Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 23
Þjóðarbókhlaðan Fjórir þýðendur ræða saman um franskar bók- menntir kl. 17.15. Friðrik Rafnsson, Guðrún Vilmundardóttir, Kristján Þórður Hrafnsson og Sigurður Páls- son kynna þá höfunda sem þau hafa nýlega þýtt og velta fyrir sér straumum í frönskum nútímabók- menntum í ljósi þeirra verka sem nú eru aðgengileg á íslensku. Rætt verður um verk Michel Hou- ellebecq, Dai Sijie, Amélie Nothomb, Emmanuel Carrère, Eric-Emm- anuel Schmitt og Yasmina Reza. Dagskráin er á íslensku og er að- gangur ókeypis. Í DAG LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 23 FYRSTI desember ár hvert er helgaður söngvum eftir eitt íslenskt tónskáld í Tíbrártónleikaröð Tónlist- arhúss Kópavogs. Að þessu sinni var það tón- skáldið Jórunn Viðar, sem um árabil hefur verið í framvarðarsveit íslenzkra tónlistar- manna, eins og sagði í tónleikaskrá hinna fjöl- sóttu tónleika á sunnu- daginn var. Eftir ávarp Gunnars Inga Birgissonar af þessu tilefni söng Dóm- kórinn fyrst Séð frá tungli, kantötu fyrir ein- söng, flautu, klarínett og kór við ljóð eftir Sjón. Verkið var í eins konar rondóformi, í tærum þjóðlagalituðum stíl og hið bezta flutt. Að loknu ávarpi Guðrúnar Evu Mínervudóttur og upplestri hennar úr nýútkominni bók sinni, Sagan af sjóreknu píanóunum, fluttu Lovísa Fjeldsted og Anna Guðný Guð- mundsdóttir Tilbrigði um íslenzkt þjóðlag fyrir selló og píanó um hið kunna kvæðalag Natans Ketilssonar „Þig ég unga þekkti bezt“ af innilegri mýkt. Næst söng Sigrún Hjálmtýs- dóttir við undirleik Önnu Guðnýjar Fjögur sönglög. Hið impressjónískt kankvísa Gestaboð um nótt við ljóð Einars Braga, hið blikandi Hvítur hestur í tunglskini (Steinn Steinarr), hið yndisljúfa Júnímorgunn (Tómas Guðmundsson) og Mamma ætlar að sofna (Davíð Stefánsson) í frábærri tónsetningu Jórunnar og ekki síðri túlkun þeirra Sigrúnar. Síðast fyrir hlé stjórnaði Þórunn Björnsdóttir Skólakór Kársness í Barnagælum (Bí bí og blaka), kan- oninum alkunna Það á að gefa börn- um brauð og loks í Jól, frábærri ný- legri tónsetningu Jórunnar á ljóði Stefáns frá Hvítadal fyrir kór, flautu og klarínett sem ætlar að verða eitt af höfuðdjásnum íslenzkra jólalaga. Dómkantorinn lék undir í seinni lög- unum. Eftir hlé fluttu þau Sigrún fyrst Fimm sönglög af mikilli snilld. Þjóð- vísu (Tómas Guðmundsson), Týnd er hver varða (Loftur Guðmundsson, úr kvikmynd hans Síðasti bærinn í dalnum), hið epískt strófíska Sætröllskvæði við gamalt dans- kvæði, Únglíngurinn í skóginum í stíl við hið dadaískt espressífa ljóð Hall- dórs Laxness og háðperluna við ljóð Steins Steinarr, Vort líf. Þá tók Dómkórinn við undir stjórn Mar- teins H. Friðrikssonar og söng fal- lega sálminn Guð leiði þig (Gerok í þýð. Matthíasar Jochumssonar) og hinn hómófónískt ábúðarmikla lof- söng Stóð ég við Öxará fyrir kór, flautu, selló og píanó – saminn í til- efni af 50 ára afmæli lýðveldis á Ís- landi við ljóð Halldórs Laxness og bakgrunns- glaum Íslandsklukk- unnar í niðurlagi. Þar næst söng Kór Menntaskólans gömlu drykkjustemmuna Nú er hlátur nývakinn í nýrri útsetningu Jór- unnar og báðir kórar saman Kall sat undir kletti, hið verðugt vin- sæla einsöngslag Jór- unnar í fjörugri kórút- setningu hennar, sem í ástleitinni túlkun flytj- enda var niðurlag við hæfi á tónleikum til heiðurs þessari ástsælu tónskáldkonu. Undirtektir áheyr- enda voru enda í samræmi við það; menn risu á fætur og klöppuðu Jór- unni Viðar hlýtt og lengi. TÓNLIST Salurinn Tónlist eftir Jórunni Viðar. Sigrún Hjálm- týsdóttir sópran, Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanó, Lovísa Fjeldsted selló, Martial Nardeau flauta, Ármann Helga- son klarínett, Skólakór Kársness u. stj. Þórunnar Björnsdóttur og Dómkórinn u. stj. Marteins H. Friðrikssonar. Gestaflytj- endur: Kór Menntaskólans í Reykjavík u. stj. Marteins H. Friðrikssonar. Sunnudag- inn 1. desember kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Hinn tæri þjóðartónn Ríkarður Ö. Pálsson Jórunn Viðar RÉTTINDASTOFA Eddu – útgáfu hefur gengið frá samningi við breska rík- isútvarpið BBC um flutning á leikgerð á Brekkukotsannál eftir Halldór Lax- ness. Verkið verður flutt á rás 4 í þætti sem nefnist Classic Serial, sem skv. upp- lýsingum á heima- síðu BBC flytur leik- gerðir á verkum sem ýmist eru orðin sí- gild eða eru við það að verða það. Brekkukotsannáll kom nýlega út í Bretlandi hjá Harvill Press sem er hluti af Random House. Meðal verka sem flutt hafa verið í þess- ari þáttaröð á BBC eru David Copperfield eftir Charles Dickens og síðasta uppfærsla var á smásögum nóbelsskáldsins Rudyards Kiplings. Skáldsagan Brekkukotsannáll kom út á enskri tungu í þýðingu Magnúsar Magn- ússonar á sjöunda áratugnum, í Bret- landi 1966 og Banda- ríkjunum 1967. Magnús yfirfór gömlu þýðinguna sína fyrir hina nýju útgáfu. Brekkukots- annáll, sem fyrst kom út árið 1957, hefur birst les- endum í 16 löndum í hátt í fjöru- tíu útgáfum en auk þess var myndaflokkur fyrir sjónvarp byggður á bókinni gerður árið 1972. Brekkukots- annáll á BBC Halldór Laxness GOSPELSYSTUR Reykjavíkur verða með þrenna tónleika fyrir þessi jól undir heitinu Jólastjarnan. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, miðvikudagskvöld, í Víðistaða- kirkju, aðrir tónleikar annað kvöld og loks nk. sunnudagskvöld í Lang- holtskirkju. Tónleikarnir verða allir kl. 20.30. Einsöngvari er Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkona. Gestasöngvarar á tónleikunum í Víðistaðakirkju, verða nemendur úr Kórskóla Domus Vox undir stjórn Þórdísar Guðmundsdóttur. Undir- leikari er Agnar Már Magnússon píanóleikari og kennari við tónlist- arskóla FÍH. Hann hefur verið undirleikari Gospelsystra Reykja- víkur um nokkurt skeið. Stefán S. Stefánsson sér um blásturshljóð- færaleik. Stjórnandi Gospelsystra er Mar- grét J. Pálmadóttir. Gospelsystur syngja NÚ stendur yfir í húsakynnum Snyrtiskólans No Name og Hjala heildverslunar í Hjallabrekku 1 í Kópavogi málverkasýning Þor- steins Helgasonar. Þetta er fjórða einkasýning Þorsteins en hann hefur auk þess tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin stendur til 15. desem- ber. Eitt verka Þorsteins Helgasonar. Málverkasýning í Hjallabrekku Ég elska þig nefnist ný geislaplata með söng Öldu Ingibergsdóttur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Þar eru m.a. lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem ekki hafa komið út áður. Einnig eru á plöt- unni lög eftir Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Ragnar H. Ragn- ar, Þórarin Jóns- son og Sigfús Hall- dórsson. Þá syngur Alda einnig léttar aríur, m.a. Vilju-ljóðið, Sommertime, Il Bacio, Mein Herr Marquis og Glitt- er and Be Gay. Alda lauk einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1994 og Fellowship Diploma vorið 1996 við Trinity College of Music í London. Alda gefur út en Edda – miðlun annast dreifingu. Upptökur fóru fram í Víðistaðakirkju og annaðist þær Halldór Víkingsson. Verð: 2.399 kr. Einsöngur Alda Ingibergsdóttir V I L A OPNAR Á MORGUN Í SMÁRALIND FRÁBÆR OPNUNARTILBOÐ V I L A SMÁRALIND, 2. hæð, s. 544 4567 Toppur kr. 1.990 Buxur kr. 3990 INDY SÍÐ SKYRTA kr. 990 FASHION BOLUR kr. 990 EFE BOLUR kr. 990 MIKADO PEYSA kr. 1.490 PRIME BUXUR kr. 1.990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.