Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 NÚ styttist í að jólaverslunin nái hámarki, með tilheyrandi umferð og öllum þeim ys sem einkennir desembermánuð. Borgir og bæir eru að verða fullskreyttir og börnin farin að hlakka til jólanna og biðja um blessaðan jólasnjóinn. Hinir fullorðnu láta sig þessa hluti að sjálfsögðu varða, en ekki síður hitt, að í dag hófst nýtt greiðslukorta- tímabil hjá VISA Ísland og Europay Ísland. Nýjasta kreditkortafyrir- tækið hérlendis, Kortaþjónustan hf., er hins vegar ekki með breyti- leg kortatímabil og hefst því nýtt tímabil 18. desember. Með lengingu kortatímabilsins er korthöfum gert kleift að nota kred- itkortin í jólainnkaupum og borga reikninginn í byrjun febrúar. Hjá VISA og Europay hófst kortatímabilið í jólaversluninni 9. desember í fyrra en var lengt um tvo daga fyrir þessi jól. Morgunblaðið/Kristinn Jólaverslunin fer að ná hámarki LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók nýlega fimmtán ára pilt á skólalóð í Hafnarfirði en hann var þá á leið heim úr skóla. Reyndist hann vera með eina e-töflu innanklæða og við- urkenndi hann sölu á 30 slíkum töflum, þó ekki til skólafélaga sinna heldur til eldri einstak- linga. Þetta kemur fram á vef- síðu lögreglunnar í Hafnarfirði. Pilturinn var handtekinn í tengslum við rannsókn á inn- broti og þjófnaði. Í kjölfarið voru fjórir fimmtán ára piltar handteknir en lögregla segir að þeir neyti allir fíkniefna og hafi ítrekað komið við sögu lög- reglu. Rannsóknin hefur leitt til þess að fjögur innbrot hafa verið upplýst, þar af eitt í heimahús, auk nokkurra skemmdarverka sem piltar þessir hafa staðið að með einum eða öðrum hætti. Rannsókn stendur enn yfir. Fimmtán ára piltur játar sölu á e-töflum FJÁRHAGSLEG staða Lífeyrissjóðs lækna hefur versnað til muna á síðustu þremur árum en raun- ávöxtun sjóðsins hefur verið neikvæð öll þessi ár eða um 4,2% árið 2000, 2,5% í fyrra og um 4,2% fyrstu átta mánuði þessa árs. Áfallnar skuldbind- ingar sjóðsins eru metnar á tæp 15% umfram eignir hans en í lögum um lífeyrissjóði er kveðið á um að lífeyrissjóðir án ábyrgðar sem reknir eru með meira en 10% fráviki verði að breyta rétt- indum, þ.e. auka þau eða minnka. Þess ber þó að geta að réttindi sjóðfélaga voru aukin 45% á einu bretti vorið 2000. Eiríkur Benjamínsson, formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs lækna, segir ljóst að réttindi verði skert en ekki hafi endanlega verið ákveðið hver skerð- ingin verður en það verði gert strax upp úr ára- mótum þegar ársuppgjör og tryggingafræðileg út- tekt liggur fyrir. Eiríkur segir að réttindi sjóðfélaga hafi verið aukin um 45% á einu bretti snemma árs 2000 samhliða breytingum á reglum sjóðsins um aldurstengd réttindi sjóðfélaga. „Réttindi hafa aldrei verið skert í Lífeyrissjóði lækna þannig að þegar málið er skoðað í víðara samhengi erum við í mjög góðum málum.“ „Það er hins vegar búið að halda fund og senda bréf þannig að sjóðfélagarnir vita af fyrirhugaðri skerðingu þótt ekki liggi enn fyrir hver hún verð- ur. Staðan hefur þó heldur skánað síðustu mánuði en ekki nóg. Þetta er þriggja ára niðursveifla sem flestir sjóðir hafa lent í. Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á. Við erum þó heppnir að því leyti að við eigum minna af hlutabréfum en við stefnd- um að, stefnan er 50% en við erum ekki nema í rúmum 30%.“ Stefnir í skerðingu réttinda hjá Lífeyrissjóði lækna Neikvæð raunávöxtun á sjóðnum þrjú ár í röð BJÖRGUNARAÐGERÐIR vegna Guðrúnar Gísladóttur KE 15, sem liggur á um 40 metra dýpi við strend- ur Lófóten í N-Noregi, hefjast af fullum krafti í dag. Allt björgunarlið- ið er komið til N-Noregs og allur búnaður tiltækur en í gær kom nóta- og netaskipið Stakkanes, sem var leigt frá Ísafirði vegna björgunar- innar, til hafnar í Lófóten. Innan- borðs voru sex af þrettán Íslending- um, sem munu taka þátt í aðgerð- unum. Haukur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur, sem keypti skipið af fyrri eigendum, segir að alls muni á fjórða tug manna koma að aðgerðunum. Norskur verktaki, Riise Underwater Engin- eering, muni sjá um allt starf neð- ansjávar, um 20 manns á hans veg- um komi að verkinu. Heildarkostn- aður vegna björgunaraðgerðanna gæti farið í um 200 milljónir króna. „Það er allt tilbúið til að hefjast handa og ég geri ráð fyrir því að formlega verði byrjað á verkinu [í dag],“ segir Haukur. Tvö skip verði fest við akkeri hvort sínu megin við skipið, Stakkanesið og skip sem kaf- ararnir noti. Þar verði unnið allan sólarhringinn en stefnt sé að því að skipið verði híft upp af hafsbotni fyr- ir jól. „Við reiknum með því að selja það, það er hugmyndin sem er efst á baugi í dag. Við eigum engan kvóta og ætl- um auðvitað ekki að fara að gera út.“ Aðalbækistöð björgunarliðsins verð- ur í Leknesi. Haukur segir aðgerðina byggjast á því að hann hafi náð til sín hópi af afburðafólki, hann sé mjög ánægður með hversu vel hafi tekist til að velja björgunarlið. Björgunarað- gerðir að hefjast Guðrún Gísladóttir hugsanlega seld EMBÆTTI ríkislögreglustjóra barst í gær svar frá hollenskum lögregluyfirvöldum vegna rann- sóknar á dauða 16 ára íslensks pilts í Hollandi í sumar. Ríkislögreglustjóri sendi bréf til Hollands þar sem boðin var fram aðstoð við rannsókn, komið á fram- færi upplýsingum um málið og ósk- að eftir aðgangi að málsgögnum í Hollandi. Svarið viljayfirlýsing Gísli Pálsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að í svarinu hafi hollensk lög- regluyfirvöld lýst vilja á samstarfi íslenskra og hollenskra réttarlækna við rannsókn málsins en í svarinu sé hvergi vikið að ósk um aðgang að málsgögnum. Aðspurður segir Gísli að ríkislögreglustjóri muni ítreka þessa ósk sína. Um leið verði Hollendingum send gögn sem emb- ættið hafi aflað í málinu. Aðstoð þegin en ekki minnst á málsgögn VÍS lækkaði vexti af bílalánum sín- um um síðustu mánaðamót. Vextir af óverðtryggðum lánum félagsins eru 11,8% en af verðtryggðum lánum 8,3%. Vextir af bílalánum VÍS fyrir lækkunina voru þeir sömu og eru hjá Sjóvá-Almennum tryggingum og Tryggingamiðstöðinni eða 12,4% af óverðtryggðum lánum og 8,8% af verðtryggðum lánum. Vextir af bíla- lánum eignarleigufyrirtækjanna Glitnis, Lýsingar og SP-fjármögnun- ar eru einnig 12,4% og 8,8%. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum hafa vextir af bílalánum lækkað á undanförnum mánuðum að mestu í takt við al- menna lækkun vaxta fjármálastofn- ana. VÍS lækkar vextina af bílalánum sínum          /0 1 #23  45 /62 " 6 #% 7 62 " 6 #% = 68 = =8 = =8  =8 ' 8 ' 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.