Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÁLDAKVÖLD verður haldið í Iðnó í kvöld. Þar mun kynslóð ungskálda stíga fram og bjóða upp á nokkurs konar jólahlaðborð skáldskapar og tónlistar. Dag- skráin hefst kl. 20.30 og verður þar lesið upp úr nýútkomnum skáldsögum níu höfunda auk þess sem hljómsveitin Ske leikur óraf- magnað. Steinar Bragi mun lesa upp úr Áhyggjudúkkum, Sig- urbjörg Þrastardóttir les upp úr Sólar sögu, Andri Snær Magnason les úr LoveStar, Sigtryggur Magnason les úr bók sinni Herj- ólfur er hættur að elska, Beta rokk les úr Vaknað í Brussel, Gerður Kristný les úr Ég veit þú kemur og Stefán Máni les úr Ísr- ael. Þá mun Samúel lesa úr sam- nefndri bók Mikaels Torfasonar og leikið verður á sjórekið píanó til heiðurs Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur. Stefán Máni er meðal þeirra höfunda sem skipuleggja upplestr- ardagskrána og segir hann hug- myndina þá, að efna til áhuga- verðrar bókmenntauppákomu mitt í bókavertíðinni þar sem sjónum er beint að þeirri nýju kynslóð höf- unda sem er að koma fram. „Það vill svo skemmtilega til að það koma út mörg skáldverk eftir ungt fólk fyrir þessi jól. Þetta virðist vera sterkur og fjölbreyttur hópur og myndaðist því áhugi fyrir því hjá okkur að sameina þessa krafta. Kannski er þetta merki um ákveðna endurnýj- un í íslenskum bók- menntum og vel þess virði að gefa nánar gaum,“ segir Stefán og bætir því við að upp- lestrarkvöld séu skemmtilegur siður sem nokkuð hafi dregið úr á síðustu árum. „Þetta verður alls ekki langdregið eða leið- inlegt og verður dag- skráin stutt og laggóð. Þetta verður eins og hlaðborð, þar sem fólk getur bragðað á þessum átta eða níu höfundum og hlustað á skemmtilega hljómsveit inn á milli.“ Á skáldakvöldinu verða bækur höfundanna boðnar á sérstöku til- boðsverði, auk þess sem fólki gefst kostur á að fá bækur áritaðar. Á skáldakvöldi í Iðnó í kvöld mun kynslóð ung- skálda stíga fram og bjóða upp á nokkurs konar jólahlaðborð skáldskapar og tónlistar. Upplestur ungra skálda SKORTINUM á frjórri um-ræðu í íslensku listalífifylgir önnur fátækt semlýsir sér í stirðleik gagn- vart almennri listþróun. Það er engu líkara en við séum ragir við tilraunastarfsemi fari slíkt í bága við einhver viðtekin og rótgróin viðhorf. Þegar kvartað er undan neikvæðri umræðu um málaralist meðal áhugamanna um myndlist og skuldinni ómaklega skellt á listfræðinga – því flestir eru þeir mjög veikir fyrir spennandi til- raunum með pensilinn – gleymist að skilgreina ögn betur hvað fólg- ið er í orðinu málaralist, eða orða- tiltækinu „málverkið“, eins og fyr- irbærið er gjarnan nefnt. Svo virðist nefnilega sem „mál- verkið“ sé skilgreint alltof þröngt og menn leyfi sér að þrengja svo mengi þess að það sé komið í spennitreyju áður en farið er að tala um það opinskátt. Þannig voru þeir ófáir sem töldu sig fylgj- endur „málverksins“ fyrir tuttugu árum, en leyfðu sér samt að úti- loka þróunina sem þá var í deigl- unni og gekk hér undir heitinu „nýja málverkið“. Þeir sem höfðu vanist einhverju ákveðnu mengi sem þeir einskorðuðu hugmynd sína um málverk við ráku upp ramakvein yfir þessum nýja ófögnuði sem þeir töldu sumir enn verri en hugmyndlist áratugarins á undan. Svo virðist jafnvel sem aldrei hafi gróið um heilt milli aðdáenda málverksins fyrir daga „nýja málverksins“ og hinna sem aðhylltust þá þróun. Á þetta er minnst vegna þess að áfram halda bylgjurnar í málara- listinni að skella á alþjóðlegum listheimi þótt hérna megin úthafs- ins sé talað um „málverkið“ eins og það sé aðeins eitt og óbreyt- anlegt. Á Tvíæringnum í Fen- eyjum og Documenta í Kassel þverfóta menn ekki fyrir málara- list, að ekki sé nú talað um bless- aðar messurnar, í Basel, Köln, París eða Madrid. Eða kemur mönnum til hugar að fjárfestinga- fyrirtæki á borð við Carnegie í Stokkhólmi efni ár eftir ár til rán- dýrra sýninga með vænlegum verðlaunum ef það teldi að „mál- verkið“ væri bara eitt, eða dautt? Í staðinn fyrir að gráta Björn bónda ættu íslenskir unnendur „málverksins“ að líta ögn betur kringum sig, til dæmis glugga í nýlegar bækur um það sem er að gerast úti í hinum stóra listheimi. Afbragðsgóðar og fremur ódýrar yfirlitsbækur af þeim toga, svo sem frá þýska forlaginu Taschen, fást í flestum af okkar ágætu bókabúðum. Og fletti menn þess- um bókum, virðist þær þá skorta málaralist? Ónei – öðru nær! Af henni er fullt, nema ef vera kynni þeirri tegundinni sem kallast „mál- verkið“, og er auðvitað eitt og dautt. „Málverkið“ eina og dauða Händler I, frá 1999, eftir þýska listmálarann Neo Rauch, er dæmi um málaralist ungu kynslóðar- innar, sem slegið hefur í gegn á síðustu árum. Eftir Halldór Björn Runólfsson Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands. Hann mun skrifa pistla um myndlist í blaðið. ÓPERUSÖNGVARAR eiga það til að reyna sig við dægurlög og stundum eru slíkar tilraunir andvana fæddar. Það gengur nefnilega ekki að syngja dægurlag eins og óperuaríu. Á dögunum sýndi sjónvarpið frá- bæran heimildaþátt um sænsku stór- söngkonuna Anne Sofie von Otter. Það var skemmtilegt að verða vitni að því hvernig hún skipti gersamlega um söngstíl þegar hún söng dægurlag í þættinum. Þar var eins og hér væri komin allt önnur söngkona, stórkost- leg dægurlagasöngkona, og tjáningin var sannarlega í fullu samræmi við lagið og innihald þess. Því miður verður að segjast að Halla Margrét fellur í þá freistingu að beita röddinni í þessum dægurlögum frá Napólí eins og hún stæði á óp- erusviði og þyrfti að yfirgnæfa 100 manna sinfóníu- hljómsveit. Mér finnst flutningur hennar einkennast af algeru stílbroti. Tjáningarmáti söngkonunnar er svo ýktur og framsetning innihaldsins svo tilgerðarleg að það hálfa væri nóg. Við þetta bætist geysimikið víbrató sem kannski gerir sig í hádramatískri óperu en er algerlega út úr kortinu í dægurlögum eins og þessum. Til að bæta gráu ofan á svart er hljómsveit- arútsetningin í dægurlagastíl sem er í hróplegu ósamræmi við söngstíl Höllu Margrétar. Hljóðfæraleikararnir skila sínu annars prýðilega en þeir flytja tónlistina bara ekki á sömu forsendum og söngkonan. Einhvern tíma las ég grein í erlendu tónlistartímariti þar sem því var hald- ið fram að óperusöngvarar gætu alls ekki sungið popp. Mér fannst höfund- ur þá ganga nokkuð langt í alhæfingu sinni, enda sannar dæmið um Anne Sofie von Otter að hann hafði rangt fyrir sér. Þessi alkunnu Napólílög eru dægurlög og ef þau eiga að halda lífi þarf að syngja þau á þeirra eigin for- sendum. Halla Margrét á margt eftir ólært í dægurlagasöng. TÓNLIST Geislaplötur Halla Margrét syngur Napólílög: Te vogl- io bene assaje, Dicitencello vuie, Non ti scordar di me, Mamma, ’O sole mio, Reg- inella, Santa Lucia, Volare, ’O surdato ’nnammurato, I’ te vurria vasá! …, Ti voglio tanto bene, Funiculì, funiculà, Torna a Surriento. Einsöngur: Halla Mar- grét. Kórsöngur: Barnakór Skálholts- kirkju (stjórnandi Hilmar Örn Agn- arsson), Kirkjukór Selfosskirkju (stjórnandi Glúmur Gylfason). Hljóðfæra- leikur: Tatu Kantomaa (harmónika), Kristinn H. Árnason (gítar), Jón Skuggi (kontrabassi), Erik Quick (slagverk), Magnús R. Einarsson (mandólín). Heild- artími 46’18. Útgefandi: Edda miðlun & útgáfa, 2002. ÓMI Klassík 007. ’O SOLE NEL CUORE! Stílbrot Halla Margrét Valdemar Pálsson ÍSLENDINGAR og Finnar hafa gegnt hlutverki jaðarþjóða í því menningarsamfélagi, sem fellur undir samheitið Norðurlönd og eru þjóð- tungur landanna líkast til meginorsök þeirrar menningarlegu einangrunar, sem einkennt hefur samskipti nor- rænu landanna. Á þeim tíma er Ís- lendingar endurnýjuðu söngforða sinn, upp úr 1850, var eðlilega sótt til frændþjóðanna og Þýskalands en nær ekkert til annarra nágranna- þjóða. Tvö lög eftir Pacius og þrjú finnsk þjóðlög er að finna í Íslensku söngvasafni. Á seinni árum hafa karlakórarnir kynnt söngverk eftir finnsk tónskáld og finnskir listamenn hafa heimsótt Íslendinga, m.a. kom finnska þjóðaróperan með Öster- bottningar, eftir Madetoja, og flutti verkið í Þjóðleikhúsinu, að mig minnir undir stjórn Jussi Jalas (1908), tengdasonar Sibelius en hann stjórn- aði þjóðaróper- unni í Helsinki frá 1945. Á tónleikum Tí- brár í Salnum sl. fimmtudagskvöld fluttu Ágúst Ólafsson, Niall Chorell og Kiril Kozlovski ein- göngu finnsk sönglög, en þeir eru um það bil að ljúka framhaldsnámi við Sibelius-aka- demíuna. Ágúst Ólafsson hefur þegar safnað sér reynslu og kunnáttu og er orðinn frábær söngvari og nýtur þess að hafa fengið góða undirstöðu hér heima hjá Eiði Á Gunnarssyni. Tón- leikana hóf Ágúst með tveimur lögum eftir Melartin (1875–1917) sem hann söng frábærlega vel við sérlega snarpan undirleik Kozlovskis. þrjú lög eftir Toivo Kuula (1183– 1918), skiptu þeir með sér að syngja. Kuula var talinn eitt efnilegasta tón- skáld Finna og má merkja sérlega glæsilega spunnið tónmál hans í lög- unum Haustúð, Ég starði lengi í eld- inn, sem er stór tónsmíð, er var frá- bærlega vel sungin af Ágústi og Morgunsöngur, fallega mótaður af Chorell. Næstu lög sem þeir skiptu með sér eru eftir Kilpinen, Merikanto og Melartin, falleg og látlaus lög í al- þýðlegum stíl, sem byggjast á heild- stæðri laglínu með undirleik, er ekki reynir mikið á annað en músíkalska túlkun. Í síðasta laginu fyrir hlé, Við hafið, eftir Merikanto var nokkuð um- leikis fyrir píanóið, sem var útfært af miklum krafti, við efri mörk þess sem nauðsynlegt er. Tvö lög eftir Madetoja voru fallega flutt en niðurlag tónleikanna voru sex lög eftir Sibelius en honum tókst að brjótast yfir múra einangrunarinnar og ná eyrum alheimsins. Bestu lögin voru þyrnirunninn sem Chorell söng fallega, enda vel kunnandi söngvari. Hápunktur tónleikanna var söngur Ágústar í Fyrsta kossinum og í Stúlk- an kom heim frá ástarfundi. Það er ljóst, að hér eru á ferðinni vel kunn- andi listamenn og verður t.d. ekki annað sagt en að Ágúst Ólafsson sé efni í frábæran söngvara og þar með má spá honum glæsilegum starfs- frama. TÓNLIST Salurinn Ágúst Ólafsson, Niall Chorell og Kiril Kozlovski fluttu finnska söngva. Fimmtudagurinn 28. nóvember, 2002. SAMSÖNGSTÓNLEIKAR Vel kunnandi og efnilegir listamenn Jussi Jalas Jón Ásgeirsson LÝS, milda stjarna nefnist ný geislaplata með tenórnum Jóhanni Friðgeir Valdimarssyni og Mótettu- kór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Diskurinn hef- ur að geyma efnisskrá sem flutt var á aðventutónleikum í Hallgríms- kirkju í desember á síðasta ári. Efn- isskrá geisladisksins skiptist í þrjá hluta sem hver um sig hverfist um tiltekið umfjöllunarefni, þ.e. að- ventu, Maríu guðsmóður og sjálf jólin. Á fyrri hlutanum er m.a. lag um aðventuna eftir sænska tón- skáldið Otto Olsson og fræg kirkju- aría eftir Stradella (Pietà, Signore) í flutningi Jóhanns Friðgeirs. Meðal Maríulaganna eru mótettur eftir Jo- hann Eccard og útsetning á Inter- mezzó úr Cavalleria rusticana eftir Mascagni sem Andrea Bocelli hefur gert vinsæla. Í síðasta hluta efnis- skrárinnar er hátíðleiki jólanna í al- gleymingi og þar hljóma lög eftir Schubert og Bizet, auk annarra vin- sælla jólalaga. Hljóðfæraleikarar eru Daði Kol- beinsson óbóleikari og Kári Þormar organisti. Stjórnandi er Hörður Ás- kelsson. Útkomunni var fagnað í safnaðar- sal Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. desember að lokinni hátíðarmessu, þar sem Jóhann Friðgeir og Mót- ettukórinn fluttu lag af disknum. Edda útgáfa gefur diskinn út og Hjálparstarf kirkjunnar nýtur góðs af útgáfunni. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, þakkaði flytj- endum og útgefanda gott framtak og hlýhug til hjálparstarfsins. Við sama tækifæri var ný vefsíða Mótettukórs Hallgrímskirkju kynnt, en hana er að finna á slóðinni motettukor.is. Kórinn heldur upp á 20 ára afmæli á þessu starfsári og er sögu kórsins og starfsemi und- anfarna tvo áratugi gerð skil á síð- unni. Einnig er hægt að fræðast um næstu verkefni kórsins. Morgunblaðið/GolliMótettukór Hallgrímskirkju syngur í messu á dögunum. Útgáfu jólaplötu fagnað í Hallgrímskirkju MIÐASALA er hafin á Jóla- söngva Kórs Langholtskirkju. Þetta eru tuttugustu og fjórðu jólasöngvar kórsins og verða haldnir föstudaginn 20. desem- ber kl. 23, laugardaginn 21. desember kl. 23 og sunnudag- inn 22. desember kl. 20. Auk Kórs Langholtskirkju koma fram Gradualekór Langholts- kirkju, Ólafur Kjartan Sigurð- arson og Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir. Einnig koma fram einsöngvarar úr röðum kór- félaga og hljóðfæraleikarar leika með kórunum. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Miða má nálgast á skrifstofu kirkjunnar eða í netpósti á klang@kirkjan.is. Miðasala hafin á Jólasöngva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.