Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 35 STUNDUM gerist það að á fjörur manns rekur tónlist sem er manni allsendis ókunn. Það er oftast ánægjulegt að hlusta á slíkt efni, mynda sér skoðun á því og síðan að tjá hugsanir sínar um tónlistina og flutning hennar á blað. Ný rödd ís- lensks tónskálds, Salbjargar Hotz, heyrist nú í fyrsta sinn á geisladiski. Þessi diskur er sá fyrri af tveimur. Flest laganna í sönglagaflokknum Sýn af eldi voru frumflutt á tón- leikum í Íslensku óperunni á sum- armánuðum árið 2000. Salbjörg Sveinsdóttir Hotz er pí- anóleikari að mennt og var fyrsti kennari hennar Ragnar H. Ragnar á Ísafirði. Hún stundaði síðan fram- haldsnám hjá Rögnvaldi Sigurjóns- syni við Tónlistarskólann í Reykja- vík og lauk þaðan prófi 1979. Þaðan lá leiðin til náms í Vínarborg. Sal- björg er nú búsett í Sviss þar sem hún starfar sem píanókennari og pí- anóleikari. Einnig hefur hún „… gripið í við tónsmíðar“ eins og segir í bæklingi disksins. Salbjörg Hotz virðist nokkuð liðtæk á því sviði. Ljóðin sem lög Salbjargar eru samin við eru úr ljóðabókinni Alda- hvörf eftir Eðvarð T. Jónsson sem mörgum er kunnur sem fréttamað- ur hjá Ríkisútvarpinu. Þetta eru kraftmikil og innihaldsrík ljóð sem fjalla um sögulega atburði sem gerðust í Íran á 19. öld. Þótt Salbjörg Hotz geri enga til- raun til þess að skapa „austræna“ tónlist í þessum sönglögum má þar stundum greina andblæ fjar- lægra landa í austri (t.d. Birt- an tæra). Lag- línurnar eru mjög lagrænar og flestar hefð- bundnar að gerð, sléttar og felldar en sumar nokkuð grípandi (t.d. Brúðkaupið á torginu). Heildarsvipurinn er áferð- arfallegur en fremur átakalítill þeg- ar litið er til efnis ljóðanna sem mörg hver bjóða upp á mun meiri dramatík. Athygli vekur píanórödd laganna. Auðheyrilegt er að Sal- björg er píanóleikari sem þekkir hljóðfæri sitt. Píanóröddin en oft hugvitsamlega útfærð og í mörgum laganna litrík og snjöll. Þetta má glöggt heyra í lögum eins og Söngur fanganna, Hin aldna dýrð og Í haf- djúp orðsins. Ekki spillir fyrir ágæt- ur píanómeðleikur tónskáldsins sjálfs. Þau Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir flytja lögin af sann- færingu og innileika. Samsöngur þeirra í Brúðkaupinu á torginu er prýðilegur. Björt baritonrödd Berg- þórs er falleg, tónmyndun hans er ávallt með ágætum og túlkun smekkvís. Hlustið t.d. á Útlagann sem er sunginn með tilþrifum og dramatík. Signý Sæmundsdóttir gerir ýmislegt vel á þessum diski en er mistækari og hefur oft tekist bet- ur upp. Það kemur t.d. á óvart hversu óörugg tónmyndun hennar er í laginu Ef veröld aðeins vissi. Í heild er diskurinn Sýn af eldi áhugaverður. Sum laganna eru allr- ar athygli verð. Það er gott til þess að vita að flóra íslenskra sönglaga skuli stækka og að menn skuli gera þessi nýju lög aðgengileg í hljóðrit- unum. Ný rödd TÓNLIST Geislaplötur Salbjörg Hotz: Sýn af eldi – sönglaga- flokkur. Ljóð: Eðvarð T. Jónsson. Söngur: Signý Sæmundsdóttir (sópran), Bergþór Pálsson (bariton). Píanómeðleikur: Sal- björg Hotz. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Upptökustaður: Víði- staðakirkja í Hafnarfirði í apríl 2001. Út- gáfa: Fermata FM 019. Heildarlengd: 65’29. SÝN AF ELDI Salbjörg Hotz Valdemar Pálsson Á ÁRLEGUM tónleikum Blásara- kvintetts Reykjavíkur, við upphaf jólaföstu, sem nefndir eru Kvöld- lokkur og haldnir voru sl. þriðju- dagskvöld í Kirkju Krists konungs, voru flutt þrjú kammerverk fyrir blásara, fyrst oktett, sem sagður er eftir Joseph Haydn, þá tilbrigðaverk eftir Josef Triebensee og loks Kvöld- lokka (Serenada) eftir W.A. Mozart. Fyrsta verkið, oktett fyrir óbó, klarinett, horn og fagott, tvö af hverri gerð, er í efnisskrá sagt hugs- anlega vera eftir Joseph Haydn en í tónverkaskrá Groves, er þetta verk flokkað með 27 vafasömum blásara- verkum og þar nefnt Parthia og mjög líklega talið vera eftir Wranitzky, en bræðurnir Anton og Paul, voru báðir nemendur Haynds, kunnir sem fiðlu- leikarar og tónskáld og er ekki vitað hvorum þeirra má eigna verkið, sem var fyrst gefið út í Leipzig árið 1902. Oktettinn er ekta klassískt skemmti- verk og síðasti kaflinn vel saminn og gæti því sem næst verið eftir Haydn. Í heild var verkið mjög vel flutt. Annað viðfangsefni tónleikanna voru tilbrigði, eftir óbóleikarann Jós- ef Triebensee (1772–1846), yfir fræg- an menúett úr óperunni Don Giov- anni eftir Mozart. Þrátt fyrir að Josef þessi hafi ekki verið stórtækur sem tónskáld voru tilbrigðin mörg hver mjög skemmtileg og aðallega fólgin í einleiksstrófum og mjög þétt- um samleiksköflum sem voru sér- lega vel leiknir. Lokaverkið var Kvöldlokka, K.375, eftir Mozart, er hann samdi fyrir mágkonu „Herr von Hickel“, en Hickel þessi var hirð- málari og var verkið frumflutt heima hjá honum. Mozart segir í bréfi til föður síns, þá nýsestur að í Vínar- borg: „Aðalástæðan fyrir því að ég samdi verkið, var að lofa „Herr von Strack“, kammerherra keisarans, að heyra tónlist eftir mig. Mozart leit á von Strack sem velgjörðarmann sinn, varðandi aðgengi við hirðina, þótt hann ritaði síðar, að „þessum hirðþjónum (höfðingjasleikjum) er aldrei treystandi“. Verkið er sér- kennilegt og einstaka stef eins og tekin að láni, líkt og í lokakaflanum en Adagio kaflinn var ekta Mozart, fallegur og var vel fluttur. Það þarf í raun fátt að segja um flutninginn, sem í heild var glæsileg- ur og þó svona ekta klassík streymi eðlilega, leynast ýmsir erfiðleikar undir sléttu yfirbragðinu, t.d. hjá óbóleikurunum, sem þurftu að leika oft á óvenjuháu tónsviði, sem þeir gerðu með glæsibrag. Sama má segja um hornin, sem áttu oft glamp- andi fallega leiknar strófur. Ásamt óbóunum voru klarinettin stór drif- kraftur í framvindu verkanna og var leikur þeirra félaganna oft sérlega fallega mótaður. Fagottleikaranir tóku oft til hendinni með skemmti- legum tilþrifum svo að þegar til heildarinnar er litið fór saman falleg og hrein klassík og afburðagóður flutningur. Þeir sem hér voru að verki, á þessum klassísku skemmti- tónleikum, voru Daði Kolbeinsson, Peter Tompkins, Einar Jóhannes- son, Sigurður I. Snorrason, Joseph Ognibene, Þorkell Jóelsson, Haf- steinn Guðmundsson, Brjánn Inga- son og Rúnar Vilbergsson. Klassísk skemmtitónlist Jón Ásgeirsson TÓNLIST Kristkirkja, Landakoti Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttu verk eftir Joseph Haydn, Josef Triebensee og W.A. Mozart. Þriðjudag- urinn 3. desember 2002. KAMMERTÓNLEIKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.