Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ S M Á R A L I N D s í m i 5 4 4 2 1 4 0 12 82 / T A K T ÍK 2 6. 11 ´0 2 Hnífaparasett Margar tegundir 18/10 GÆÐASTÁL kr. 10.790.- 24 stk. Það er eins gott að þríburarnir fái skattastefnu flokksins með móðurmjólkinni svo þeir verði ekki með neitt skattalækkunarrugl þegar þeir koma til vits og ára. Rannsóknarsetur um smáríki Smáríkjafræði í brennidepli ÁMIÐVIKUDAG sl.undirrituðu rektorHáskóla Íslands og formaður Samtaka iðn- aðarins samstarfssamning um stjórn og starfsemi Al- þjóðamálastofnunar og Rannsóknarseturs um smáríki við Háskóla Ís- lands. Formaður stjórnar þessara stofnana er Bald- ur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við HÍ. – Segðu okkur fyrst, hvað er Alþjóðamálastofn- un HÍ? „Alþjóðamálastofnun HÍ er rannsóknar- fræðslu- og þjónustustofn- un. Rannsóknarsetur um smáríki starfar innan hennar. Alþjóðamála- stofnun er vettvangur fyr- ir þverfaglegt samstarf á sviði al- þjóðamála og smáríkjarannsókna. Þeir sem standa að þessu eru auk Háskóla Íslands utanríkisráðu- neytið, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins. Alls eiga nærri hundrað fræðimenn aðild að stofnuninni, þar af um sextíu erlendir fræðimenn.“ – Hvenær hófst undirbúningur að stofnun Rannsóknarstofnunar- innar um smáríki og hver er hug- myndin á bak við hana? „Hugmyndin kviknaði fyrir nokkrum árum þegar ég var að vinna að doktorsritgerð um stöðu smærri ríkja innan Evrópusam- bandsins en formlegur undirbún- ingur hófst haustið 2001. Það er vaxandi áhugi fræðimanna beggja vegna Atlantsála á smá- ríkjafræðum sem kemur skýrt fram á þeim erlendu ráðstefnum sem ég hef sótt í stjórnmálafræði. Þó nokkur hópur fræðimanna í Evrópu sérhæfir sig í smáríkja- málum, en þeir eru færri en þekktari í Bandaríkjunum. Eftir að hafa kannað hug manna þótti öllum tilvalið að koma saman í miðju Atlantshafinu.“ – Þetta fékk þá góðan byr? „Já, það er óhætt að segja að hugmyndin hafi fallið í góðan jarðveg bæði hér heima og er- lendis og hefur hún hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja. Hug- myndin hlaut verðlaun í hug- myndasamkeppninni Upp úr skúffunni, árið 2001, sem haldin er á vegum Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins og Rannsóknarþjón- ustu HÍ. Verkefnið hefur hlotið þróunarstyrk frá Þjónustustofn- un frumkvöðla og fyrirtækja, Impru, Norfa og Nordic-Baltik- sjóðnum. Erasmus-áætlun ESB hefur einnig veitt Rannsóknar- setri um smáríki styrk til að halda sumarskóla á Íslandi og gerð námsefnis á netinu. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig lýst yfir áhuga sínum á að stofnanir Sameinuðu þjóð- anna vinni með Rannsóknarsetr- inu að rannsóknum á smáríkjum.“ – Tilgangur og markmið? „Tilgang og markmið má flokka í þrennt. Í fyrsta lagi á Rannsóknarsetur um smáríki að vera leiðandi í rannsóknum og fræðslu á samskipt- um og stöðu smáríkja í alþjóðakerfinu. Í öðru lagi er markmið að auka rannsóknir og fræðslu um sérstöðu smáríkja og auka gæði og framboð náms um smáríkja- og alþjóðafræði í grunn- og framhaldsnámi á há- skólastigi bæði hér á landi og er- lendis. Og í þriðja lagi er hér um þjónustustofnun að ræða fyrir at- vinnulífið og hið opinbera en Al- þjóðamálastofnun og Rannsókn- arsetrið bjóða fram krafta sína til að vinna að þjónustuverkefnum á sviði alþjóðamála. Við munum einnig gangast fyrir ráðstefnum, umræðufundum og fyrirlestrum um efni sem tengjast starfssviði stofnunarinnar.“ – Hvaða ríki teljast smáríki? „Það er spurning í sjálfu sér. Sumir vilja meina að það séu ríki með innan við eina milljón íbúa, en aðrir vilja draga línuna mun hærra eða við allt að tíu milljónir. Sjálfum finnst mér þetta fara að mestu eftir því hver samanburð- urinn er hverju sinni og þykir mér þægilegra að tala um smærri ríki í stað smáríkja í þessu sam- bandi. Stærð ríkja er ekki ein- göngu hægt að meta eftir íbúa- fjölda, það verður t.d. að taka tillit til stærðar og getu stjórn- sýslu ríkja þegar mat er lagt á áhrif þeirra í alþjóðakerfinu.“ – Hvernig starfar setrið? „Um áramótin verður ráðinn forstöðumaður og einn fastur starfsmaður og setrið verður rek- ið í húsakynnum Háskóla Íslands. Sjálfur er ég formaður stjórnar, en í stjórn eru 11 einstaklingar, auk mín 3 fræðimenn frá HÍ, fjór- ir erlendir fræðimenn og 3 aðilar til viðbótar frá utanríkisráðuneyt- inu, Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins.“ – Nefndu okkur í lokin dæmi um verkefni ... „Sumarskólinn sem ég gat um áðan er gott dæmi, en þar verða nemendur í smáríkja- fræðum frá a.m.k. tíu ríkjum. Þá höfum við fengið styrk til að halda námskeið í smá- ríkjafræðum á netinu sem vonandi verður tilbúið næsta haust. Strax á næsta ári verður ýtt úr vör útgáfu ritraðar þar sem efnið verður greinar í smáríkja- fræðum. Ennfremur er stefnt að endurútgáfu á helstu fræðitext- um um hegðun smærri ríkja í al- þjóðakerfinu. Opnunarráðstefna setursins verður í byrjun júlí og haustið 2004 er stefnt að stórri vísindaráðstefnu.“ Baldur Þórhallsson  Baldur Þórhallsson er nýráð- inn dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Fæddur á Selfossi 1968, lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við HÍ 1991, meistaraprófi við Há- skólann í Essex 1994 og dokt- orsnámi við sama skóla 1999. Stundakennari við HÍ 1995– 2000, lektor frá 2000 til 2002. Þá er hann formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar og ný- stofnaðs Rannsóknarseturs um smáríki við HÍ. Maki er Felix Bergsson og börn á hann tvö, Álfrúnu Perlu, 10 ára, Guðmund, 12 ára. … þægilegra að tala um smærri ríki KOSIÐ verður í annað sinn á árinu til sveitarstjórnar í Borgarbyggð í dag, laugardaginn 7. desember. Á kjörskrá núna eru alls 1.793 og eru það 17 fleiri en þegar kosið var í maí. Gert er ráð fyrir fyrstu tölum strax um kl. 22 á laugardagskvöld og ef ekkert óvænt kemur upp á má búast við því að lokatölur liggi fyrir undir miðnætti. Á fundi bæjarstjórnar Borgar- byggðar 17. nóvember sl. var sam- þykkt tillaga bæjarráðs og yfir- kjörstjórnar Borgarbyggðar þess efnis að kosið yrði aftur í Borg- arbyggð, vegna ógildingar félags- málaráðuneytisins á sveitarstjórn- arkosningunum er fram fóru hinn 25. maí 2002, og fari kosningarnar fram laugardaginn 7. desember 2002. Ný kjörskrá gildir fyrir kosn- ingarnar og var viðmiðunardagur hennar 16. nóvember sl. Engar breytingar verða varðandi önnur atriði og eru sömu og óbreyttir framboðslistar í kjöri og voru 25. maí sl. Þrjár kjördeildir Samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar skiptist sveitarfélagið í eftirtaldar þrjár kjördeildir: Lyngbrekkukjör- deild, fyrir svæðið vestan Langár. Borgarneskjördeild, fyrir svæðið milli Langár og Gljúfurár. Þing- hamarskjördeild fyrir svæðið ofan Gljúfurár. Kjörfundir verða fyrir Lyng- brekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku frá kl. 11 til kl. 20. Í Borgarneskjördeild verður kosið í Grunnskólanum í Borgarnesi frá kl. 9 til kl. 22. Fyrir Þinghamars- kjördeild verður kosið í félagsheim- ilinu Þinghamri á Varmalandi frá kl. 11 til kl. 20. Kjósendur eru hvattir til að at- huga vel í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa. Á kjördag hefur yfirkjör- stórn aðsetur í Grunnskólanum í Borgarnesi og þar fer fram talning atkvæða. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 898-9277. Opið hús hjá flokkunum Á kjördag verða flokkarnir allir með opið hús og bjóða upp á kosn- ingakaffi. Sjálfstæðismenn verða með opið hús í Sjálfstæðishúsinu á Brákarbraut 1, Borgarnesi, þar sem þeir bjóða upp á kaffi og jólasmákökur. Einnig bjóða þeir upp á akstur á kjörstað. Framsókn- armenn verða með opið hús að Borgarbraut 1-3 á kjördag og bjóða upp á kaffi og akstur á kjörstað. Borgarbyggðarlistinn verður með kosningakaffi í Félagsbæ að Borg- arbraut 4, í Borgarnesi á kjördag. Kosið til sveitarstjórn- ar í Borgarbyggð í dag Borgarnesi. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.