins og hann orðaði það. Í textanum er fjallað um sjóara, sem helst vill koma í land á Þorláks- messu, þegar allt er tilbúið fyrir jól- in og svo þegar búið er skaupið og taka þarf niður skrautið er best að láta úr höfn að nýju. „Við erum að gera svolítið grín að þeim sem vilja bara vera í friði og ró úti á sjó á með- an á undirbúningi jólanna stendur og þegar að frágangi eftir þau kem- ur,“ sagði Björn Valur, en þvertók fyrir að um væri að ræða lýsingu á áhöfn Kleifabergsins. „Auðvitað vilja menn vera heima á þessum tíma og verja tíma með börnunum sínum,“ sagði Björn Valur. Hljóm- sveitin er einnig með í undirbúningi útgáfu á öðrum diski, sem væntan- lega kemur út næsta vor. Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust á Kleifaberginu gefur út disk Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust í syngjandi sveiflu á sviði. Málin rædd um borð. Hluti af félags- starfinu að syngja saman Björn Valur Gíslason með gítarinn. ÞRJÚ tilboð bárust í húseignina Þórsstíg 4, sem er í eigu Akureyr- arbæjar og Byggðastofnunar, og hafnaði stjórn Fasteigna Akureyrar- bæjar þeim öllum fyrir sitt leyti á síðasta fundi sínum. Um er að ræða 3.800 fermetra iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæði, þar sem starfsemi Akóplasts var til húsa. Smáragerði ehf. bauð skuldabréf að upphæð 50 milljónir króna og eignir félagsins á Glerárgötu 36. Höldur átti tvö tilboð í eignina, ann- ars vegar upp á rúmar 120 milljónir króna, útborgun og skuldabréf og hins vegar greitt með andvirði Draupnisgötu 1A og 1B og með skuldabréfi upp á um 58 milljónir króna. Höldur rekur bílaverkstæði og varahlutalager á Draupnisgötu 1. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar auglýsti Þórsstíg 4 til sölu sl. vor og þá einnig Þórsstíg 2, rúmlega 400 fermetra iðnaðarhús þar sem gatna- gerð Akureyrarbæjar var til húsa. Eitt tilboð barst þá í báðar eignirnar og tvö tilboð í Þórsstíg 2. Fasteigna- félag Höldurs bauð 160 milljónir króna í báðar eignirnar, sem yrði greitt með eignarhlut Höldurs ehf. í Hafnarstræti 97 á Akureyri en þar er um að ræða 3., 4. og 5. hæð húss- ins, sem er í útleigu. Fasteignafélag Höldurs bauð 20 milljónir króna í Þórsstíg 2 en einnig barst tilboð í eignina upp á 4 millj- ónir króna. Stjórn Fasteigna Akur- eyrarbæjar taldi sl. vor ekki rétt að selja Þórsstíg 2 fyrr en kaupandi hefði fengist að Þórsstíg 4 og hafnaði því báðum tilboðunum. Þrjú tilboð í Þórsstíg 4 Öllum tilboðum hafnað er staðsett í miðborg Reykjavíkur á Spítalastíg 1. Þar er boðið upp á lúxus 2ja manna herbergi með sér- setustofu, eldunaraðstöðu og sjónvarpi. Einnig 3ja herbergja íbúðir (2 svefnherbergi, 4 rúm). Bílastæði fyrir gesti. Kjörin staðsetning og gott verð hvort heldur sem þú ert í viðskiptaerindum eða vilt njóta menning- arlífs höfuðborgarinnar. Myndir á vefsíðu. Hafðu sam- band og þú sérð ekki eftir því. Sími 511 2800. Fax 511 2801. Netfang luna@luna.is. Vefsíða www.luna.is Geymið auglýsinguna. Gistihúsið Luna                                                                                                                           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.