Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 9 STJÓRN Blindrabókasafns Ís- lands telur ekki ástæðu til að leggja út í kostnað við að flytja safnið úr hentugu húsnæði við Digranesveg yfir í húsnæði Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17, eins og Gísli Helgason formaður Blindrafélagsins stakk upp á viðtali við Morgunblaðið í byrjun mánað- arins. Einkum þar sem starfsemi safnsins byggist að mestu á fjar- þjónustu. Í tilkynningu frá stjórn Blindra- bókasafnsins kemur fram að bóka- safnið hefur verið í núverandi hús- næði síðan 1994 en þá hafði það fyrir löngu sprengt utan af sér hús- næðið við Hamrahlíð. „Það var þá þegar með aðstöðu á tveimur stöð- um í húsinu og bauðst viðbótarhús- næði á þriðja staðnum þar innan- húss. Það þótti ekki ásættanlegt og því var tekin ákvörðun um flutning. Húsnæðið við Digranesveg er rúm- gott og hentar starfsemi safnsins vel. Þaðan hefur lánþegum safns- ins, blindum sem öðrum, verið þjónað. Langflestir lánþegar nýta sér þá þjónustu að panta gegnum síma og fá bækurnar sendar heim. Lánþegar safnsins eru nú um 2000, þar af eru 123 stofnanir sem lána bækurnar áfram. Félagar í Blindrafélaginu er milli 300 og 400 og ekki allir lánþegar í safninu. Af um 600 lánþegum námsbóka er um 1% blint eða sjónskert. Ljóst er því að þjónusta safnsins nær langt út fyrir raðir blindra og sjónskertra,“ segir í tilkynningunni. Ekki ástæða til að flytja Blindrabókasafnið SAMKEPPNISSTOFNUN er heimilt að gera fjárnám hjá Skífunni hf. fyrir stjórnvaldssekt og inn- heimtukostnaði að upphæð 12,5 milljónir króna, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Málsatvik eru þau að í desember í fyrra lýsti samkeppnisráð samning Skífunnar við Aðföng hf. ógildan á grundvelli samkeppnislaga og gerði Skífunni skylt að greiða stjórnvalds- sekt að upphæð 25 milljónir króna. Skífan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti úrskurð samkeppnis- ráðs í febrúar sl. að öðru leyti en því að sektin var lækkuð í 12 milljónir. Því undi Skífan ekki og stefndi sam- keppnisráði fyrir héraðsdóm í júlí sl. til að fá ákvörðun þess ógilta. Þar sem Skífan greiddi ekki sekt- ina óskaði Samkeppnisstofnun eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að fjárnám yrði gert til tryggingar skuldinni, sem þá var orðin rúmlega 13 milljónir með dráttarvöxtum. Heimilaði dómurinn það með úr- skurði sínum á fimmtudag, en þó að- eins fyrir sektinni og áföllnum inn- heimtukostnaði en ekki fyrir dráttarvöxtum og fjárnámsgjaldi í ríkissjóð. Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp úrskurðinn. Lögmaður Samkeppnisstofnunar var Heimir Örn Herbertsson hdl. og lögmaður Skífunnar var Sigríður Rut Júl- íusdóttir hdl. Heimilt að gera fjárnám hjá Skífunni ♦ ♦ ♦ HAGDEILD Alþýðusambandsins Íslands, ASÍ, hefur reiknað út að vegna hækkana á áfengi og tóbaki muni skuldir heimilanna hækka um 0,3% og greiðslubyrðin aukast að jafnaði um 0,3% á ári að öðru óbreyttu. Hagfræðingar ASÍ hafa reiknað út dæmi um fjölskyldu sem skuldar átta milljóna króna húsnæðislán til 25 ára hjá Íbúðalánasjóði. Með 5,1% föstum vöxtum þarf að greiða næst- um 58 þúsund krónum meira af lán- inu í heild, eða rúmar tvö þúsund krónur á ári. Höfuðstóll lánsins, milljónirnar átta, hækkar strax um 24 þúsund krónur. Greiðslubyrði af 40 ára láni hækkar hins vegar um rúmar 93 þús. kr. í heild, eða að jafn- aði um 2.337 krónur, að því er fram kemur á vef ASÍ. ASÍ um hækkun áfengis og tóbaks Skuldir heim- ilanna hækka um 0,3% fyrirtaeki.is Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11:00-19.00. Sími 533 1100 - fax 533 1110 - www.broadway.is - broadway@broadway.is 13. og 14. desember Kjell var kosinn fremsti Elvis skemmtikrafturinn í Evrópu á síðasta ári ! Aðeins þessar tvær sýningar. Jólahlaðborð og sýning kr. 6.400 Sýning kr. 2.500 • Þau syngja, dansa og þjóna þér ! • Þau láta þig hlæja, dansa og syngja! • Ekki missa af þessari sýningu ! • Þau eru Le'Sing! 06/12 07/12 21/12 28/12 Jólamats eðill: Forréttad iskur; úrval jól aforrétta Jólasteik arhlaðbo rð Eftirrétta fantasía Verð kr. 3 .900 Verð kr. 2.500 + matur Litla sviðið opnar klukkan 19.30 . Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:00. Verð kr. 3.900 Bættu við 2.500 kr. og sjáðu, Viva Latino, Elvis eða Le'Sing. Frábær sýning, sem slegið hefur rækilega í gegn! Miðaverð: Kvöldverður kr. 3,900. Sýning kr. 2,500 kr. Sýningin hefst kl. 22:00 Síðasta sýning fyrir jól: St af ræ na h ug m yn da sm ið ja n/ 26 21 7. desember, jólahlaðborð Miðasalan er hafin! Verð 9.900 ,kvöldverður og skemmtun Óperukórinn og félagar úr hljómsveit Íslensku Óperunnar skemmta gestum á nýárskvöld! Óperuballið Ála- og laxa mósaík í hvítvínshlaupi m/engifervinagrette. Hvalacarbachio m/ristuðum furuhnetum og rifnum parmesanosti. Dádýrasteik m/púrtvínsleginni smáperu, kantarellusveppum og villibráðarsósu. Hunangs- og hindberjaterta „Lavender“. Matseðill SÁLIN 1. ja núa r 200 3 Sýningin hefst kl. 22:00 STÓRSÝNING Gamlárskvöld Jet B lack Joe Laugardaginn 28. desember Stór- dansleikir í desember Miðasala hafin Gott úrval af buxnadrögtum bæði úr fínlegum og grófum efnum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—18.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.