Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 88
HAFINN er undirbún- ingur að því að búa til tölvuteiknimynd eftir sögunum um Benedikt bú- álf. Benedikt vaknaði til lífsins árið 1999 þegar fyrsta bókin um hann kom út. Nú hafa komið út þrjár bækur til viðbótar og fyrr í vetur var sett upp í Loftkastalanum leik- uppfærsla um hann. Nú er höfundurinn, Ólafur Gunnar Guð- laugsson, kominn í samstarf við fyritækið Caoz hf. um gerð teiknimynda um álf- inn. Caoz hefur reynsluna á þessu sviði því fyrirtækið vann til tvennra verð- launa fyrir Litlu lirf- una ljótu á síðustu Edduverð- launahátíð. „Ég er hrif- inn af því, sem Gunni Karls og þeir hjá Caoz eru að gera. Mér datt í hug að hafa samband við þá og segja þeim að mig langaði að gera teiknimynd. Þeir voru til í að fara út í þetta með mér,“ segir Ólafur um upphafið en hann og Caoz ætla að byrja á að ráðast í gerð tveggja mínútna kynning- arþáttar um Benedikt búálf. „Síðan verður farið með kynningarþátt- inn til erlendra fjár- festa. Inn í þessari vinnu er líka öll karakt- ervinnsla,“ segir hann, en líkt og litla lirfan verður Benedikt þrívíddar- teiknimynd. „Við höfum alltaf séð betur og betur að við höfum þannig efni í hönd- unum, að við þurfum ekki að skammast okkur gagnvart öðru, sem er að gerast í heiminum á þessu sviði,“ segir Ólafur. „Stefnan er að fara eins langt og hægt er með þetta efni. Besti farvegurinn í því er að gera teiknimynd. Mig hefur sjálfan langað til að gera teiknimynd frá því ég var sex ára gutti.“ Benedikt búálfur í fóstur hjá foreldrum Lirfunnar TENGLAR .................................................... www.alfheimar.is Þrívíður búálfur Benedikt búálfur. 88 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4 og 6. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 12.30, 2.40, 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Vit 485 ÁLFABAKKI Sýn Kvikmyndir.is 4 3 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 4 D Ö G U M E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. B. I. 16. VIT 469.Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem ke Jólamyndin Kvimyndir.is Sýnd kl. 6.10. Fortíðin mun tengja þau! Gwyneth Paltrow og Aaron Eckhart í dularfullri, rómantískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim.  HL. MBL  SK RadíóX  ÓHT Rás2  HK DV 1/2 Kvikmyndir.com TILRAUNIN Sýnd kl. 5.50. Ísl. texti. B.i. 16. Yfir 53.000 áhorfendur WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 4 Sýnd kl. 2, 4 með enskum texta 8 og 10.05. B.i. 12. 8 Eddu verðlaun POSSESSION GWYNETH PALTROW AARON ECHART JENNIFER EHLE JEREMY NORTHAM Sýnd kl. 1.30, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 1, 2, 4.10, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 8 og 10.05. 1/2MBL 1/2Roger Ebert  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 4 3 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 4 D Ö G U M 1/2HL MBL  RadíóX Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur öllum í jólaskap Jólamyndin 2002 Sýnd kl. 2. Kvimyndir.is EYJÓLFUR Eyvindsson, sem kallar sig Sesar A, er réttnefndur brautryðjandi í íslensku hiphopi og um leið gott dæmi um hvernig gera má hlutina; ekki er bara að hann gaf út fyrstu íslensku hiphopskífuna sem fékk almenna dreifingu, heldur hef- ur hann gert hlut- ina sjálfur og það með stæl. Fyrsta skífa hans, Storm- urinn á eftir logn- inu, var ekki bara góð plata heldur var útgáfan á heimsmælikvarða, góður stuðningur á Netinu og platan gefin út á vínyl. Nú kemur Gerðu- þaðsjálfur og enn er Sesar að gera hlutina sjálfur, stýrir útgáfunni frá a til ö og pakkar diskinum svo inn að eftir er tekið. Sesar er með sérstakan rappstíl sem fellur mönnum misjafnlega í geð, og sker sig einnig úr með bók- legu málfari, sjá til að mynda línuna „því ekki vil ég verða að blöðru / sem rótlaust um loftið svífur / uns með hvelli undir lok líður“ úr titillagi skíf- unnar. Annars eru rímurnar á plöt- unni almennt mjög góðar og margar eins konar hiphopævisaga Sesars sem gerir skífuna persónu- og skemmtilega. Um miðbik hennar er lagaþrenna sem segir söguna þótt ekki sé það í tímaröð. „Gerðuþað- sjálfur“ segir frá því er Sesar er að basla við útgáfuna staurblankur, „það er erfitt að sofna með tóman maga / synjun á kortið í marga daga“. „List ein“ segir frá því er Ses- ar byrjaði í graffinu, þeim sem hann kynntist á þeim tíma og þess er hann sneri sér að tónlistinni. Þriðja lagið í þeirri syrpu er svo „Veni Vidi Vici“, þar sem hann segir frá því hvað knýi hann áfram í hiphopinu, það er ekki löngun í auð og ekki lítur hann á sig sem einhvern siðapostula; „það sem ég vil frekar / er virðing“ því „virðing er meira virði / en nokkru sinni ein- hver króna“. Músíkin á Gerðuþaðsjálfur er mjög vel heppnuð og Sesar leikur sér víða með formið, sjá skemmtilegan takt í „Allar hendur“, mjög góðan kraftmikinn grunn á „List ein“ með innblásnu víbrafónsinnskoti og svo má telja. Lagið „Smellurinn“ er líka vel samið og „Kaldar kveðjur“ ekki síður. Tónlistarlega er þessi skífa Sesars eins konar yfirlit yfir stíla og stefnur án þess þó að verða nokkurn tímann sundurlaus. Víða gæðir lif- andi hljóðfæraleikur lögin meira lífi; í „Smellnum“ eru það blásarar og víða raf- og kontrabassaleikur, getið er víbrafóns og sjálfur leikur Sesar á Leslie-orgel. Lagabútar víða að eru líka vel notaðir, sjá mjög flottan pí- anóbút í „Hjartalaginu“ og svo má telja. Að þessu leyti er platan mikil framför frá þeirri síðustu og með bestu hiphopskífum ársins. Ýmsir leggja Sesari lið á skífunni sem styrkir hana til muna. DJ Magic fer á kostum í hverju laginu af öðru og á einnig skemmtilega einleiks- kafla, BlazRoca á góðan leik í „Ban- analýðveldinu“, Freydís stendur sig mjög vel í „Köldum kveðjum“ og rímurnar hjá Vivid Brain í því lagi eru afbragðsgóðar, en flutningurinn köflóttur. Sesar þakkar líka vel fyrir sig; í lokalagi disksins, sem heitir því lýsandi nafni „Kveðja og þakkir“, nafngreinir hann þá sem lagt hafa honum lið og þakkar fyrir sig. Vel að verki staðið. Sesar A er sér á báti í íslensku hip- hopi, hann er sjálfstæðastur allra, sannkallaður einyrki í íslensku hip- hopi, góður rímnamaður og óvenju- legur flytjandi. Hann hefur látið þau orð falla að þetta verði síðasta skífa sín að sinni, sem er hið versta mál, hann ruddi brautina og hefur verið iðinn við tilraunamennsku með form- ið sem aðrið geta tekið mið af. Von- andi er þetta bara spé. Tónlist Leikið með formið Sesar A Gerðuþaðsjálfur Boris Gerðuþaðsjálfur, diskur Eyjólfs Eyvinds- sonar sem kallar sig Sesar A. Lög eftir Sesar A, ýmist einan eða í samvinnu við aðra; Samúel Jón Samúelsson, Gísla Galdur Þorgeirsson, Hjörleif Jónsson og Kristin Ágústsson. Textar eftir Sesar nema Allar hendur sem hann semur með Kjartani Iversen, Bananalýðveldið sem hann semur með Erpi Eyvindssyni og Kaldar kveðjur sem hann semur með Freydísi Kristófersdóttur og Jóni Árna- syni. Samúel Jón leikur á básúnu, Kjartan Hákonarson á trompet, Hrafn Ásgeirsson á barítónsaxófón, Hjörleifur Jónsson á vibrafón og Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson á kontra- og rafbassa. Sjálfur spilar Sesar á B3 Leslie-orgel í nokkrum lögum. Boris gefur út. Diskurinn fæst í BT. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Jim Smart Sesar A gerir allt á plötunni Gerðuþaðsjálfur; rappar, semur, flytur, stýrir upptökum og pakkar disknum svo inn að eftir er tekið. Hjónaband Nicolas Cage og Lisu Marie Presley fór í vaskinn vegna gamallar unnustu Cage. Nánir vinir Presley hafa haldið því fram að hið skammvinna og stormasama hjónaband hafi end- anlega farið í hundana eftir að Cage eyddi nóttu heima hjá barnsmóður sinni, leikkonunni Kristinu Fulton, en þau eiga sam- an 11 ára dreng, Weston að nafni. Sagt er að Presley hafi aldrei sætt sig við að eiga stjúpson og alltaf haft horn í síðu móður hans. En það var samt Cage sem sótti um skilnaðinn á dögunum og síð- ustu fregnir herma að sjálfskip- aður konungur poppsins, Michael Jackson, sé nú æstur í að vinna aftur fyrrum eiginkonu sína, hana Lisu Marie. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.