Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 15 BANDARÍSKA flugfélagið United Airlines, annað stærsta flugfélag í heimi, á í alvarlegum fjárhagserfið- leikum og óvissa ríkir um framtíð þess. United hafði sótt um 1,8 millj- arða Bandaríkjadala ríkisábyrgð, um 150 milljarða króna, en var á mið- vikudag neitað um ábyrgðina. Talið er líklegt að fyrirtækið muni sækja um greiðslustöðvun til að geta end- urskipulagt reksturinn og reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot. The Wall Street Journal segir góðar líkur á að það muni takast. United hefur tryggt sér 1,5 milljarða Bandaríkjadala lánasamning, nálægt 130 milljörðum króna, sem það getur nýtt fari það í greiðslustöðvun. United er með um 20% hlutdeild á bandaríska markaðnum og einnig mikið net víða um heim, en kostnaður fyrirtækisins á sætiskílómetra er sá hæsti í Bandaríkjunum og fyrirtækið tapar um 7 milljónum Bandaríkja- dala á dag, eða sem nemur um 600 milljónum króna. Viðskipti með hlutabréf félagsins voru stöðvuð um tíma á fimmtudag, en lækkun bréfanna yfir daginn var 68%, eða úr 2,12 dölum í 1 dal. Fyrir 11. september í fyrra var gengi bréfa United yfir 30 dalir á hlut en þegar viðskipti hófust að nýju 17. septem- ber var gengið komið niður í 17,50 og hefur farið lækkandi síðan. Lokaverð hlutabréfa United Air- lines í Kauphöllinni í New York í gær var 0,92 dalir á hlut og lækkaði um 8,0% yfir daginn. Öll nema Southwest rekin með tapi United er ekki eina flugfélagið í Bandaríkjunum sem á í erfiðleikum, því öll helstu flugfélögin, fyrir utan lággjaldaflugfélagið Southwest Air- lines, eru rekin með tapi. Samanlagt er reiknað með að tap bandarískra flugfélaga verði sem svarar um eða yfir 700 milljörðum króna. Nokkur önnur af stærstu flug- félögum Bandaríkjanna hafa farið í greiðslustöðvun eða gjaldþrot á síð- ustu árum. US Airways, sem United hætti í fyrra við að sameinast eftir að hafa fengið neikvætt svar frá yfir- völdum, er eitt þessara félaga, en það er nú í greiðslustöðvun. TWA hafði þrisvar sótt um greiðslustöðvun síð- asta áratuginn þegar American Air- lines keypti það í fyrra og varð við það stærra en United og þar með stærsta flugfélag heims. Um áratug áður lentu fjögur af helstu flugfélög- um Bandaríkjanna í alvarlegum fjár- hagserfiðleikum. Pan Am og Eastern urðu gjaldþrota, en America West og Continental komust út úr greiðslu- stöðvun og eru enn starfandi. Reuters United Airlines á barmi gjaldþrots Tapar 600 millj- ónum króna á dag MAGNÚS Norðdahl forstjóri Aco- Tæknivals hf. hefur sagt upp starfi sínu en mun starfa til 30. júní á næsta ári. Magnús, sem tók við starfinu í október í fyrra, segir að ástæður uppsagnarinnar séu þær að nú séu tímamót hjá honum. Tekist hafi að laga rekstur fyrirtækisins mikið og nú langi hann að gera aðra hluti, en óvíst sé hvað það verði, fyrst þurfi hann að ljúka þessu verki. AcoTæknival var rekið með 188 milljóna króna tapi á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var tap þess 861 milljón króna. Eigið fé var neikvætt um 140 millj- ónir króna í lok september og meðal eigna í efnahagsreikningi er 279 milljóna króna reiknuð skattinneign vegna yfirfæranlegs skattalegs taps. Magnús segir að markaðurinn sé mjög erfiður um þessar mundir og að miðað við markaðsaðstæður telji hann að vel hafi tekist til um rekst- urinn. Mikið átak hafi þurft til að laga reksturinn jafnmikið og gert hafi verið á jafn skömmum tíma og Magnús segist telja að framtíð fyr- irtækisins sé björt. Hluthafafundur samþykkti 14. júní síðastliðinn heimild til stjórnar um 100 milljóna króna aukningu hlutafjár og Magnús segir að þörf sé á nýju hlutafé inn í fyrirtækið. Hann segir að verið sé að leita að fjár- festum, það gangi hægt, en þó finni hann fyrir áhuga. Hann segist von- ast til að ljúka hlutafjáraukningunni áður en hann lætur af störfum. Gott að vera vitur eftir á Spurður að því hvort til greina komi að reyna að laga stöðu fyr- irtækisins með samruna við svipað fyrirtæki segist Magnús ekki sjá það fyrir sér. Hann segir of mikið lagt upp úr sameiningum fyrir- tækja, þær séu erfiðar og árang- urinn af þeim sé misgóður. Samein- ing Aco og Tæknivals var samþykkt í júlí í fyrra og spurður að því hvort sá samruni hafi ef til vill verið mis- tök segir Magnús að það sé alltaf gott að vera vitur eftir á. Ef sú vitn- eskja sem nú liggur fyrir hefði legið fyrir þegar samruninn var ákveðinn hefði ef til vill ekki orðið af honum. Það hefði hins vegar enginn séð fyr- ir að upplýsingageirinn yrði fyrir jafnmiklum samdrætti og raun ber vitni. Menn hafi búist við að jákvæð þróun myndi verða á þessum mark- aði í ár en í staðinn hefði þróunin verið neikvæð. Síðastliðinn mánudag tilkynnti AcoTæknival um að Magnús Bergs- son framkvæmdastjóri kjarnasviðs hefði ákveðið að láta af störfum og á þriðjudag var tíu starfsmönnum sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Á fyrstu níu mánuðum ársins var með- alfjöldi starfsmanna 192 en meðal- fjöldinn var 218 á síðasta ári. Í árs- byrjun 2001 störfuðu samtals 280 manns hjá fyrirtækjunum Aco og Tæknivali. Forstjóri AcoTækni- vals lætur af störfum Markaðurinn erfiður og hluta- fjáraukning gengur hægt Morgunblaðið/Ásdís Magnús Norðdahl, forstjóri Aco- Tæknivals. ÞORBJÖRN-Fiskanes hefur undirritað samning um sölu á tveimur bátum í eigu félagsins og sá þriðji er til sölu. Bátarnir, sem seldir hafa verið, eru Ólafur GK, sem kom nýr til landsins frá Kína um mitt síðasta ár, og neta- og trollbáturinn Ágúst Guð- mundsson GK. Ólafur hefur ekkert verið gerður út síðan hann kom til landsins, meðal annars vegna samdráttar á þorskveiðiheimild- um. Hann hefur nú verið seldur til Grænlands. Ágúst Guð- mundsson hefur ekki verið gerð- ur út í ár og sömu sögu er að segja af Gauki GK, en hann er til sölu. Ágúst hefur verið seldur aðila, sem hyggst nota hann við sverðfiskveiðar við Mexíkó. Þorbjörn-Fiskanes hefur nú selt sjö báta frá því fyrirtækin Þorbjörn, Fiskanes og Valdimar sameinuðust. Fyrirtækið gerir nú út 10 skip og báta. Vertíðarbáturinn Ólafur GK kom til landsins í fyrra og hefur honum aldrei verið haldið til veiða. Hann er nú á leið til Nuuk á Grænlandi. Tveir bátar seld- ir til útlanda STÆRSTI banki Frakklands, BNP Paribas, varð hlutskarpastur í sam- keppni um hlut franska ríkisins í Crédit Lyonnais, að því er kemur fram í The Economist. Franski fjármálaráðherrann, Francis Mer, kom fjármálaheiminum í opna skjöldu í lok nóvember með því að tilkynna að hluturinn yrði seldur þeim banka sem bjóða myndi hæsta verðið innan sólarhrings. Áður hafði verið talið öruggt að hlutur ríkisins yrði seldur, án útboðs, til Crédit Agr- icole, stórs banka sem þjónar frönsk- um bændum. Ákvörðun ráðherrans þykir marka stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar, en Mer hafði áður gefið í skyn að hann myndi ljúka verki fyrirrennara síns, sósíalistans Laurent Fabius. Ætlun Fabiusar hafði verið að til yrði stór franskur þjóðarbanki og hluti af þeirri ráðagerð hafði verið að láta Crédit Lyonnais renna inn í Crédit Agricole. Mer þraut hins vegar þolinmæði þegar Crédit Agricole neitaði að borga uppsett verð, 44 evrur á hlut. BNP Paribas bauð 58 evrur á hlut, 2,2 milljarða evra, eða 49% meira en al- mennt markaðsvirði. Forstjóri Crédit Lyonnais, Jean Peyrelevade, þykir hafa beðið hnekki í málinu. Agricole bauð aðeins 44 evr- ur á hlut í uppboðinu, en bankinn þyk- ir vera svifaseinn þar sem erfitt er að fá samþykki „landsbyggðarbaróna“ fyrir skjótum aðgerðum. Sá möguleika er sagður fyrir hendi að BNP Paribas bjóði í allan Crédit Lyonnais-bankann, um leið og tak- mörkunum á yfirtökum linnir í lok júní á næsta ári. Stjórnarformaður BNP Paribas neitar því að ætlunin sé að yfirtaka bankann. Með sameiningu við Crédit Lyonnais myndi BNP Paribas auka hlutdeild sína á fjárfest- ingabankamarkaði í Frakklandi úr 8 í 14%. Talið er að nú stefni í baráttu um yfirráð yfir Crédit Lyonnais milli AGF, dótturfyrirtækis þýska trygg- ingafyrirtækisins Allianz, sem á 10% í bankanum, og BNP Paribas. Að mati The Economist er líklegt að BNP Paribas standi uppi sem sigurvegari. Stefnir í baráttu um Crédit Lyonnais LÍMTRÉ hf. á Flúðum er fyrsta fyr- irtækið í dreifbýli á Íslandi sem fær vottað gæðakerfi samkvæmt alþjóð- lega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001 og þriðja fyrirtækið í bygging- ariðnaði hér á landi. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra afhenti for- svarsmönnum fyrirtækisins skírteini til staðfestingar á vottuninni við at- höfn á skrifstofu félagsins fyrir skömmu. Vottunin nær til hönnunar, fram- leiðslu og sölu á vörum úr límtré. Guð- mundur Ósvaldsson framkvæmda- stjóri segir að vottunin hafi þá þýðingu að viðskiptavinir geti betur treyst þjónustu fyrirtækisins og að þeir fái vörur sem uppfylla skilyrði gæðastaðalsins. Þeir starfsmenn Límtrés sem unnið hafa að því að koma upp gæðakerfinu vinna nú að því að byggja upp samsvarandi kerfi í verksmiðju Flexilam í Portúgal en hún er að mestu í eigu Límtrés hf. og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Unnið hefur verið að þessu verk- efni í fjögur ár. Guðmundur segir að úttekt á vinnunni hafi verið frestað þar til nú til þess að hún gæti farið fram samkvæmt 2000 útgáfu af ISO 9001 staðlinum. Er Límtré þriðja ís- lenska fyrirtækið sem fær vottun samkvæmt þeirri útgáfu. Vottun hf. annaðist úttektina. Límtrésframleiðsl- an fær gæðavottun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.