Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA atvik leiðir hugann að því að við höfum enga aðstöðu hér- lendis til að taka við dýrum við svona aðstæður. Slíkri aðstöðu þyrfti að koma upp og það er full þörf á að kanna slík úrræði betur,“ segir Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir um atvik á Keflavík- urflugvelli í gær, þegar flugstjóri á breiðþotu hollenska flugfélagsins KLM óskaði eftir að fá að skilja trylltan veðhlaupahest eftir í Kefla- vík. Ellefu veðhlaupahestar voru um borð í vélinni sem átti að flytja til Bandaríkjanna, en einn þeirra trylltist skömmu eftir flugtak í Hol- landi og tók flugstjórinn ákvörðun um að millilenda í Keflavík til að reyna að losna við hestinn. Halldór Runólfsson, Helgi Sigurðsson sér- fræðingur í hrossalækningum og Gunnar Örn Guðmundsson héraðs- dýralæknir voru kallaðir út vegna málsins og var flugstjóranum tjáð að ekki kæmi til greina að skilja hestinn eftir hér af sóttvarn- arástæðum og gildandi laga um innflutning á dýrum. Var flugstjór- anum boðið upp á að hesturinn yrði aflífaður og hræið flutt áfram vest- ur um haf, eða að hann yrði deyfð- ur með sterkum deyfilyfjum. Kaus flugstjórinn seinni kostinn og hélt áfram för sinni í gærkvöld með hestinn innanborðs, eftir fjögurra klukkustunda viðdvöl í Keflavík. Halldór segir að hesturinn hafi skrámað sig lítillega í látunum en ekki hafi verið þörf á aðgerð af þeim sökum. Vel hafi farið um hrossin í vélinni og aðbúnaður góð- ur. Hrossin voru í sérrými í þar til- gerðum gámum en í vélinni er einn- ig farþegarými og voru tæplega 300 farþegar um borð. Flugstjóri hjá KLM-flugfélaginu í hrossaflutningum Vildi skilja trylltan veð- hlaupahest eftir í Keflavík TALSVERT af ætluðu þýfi hefur fundist í húsleit lögreglunnar á dval- arstað fjögurra Pólverja sem grunað- ir eru um stórfellda þjófnaði að und- anförnu. Þrír þeirra eru í gæslu- varðhaldi og sá fjórði á sjúkrahúsi. Tekist hefur að koma flestum mun- unum í hendur réttra eigenda, en flestir sem hafa endurheimt muni söknuðu þeirra úr nýlegum innbrot- um í nágrenni við Selfoss. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa ekki fund- ist eigendur að öllu góssinu og hvetur því lögreglan sumarbústaðaeigendur í nágrenni Selfoss til að líta á bústaði sína og ganga úr skugga um að þar sé allt með felldu. Að öðrum kosti óskar lögreglan eftir því að þeir, sem kann- ast við munina á myndinni, hafi sam- band við auðgunarbrotadeild lögregl- unnar. Líkur benda til þess að sumir þessara muna séu úr sumarbústöðum sem brotist hefur verið inn í undan- farnar fimm vikur. Líklegast er að farið hafi verið inn í bústaði á Suður- og Vesturlandi og ekki er víst að þessi innbrot hafi verið tilkynnt til lögregl- unnar. Fjórir Pólverjar grunaðir um þjófn- aði í sumarbústöðum Lögregla fann mikið ætlað þýfi í húsleit ÞAU eru kannski farin að líta eftir jólasnjónum sem ætti með réttu að hylja jörð á þessum árstíma, börnin á Tjarnarborg. Það er komið fram í desember en hvergi jólasnjó að sjá. Og svo er það öll rigningin sem kemur í staðinn. Ekki að undra þótt maður sé svolítið hissa. Morgunblaðið/Golli Hvar er jólasnjórinn? MIKIL samkeppni er um versl- unar- og fyrirtækjalóðir við Eyra- veg á Selfossi. BYKO hefur verið á höttunum eftir lóð á Selfossi til að byggja stóra byggingavöruverslun og timbursölu. Fyrirtækið Lands- afl hf. hugðist kaupa lóðina Eyra- veg 34–36 fyrir hönd BYKO af hlutafélagi sem átti lóðina og hafði undirbúið þar framkvæmdir. Auk þess hafði Landsafl hf. tryggt sér næstu lóð við hliðina fyrir hönd BYKO sem hugðist byggja upp stórt verslunarhús á þremur lóð- um. Landsafl fékk gagntilboð frá eig- endum Eyravegar 34–36 og tók því tilboði en áður en gengið var frá endanlegum samningum keypti fyrirtækið Miðdalur ehf. lóðina af eigendunum og jafnframt tvær aðrar lóðir við Eyraveginn af Fossmönnum ehf. en það félag sel- ur lóðir í Fosslandinu við Eyraveg- inn. Með þessu er komið í veg fyrir að um sinn sé hægt að byggja stór- hýsi á þremur lóðum við Eyraveg- inn, en Miðdalur ehf. er að hluta til í eigu sömu aðila og Húsasmiðjan. Landsafl telur að kominn hafi verið á kaupsamningur þegar gagntilboði þeirra var tekið í lóð- ina Eyravegur 34–36. Mun fyrir- tækið láta reyna á það og fer málið fyrir Héraðsdóm Suðurlands á mánudag. Eftirsótt svæði „Það er alveg klárt að þetta er mjög eftirsótt svæði hér á Selfossi sem sést á því að tvö stærstu byggingafyrirtæki landsins kepp- ast við að ná þar í lóðir. Fossmenn hafa selt BYKO eina lóð og Miðdal ehf. tvær lóðir en það er félag sem Árni Hauksson forstjóri Húsa- smiðjunnar er í fyrirsvari fyrir. Hvað svo sem býr að baki þessum átökum þá er það klárt að fyr- irtæki líta á það sem álitlegan kost að setja sig hér niður með starf- semi sína,“ sagði Guðmundur Sig- urðsson framkvæmdastjóri Foss- manna ehf. Hörð samkeppni er milli fyrirtækja um verslunarlóðir á Selfossi Dómstólar fjalla um lóðakaup Morgunblaðið/Sig. Jónsson Horft er yfir svæðið sem tekist er á um á Selfossi. Næst er lóðin Eyravegur 34–36 en fjær er verslunarhús Húsasmiðjunnar á Selfossi. ÁRLEG jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hefur farið vel af stað í ár og nú þegar hafa safnast ríflega 6 milljónir króna sem nota á til að byggja vatnsbrunna í Mósambík. Að sögn Jónasar Þ. Þórissonar, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, er þetta betri byrjun en mörg undanfarin ár og greinilegt, að hans mati, að vatnsöflunarverkefnið höfðar til ungra sem aldinna. Sem dæmi nefnir hann að 23 ára stúlka hafi gefið 90 þúsund krónur í söfnunina, eða andvirði þess sem kostar að byggja einn brunn. Þá gaf þjóðþekktur fjölmiðlamaður sem kominn er á eftirlaun sömu upphæð. Viðbrögð við fyrirsögn söfnunar- innar: Hann er að drepast úr þorsta, hafa þó verið nokkuð misjöfn. „Þeim sem málvandir eru fannst þetta vera eitthvað niðrandi og að við værum kannski að tala niður til Afr- íkubúans. Við bendum hins vegar á að við tökum oft svona til orða líkt og við segjum: ég er að drepast í bakinu, ég er að drepast í höfðinu, ég er að drep- ast úr stressi, eða hvað það nú er.“ Jónas segir að markmiðið sé fyrst og fremst að vekja fólk til umhugs- unar því hér sé um dauðans alvöru að ræða fyrir þá sem ekki hafa hreint vatn. Flestir hafi líka tekið skilaboð- unum á þann hátt sem ætlast var til. Fyrir þá sem vilja leggja söfnun- inni lið er bent á gíróseðla sem sendir hafa verið inn á hvert heimili að upphæð 2.500 kr. Þá er hægt að styrkja söfnunina með frjálsum fram- lögum á heimasíðu Hjálparstarfsins: www.help.is og með 1.000 kr. fram- lagi með því að hringja í söfnunarsím- ann 907 2002. Söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar Tveir einstak- lingar hafa gefið brunna ÞRÍR menn, 18 og 19 ára gamlir, voru í gær dæmdir í fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir líkams- árás fyrir utan skemmtistað í Grindavík í maí í fyrra. Einn mað- urinn, sem er átján ára, hlaut 30 daga dóm en hinir 45 og 60 daga. Dómurinn er skilorðsbundinn. Mennirnir réðust á sér tíu árum eldri mann og veittu honum högg og spörk í andlit og skrokk. Við það hlaut fórnarlamb þeirra sár á höfði sem sauma þurfti saman og skrámur og rispur frá höfði og niður á fætur, en auk þess brotnaði beintindur á lendarhryggjarlið. Árásarmennirnir voru dæmdir til að greiða fórnarlambinu skaðabæt- ur. Þrír dæmdir fyrir líkamsárás EIN UMSÓKN barst um rekstr- arleyfi fyrir þráðlaus notendakerfi á örbylgju skv. auglýsingu Póst- og fjarskiptastofnunarinnar sem rann út 18. nóvember sl. Umsækjandinn, Gagnaveitan ehf., hefur fengið út- hlutað leyfi frá stofnuninni en kerf- ið er einkum ætlað fyrir þráðlausan netaðgang. Að sögn Sigurjóns Ingvasonar, forstöðumanns leyfis- veitinga hjá Póst- og fjarskipta- stofnun, eru tveir leyfishafar fyrir á sama tíðnisviði, Lína.net og Fjarski ehf. Ein umsókn barst ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.