Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.12.2002, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í FRÉTTABLAÐI Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er viðtal við háttvirtan þingmann og hjúkrunarfræðing frú Ástu Möller, með fyrirsögninni „Fólk á að fá þjónustu sem það þarf!“ Í viðtalinu kemur fram að bakgrunnur hennar liggi í heilbrigðismálum, eðlilega sem lærður hjúkrunarfræðingur og hún leggur áherslu á að það sé henn- ar hugsjón að fólk fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og talar hún þar af þekkingu og reynslu og hefur áreiðanlega unnið gott starf á því sviði bæði heima og erlendis. En hver hafa verið baráttumál þing- mannsins og hjúkrunarfræðingsins frú Ástu Möller? Í greininni og við- talinu kemur fram að hún hafi verið stuðningsmaður frumvarpsins að lögleiða áhugamanna-hnefaleika (árásaríþrótt) og svo var sjálfur hjúkrunarfræðingurinn meðflutn- ingsmaður að leyfa sölu víns og áfengs bjórs í matvöruverslunum, en slíkir drykkir eru ekkert annað en vímuefni og nú nýlega hafa fjöl- miðlar skýrt frá því að þessi vágest- ur sé kominn inn í nokkra grunn- skóla og ég spyr hjúkrunarfræð- inginn, foreldri með þrjú börn á grunnskólaaldri: Er nema eðlilegt að allir foreldrar með börn eða ung- linga á þessum aldri séu áhyggju- fullir, að heyra þessar dapurlegu staðreyndir? Þekktur og virtur þingmaður segir nýlega í blaðagrein í Mbl: „Flestir þeir sem farnir eru að neyta eiturlyfja byrjuðu neysluna á bjór eða öðrum alkóhóldrykkjum en það eru vímugjafar sem ríkið sjálft selur og fær miklar tekjur af þessum vímuefnabissness og ætti að leggja „hagnaðinn“ af þessum um- svifum í forvarnirnar, aukna lög- gæslu og meðferðarúrræði.“ Maður skyldi ætla að hjúkrunarfræðingur- inn frú Ásta Möller væri fyrst og fremst málsvari heilbrigðisstétt- anna með áherslu á bætt heilbrigði og líferni og mjög á móti öllu sem skaðar og er í andstöðu við slíkan lífsmáta! Ég skora á og hvet hátt- virtan þingmann og hjúkrunarfræð- ing, sérstaklega í krafti síns mik- ilvæga líknarstarfs, að hætta stuðningi sínum við „óheillafrum- varpið“ um að leyfa sölu áfengs víns og bjórs í matvöruverslunum. Með þeirri ákvörðun sinni leggur hún drjúgan og heillavænlegan skerf til heilbrigðismálanna og það er áreið- anlega vænlegra fyrir hana til öfl- unar atkvæða! Með vinsemd og virðingu, GUÐMUNDUR J. MIKAELSSON, 75% öryrki. Opið bréf til Ástu Möller Frá Guðmundi J. Mikaelssyni: TÖLUVERT hefur gengið á síðan grein mín Óskabarnið birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku. Mér var endanlega gert að taka pokann minn. Finnst mér það sjálfum nokkuð harkaleg viðbrögð frá skiparekstrardeildinni, því að það ráðslag að selja m.s. Lagarfoss og taka eins skip á leigu mannað út- lendingum er örugglega ekki þeirra. Þær ákvarðanir hafa líklega verið teknar á æðri stöðum. Ekki þarf þeim að þykja und- arlegt að einhver af þeim sem misstu vinnuna í hendur útlend- inga tjái sig með einhverjum hætti. Þeir ættu frekar að líta á það sem upphefð fyrir félagið að afskipta- laus maður skuli sjá svo mikið eftir vinnunni sinni að hann sjái sig knú- inn til þess að skrifa grein í blað út af því. Tel ég mig ekki eiga þessa refs- ingu skilið þar sem grein mín var kurteislega orðuð að mínu áliti og ekki vera merki um slæma innstill- ingu, eins og er haft eftir forstjóra skiparekstrardeildar Eimskips í Fréttablaðinu. Athugasemd hans um að Bandaríkin séu of viðkvæmt svæði fyrir mig að sigla á fær eng- inn skilið. Við sjómenn getum alveg skilið að skipafélag sem siglir fyrir Ís- lendinga þurfi að hafa hluta flota síns leiguskip í hagræðingarskyni vegna mikilla sveiflna í flutningum eftir því hvort þjóðin telur að það sé góðæri eða ekki. Því væri samt í lófa lagið og skylt að manna þau Íslendingum. Sjómenn hafa af skiljanlegum ástæðum ekki áhuga á að taka und- ir áskorun mína um að labba í land, því að atvinnurekendur hika ekki við að refsa þeim sem ekki eru þægir við þá. Og ekki er hlaupið að því að finna aðra vinnu þessa dag- ana. Skora ég á þá þingmenn sem eru búnir að tryggja sér öruggt og þægilegt sæti að skikka skipafélög landsins að flagga skipum sínum inn og manna þau öll Íslendingum. Það þarf varla að hvetja hina sem missa vinnuna eftir kosningar, því að þeir hljóta að finna til sam- kenndar með okkur. Þetta væri kannski réttlætanlegt ef útgerðin stæði svo illa að það væri verið að bjarga henni undan hamrinum. Það á ekki við um Eim- skip ef marka má fréttir um fjár- festingar félagsins undanfarið. Það er hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að við Íslendingar sjáum um okkar vöruflutninga sjálfir. Svo hugsaði allavega alda- mótakynslóðin sem stóð fyrir því að stofna íslenskt skipafélag. Það er hart að rúmlega manns- aldri síðar skuli vera til menn sem hafa geð í sér að svíkja þær hug- sjónir. BALDVIN ÞORLÁKSSON, stýrimaður, Vesturtúni 11, 225 Bessastaðahreppi. Óskabarnið 2. hluti Frá Baldvini Þorlákssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.