Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 43
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú vilt umfram allt hafa
nægan tíma fyrir sjálfan þig
en kannt því samt vel að at-
hygli annarra beinist að þér
er þér hentar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Reyndu að komast hjá því
að munnhöggvast við sam-
starfsmenn þína. Leggðu
áherslu á jákvætt hugarfar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú færð tækifæri til að leita
ráða hjá einhverjum í dag.
Kannaðu staðreyndir máls-
ins áður en þú lætur til
skarar skríða.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu ekki hávaða og fyrir-
gang vinnufélaga þíns slá
þig út af laginu. Það hjálpar
þér að ná sem bestum
árangri.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert í ójafnvægi og veist
ekki í hvorn fótinn þú átt að
stíga. Þú hefðir gott af því
að gera þér dagamun með
góðu fólki.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert fullur af orku þessa
dagana. Mundu bara að þú
verður að vera sjálfum þér
samkvæmur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Flest virðist ganga þér í
haginn og haldir þú vöku
þinni ætti ekki að verða
breyting þar á. Nú ríður á
að þú látir ekki deigan síga.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Svo virðist sem allir séu
mjög hrifnir af áætlunum
þínum. Andstæðingar þínir
munu gefast upp og þá
stendur þú uppi með pálm-
ann í höndunum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þolinmæðin kemur þér til
góða þegar þú færð fréttir
sem munu hreyfa við þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Stundum gerast hlutirnir
þegar maður á síst von á
þeim. Vertu vakandi fyrir
möguleikum í dag, því að
þér gætu áskotnast pening-
ar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Leggðu ekki út í neitt, sem
þú hefur ekki efni á. Það er
ekki þess virði að hleypa sér
í erfiðleika til langs tíma.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Einhvern veginn er eins og
allt og allir fari í taugarnar á
þér þessa stundina. Láttu
hrokann ekki ná yfirhönd-
inni í samskiptum þínum við
aðra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu ekki verkefni safnast
fyrir á skrifborði þínu
óleyst. Taktu þér tak og
bættu úr þessum ágalla.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDSFÉLAG Reykja-
víkur fagnaði 60 ára afmæli
sínu um helgina með miklu
mótshaldi. Hátíðin hófst með
„stórfiskaleik“ á föstudags-
kvöldið, en síðan var haldinn
tvímenningur á laugardag og
sveitakeppni á sunnudag. Í
orðabók Menningarsjóðs
segir að stórfiskaleikur sé
leikur þar sem einn þátttak-
enda leiki hval, en aðrir skip.
Í orðabók Gylfa Baldursson-
ar, formanns BR, er stór-
fiskaleikur hins vegar keppni
milli stórkarla þjóðlífsins og
stórmeistara í brids. Fjórtán
pör spiluðu tvímenning, þar
sem hvert par var sett saman
úr einum stórkarli og einum
stórmeistara.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ 6
♥ Á943
♦ D76543
♣K7
Vestur Austur
♠ D3 ♠ 872
♥ KD87652 ♥ G
♦ ÁK ♦ 10982
♣106 ♣DG842
Suður
♠ ÁKG10954
♥ 10
♦ G
♣Á953
Spiluð voru forvalin spil og
í mótslok fengu keppendur
útskrift af spilunum með at-
hugasemdum Gylfa Baldurs-
sonar. Gylfi segir í skýring-
um sínum um þetta spil:
„Ekki er ósennilegt að
nokkrir spilarar í vestur
reyni fórnina yfir fjórum
spöðum og uppskeri þá
skelfilegu tölu -800. Lunkinn
(eða heppinn) sagnhafi í fjór-
um spöðum gæti hins vegar
nælt sér í tólf slagi. Líklegast
er að vestur komi út með há-
mann í tígli og skipti yfir í
hjarta. Ef sagnhafi kýs nú að
trompa tígul, fellur hitt há-
spilið. Nú toppar sagnhafi
spaðann og gleypir drottn-
inguna. Þá er öllum tromp-
unum spilað og austur lendir
í óverjandi kastþröng í láglit-
unum. Ef sagnhafi kýs hins
vegar að nota hjartainnkom-
una til þess að svína í spaða
eru tökuslagirnir allt í einu
orðnir aðeins níu. Sennilega
verða fleiri til að fara þá leið.“
Þegar til kom var fórnin í
fimm hjörtu reynd á fjórum
borðum. Þrjú pör greiddu
fullt gjald, -800, en eitt par
slapp þrjá niður og uppskar
vel fyrir -500. Enginn sagn-
hafi í fjórum spöðum fékk
hins vegar tólf slagi. Jón
Steinar Gunnlaugsson, félagi
Davíðs Oddssonar, fékk út
hjartakóng. Hann drap með
ás og spilaði laufi þrisvar
með því hugarfari að trompa.
Í vestur var Þórður Harðar-
son læknir og hann stakk
með trompdrottningu, lagði
niður tígulkóng og trompaði
svo út. Vörnin fékk þannig
þrjá slagi.
Stórfiskaleiknum lauk
með yfirburðasigri Valdi-
mars Grímssonar handbolta-
manns og Sverris Ármanns-
sonar.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Ámorgun, fimmtudag-
inn 5. desember, verður sjö-
tugur Jóhannes Bergsveins-
son, yfirlæknir, Bárugötu
35, Reykjavík. Hann og eig-
inkona hans, Auður Garð-
arsdóttir, taka á móti gest-
um á afmælisdaginn kl.
16–19 í Kirkjuhvoli, safnað-
arheimili Vídalínskirkju í
Garðabæ.
70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 4.
desember, er sjötug Ragn-
heiður Sigurðardóttir,
Herjólfsgötu 16, Hafnar-
firði. Hún tekur á móti ætt-
ingjum og vinum í dag milli
kl. 20 og 22 í veitingasal
Skútunnar, Hólshrauni 3,
Hafnarfirði.
1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3
Rbd7 4. e4 e5 5. Rf3 c6 6. Be2
a6 7. O-O b5 8. b4 bxc4 9.
Bxc4 Be7
Staðan kom upp á Ólymp-
íuskákmótinu í Bled sem
lauk fyrir skömmu. Vlastimil
Babula (2590) hafði hvítt
gegn Fernando
Braga (2434). 10.
Bxf7+!!? Kxf7 11.
Rg5+ Kg6? Færi
hvíts fyrir fórnina
væru þó nokkur
eftir 11... Ke8 12.
Db3 Hf8 13. Re6
Db6 14. Rxg7 Kd8
15. Re6+ en engu
að síður var það
framhald mun
skynsamlegri kost-
ur en textaleikur-
inn. 12. f4! exf4 13.
Re2! Kxg5 14.
Rxf4 De8 15. Dd3
Re5 16. dxe5 Rg4
17. exd6 Bf6 18. e5 Rxe5 19.
Re6+ Kh5 20. Df5+ g5 21.
Rg7+ Kh6 22. Dxf6+ og
svartur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Nýliðakvöld – vanir/
óvanir – kaffi og kökur
Síðasta nýliðakvöld ársins verður í
Síðumúla 37, 3. hæð, fimmtudaginn
5. desember kl. 20. Nokkrir vanir
keppnisspilarar frá Bridsfélagi
Reykjavíkur koma og spila við nýlið-
ana. Það eru allir bridsspilarar vel-
komnir, bæði vanir og óvanir.
Allir spila einfaldan Standard eins
og kenndur er í Bridsskólanum.
Þátttaka er ókeypis og kaffi og smá-
kökur í boði hússins.
Tvímenningur í Kópavogi
Nk. fimmtudag hefst þriggja
kvölda tvímenningur hjá Bridsfélagi
Kópavogs. Fyrirtækið Bergplast
veitir vegleg peningaverðlaun fyrir
tvö efstu sætin. Það er því kjörið
tækifæri fyrir bridsspilara að fjöl-
menna og létta kostnaðinn við jóla-
undirbúninginn.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 22 pör til keppni
þriðjudaginn 26. nóvember. Keppnin
var að venju hörkuspennandi en
lokatölur efstu para urðu þessar í
N/S:
Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 251
Brynja Dýrborgard. – Þorl. Þórarinss. 243
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 243
Hæsta skorin í A/V:
Anton Sigurðss. – Hannes Ingibergss. 267
Halla Ólafsd. – Magnús Halldórss. 265
Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 255
Sl. föstudag mættu svo 20 pör og
þá urðu úrslitin þessi í N/S:
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 256
Ernst Backman – Garðar Sigurðsson 241
Ólafur Ingvarsson – Þórarinn Árnason 240
Hæsta skorin í A/V:
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 290
Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 279
Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsd. 223
Albert Þorsteinss.– Sæmundur Björnss. 223
Sunnudaginn 24. nóvember var
spiluð sveitakeppni milli Gjábakka
og Gullsmára. Spilað var á 9 borðum
og sigraði Gjábakki á 7, jafnt var á
einu og Gullsmári vann á einu borði.
Úrslitin 181–81.
Félag eldri borgara
í Hafnarfirði
Eldri borgarar í Hafnarfirði spila
tvímenning í Hraunseli, Flatahrauni
3, tvisvar í viku, þ.e. á þriðjudögm og
föstudögum. Mæting kl. 13.30.
Spilað var 26. nóv. Þá urðu úrslit
þessi:
Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 165
Árni Guðmundss. – Sigurður Hallgríms. 149
Hermann Valsteinss. – Jón V. Sævaldss. 139
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 132
29. nóv.
Árni Bjarnason – Þorvarður Guðmundss. 76
Guðni Ólafsson – Ásgeir Sölvason 59
Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 52
Maddý Guðmundsdóttir – Guðm. Árnas. 48
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á ellefu borðum
mánudaginn 2. desember sl. Miðl-
ungur 220. Beztum árangri náðu:
NS
Karl Gunnarsson – Ernst Backmann 274
Halldór Jónsson – Valdimar Hjartars. 245
Kristjána Halldórsd. – Eggert Kristinss. 240
AV
Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 268
Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 267
Guðjón Ottósson – Guðm. Guðveigss. 246
Spilað mánu- og fimmtudaga.
Mæting kl. 12.45 á hádegi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Hlutavelta
Morgunblaðið/Kristinn.
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.050 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita: Helena Sól
Ómarsdóttir, Aþena Örk Ómarsdóttir, Jóhanna Elísa
Skúladóttir, Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir og Guðríður
Bjartey Ófeigsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
LJÓÐABROT
Jólakveðja
til Herdísar húsfreyju í Flatey,
á aðfangadagskvöld 1859
Þú, sem um daga dúki hefir tíðum
daggfögur strokið tár af sárum hvörmum,
þegar að dauðinn dró úr þínum örmum
dáfríðu börnin, sóttar örmædd hríðum,
á guma’ og engla gleðiaftni fríðum
gleðstu nú, systir! – þreyttum fyrir anda
ljósanna faðir láti opinn standa
himininn, – sjá þar sjónum trúar blíðum
hópinn þinn allan, helgum undir meiði:
jólatré því á jörð er fegurst runnið
af Jesse rót, en himinblómgað stendur,
og dýrðlegar limar börn þín yfir breiðir;
þá muntu segja: „Á sorg ég hefi unnið
sigur, minn guð! og fel mig þér á hendur.“
Jón Thoroddsen.
Töskur og belti
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Fjórir gullsmiðir þjóna skartgripahönnun
í sérflokki. Viðgerðarþjónusta, módelsmíði,
áletrun, breytingar á skartgripum.
Vinnum ljósmyndir í málma.
Kveðja - Gull í grjóti
Hjördís G.
Kristín G.
Ingibjörg P.
Pasquale
Skólavörðustíg 4, 101 • sími 551 5050
Ertu að kaupa eða selja fasteign?
Vantar þig fagmann til að skoða fyrir þig eignina?
Viltu lágmarka áhættuna á óvæntum kostnaði?
Sími 892 0053. www.astandsskodun.is
Ástandsskoðun eigna ehf.