Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆNAKALL múslíma sem leikið er fyrir utan Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í tengslum við sýn- ingu í safninu hefur farið fyrir brjóstið á nokkrum vegfarendum sem hafa látið starfsfólk safnsins hafa það óþvegið. „Mikill meirihluti sem hefur tjáð sig við okkur um bænakallið sem við spilum fyrir utan safnið þrisvar á dag hefur verið undrandi og for- vitinn og spurt hvað sé um að vera. Þetta hefur því þjónað þeim til- gangi að kynna sýninguna. En því miður hefur í undantekningartilvik- um gerst að fólk hefur tekið þessu illa og þá látið ýmsa fordóma og ókurteisi dynja á afgreiðslufólki,“ segir Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur. Sýningin sem hann talar um kallast Milli goðsagnar og veruleika þar sem dregin er upp mynd af stöðu nútímalistar í arabaheiminum með úrvali verka eftir listamenn frá fjöl- mörgum arabalöndum. „Við höfum reynt að segja fólki að tilgangurinn sé ekki að móðga eða særa neinn heldur að gefa fólki færi á að kynn- ast öðrum hliðum þess þjóðlífs sem er að finna í arabalöndunum,“ segir Eiríkur um viðbrögð safnsins við kvörtununum. „Við höfum hvatt fólk til að reyna að takast á við eigin fordóma og sýna þolinmæði. Fólk hefur verið að býsnast yfir hversu framandi þetta sé og spyr hvaða er- indi þetta eigi hér á landi. Þessi til- felli eru fá en verða alltaf áberandi fyrir það hvað þau eru hvöss og hastarleg og því miður lenda þau á röngum aðilum.“ Eiríkur segir að ekki hafi komið til tals að leggja niður bænaköllin vegna kvartananna. „Það væri ótrúleg þröngsýni ef Íslendingar gætu ekki þolað það að kynnast öðr- um menningarheimum með jafn- saklausum hætti og þarna er.“ Á sýningunni eru annars vegar verk sem tengjast trúarbrögðum, kynferði og pólitík. Hins vegar get- ur að líta afturhvarf til hefðarinnar sem dregur listamennina að sagn- fræðilegum og trúarlegum uppruna sínum. Eiríkur segir sýningunni almennt hafa verið tekið mjög vel. „Ég held að það sé mjög forvitnilegt fyrir Ís- lendinga einmitt á þessum tíma að átta sig á að í arabalöndunum þrífst mikið og fjölbreytt menningarlíf og hefur gert í mun fleiri aldir en Ís- land hefur verið byggt. Sú mynd sem við höfum af þessum heimi nú um stundir er fyrst og fremst lituð af pólitískum fréttum óeirða og stríða sem er ekki sú mynd sem blasir við meginþorra almennings í löndunum. Tilgangurinn með sýn- ingunni er því að varpa ljósi á mannlífið og menninguna.“ Starfsfólk Listasafns Reykjavíkur mætir fordómum vegna íslamskrar listasýningar Kvartað yfir bænakalli tengdu sýningunni NÝBYGGING Kennaraháskóla Ís- lands á Rauðarárholti, Hamar, var tekin formlega í notkun í gær að viðstöddum menntamálaráð- herra, starfsliði skólans og öðrum gestum. Hér er um að ræða fyrsta húsið af fimm nýjum byggingum sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi svæðisins frá 1996. Nýja húsið er svokölluð Menntasmiðja skólans og sam- einar bókasafn og gagnasmiðju og er kjarninn í stoðþjónustu hans. Í húsinu eru rúmgóðir fyrirlestra- salir, vel búnar kennslustofur og lessalur fyrir nemendur. Í kynningarriti sem gefið var út um nýbyggingu Kennarháskólans segir að við hönnun hennar hafi áhersla verið lögð á góð tengsl við eldri byggingar og að lengd hússins og breidd stokkanna tveggja, sem myndi aðra og þriðju hæð svari til lengdar og breiddar eldri byggingar. Húsið opið í dag Grönn form og langar línur, björt sjónsteypa og koparslegnir fyrirrspegli eldri bygginguna. Þá setji tekk og flísar svip á húsið og gler leiki óvenjustórt hlutverk Húsið verður til sýnis fyrir al- menning í dag milli klukkan 13 og 16. Morgunblaðið/Sverrir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Ólafur Proppé, rektor KHÍ, ræðast við í nýbyggingu skólans í gær. Nýtt húsnæði KHÍ tekið í notkun SÉRSTAKAR reglur verða settar um upplýsingagjöf vátryggingartaka við töku vátrygginga og heimildir vá- tryggingarfélaga til þess að afla upp- lýsinga í tengslum við persónutrygg- ingar verða takmarkaðar frá því sem verið hefur, samkvæmt nýju frum- varpi til laga um vátryggingarsamn- inga, sem Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra kynnti á ríkis- stjórnarfundi í gær. Samkvæmt upplýsingum við- skiptaráðuneytisins eru þessi ákvæði nýmæli í íslenskum vátryggingarétti en þau tengist mjög umræðu sem verið hefur hin seinustu ár um hag- nýtingu upplýsinga, m.a. úr gagna- grunnum um heilsufar fólks. Frumvarpið var samið af nefnd sem skipuð var 1999. Kveður það í ýmsum atriðum á um aukna neyt- endavernd og er m.a. skerpt á ákvæð- um um upplýsingaskyldu vátrygging- arfélaga gagnvart vátryggingartaka, við gerð vátryggingarsamninga, meðan samningur gildir og í uppgjöri bóta. Sambærileg ákvæði er ekki að finna í gildandi lögum. Valgerður segir að um mikilvægt og stórt lagafrumvarp sé að ræða og mikil vinna hafi farið fram við und- irbúning þess og gerð. Það feli í sér töluverðar breytingar á lagaumhverfi vátryggingarsamninga og breytta hugsun þar sem frumvarpið byggist á neytendavernd. Frumvarpið kveður einnig á um að verksvið úrskurðarnefndar í vátrygg- ingarmálum verði útvíkkað og eiga möguleikar neytenda til þess að fá skjóta og ódýra úrlausn ágreinings- efna sinna að stóraukast verði frum- varpið að lögum, að mati höfunda frumvarpsins. Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um ábyrgðartakmarkanir og varúð- arreglur, svo og um uppgjör bóta. Valgerður segir að reikna megi með að breytingarnar gætu haft í för með sér kostnaðarauka fyrir vátrygging- arfélög. Ekki hefur þó verið lagt mat á hversu mikill sá kostnaðarauki verður. Talið er ljóst að tryggingar- félögin muni þurfa að breyta upplýs- ingakerfum sínum og endurskoða skilmála vátrygginga. Valgerður stefnir að því að frum- varpið verði afgreitt á vorþinginu. Frumvarp viðskiptaráðherra um vátryggingarsamninga Heimild til að afla persónuupplýs- inga takmörkuð RÚMLEGA þrítugur maður var í gær dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að stela sjö oststykkjum í verslun 10–11 við Austurstræti í Reykjavík í ágúst í sumar. Verð- mætið var 3.683 krónur. Maður- inn var stöðvaður á leið út úr versluninni með ostinn í plast- poka, eftir að hafa gengið framhjá afgreiðslukössum án þess að bjóða borgun. Játaði hann á sig þjófnaðinn bæði við lögreglu og öryggisverði verslunarinnar. Bar hann því við að hafa ætlað að selja ostinn á hálfvirði í Kolaportinu og afla sér þannig fjár fyrir valíum. Maðurinn á að baki langan sak- arferil og hefur m.a. hlotið 13 dóma fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar, síðast í apríl í fyrra var hann dæmdur í 30 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar nú var þó til þess litið að verðmæti ostanna þótti lítið. 45 daga fangelsi fyrir að stela ostum „ÞAÐ er nú ekki mikið að segja frá. Ég sofnaði nú bara undir stýri,“ segir Halldór Már Þór- isson þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gær en hann ók jeppa sem fór út af veginum um Fellabök í Steingrímsfirði og hafnaði úti í sjó á fimmtudag. Halldór er sölumaður hjá Wurth á Íslandi og lagði upp í söluferð frá heimili sínu í Súða- vík um klukkan sex um morg- uninn. „Ég var þreyttur og búinn að stoppa nokkrum sinnum á leið- inni. Það voru ekki nema 10 mín- útur síðan ég stoppaði síðast og fór út og viðraði mig,“ segir Halldór. Hann vaknaði þegar bíllinn fór út í grófa möl í veg- kantinum en þá var orðið of seint að koma í veg fyrir að hann færi út af. Bíllinn fór niður þriggja metra háan kant, yfir stórgrýti og stöðvaðist úti í sjó. Jeppinn hélst á réttum kili en fór að halla mikið til vinstri eftir að hann stöðvaðist. Halldór losaði þá bíl- beltið, opnaði hurðina farþega- megin og klöngraðist út. Bíllinn hallaði þá svo mikið að Halldór gat stigið á drifskaftið og hoppað í land. Slapp ómeiddur en blautur í land Halldór var algjörlega ómeidd- ur en blautur í fæturna. Rafkerfi jeppans þoldi sjóbaðið ekki eins vel því flautan fór á fullt og ljós kviknaði á kösturunum framan á jeppanum. Jeppinn gat því varla farið fram hjá vegfaranda sem kom aðvífandi og ók hann Hall- dóri til Hólmavíkur. Sjórinn var að flæða að þegar jeppinn fór í sjóinn og tveimur tímum síðar, þegar dráttarbíll kom á staðinn, var jeppinn orðinn hálffullur af sjó. Halldór segir að þrátt fyrir að ekki séu miklar skemmdir sjá- anlegar á jeppanum sé hann ónýtur enda þoli rafkerfi bílsins ekki að vera á kafi í sjó. Tryggingarnar munu þó vænt- anlega bæta tjónið enda var bíll- inn kaskó-tryggður. Sofnaði undir stýri og ók út í sjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.