Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 17 ÍRÖNSKU systurnar Ladan og Lal- eh Bijani, sem eru samvaxnar á höfði, komu fram á blaðamanna- fundi í Singapore í gær en þar eru læknar að kanna hvort unnt er að skilja þær að. Er mjög erfitt að gera slíka aðgerð á fullorðnu fólki en þær eru 28 ára gamlar. Þær sögð- ust þó ekkert óttast og vona það eitt að hægt væri að skilja á milli þeirra. Reuters Aðskilnaður athugaður HRYÐJUVERKASAMTÖKIN Jemaah Islamiah höfðu á prjónunum hryðjuverkaárás á Ólympíuleikun- um í Sydney 2000 en hættu við. Dag- blað í Singapore hélt þessu fram í gær en vildi ekki láta heimildar- manna sinna getið. Fullyrt er að Jemaah Islamiah tengist al-Qaeda-hryðjuverkasam- tökunum og þá hefur samtökunum verið kennt um sprengjutilræðin á Balí 12. október sl. en þar fórust næstum 200 manns, m.a. fjölmargir ástralskir ferðamenn. Ekki hefur hins vegar áður komið fram að sam- tökin hefðu ætlað að láta til sín taka á Ólympíuleikunum í Sydney. Dagblaðið Singapore Straits Times sagði Riduan Isamuddin, meintan að- gerðastjóra Jemaah Islam- iah, hafa lagt á ráðin um árásina en leiðtogi samtak- anna í Ástralíu mun hins vegar hafa hafnað hug- myndinni. Ekki er vitað hvers vegna eða hvers eðlis árásin átti að vera. Fullyrt er að Jemaah Islamiah, sem berst fyrir stofnun múslimaríkis í Suðaustur- Asíu, hafi frá árinu 1996 haft útsend- ara á sínum snærum í Ástralíu. Singapore Straits Times nafn- greinir Kushmir nokkurn Nesirwan sem þátttakanda í gerð umræddra áætlana en Nesirwan fæddist í Indó- nesíu og starfaði seinna sem leigubílsstjóri í Sydney. Nesirwan kallaði staðhæf- ingar blaðsins „ótrúlegar“ í gær og hafnaði algerlega allri aðild að samsæri um að fremja hryðjuverk. Kvaðst hann aldrei hafa heyrt minnst á samtökin Jemaah Islamiah þó að hann viðurkenndi að hafa hitt að máli meintan leiðtoga þeirra, Indónesann Abu Bakar Bashir. Lögðu á ráðin um hryðjuverk í Sydney Singapore. AP. Abu Bakar Bashir, meintur leiðtogi Jemaah Islamiah. ÍSRAELSKA leyniþjónustan var í gær gagnrýnd eftir að í ljós kom að henni höfðu borist ábendingar um að al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin væru að undirbúa hryðjuverk í borginni Mombasa í Kenýa nokkrum dögum áður en illvirkjarnir létu til skarar skríða. Þrír Ísraelar og tíu Kenýa- menn biðu bana í árás í Mombasa fyr- ir helgi og að auki munaði minnstu að hryðjuverkamönnum tækist að granda ísraelskri farþegaþotu sem í var 261 farþegi. Hershöfðinginn Yossi Kuperwass- er, yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði fyrir þingnefnd að ísr- aelska leyniþjónustan, Mossad, hefði fengið upplýsingar um að al-Qaeda hefði í bígerð árásir í Afríku, og að raunar hefði Mombasa í Kenýa verið nefnd sérstaklega. Bæði þýsk og áströlsk stjórnvöld höfðu ráðið borgurum sínum frá því um miðjan nóvember að ferðast til Mombasa. Bjuggu þau þá yfir upplýs- ingum um að vænta mætti árása gegn vestrænu fólki í borginni. Kuperwasser, sem var að svara spurningum Ofer Pines, fram- kvæmdastjóra ísraelska Verka- mannaflokksins, tók hins vegar fram að Mossad hefði engar upplýsingar haft um það hvenær al-Qaeda myndi láta til skarar skríða, né heldur að ísr- aelskir ferðamenn yrðu skotmark ill- virkjanna. Pines hafði fyrr í vikunni farið hörðum orðum um Mossad og gagn- rýndi hann að leyniþjónustunni skyldi mistakast að vara ísraelska ríkisborgara við væntanlegri hryðju- verkaárás. Al-Qaeda-liðar ábyrgir Á mánudagskvöld birtist á Netinu yfirlýsing sem sögð var frá al-Qaeda en þar lýstu samtökin ábyrgð á ódæð- inu í Mombasa á hendur sér. „Með blessan Guðs [...] stóðu hetjurnar fyr- ir tveimur aðgerðum í Mombasa sem beindust gegn gyðingum en tveimur eldflaugum var þá skotið að ísraelskri flugvél og ísraelskt hótel var eyði- lagt,“ sagði í yfirlýsingunni. Var frek- ari árásum gegn gyðingum og „kross- ferðarmönnum“ heitið. Greindu háttsettir bandarískir embættismenn frá því í gær að sönn- unargögnin bentu sterklega til að al- Qaeda hefði verið hér að verki. Mossad vissi að búast mætti við árásum í Afríku Jerúsalem, Dubai. AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins birti í gær lista yfir 66 skip, sem það vill ekki sjá í sinni lög- sögu. Þessi svarti listi kemur í kjölfar mengunarslyss undan ströndum Spánar sem varð þegar gamalt olíu- skip sökk í hafið 19. nóvember sl. Við eftirgrennslan á mánudag við flak gríska olíuskipsins Prestige und- an ströndum Galisíu á Spáni var þess ekki að gæta að leki væri frá skipinu. Níu þúsund tonn af olíu höfðu hins vegar þegar farið í hafið og hefur mengunin haft skelfilegar afleiðingar á lífríkið undan ströndum Galisíu. Loyola de Palacio, yfirmaður sam- göngumála í framkvæmdastjórn ESB, lagði áherslu á það í gær að koma hefði mátt í veg fyrir slysið ef ESB hefði verið búið að taka í gildi nýjar og hertar reglur um ferðir skipa um lögsögu ESB-ríkjanna. Hvatt var til þess að reglurnar yrðu innleiddar eftir að olíuskipið Erika fór í hafið undan ströndum Frakklands í desem- ber 1999. Fór de Palacio fram á það við leið- toga ESB-ríkjanna að þeir sam- þykktu á fundi sínum í Kaupmanna- höfn í næstu viku hertar reglur um öryggi á hafi úti, auk svarta listans, sem framkvæmdastjórnin birti í gær. Á listanum eru skip frá 13 löndum, þar af eru 26 skráð í Tyrklandi, 12 á karabísku eyjunum St. Vincent og Grenadín og 9 í Kambódíu. Þá fór hún fram á að olíuskipum sem aðeins hefðu einfaldan byrðing – eins og Prestige – yrði bannað að fara um lögsögu ESB. ESB setur 66 skip á svartan lista Brussel. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.