Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFTIRVÆNTING skein úr yfir 100 barnaandlitum í göngugötunni í Mjóddinni í gærmorgun þegar von var á tveimur hvítskeggjuðum bræðrum í heimsókn þangað. Krakkarnir voru af leikskólunum Arnarborg, Bakkaborg og Fálka- borg í Breiðholti og áttu svo sann- arlega heimsókn þeirra kappa skilið því undanfarið hafa þau lagt sig fram um að skreyta jólatré í Mjóddinni með jólaskrauti sem þau sjálf bjuggu til. Ekki sviku jólasveinarnir börnin heldur stálust til byggða nokkrum dögum fyrir áætlaðan komudag og tóku lagið við góðar undirtektir einlægra aðdáenda. Jólatréð fag- urskreytta var svo miðpunktur fyrir hringdans viðstaddra þannig að óhætt er að segja að sannkall- aður jólahugur hafi verið í stórum sem smáum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Stolist til byggða Breiðholt SJÁLFSTÆÐISMENN skoruðu á meirihluta borgarstjórnar að falla frá fyrirhuguðum sumarlokunum í leikskólum borgarinnar á fundi borgarstjórnar á fimmtudag og halda óbreyttu kerfi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði þær tólf milljónir sem gert er ráð fyrir að sparist með því að loka leikskólunum í fjórar vikur næsta sumar ekki skipta sköp- um í þeirri ákvörðun heldur hafi menn talið að með sumarlokunum mætti slá tvær flugur í einu höggi. Spara og kom um leið til móts við kröfur fagmanna sem telji það já- kvætt að skólunum verði lokað og telji að þannig megi tryggja faglegt starf í skólunum. Lagði hún til að menn fari yfir málið í leikskólaráði, ræði við foreldra og faghópa og finni lausn sem menn geti sætt sig við. Eftir að Guðlaugur Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, spurði hvort hún væri að opna fyrir þann möguleika að hætt yrði við fyrirhugaðar lokanir sagði borgarstjóri telja að það ætti að samþykkja starfsáætlun leikskól- anna sem gerði ráð fyrir sumarlok- un og 12 milljóna króna sparnaði af þeim sökum. Ef menn kæmust að annarri niðurstöðu, eftir rökstudda umræðu í leikskólaráði, yrði hægt að skoða málið að nýju. Vonbrigði að keyra ætti málið í gegn Guðlaugur Þór sagði það mikil vonbrigði að keyra ætti málið í gegn, vonarneisti hafi kviknað sem borgarstjóri hafi gert að engu. Ingi- björg sagði ákveðið svigrúm felast í rammafjárveitingum og menn geti fært á milli liða. „Ef leikskólaráð telur að það sé skynsamlegra að gera eitthvað annað sé ég enga ástæðu til að borgarstjórnin setji sig upp á móti því. En ég er ekki að leggja til að fjárhagsáætluninni og starfsáætluninni verði breytt,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði rökin fyrir „þessari undarlegu ákvörðun“ eitthvað á reiki. Ákvörð- unin einkennist af miklum hringl- andahætti, annars vegar sé vísað til sparnaðar og hins vegar til faglegra forsendna. „Þessi aðgerð getur í besta falli talist klaufalegur mis- skilningur af hálfu meirihlutans en í versta falli alvarleg svik við þau fyr- irheit sem kjósendum voru gefin af þessum sama meirihluta fyrir síð- ustu kosningar,“ sagði Hanna Birna. Ingibjörg Sólrún benti á að leik- skólum borgarinnar hafi verið lokað yfir sumarleyfistímann þegar R-list- inn tók þar við stjórnartaumunum. Árið 1995 hafi verið ákveðið að hafa leikskólana opna allt sumarið, þá eins og nú hafi leikskólakennarar talið að það væri ekki góð hugmynd að hafa skólana opna allt sumarið. Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs, sagði að undanfarin ár hefði öllum foreldrum verið skylt að láta börn sín taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí, það væri ekkert nýtt. Þorlákur sagði að af 74 leik- skólum sem í rekstri voru síðasta sumar hafi einungis 27 leikskólar verið opnir allt sumarið, rétt rúm- lega þriðjungur. Öllum hinum hafi verið lokað í tvær til fjórar vikur af sumrinu, annaðhvort vegna viðhalds eða vegna þess að allir foreldrar vildu taka sumarfrí á sama tíma. Umræður í borgarstjórn um leikskólamál Fallið verði frá sumarlokun Foreldrar og fagfólk ræði málið í leikskólaráði Reykjavík LAUN 35–40 sumarstarfsmanna á Leikskólum Reykjavíkur sparast við áformaðar sumarlokanir leik- skólanna auk yfirvinnu annarra starfsmanna. Þetta segir Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leik- skóla Reykjavíkur. Samtals er áætlaður sparnaður vegna þessa um 12 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Bergi er miðað við að sumarstarfs- mennirnir starfi í tvo mánuði en í raun hafi dregið úr sumarráðning- um undanfarið ár vegna þess hversu aðþrengdir menn hafa verið með fjármagn fyrir slíkar ráðning- ar. „Við höfum verið með sumar- lokanir þegar stærstur hluti for- eldra hefur ákveðið einhvern tíma,“ segir Bergur. „Einnig höf- um við orðið að loka vegna við- gerða því þú ert ekki með börnin í málningarlykt eða í hættulegu um- hverfi, t.d. þegar verið er að taka garða í gegn með stórum vélum. En við höfum alltaf ráðið eitthvað af sumarfólki.“ Þá bendir hann á að sumarloka- nir hafi tíðkast í sveitarfélögunum kringum Reykjavík og nefnir Hafnarfjörð og Kópavog í því sam- bandi. Sumarstarfsmenn 35–40 talsins RÚMLEGA fjörutíu jólatré eru sett upp á veg- um Reykjavíkurborgar í tilefni hátíðarinnar fram- undan. Alls setur Orku- veita Reykjavíkur tæplega 76 þúsund ljósaperur í jóla- skreytingar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið nú fyr- ir jólin og er áætluð orku- notkun vegna þeirra um 315,8 kílówött. Allir Reykvíkingar þekkja Oslóartréð, sem ár hvert er sett upp á Aust- urvelli auk þess sem tré frá Hamborg prýðir gamla hafnarbakkann. Að öðru leyti eru trén, sem skreyta borgina að þessu sinni, ræktuð hér á landi. Þórólf- ur Jónsson, deildarstjóri Garðyrkjudeildar Reykja- víkur, segir þau að mestu leyti tekin í Öskjuhlíðinni og upp við Rauðavatn. Ís- lenskir skógarhöggsmenn sjá svo um að fella grenið. „Það eru okkar starfsmenn á garðyrkjudeildinni og við erum nokkuð stoltir af því að geta tekið tré úr skógum Reykjavíkur. Við þurfum náttúrulega að taka falleg tré og þau eru frá 6-7 metr- um og ég held að stærsta tréð hafi verið yfir 10 metrar.“ Tveggja vikna skógarhögg Aðspurður hvort mikill tími fari í skógarhöggið segir Þórólfur að trén séu felld á um það bil tveggja vikna tímabili þótt fyrr sé farið af stað til að líta eftir þeim og velja úr þau sem henta. Hann segir lítið hafa verið gert af því að fá tré úr görðum fólks til að skreyta stræti og torg líkt og gert var í Hafnarfirði í ár. „Það hefur þó aðeins borið á því en ég ekki viss um að það hafi farið nokkurt tré í ár. Það voru reyndar nokkrir sem hringdu en þeir voru þá bara of sein- ir því þá vorum við búnir að velja trén.“ Að sögn Guðbjarts Sigfússonar, yfirverkfræðings hjá Gatnamála- stofu, er nokkur hópur manna sem vinnur við það í nokkra daga á að- ventunni að setja upp trén. „Ef veðr- ið er skikkanlegt erum við örfáa daga að setja þetta upp og það eru fjórar bækistöðvar Gatnamálastjóra sem taka þátt í því,“ segir hann. Trén eru staðsett vítt og breitt um borgina, í miðbænum, á torgum, í al- menningsgörðum, við kirkjur og heilbrigðisstofnanir og aðrar stofn- anir á vegum borgarinnar. Upplýstar aspir í miðborginni Öll þessi herlegheit þarf svo að lýsa upp í anda jólanna og sam- kvæmt upplýsingum frá Rúnari Sveinbjörnssyni, yfirverkstjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur, duga hvorki meira né minna en 6.300 stykki af 15 watta ljósaperum til þess. Það er þó aðeins brot af jólalýsingu á vegum Orkuveitunnar því fyrir utan greni- tré í höfuðborginni er lýsingu komið fyrir í öðrum myndarlegum trjám og eru glæsilegar aspir í miðborginni þar fremstar í fararbroddi. Þá eru ótalin grenitré í nágrannasveitar- félögum höfuðborgarinnar og ýmsar aðrar jólaskreytingar á vegum borg- arinnar. Samtals eru það því hvorki meira né minna en 75.931 ljósapera sem prýðir jólaskreytingar á vegum Orkuveitunnar og áætluð orkuþörf vegna þeirra er 315,8 kílówött. Ekki dugir minna en 6.300 ljósaperur til að lýsa upp jólatré á vegum borgarinnar um þessi jól. 76 þúsund ljósaperur á aðventunni Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.