Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN
62 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSTÆÐAN fyrir því að við skrif-
um þessa grein eru áhyggjur okkar
af fjárhagsvanda og framtíð Svæð-
isskrifstofu í málefnum fatlaðra á
Vesturlandi.
Starfsstöðvar Svæðisskrifstof-
unnar á Snæfellsnesi eru staðsettar
í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Á
hvorum stað starfar einn þroska-
þjálfi í ráðgjafarþjónustu sem vinn-
ur með faghópi Svæðisskrifstofu
Vesturlands. Faghópurinn saman-
stendur af þroskaþjálfum, iðju-
þjálfa, sálfræðingi og félagsráð-
gjafa. Stoðþjónustan er sniðin að
þörfum hverrar fjölskyldu enda eru
fatlanir og aðstæður fatlaðra barna
mismunandi.
Þroskaþjálfar í ráðgjafarþjónust-
unni hafa á síðustu árum verið að
þróa verkferli sem kallast netvinna.
Markmið með netvinnu er að halda
sem best utan um málefni hvers
barns þar sem foreldrar og starfs-
fólk sem að málefni barnsins kemur
sameinast um markmið og vinnu-
brögð. Fundir í netvinnu eru haldnir
á 4-6 vikna fresti, fundirnir eru mis-
munandi en snúast þó oftast um að
miðla upplýsingum, fara yfir stöð-
una og setja ný markmið. Stundum
eru fundirnir notaðir sem vinnu-
fundir þar sem unnið er t.d. að gerð
verkefna. Reynslan af netvinnu af
þessu tagi er mjög góð, helstu kost-
irnir eru samræmd vinnubrögð,
þátttaka foreldra auk þess sem hún
dregur mjög úr röskun vegna
mannabreytinga. Í allri vinnu með
fötluðum er mikilvægt að hafa virð-
ingu að leiðarljósi eins og alltaf þeg-
ar unnið er með fólki.
Á Gufuskálum er starfrækt
skammtímavistun fyrir fötluð börn á
Snæfellsnesi en hér búa tæplega 30
fötluð börn sem eiga rétt á þessari
þjónustu. Aðsóknin hefur aukist
jafnt og þétt og ekki hefur verið
hægt að sinna öllum umsóknum.
Skammtímavistun er mikilvægt til-
boð fyrir fötluð börn og fjölskyldur
þeirra en þar eiga fötluð börn kost á
að hitta önnur börn sem svipað er
ástatt um. Hjá fjölskyldum fatlaðra
barna gengur lífið oft út á umönnun
barnsins og er mikilvægt að foreldr-
arnir fái endrum og sinnum tæki-
færi til að sinna öðrum fjölskyldu-
meðlimum. Þá er mikilvægt að vita
af fatlaða barninu í hópi góðra vina
hjá starfsfjólki sem það treystir.
Skammtímavistun á Gufuskálum
stendur höllum fæti vegna þess að
ekki hefur fengist fjármagn í rekst-
urinn. Ennfremur ógnar fjárskortur
ráðgjafarþjónustunni og er fækkun
fagfólks fyrirsjáanleg.
Það er ótrúlegt að í okkar velferð-
arþjóðfélagi skuli ekki vera skiln-
ingur á nauðsyn þessarar þjónustu,
að fjármagn skuli ekki vera í sam-
ræmi við fjölda og þarfir fatlaðra á
svæðinu er óviðunandi. Í lögum um
málefni fatlaðra segir að stoðþjón-
usta sé nauðsynleg svo fötluð börn
geti búið sem lengst í foreldrahús-
um. Góð stoðþjónusta er grundvöll-
ur bættra lífsgæða fatlaðra barna og
fjölskyldna þeirra og er hér því um
að ræða mikilvægt forvarnastarf og
byggðamál á Snæfellsnesi.
Höfum það í huga að fötlun er
ekki val og að það er skylda okkar
að búa sem best að fötluðum og fjöl-
skyldum þeirra.
Stoðþjónusta fatlaðra
barna á Snæfellsnesi
Eftir Guðnýju
Sigfúsdóttur og
Hönnu Jónsdóttur
Guðný er þroskaþjálfi í Snæfellsbæ
og Hanna þroskaþjálfi í
Stykkishólmi.
„Góð stoðþjónusta er
grundvöllur bættra lífs-
gæða fatlaðra barna.“
HannaGuðný LOKSINS, hugsa ég þar sem ég
sit við tölvuna mína og hlusta á
fréttir. Loksins á að loka leikskól-
um í Reykjavíkur aftur á sumrin. Í
borgarstjórnartíð sjálfstæðismanna
voru sumarlokanir algildar. Sum-
arið 1995 er fyrsta árið sem ákveðið
var að hafa opið. Á þeim tíma var
það að mínu mati illa ígrunduð póli-
tísk ákvörðun sem byggðist á til-
finningalegum, en hvorki á fagleg-
um eða rekstrarlegum rökum. Áður
en til sumarlokana kom var t.d.
ekki gerð úttekt á raunkostnaði
leikskólanna og þeim því ekki bætt-
ur aukinn kostnaður sem sannar-
lega var til staðar. Áhrifin á faglegt
starf voru heldur ekki metin. Í
stefnu Félags leikskólakennara er
lagt til að leikskólar séu lokaðir í
mánuð á sumrin, með því sé starf-
inu mörkuð ákveðin skil, hafi upp-
hafs- og endapunkt, svona eins og
gerist í öðrum menntastofnunum.
Sumarlokun ætti að vera forgangs-
krafa samtaka eins og Landssam-
taka foreldrafélaga leikskólabarna
sem auðvitað hafa gæði starfsins í
fyrirrúmi.
Hvernig líður
þínu barni?
Sumaropnun er á kostnað
barnanna. Eins og staðan er núna
getur verið að sá starfsmaður sem
barnið þitt tengist mest sé í fríi á
öðrum tíma en barnið þitt og besti
vinurinn er líka í fríi á öðrum tíma.
Að fólk sé í fríi á mismunandi tíma
leiðir til erfiðleika við uppeldislegt
Loksins, sumar-
lokanir í reykvísk-
um leikskólum
Eftir Kristínu
Dýrfjörð
„Sumar-
opnun er á
kostnað
barnanna.
Eins og
staðan er núna getur
verið að sá starfsmaður
sem barnið þitt tengist
mest sé í fríi á öðrum
tíma en barnið þitt og
besti vinurinn er líka í
fríi á öðrum tíma.“
UNDANFARNAR vikur hefur átt
sér stað nokkur umræða í samfélag-
inu um aðgerðir til að jafna kynjahlut-
fall í námsgreinum innan Háskóla.
Einkum hefur verið rætt um hvernig
megi auka þátttöku kvenna í verk- og
tölvunarfræði innan Háskóla Íslands.
Í þessu sambandi hefur verið bent á
að þessu markmiði megi ná með því
að innleiða greinar úr hug- og fé-
lagsvísindum í námsskrár Verkfræði-
og Raunvísindadeilda. Þessar hug-
myndir hafa greinilega farið fyrir
brjóstið á sumum kennurum og nem-
endum innan deildanna, þá sérstak-
lega kvenkyns nemendum úr verk-
fræði sem hefur þótt að sér vegið. Ég
tel að þessi viðbrögð séu á misskiln-
ingi byggð og tala ég þar af reynslu
því ég hef lokið háskólaprófum í raun-
og hugvísindum.
Sem nemandi í framhaldsskóla er
stefndi á háskólanám í raunvísindum
og sem nemandi innan Raunvísinda-
deildar Háskóla Íslands hafði ég lítið
álit á hug- og félagsvísindum. Var ég
ekki einn um þessa skoðun því þetta
var almennt viðhorf þeirra sem ég
umgekkst á þessum árum. Við litum á
raunvísindi sem æðri vísindi. Þetta
viðhorf mitt breyttist hins vegar þeg-
ar ég var á síðasta námsári mínu inn-
an Líffræðiskorar HÍ en þá tók ég tvö
námskeið sem sýndu mér fram á
hversu þröngsýn heimsmynd mín
var. Í öðru þessara námskeiða var
bók Charles Darwins, Uppruni teg-
undanna, krufin til mergjar og í hinu
var fjallað um sögu og heimspeki
raunvísindanna. Bæði þessi nám-
skeið, „Sérsvið þróunarfræði“ og
„Þættir úr sögu og heimspeki vís-
indanna“, eru kennd innan Raunvís-
indadeildar. Áhrifin sem þessi nám-
skeið höfðu á mig eru ef til vill ekki
dæmigerð því þau leiddu mig út í
framhaldsnám í sögu raunvísindanna.
Ég veit hins vegar hvaða áhrif „Þætt-
ir úr sögu og heimspeki vísindanna“
hefur á nemendur því ég hef kennt
það námskeið nokkrum sinnum í fé-
lagi við aðra kennara. Það hefur verið
samdóma álit nemendanna að nám-
skeiðið hafi breytt sýn þeirra á raun-
vísindin og þar með aukið skilning
þeirra á raunvísindum innan sam-
félagsins.
Raunvísindamenn vinna ekki í
tómarúmi því þeir eru hluti af sam-
félaginu með öllum þeim skyldum
sem því fylgir. Nám í raunvísindum er
hins vegar byggt þannig upp að ætla
mætti að hið gagnstæða væri raunin.
Af þessum sökum tel ég mikilvægt að
innleiða námskeið í námsskrár Verk-
fræði- og Raunvísindadeilda sem
auka samfélagsnæmi nemenda, gera
þá meðvitaða um hvernig raunvísindi
sem önnur vísindi hafa mótast í sam-
spili við menningarlega og sögulega
þætti og hvernig þessar greinar eiga
þátt í að skapa samfélag okkar. Vís-
indamenn verða að vera meðvitaðir
um ábyrgð sína og velta fyrir sér
hugsanlegum áhrifum og afleiðingum
vísinda sinna. Ef slíkar áherslubreyt-
ingar leiða til þess að fleiri konur inn-
ritist í þessar deildir er það ánægju-
legur aukaávinningur. Kynin geta
komið með ólíkar forsendur inn í sitt
nám og starf, en bæði þurfa þau að
vera þátttakendur í mótun þekking-
ar- og upplýsingasamfélagsins.
Eiga mannvís-
indi heima í
raunvísindum?
Eftir Steindór J.
Erlingsson
Höfundur er vísindasagnfræðingur.
„Raunvís-
indamenn
vinna ekki í
tómarúmi
því þeir eru
hluti af samfélaginu
með öllum þeim skyld-
um sem því fylgir.“