Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 55 ungur að iðka íþróttir og kom fljótt að starfi íþróttahreyfingarinnar. Var um margra ára skeið einn af burðarásum í handknattleiknum hér í Eyjum, bæði innan vallar sem utan. Hann var framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Þórs um árabil, sat í stjórn knatt- spyrnudeildar ÍBV og gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum fyrir HSÍ svo fátt eitt sé talið. Íþróttahreyfingin sér á bak góðum félaga og vill þakka samfylgdina. Við biðjum góðan Guð að styrkja eiginkonu og börn hans og aðra vini og ættingja á þessari sorg- arstund. Minningin um góðan félaga mun lifa. Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV-héraðssambands, Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV-íþróttafélags. Fallinn er í valinn einn af okkar bestu félögum. Það var mikil harma- fregn að frétta það á sunnudaginn að Þór Valtýsson væri látinn. Þór var mikill áhugamaður um íþróttir og lék sjálfur lengi hand- knattleik með Íþróttafélaginu Þór í Vestmannaeyjum. Eftir það stjórnaði hann af sínum alkunna myndarskap í mörg ár heldri manna liði ÍBV í hand- knattleik og sýndi snilldartilþrif þar sem annars staðar. Þór sýndi stuðn- ing sinn oft í verki. Þór rak ásamt mági sínum, Tómasi Jóhannessyni, glæsilega byggingavöruverslun í Vestmannaeyjum. ÍBV-handkatt- leiksráð karla stendur fyrir atvinnu- og þjónustusýningu í Vestmannaeyj- um annað hvert ár og Þór lét þar sitt ekki eftir liggja og kynnti fyrirtæki þeirra af miklum myndarskap og styrkti félagið sitt um leið. Þór var mættur á alla leiki meist- araflokks karla í handknattleik síð- ustu ár enda stjórnaði hann þar tíma- vörslunni af mikilli samviskusemi sem einkenndi hann. Með öruggum höndum stýrði hann hverjum leiknum af öðrum, allt til enda. En nú er leiktíminn úti hjá Þór. Bjallan hefur glumið, leiknum er lok- ið. Það er mikið skarð fyrir skildi og leiktíminn var alltof stuttur. Við hjá ÍBV-handknattleiksráði karla þökk- um fyrir þær samvistir og þá ánægju sem höfum notið með Þór. Við viljum votta fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð um að standa þeim nálægt. ÍBV-handknattleiksráð karla. Hann Þór í Húsey er farinn í ferð- ina löngu en hann var kenndur við byggingarvöruverslunina Húsey í Vestmannaeyjum. Þegar maður hugsar um það að hann skuli vera farinn í ferðalagið sem við öll endum á að fara er það mikið áfall. Mér finnst svo stutt síðan ég talaði við hann og við ætluðum að reyna að hittast. Ég kynntist Valtý Þór Valtýssyni þegar ég starfaði hjá Húsasmiðjunni og hann keypti byggingarvöruversl- un í Vestmannaeyjum. Þegar Þór tók til hendinni þá var ekkert hikað við hlutina. Við ræddum mikið saman þegar hann var að byrja með versl- unina um hvað ætti að bjóða upp á. Þór vildi nefnilega geta þjónað sínum kúnnum vel og var ekki að skafa af því ef honum fannst að honum væri ekki nægilega vel sinnt til þess að geta þjónað sínum. Hann hafði brennandi áhuga á þessu verkefni og var virki- lega gaman að fylgjast með því. Þór var algjör perla og vildi öllum vel. Hann hélt kynningu fyrir iðnað- armenn á hverju ári því hann vildi að iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum fengju þekkinguna til sín en þyrftu ekki að sækja hana upp á land. Á þessum kynningum var alltaf mikið fjör og eftir eina kynninguna var farið í rútuferð um Vestmannaeyjar. Þór var leiðsögumaður og hann þekkti að sjálfsögðu allt og sagði margar sög- urnar og ekki var dregið úr hlutunum. Eftir að ég hætti hjá Húsasmiðjunni héldum við sambandi og var alltaf gaman að heyra í Þór. Ég man eftir því þegar ég var staddur í fríi austur í Fljótshlíð og við höfðum samband, þá sagði Þór: „Blessaður drífðu þig nú niður á Bakkaflugvöll og komdu með fjölskylduna, þú tekur bílinn minn þegar þú kemur og verður í dag.“ Svona var Þór, það var allt svo einfalt og ekkert hik. Það var stundum sem við sendum tölvupóst okkar á milli og svörin sem maður fékk frá honum voru alltaf hressileg og það fylgdu alltaf ein- hverjir brandarar. Að Þór skuli vera farinn finnst mér ótrúlegt en Lísa og börnin eiga allan minn stuðning og ég samhryggist ykkur innilega en það eru engin orð sem eru til sem koma í staðinn fyrir Þór. Helgi Kristófersson. Við mættum tímanlega á þjóðhátíð- ina í ár og það urðu fagnaðarfundir í Búhamrinum þegar við vorum búin að koma fellihýsinu okkar fyrir á lóð- inni númer 68, því nágrannar okkar til margra ára, „Þór á móti“ og hans fjölskylda, tóku okkur fagnandi. Ekki voru lakari móttökurnar frá Kollu systur hans, sem nú býr í gamla „hús- inu okkar“. Veðrið var alveg dásamlegt og Þór sýndi okkur stoltur verðlaunagarðinn þeirra, og sáum við að þar voru mörg handtök að baki. Undir kvöldmat á föstudeginum, þegar veðrið var ekki alveg eins dásamlegt og dagana á undan, kom Aron litli til okkar og sagði: „Viljið þið koma í heimsókn til Kollu og hlusta á pabba minn spila á gítar!!“. Ég sagði við Jennu að ég léti nú svona tilboð ekki renna mér úr greipum og við fór- um í heimsókn í „húsið okkar“. Þar var Þór Valla með gítarinn sinn og sagði okkur að hann hefði verið í gítarnámi og nú ætlaði hann að „debutera“ á þjóðhátíð, en nú færi fram létt æfing hjá honum. Við nutum þess í góðra vina hópi að hlusta á Þór spila nokkur lög og þar sem hann fékk góðar undirtektir sagðist hann ætla að láta slag standa og fara í Dal- inn með gítarinn. Þessa góðu minningamynd munum við Jenna eiga um okkar góða vin og granna, en margt kemur upp í hug- ann nú á kveðjustund. Kæru Ingunn, Valur, Erna og Ar- on. Við biðjum Guð að vernda ykkur í ykkar miklu sorg. Jenna og Ágúst Karlsson. Fréttin um andlát Þórs vinar okkar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þór byrjaði mjög ungur að starfa með okkur í hljómsveitarinni Logum í Vestmannaeyjum og var fljótur að vinna hug okkar strákanna, með vasklegri framgöngu, góðu skipulagi og dugnaði. Hann var á sautjánda ári þegar hann fór með hljómsveitinni til Spánar sem „yfirrótari“, eins og við kölluðum það. Þór varð fljótlega sjötti Loginn og skipaði ætíð heiðurssess meðal okkar hinna. Á þessum árum myndaðist órjúf- anleg vinátta milli hans og okkar allra og þegar litið er um öxl er margs að minnast og væri hægt að rita margar bækur um öll þau ævintýri. Þór hikaði ekki við að skamma okk- ur og segja okkur til syndanna ef við áttum það skilið og tókum við ætíð mark á orðum hans, enda hafði hann mikinn metnað fyrir okkar hönd og lagði hart að sér og sá oft til þess að halda uppi heiðri sveitarinnar ekki síður en við hinir. Hann kunni líka að hrósa okkur þegar við stóðum okkur vel. Það þykir kannski undarlegt að yngsti maðurinn skuli segja hinum fyrir verkum, en það gerði hann oft. Hann var mjög næmur fyrir því sem við vorum að gera, hvort sem um var að ræða tónlistina eða annað sem laut að viðskiptaháttum tónlistarmanna á þessum tíma. Við félagarnir horfum með sárum söknuði á eftir þessum góða vini okk- ar og félaga og erum þakklátir fyrir hafa notið vináttu hans og félagskap- ar gegnum árin. Um leið og við kveðjum kæran vin og samstarfsmann til margra ára, vottum við Ingunni Lísu eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Vinir og félagar í hljómsveitinni Logum. Drengskaparmaður og glæsi- menni, vinur vina sinna og vandlátur í skoðunum í lífsins leik. Hann var al- vörugefinn að upplagi að hætti Snæj- aranna, en himinfley léttleikans voru aldrei langt undan, sérstök gaman- semi, svolítið snörp og jarðbundin í ljósi þess að það er tilgangur með öllu. Manni er þó fyrirmunað að skilja hver tilgangurinn kunni að vera að hrifsa burtu ungan fjölskyldu- og athafna- mann, kasta ólagi yfir samfélagið og særa hjörtun sem á bak við búa. Þeim tilgangi er aðeins hægt að afneita, en eftir stendur staðreyndin köld og óhagganleg og eina haldreipið er minningin og máttur Guðs til þess já- kvæða í orði og athöfnum. Þór Valtýsson var svipmikill dugn- aðarforkur eins og öll hans ætt. Ef rit- að væri um Þór meðal fornmanna hefði pistillinn byrjað á því að hann væri norrænn maður, hávaxinn, ljós yfirlitum, sviphreinn svo til fríðleiks teldist, harðskeyttur og fylginn sér, hreinskiptinn og mildur þó, glæsi- menni. Eins og náttúran sjálf tapar takti í svikalogninu, verður maður aflvana á augabragði við svo váleg tíðindi, þeg- ar vinur og samferðamaður er dæmd- ur úr leik í blóma lífsins, maður sem markaði spor, maður sem var liðs- maður þess jákvæða í samfélagi okk- ar, maður sem miklar vonir voru bundnar við, eiginmaður, faðir og vin- ur. Allt verður svo ráðalaust og hé- gómlegt í kjölfar þessa þunga höggs. Það er engin tilviljun að það er tal- að um Snæjara, Valtýr Snæbjörns- son, faðir Þórs, markaði línuna, eld- hugi með dugnað sem hópur manna hefði getað verið sæmdur af í leik og starfi, en þannig er þessi ætt, hver einstaklingur margra manna maki þegar á reynir og eitthvað sérstakt er tekið fyrir. Þór var kappsfullur og hreinskiptinn, stundum hvass eins og vindsveipirnir við Heimaklett í suð- austan spretti, en hans aðalsmerki var stórt hjarta með góðum anda, hlýtt og fullt af vinarþeli handan við hversdagsgrámann. Þór lagði kapp á að hafa hlutina í réttri röð. Hann hafði metnaðarfullt verklag og svo brosið bjarta þegar brugðið var á leik. Það efldi vangaveltuna um lífsgleðina að sjá hann hlaupa um Heimaey. Það fór honum svo vel að spretta úr spori í kapp við síbreytilega náttúrna. Hann var á heimavelli. En enginn ræður för. Stóri hnút- urinn var hnýttur þegar enginn átti sér ills von. Því getum við ekki breytt að valt er veraldargengið og ósjaldan virðist ekkert til sem heitir sanngirni. En í minningunni um bjartan svip og bjartar þrár Þórs Valtýssonar er fjár- sjóður sem hjálpar. Megi góður Guð vernda eiginkonu og börn, vini og vandamenn, velja þeim spor og sýn í ljósi þess að alltaf er hægt að finna gloppur á himninum þótt allt virðist dimmt og þröngt. Það er sú birta sem minnir á Þór, drengskaparmanninn og glæsimennið. Árni Johnsen. Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, MAGNÚS SNÆBJÖRNSSON, Arnarsíðu 2g, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri sunnu- daginn 1. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 13.30. Aðalheiður Þorleifsdóttir, Svanborg S. Magnúsdóttir, Hugrún M. Magnúsdóttir, Snæbjörn Magnússon, afa- og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓNAS JÓNASSON, Stóragerði 29, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 5. desember. Jóhanna Björnsdóttir, Jónas Jónasson, Bára Sigfúsdóttir, Björn Jónasson, Arnfríður Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓNHEIÐUR NÍELSDÓTTIR, Njálsgötu 1, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 5. desember sl. Útförin verður auglýst síðar. Hafliði Þ. Jónsson, Hrönn I. Hafliðadóttir, Ísólfur Þ. Pálmason, Erla S. Hafliðadóttir, Jónína H. Hafliðadóttir, Jón Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Birkivöllum 5, Selfossi, lést á Ljósheimum, Selfossi, mánudaginn 2. desember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ELLERT JÓN JÓNSSON, Fífuseli 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 5. desember. Þórdís Hlöðversdóttir, Hlöðver Ellertsson, Helga Guðmundsdóttir, Hrefna og Þórdís Hlöðversdætur. Bróðir okkar, KRISTJÁN SIGURÐUR GUNNLAUGSSON fyrrverandi bóndi, Miðfelli 1, Hrunamannahreppi, lést á Ljósheimum, Selfossi, fimmtudaginn 5. desember. Skúli, Magnús, Karl og Emil Gunnlaugssynir og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON kaupmaður, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánu- daginn 9. desember kl. 13.30. Kristín Þorsteinsdóttir, Margrét Guðlaugsdóttir, Friðgeir Björnsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, Kristín, Guðlaug og Hulda Margrét.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.