Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTÆÐAN fyrir því að við skrif- um þessa grein eru áhyggjur okkar af fjárhagsvanda og framtíð Svæð- isskrifstofu í málefnum fatlaðra á Vesturlandi. Starfsstöðvar Svæðisskrifstof- unnar á Snæfellsnesi eru staðsettar í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Á hvorum stað starfar einn þroska- þjálfi í ráðgjafarþjónustu sem vinn- ur með faghópi Svæðisskrifstofu Vesturlands. Faghópurinn saman- stendur af þroskaþjálfum, iðju- þjálfa, sálfræðingi og félagsráð- gjafa. Stoðþjónustan er sniðin að þörfum hverrar fjölskyldu enda eru fatlanir og aðstæður fatlaðra barna mismunandi. Þroskaþjálfar í ráðgjafarþjónust- unni hafa á síðustu árum verið að þróa verkferli sem kallast netvinna. Markmið með netvinnu er að halda sem best utan um málefni hvers barns þar sem foreldrar og starfs- fólk sem að málefni barnsins kemur sameinast um markmið og vinnu- brögð. Fundir í netvinnu eru haldnir á 4-6 vikna fresti, fundirnir eru mis- munandi en snúast þó oftast um að miðla upplýsingum, fara yfir stöð- una og setja ný markmið. Stundum eru fundirnir notaðir sem vinnu- fundir þar sem unnið er t.d. að gerð verkefna. Reynslan af netvinnu af þessu tagi er mjög góð, helstu kost- irnir eru samræmd vinnubrögð, þátttaka foreldra auk þess sem hún dregur mjög úr röskun vegna mannabreytinga. Í allri vinnu með fötluðum er mikilvægt að hafa virð- ingu að leiðarljósi eins og alltaf þeg- ar unnið er með fólki. Á Gufuskálum er starfrækt skammtímavistun fyrir fötluð börn á Snæfellsnesi en hér búa tæplega 30 fötluð börn sem eiga rétt á þessari þjónustu. Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt og ekki hefur verið hægt að sinna öllum umsóknum. Skammtímavistun er mikilvægt til- boð fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra en þar eiga fötluð börn kost á að hitta önnur börn sem svipað er ástatt um. Hjá fjölskyldum fatlaðra barna gengur lífið oft út á umönnun barnsins og er mikilvægt að foreldr- arnir fái endrum og sinnum tæki- færi til að sinna öðrum fjölskyldu- meðlimum. Þá er mikilvægt að vita af fatlaða barninu í hópi góðra vina hjá starfsfjólki sem það treystir. Skammtímavistun á Gufuskálum stendur höllum fæti vegna þess að ekki hefur fengist fjármagn í rekst- urinn. Ennfremur ógnar fjárskortur ráðgjafarþjónustunni og er fækkun fagfólks fyrirsjáanleg. Það er ótrúlegt að í okkar velferð- arþjóðfélagi skuli ekki vera skiln- ingur á nauðsyn þessarar þjónustu, að fjármagn skuli ekki vera í sam- ræmi við fjölda og þarfir fatlaðra á svæðinu er óviðunandi. Í lögum um málefni fatlaðra segir að stoðþjón- usta sé nauðsynleg svo fötluð börn geti búið sem lengst í foreldrahús- um. Góð stoðþjónusta er grundvöll- ur bættra lífsgæða fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra og er hér því um að ræða mikilvægt forvarnastarf og byggðamál á Snæfellsnesi. Höfum það í huga að fötlun er ekki val og að það er skylda okkar að búa sem best að fötluðum og fjöl- skyldum þeirra. Stoðþjónusta fatlaðra barna á Snæfellsnesi Eftir Guðnýju Sigfúsdóttur og Hönnu Jónsdóttur Guðný er þroskaþjálfi í Snæfellsbæ og Hanna þroskaþjálfi í Stykkishólmi. „Góð stoðþjónusta er grundvöllur bættra lífs- gæða fatlaðra barna.“ HannaGuðný LOKSINS, hugsa ég þar sem ég sit við tölvuna mína og hlusta á fréttir. Loksins á að loka leikskól- um í Reykjavíkur aftur á sumrin. Í borgarstjórnartíð sjálfstæðismanna voru sumarlokanir algildar. Sum- arið 1995 er fyrsta árið sem ákveðið var að hafa opið. Á þeim tíma var það að mínu mati illa ígrunduð póli- tísk ákvörðun sem byggðist á til- finningalegum, en hvorki á fagleg- um eða rekstrarlegum rökum. Áður en til sumarlokana kom var t.d. ekki gerð úttekt á raunkostnaði leikskólanna og þeim því ekki bætt- ur aukinn kostnaður sem sannar- lega var til staðar. Áhrifin á faglegt starf voru heldur ekki metin. Í stefnu Félags leikskólakennara er lagt til að leikskólar séu lokaðir í mánuð á sumrin, með því sé starf- inu mörkuð ákveðin skil, hafi upp- hafs- og endapunkt, svona eins og gerist í öðrum menntastofnunum. Sumarlokun ætti að vera forgangs- krafa samtaka eins og Landssam- taka foreldrafélaga leikskólabarna sem auðvitað hafa gæði starfsins í fyrirrúmi. Hvernig líður þínu barni? Sumaropnun er á kostnað barnanna. Eins og staðan er núna getur verið að sá starfsmaður sem barnið þitt tengist mest sé í fríi á öðrum tíma en barnið þitt og besti vinurinn er líka í fríi á öðrum tíma. Að fólk sé í fríi á mismunandi tíma leiðir til erfiðleika við uppeldislegt Loksins, sumar- lokanir í reykvísk- um leikskólum Eftir Kristínu Dýrfjörð „Sumar- opnun er á kostnað barnanna. Eins og staðan er núna getur verið að sá starfsmaður sem barnið þitt tengist mest sé í fríi á öðrum tíma en barnið þitt og besti vinurinn er líka í fríi á öðrum tíma.“ UNDANFARNAR vikur hefur átt sér stað nokkur umræða í samfélag- inu um aðgerðir til að jafna kynjahlut- fall í námsgreinum innan Háskóla. Einkum hefur verið rætt um hvernig megi auka þátttöku kvenna í verk- og tölvunarfræði innan Háskóla Íslands. Í þessu sambandi hefur verið bent á að þessu markmiði megi ná með því að innleiða greinar úr hug- og fé- lagsvísindum í námsskrár Verkfræði- og Raunvísindadeilda. Þessar hug- myndir hafa greinilega farið fyrir brjóstið á sumum kennurum og nem- endum innan deildanna, þá sérstak- lega kvenkyns nemendum úr verk- fræði sem hefur þótt að sér vegið. Ég tel að þessi viðbrögð séu á misskiln- ingi byggð og tala ég þar af reynslu því ég hef lokið háskólaprófum í raun- og hugvísindum. Sem nemandi í framhaldsskóla er stefndi á háskólanám í raunvísindum og sem nemandi innan Raunvísinda- deildar Háskóla Íslands hafði ég lítið álit á hug- og félagsvísindum. Var ég ekki einn um þessa skoðun því þetta var almennt viðhorf þeirra sem ég umgekkst á þessum árum. Við litum á raunvísindi sem æðri vísindi. Þetta viðhorf mitt breyttist hins vegar þeg- ar ég var á síðasta námsári mínu inn- an Líffræðiskorar HÍ en þá tók ég tvö námskeið sem sýndu mér fram á hversu þröngsýn heimsmynd mín var. Í öðru þessara námskeiða var bók Charles Darwins, Uppruni teg- undanna, krufin til mergjar og í hinu var fjallað um sögu og heimspeki raunvísindanna. Bæði þessi nám- skeið, „Sérsvið þróunarfræði“ og „Þættir úr sögu og heimspeki vís- indanna“, eru kennd innan Raunvís- indadeildar. Áhrifin sem þessi nám- skeið höfðu á mig eru ef til vill ekki dæmigerð því þau leiddu mig út í framhaldsnám í sögu raunvísindanna. Ég veit hins vegar hvaða áhrif „Þætt- ir úr sögu og heimspeki vísindanna“ hefur á nemendur því ég hef kennt það námskeið nokkrum sinnum í fé- lagi við aðra kennara. Það hefur verið samdóma álit nemendanna að nám- skeiðið hafi breytt sýn þeirra á raun- vísindin og þar með aukið skilning þeirra á raunvísindum innan sam- félagsins. Raunvísindamenn vinna ekki í tómarúmi því þeir eru hluti af sam- félaginu með öllum þeim skyldum sem því fylgir. Nám í raunvísindum er hins vegar byggt þannig upp að ætla mætti að hið gagnstæða væri raunin. Af þessum sökum tel ég mikilvægt að innleiða námskeið í námsskrár Verk- fræði- og Raunvísindadeilda sem auka samfélagsnæmi nemenda, gera þá meðvitaða um hvernig raunvísindi sem önnur vísindi hafa mótast í sam- spili við menningarlega og sögulega þætti og hvernig þessar greinar eiga þátt í að skapa samfélag okkar. Vís- indamenn verða að vera meðvitaðir um ábyrgð sína og velta fyrir sér hugsanlegum áhrifum og afleiðingum vísinda sinna. Ef slíkar áherslubreyt- ingar leiða til þess að fleiri konur inn- ritist í þessar deildir er það ánægju- legur aukaávinningur. Kynin geta komið með ólíkar forsendur inn í sitt nám og starf, en bæði þurfa þau að vera þátttakendur í mótun þekking- ar- og upplýsingasamfélagsins. Eiga mannvís- indi heima í raunvísindum? Eftir Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur. „Raunvís- indamenn vinna ekki í tómarúmi því þeir eru hluti af samfélaginu með öllum þeim skyld- um sem því fylgir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.