Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 7 FJÓRIR hlutu í gær Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar sem veitt er þeim sem þykja hafa „skarað fram úr í að ryðja fötluðum nýjar brautir í jafn- réttisátt“, að því er segir í tilkynn- ingu frá samtökunum. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, afhenti verðlaunin á alþjóðadegi fatlaðra á Grand hót- eli. Þeir sem hlutu Múrbrjótinn í ár eru: Svæðisskrifstofa málefna fatl- aðra á Vesturlandi, vegna þjónustu við börn með fötlun og fjölskyldur þeirra, Rannveig Traustadóttir, dósent við Háskóla Íslands, vegna uppbyggingar fræðastarfs í þágu fólks með fötlun, Dóra S. Bjarna- son, dósent við Kennaraháskóla Ís- lands, vegna einarðrar baráttu og rannsókna í þágu fólks með fötlun, en Dóra á sjálf fatlaðan dreng, og Jóhann Ágúst Sigurðsson, pró- fessor við læknadeild Háskóla Ís- lands, vegna grundvallarspurninga sinna um siðferði snemmómskoð- unar. Verðlaunagripirnir eru allir búnir til á handverkstæðinu Ás- garði. Að sögn Friðriks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landssamtak- anna Þroskahjálpar, eru þeir gerðir úr tré og draga nafn sitt af múr- brjótum sem notaðir voru forðum til að vinna á steini og voru einnig úr tré. „Það er verið að veita þessa við- urkenningu til fólks sem hefur hogg- ið umtalsverð skörð í ýmsa múra sem stundum umlykja fólk með fötl- un, fólks sem hefur brotið niður for- dóma og jafnvel aðra slíka múra.“ Morgunblaðið/Golli Frá afhendingu viðurkenninganna, frá vinstri: Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við HÍ, Dóra S. Bjarnason, dósent við KHÍ, Magnús Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi, og Rannveig Traustadóttir, dósent við HÍ. Múrbrjótar Þroska- hjálpar afhentir GUÐRÚN Sævarsdóttir, móðir tveggja barna sem eru á leikskólum Reykjavíkur, segir að óánægja sé meðal foreldra í Reykjavík með fyr- irhugaða lokun skólanna í sumar. Ljóst sé að allnokkur hópur foreldra eigi þess ekki kost að taka sér sum- arfrí á þeim tíma sem skólunum er lokað og fari þess vegna á mis við það að vera í sumarfríi á sama tíma og börnin. Fram hefur komið að leikskólun- um verði lokað á þeim tíma sem henti flestum foreldrum. Guðrún sagði að útilokað væri að koma til móts við þarfir allra foreldra. „Það er talað um að það sé gott að for- eldrar taki börnin í sumarfrí úr leik- skólunum og njóti samvista með þeim, en þegar sumarleyfistíminn er fastsettur á þennan hátt fer ekki hjá því að margir foreldrar geta ekki tekið sér frí á sama tíma. Það er ekki gott fyrir börnin ef maður þarf að setja þau í pössun, t.d. hjá fjórtán ára unglingi, í einhverjar vikur.“ Guðrún sagðist því ekki sjá fag- legar forsendur fyrir þessari breyt- ingu. Það væri ekki gott fyrir barnið að lenda á hrakhólum. Hún sagði að það hefði lengi verið stundað á Ís- landi að láta stálpuð börn passa yngri börn, en sagðist telja að við- horf til þessara mála hefðu verið að breytast. Það væri staðreynd að slysatíðni á litlum börnum á Íslandi væri há og það væri ekki að ástæðu- lausu að stöðugt væru gerðar meiri kröfur til menntunar starfsfólks leikskólanna. „Fyrir mig er það ekki aðlaðandi að skilja börnin mín, tveggja ára og fimm ára, eftir í höndum fjórtán ára unglings allan daginn, alveg sama hversu áreiðanlegur og góður sá unglingur er. Fjórtán ára barn er bara barn.“ Guðrún sagði slæmt ef Reykjavík- urborg ætlaði að taka sér til fyrir- myndar sveitarfélög sem veittu minnsta þjónustu á þessu sviði. Nær væri að taka sér til fyrirmyndar þau sveitarfélög sem veittu bestu þjón- ustuna. Guðrún tók fram að hún væri alls ekki á móti því að leikskóla- börn tækju sér frí á sumrin eins og verið hefði, en hún sagðist vilja halda í þann sveigjanleika sem verið hefði í þjónustunni hjá Reykjavíkurborg. Gagnrýni á lokanir hjá leikskólum Ekki allir sem geta nýtt fríið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.