Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI Sýnd kl. 6. Bi 14. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.45. DV RadíóX Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.30. B.i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. RadíóX BOND heitir hann, James Bond, og hefur aldrei verið vinsælli á Ís- landi ef marka má fyrstu viðbrögð manna við Die Another Day, sem frum- sýnd var á föstudag. Engin Bond-mynd, hvorki fyrr né síðar, hef- ur farið svona vel af stað á Íslandi og kannski ekki nema von þegar horft er til þess að Ísland er mjög í brennidepli í henni. Alls sóttu myndina 13.383 um frumsýningarhelgina sem gerir hana að fimmtu stærstu frumsýningarhelgi ársins, það sem af er. Harry karlinn Potter þurfti því að víkja fyrir fyrirferðinni á Bond en þó heldur myndin góðum velli og var sótt af rétt rúmlega 11 þúsund manns, sem er mjög svipuð önnur helgi og hjá fyrstu myndinni, en þá var vel að merkja ekki við neina ofur- samkeppni frá Bond við að etja. Nú hafa alls 40 þúsund manns séð mynd- ina og það á einungis tveimur vikum sem liggur nærri meti. Engin mynd í íslenskri kvikmyndasýningasögu hefur þó, að sögn Þorvaldar Árna- sonar framkvæmdastjóra, fengið eins mikla aðsókn á einni viku og Potter en eftir fyrstu 7 dagana höfðu 27.890 séð myndina. Þorvaldur segir nýju myndina, Leyniklefann, ganga enn betur en fyrstu myndina, Visku- steininn, og er því vongóður um að Leyniklefinn nái þeim 80 þúsund áhorfendum sem Viskusteinninn náði. Þótt allt snúist í kringum Pottera og Bonda þessa dagana má ekki gleyma öðrum myndum sem teknar eru til sýningar. Þannig var myndin Possession frumsýnd á föstudag og nær hún 10. sæti íslenska bíólistans. Svellkaldur spæjari                          !  " " #  $ %&       &#'      ! "( # '  )"* &                          !  "!  #$   %&  '   & $  ( )* % ! %!,  -! %! %   ).%/ $ 0     ---                 * +  , - . / 0 1 * +, 2 ++ +. +- +2  / - - &# +  +  - , . +, , + /  , , ++ , + / + +2                           ! 3 4567 683 456  459#  : ##6;69# 6; 6<3#5 4569#6=>   <3#5 456< >   3 456  459#  45: ##69#683 45 3 4567  45;6?  6<@&4#  45: ##6<3#5 456 '56< >    45: ##69#6;&4# <3#5 45 83 456 3#5# 7 3 45 <3#5 45 83 456! >  459#6<3#5 45 3 45 A>    '5  3#5# Bond bolar Potter í annað sæti bíólistans „Hafðu þetta, Potter!“ – „Já, en herra Bond, ég heiti ekki Potter!“ HANN hefur þrálátlega verið sagð- ur bitastæðasti textahöfundur sem kvatt hefur sér hljóðs síðan Dylan lagði línurnar í þeim efnum. En hann hefur ekki alltaf verið svo mikils metinn, þetta velska söngva- skáld sem fæddist í Manchester, því hann var búinn að gefa út heilar þrjár plötur áður menn fóru að gefa honum verðugan gaum. Lengi vel lapti hinn 32 ára gamli Gray því dauðann úr skel og lék fyrir dauf- um eyrum á litlum galtómum búll- um eða á fjölförnum götuhornum. Það voru Írar sem svo að segja drógu Gray upp úr ræsinu, veð- urbarinn og úrkula vonar um að eiga nokkurn tímann eftir að ná hylli. Þetta var 1999 en þá var ný- komin út hans fjórða plata White Ladder. Írar féllu kylliflatir, platan seldist í bílförmum þar í landi og er nú orðin sú söluhæsta í sögunni, söluhærri en nokkur U2 plata. Auð- vitað kom að því að löndum Grays þóttu þessar vinsældir hans utan landsteinanna fréttnæmar sem svo leiddi til þess að „Babylon“ sló í gegn. Framhaldið er kunnara, rúm- lega ársgömul plata tók rosakipp í sölu og varð ein sú söluhæsta á Bretlandseyjum fyrir árið 2000 og einnig 2001 og það sem meira er þá náði hann einnig eyrum Banda- ríkjamanna en það hefur sann- arlega ekki verið neinn hægðar- leikur fyrir breska tónlistarmenn undanfarið. Nýr dagur Á dögunum leit svo dagsins ljós sjötta plata Grays (í millitíðinni kom fimmta, Lost Songs 95–98, sem innihélt nýjar upptökur á lögum sem Gray hafði læst ofan í skúffu). Nýja platan heitir A New Day at Midnight og hefur fallið í góðan jarðveg hjá gagnrýnendum um heim allan sem virðast á einu máli að um sé að eðlilegt framhald frá White Ladder en þó kannski öllu myrkari plötu en búist hafði verið við eins og fyrsta smáskífan, hið angurværa „The Other Side“, er skýrt dæmi um. „Það er mjög óheilbrigt fyrir tón- listarmann að velta sér of mikið upp úr því hvað öðrum finnst um tónlist manns, að verða of upptek- inn af því að uppfylla einhverjar væntingar,“ skýrir Gray. „Því má kannski segja að ég hafi snúist gegn þeirri hugsun og gert í því að þjóna fyrst og síðast mínum smekk. Ég átti mikið af lögum þegar upp- tökuferlið hófst fyrir alvöru í upp- hafi þessa árs og vildi ekki fara út í þann pakka að velja á plötuna með hliðsjón af því sem fallið hafði í kramið á White Ladder.“ Á meðan á upptökum stóð lét Gray þó flest þeirra laga róa sem safnast höfðu upp á meðan hann kynnti White Ladder, því ný lög fæddust á færi- bandi, lög sem voru honum mun frekar að skapi og endurspegluðu líðan hans þá stundina. Persónulegri plata Skýrir það kannski að hluta þá sorg sem svífur yfir vötnum og eft- irsjá því Gray missti föður sinn um þetta leyti en „The Other Side“ fjallar er einmitt uppgjör Gray við föður sinn, sálumesssa og síðasta kveðjan. „Þetta er tvímælalaust mitt per- sónulegasta lag til þessa og ég leyfi mér að fullyrði að það sé líka mitt besta. Í það minnsta hef ég aldrei sungið betur. Það var bara eitthvað sem gerðist þegar ég tók það upp, einhverjar tilfinningar sem losnuðu úr læðingi. Ég finn að þegar ég er hreinskilinn og syng um eitthvað beint frá hjartanu verður rödd mín betri og innilegri.“ Gray segir það undarlega tilfinn- ingu að gefa út plötu sem beðið er eftir en er harður á því að láta það ekki breyta sér sem tónlistarmanni. Hann segir það einnig ótrúlega til- finningu að leika á tónleikum þar sem allir kunna textana og eru með á nótunum eftir að hafa leikið fyrir daufum eyrum í öll þessi ár. Hann segist þegar vera farinn að semja helling fyrir næstu verkefni. Kassagítarinn gamli hefur nú vikið að mestu fyrir píanóinu og telur Gray ekki allsendis ólíklegt að næsta plata verði píanóplata, ein- föld og berstrípuð, líkt og snilld- arverkið Lost Songs, sem minna bar á en White Ladder en hefur þó að geyma nokkur af allra fallegustu og bestu lögum söngvaskáldsins sem Írar björguðu. Grámanns dagrenning Eftir áratugs streð sló David Gray í gegn fyrir tveimur árum með plötunni margrómuðu White Ladder. Skarp- héðinn Guðmundsson kynnti sér nýju plötuna, A New Day at Midnight, og hvað Gray hefur um plötuna að segja. David Gray þykir einhver magn- aðasti textahöfundur sem er starf- andi í dag. A New Day at Midnight er komin í verslanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.