Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 31
Kvenremba að sunnan ÞAÐ syngur heldur betur í Þuríði Pálsdóttur, söngkonu að sunnan, í Morgunblaðinu í gær. Þar sendir hún mér tóninn svo um munar, fer í það minnsta upp á „háa- C-ið“, ef ekki gott betur. En það verð ég að segja að oft hefur Þuríður „sungið“ betur og lagvissara. Ég var stundum ekki með það á hreinu hvaða lag hún var að berjast í gegn- um. Það vantaði þennan eina sanna hreina tón. Þuríður var að svara grein eftir mig, þar sem ég viðraði þá skoðun mína, að konum sé vís leið til metorða í pólitík, hafi þær til þess vilja og getu. Ég verð þó að viðurkenna, að söng- konan túlkar „nótur“ mínar nokkuð frjálslega, svo ekki sé meira sagt. Því fer til dæmis fjarri, að ég hafi verið að ata persónu Katrínar Fjelsted al- þingismanns auri. Hún er vel mennt- uð og hefur starfað af metnaði sem læknir, borgarfulltrúi og alþingis- maður. Ég tek undir það með Þuríði. Ég stend hins vegar við þau orð mín, að hún var „fúl“ eftir prófkjörið í Reykjavík. Því til sönnunar vitna ég í „Sunnudagskaffi“ Kristjáns Þor- valdssonar á Rás 2, þar sem hann ræddi við Katrínu, Guðlaug Þór Þórðarson og Sigurð Kára Kristjáns- son. Lesum brot úr kaffispjallinu: „Auðvitað er þetta visst bakslag í jafnréttisbaráttunni og það er ekki bara að gerast í þessu prófkjöri. Við sem höfum fylgst með jafnréttismál- unum nokkuð lengi sjáum það, við er- um svona að nálgast núllpunktinn aftur. Það sem að varð í kringum 1970 þegar úurnar og rauðsokkurnar fóru af stað. Að sumu leyti má segja að það sé að verða eitthvert aftur- hvarf til þess tíma. Kristján: Þarf að vekja upp Kvennalistann aftur eða hvað? Katrín Fjeldsted: Ég segi það kannski ekki en menn þurfa að vera árvökulir í þessu og það má segja að nú sé ár karlmannanna … Sigurður Kári Kristjánsson: Ég held Katrín að það sé nú fullsnemmt sko að dæma þessar konur úr leik … Katrín Fjeldsted: Ég er ekki að dæma þær úr leik, bara undirstrika hvað það er mikilvægt að menn horfi á þetta. Guðlaugur Þór Þórðarson: Það er nákvæmlega eins og Sigurður Kári er að segja að þetta er þegar menn eru að setjast niður og fara í prófkjör og þá eru menn að stíla inn á einhver sæti og stundum má kannski segja, að menn séu heppnir eða óheppnir. Það er erfitt að eiga við sterka aðila þegar þeir sækja á sama stað og menn geta þá dottið eitthvað niður. Hins vegar held ég að þetta sé bara ekkert annað en traustsyfirlýsing við Sólveigu, sömuleiðis við Ástu Möller. Ásta Möller er að fá fína heildarkosn- ingu. Sigurður Kári Kristjánsson: Hún er í sínu fyrsta prófkjöri. Guðlaugur Þór Þórðarson: Fyrsta prófkjöri og við erum að tala um að almennt um konur í Sjálfstæðis- flokknum þá erum við að sjá að þær eru að koma mjög sterkar inn. … Þorgerður Gunnarsdóttir er ein af okkar frískustu þingmönnum, ung og efnileg kona. Við erum komin með bæjarstjóra sem er kona og því fer auðvitað víðsfjarri að við séum komin á einhvern punkt frá 1970. Það stenst enga skoðun. Katrín Fjeldsted: Gulli minn, þú manst ekkert 1970. Guðlaugur Þór Þórðarson: En það er ekki þar með sagt að ég geti ekki lesið mér til um 1970. Svo mörg voru þau orð. Það fór ekki fram hjá þeim sem á hlýddu, að Katrín var „fúl“, enda ef til vill ekki annað en mannlegt. Það var hins veg- ar aukaatriði í greinarstúf mínum og kemur kjarna málsins ekki við. Hann er sá að mínu mati, að það hefur eng- um dyrum verið lokað á konur í ís- lenskri pólitík. Síður en svo. Þær komast áfram, ef þær þora, geta og vilja. Það kemur þessu máli heldur ekk- ert við, hvort einhverjir karlkyns- frambjóðendur hafi verið fúlir, jafn- vel grautfúlir og annar fúll á móti. Ég gæti skrifað langa grein um fram- göngu þeirra, sem var alls ekki alltaf til fyrirmyndar. Það veit söngkonan að sunnan, að stundum vilja fleiri söngvarar komast á svið við óperu- uppfærslu, en handritið gerir ráð fyr- ir. Þá þarf að hafna einhverjum. Við skulum vona, að þeir hæfustu verði fyrir valinu. Þeir sem „falla“ verða stundum fúlir, í það minnsta sárir. Þuríður Pálsdóttir kýs að kalla mig „karlrembu“ og gerir að því skóna, að annarlegar hvatir liggi að baki grein minni. Hún má hafa það fyrir sig. En ég held að „kvenremb- ur“, sem vaða elginn og berjast við ímyndaða óvini á hverju leiti, séu konum í pólitík hættulegra fótakefli en „karlrembur“. Það hefur sýnt sig, að oft eru konur konum verstar þeg- ar á hólminn er komið í þessum efn- um. Eftir Sverri Leósson „Það hefur sýnt sig að oft eru kon- ur konum verstar.“ Höfundur er útgerðarmaður á Akureyri. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 31 „HANN pabbi þinn heyrir nú bara það sem hann vill heyra,“ sagði konan við dóttur sína eftir að hafa kallað á húsbóndann úti í garði og beðið um að arfinn yrði reittur þegar búið væri að slá garðinn. Húsbóndinn sýndi engin viðbrögð. Auðvitað væri nærtækast að ætla að leti og dónaskapur háði manninum en heyrnarfræðingar geta bent á annað sem er heyrnarskerð- ing. Heyrnarfræði Starfssvið heyrnarfræðinga er fjöl- breytt og felst í heyrnarmælingu, sjúkdómsgreiningu, úthlutun heyrn- artækja, endurhæfingu og fræðslu um heyrn. Heyrnarfræðingar vinna oft í teymi með sína skjólstæðinga og í slíku teymi eru oftast læknar, verk- fræðingar, sálfræðingar, félagsfræð- ingar og ef um barn er að ræða kenn- arar barnsins. Heyrnarfræðingar vinna bæði inni á ríkisstofnunum og hjá einkafyrirtækjum. Heyrnartæki Heyrnartæki eru hjálpartæki sem gera það að verkum að heyrnarskert- ir einstaklingar heyra betur en ella. Án heyrnartækja eiga þessir einstak- lingar oft erfitt með að lifa sínu dag- lega lífi og taka þátt í mannlegum samskiptum. Það er gífurleg áreynsla fyrir heyrnarskerta að þurfa að ein- beita sér allan daginn að því að heyra betur og sú áreynsla veldur aukinni þreytu, álagi og vanlíðan. Það er erfitt að þurfa sífellt að benda fólki á að tala hærra og skýrar og vegna þess að heyrnarskerðing sést ekki á mönnum gleymir viðmælandinn ábendingunni eftir nokkrar mínútur og lækkar róm- inn. Heyrnartæki fást í ýmsum gerðum og stærðum. Stærð tækisins ræðst af því sem það getur gert, stórt tæki get- ur gefið meiri mögnun en lítið tæki. Algengust eru tæki sem eru á bak við eyrað og hafa hlustarstykki til að leiða hljóðið inn í eyrað. Minnstu heyrnartækin falla inn í hlustina. Þá eru tækin annaðhvort flaumræn (ana- logisk) eða stafræn (digital). Má segja að munurinn á að hlusta með flaum- rænu og stafrænu sé að flaumrænt magnar upp öll hljóð en stafrænt tæki magnar upp talað mál og dempar um- hverfishljóð. Stafræn heyrnartæki komu á markaðinn 1995 og hefur orð- ið mikil bylting í heyrnartækjum síð- an. Það má segja að tækniframfarirn- ar séu komnar fram úr vitneskjunni um heyrnina og líklegt að þróun heyrnartækja hafi náð hámarki í bili. Við það að fara að nota heyrnar- tæki opnast nýr hljóðheimur fyrir notandann. Því tekur það tíma að þjálfa sig upp í að nota heyrnartæki, sá tími er mismunandi, getur verið frá nokkrum dögum upp í mánuði. Heyrnartæki þarf alltaf að fínstilla. Í sumum tækjum er hægt að velja um fleiri en eina stillingu, eina fyrir talað mál og aðra fyrir tónlist. Æskilegt er að byrja með frekar lága stillingu en auka svo styrkinn smám saman. Heyrnarfræðingur stillir tækin með aðstoð tölvu eða með skrúfjárni í eldri gerðum heyrnartækja. Því má búast við að sá sem fær ný heyrnartæki þurfi að koma a.m.k. þrisvar til heyrn- arfræðings til að aðlagast tækjunum og að láta fínstilla þau. Öll heyrnartæki ganga fyrir raf- hlöðum sem þarf að endurnýja á 7–14 daga fresti. Heyrnartæki þola ekki vatn frekar en önnur rafmagnstæki. Ef heyrn er svipuð á báðum eyrum er sjálfsagt að nota heyrnartæki í bæði eyrun. Hæfni til að staðsetja hljóð verður mun betri og það verður auð- veldara að greina talað mál í hávaða. Hættan á að heyrn hnigni minnkar talsvert og hljóð verða þægilegri og heilsteyptari. Heyrnarskerðing er algeng Talað er um að um 10% fólks sé með heyrnarskerðingu en aðeins einn af hverjum fimm heyrnarskertum noti heyrnartæki. Það ætti að vera jafnsjálfsagt að þeir sem heyra illa noti heyrnartæki og þeir sem sjá illa noti gleraugu. Sögur eins og um manninn í garð- vinnunni eru oft sagðar um heyrnar- skerta einstaklinga, að þeir heyri bara það sem þeir vilji heyra en svo er því ekki háttað. Oft er heyrnarskerð- ingin hátíðnitap af völdum hávaða eða aldurs. Viðkomandi heyrir vel lágtíðni hljóð sem eru bassahljóð (dimm hljóð, karlmannsraddir) en illa hátíðnihljóð (ljós hljóð, kvenmannsraddir). Það er því algengt að menn sem hafa verið í miklum hávaða heyri illa í eiginkon- unum sínum og sérstaklega þegar þær hækka tóninn. Í fljótu bragði gæti virst sem um sérvisku eða dóna- skap væri að ræða en auðvitað er sú ekki reyndin. Hávaði skemmir heyrn og það er ekki rétt að einstaklingur sem vinnur í hávaða venjist honum. Það sem ger- ist er að heyrnin skerðist og þá er há- vaðinn ekki eins áberandi og áður. Oft heyrir maður fólk segja að tón- list sé ekki hættuleg fyrir heyrnina svo framarlega sem maður njóti þess að hlusta á hana, en það er ekki rétt. Góð tónlist er jafnhættuleg og óþol- andi tónlist. Við getum ekki heyrt hvenær hávaði nær hættumörkum. Það er mjög slæmt þegar fólk ein- angrar sig vegna þess að það heyrir illa. Heyrnaskertir vilja oft á tíðum ekki fara á mannamót og draga sig úr félagsstarfi sem þeir hafa áður sinnt. Sumir heyrnarskertir forðast heim- boð þar sem margir koma saman. En það eru til lausnir og sjálfsagt að nýta þær og finna hvernig heyrnartæki geta hjálpað. Fjölmörg dæmi eru um það hvernig viðmót einstaklings breytist við það að fá heyrnartæki og geta notið samskipta á mun afslapp- aðri og skemmtilegri hátt en áður. Að lokum er rétt að vekja athygli á að erfitt er að gera sér grein fyrir eigin heyrnarskerðingu, því ekki er gott að vita hverju maður missir af ef enginn er samanburðurinn. Allir ættu því að vita hvernig heyrnarrit þeirra lítur út. Það er einnig gott að eiga það til sam- anburðar ef áfall hendir sem veldur heyrnarskerðingu, þá getur það verið sönnun fyrir tapaðri heyrn. Þeir sem þjást af eyrnasuði (tinn- itus) hafa oft einnig gagn af því að fá heyrnartæki þar sem heyrnin eykst í samanburði við suðið. Hégómaskapur ætti ekki að valda því að fólk einangrist og forðist mann- leg samskipti. Menn ættu frekar að fagna nýrri tækni og möguleikunum sem hún skapar fyrir betra líf. Heyrir þú vel? Eftir Ellisif K. Björnsdóttur Höfundur er BS í heyrnarfræði frá Gautaborgarháskóla og vinnur hjá Heyrnartækni ehf. „Hávaði skemmir heyrn og það er ekki rétt að ein- staklingur sem vinnur í hávaða venjist honum.“ STEFÁN Pétursson og Kristján Gunnarsson gagnrýna skýrslu mína um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar í grein í Morgunblaðinu í gær. Í fyrsta lagi segja þeir ávöxtunar- kröfu byggjast á ríkistryggðum láns- fjárvöxtum Landsvirkjunar. Það er óheppilegur misskilningur því það er grundvallaratriði í fjármálafræðum að ávöxtunarkrafa ræðst af áhættu í sambærilegum verkefnum. Sú 6,5–8% krafa sem ég miða við byggist á mati á raunáhættu virkjunarinnar og þeirri staðreynd að hún verður al- farið háð álveri um tekjur. Sjálfur sagði Stefán í erindi á Orkuþingi í fyrra að án ríkisábyrgðar yrðu láns- fjárvextir til Kárahnjúkavirkjunar svo háir að hann treysti sér ekki til að hafa það eftir! Í öðru lagi fullyrða Stefán og Kristján að útreikningur minn á lækkun stofnkostnaðar byggist á mismunandi gengi. Því muni 20% en ekki 6% á fyrri og núverandi áform- um. Samkvæmt matsskýrslu Sum- itomo var stofnkostnaður áður 1,2 milljarðar dollara, 102 milljarðar kr. á genginu 85 kr. á dollara. Áætlaður kostnaður nú er um 96 milljarðar króna skv. uppgefnum tölum Lands- virkjunar m.v. gengi í janúar, 85 kr. á dollara. Munurinn er 102-96=6 eða 5,88%. Þeir segja líka að opnun til- boða muni sýna fram á hagkvæmni virkjunarinnar. Ég hélt í einfeldni minni að ekki væri hægt að fullyrða slíkt fyrr en tilboð hefðu verið opnuð! Í þriðja lagi telja Stefán og Krist- ján að þótt arðsemi sé lægri en ávöxt- unarkrafa jafngildi það ekki tapi. Það er þvert á móti skilgreiningaratriði að verkefni er óhagkvæmt sé núvirði þess undir 0. Gagnrýni þeirra félaga er því byggð á fræðilegum og efnislegum misskilningi og breytir engu um nið- urstöður matsins. Ólíklegt er að Kárahnjúkavirkjun standi undir raunhæfri ávöxtunarkröfu. Jafnvel miðað við 5% ávöxtunarkröfu Lands- virkjunar hefur virkjunin snúist úr því að standa á sléttu og í 17 milljarða tap. Gagnrýni Lands- virkjunar haggar ekki niðurstöðum Eftir Þorstein Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur. „Gagnrýni þeirra félaga er því byggð á fræði- legum og efnislegum misskiln- ingi.“ Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is fótakrem 200 ml. túpa styrkjandi og nærandi fyrir þreytta fætur fylgir ef verslað er tvennt frá Kynnum OROBLU jólavörurnar í dag kl 13-17 í Lyf og heilsu Firði Á morgun kl 13-17 í Lyf og heilsu Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.