Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 35

Morgunblaðið - 07.12.2002, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 35 STUNDUM gerist það að á fjörur manns rekur tónlist sem er manni allsendis ókunn. Það er oftast ánægjulegt að hlusta á slíkt efni, mynda sér skoðun á því og síðan að tjá hugsanir sínar um tónlistina og flutning hennar á blað. Ný rödd ís- lensks tónskálds, Salbjargar Hotz, heyrist nú í fyrsta sinn á geisladiski. Þessi diskur er sá fyrri af tveimur. Flest laganna í sönglagaflokknum Sýn af eldi voru frumflutt á tón- leikum í Íslensku óperunni á sum- armánuðum árið 2000. Salbjörg Sveinsdóttir Hotz er pí- anóleikari að mennt og var fyrsti kennari hennar Ragnar H. Ragnar á Ísafirði. Hún stundaði síðan fram- haldsnám hjá Rögnvaldi Sigurjóns- syni við Tónlistarskólann í Reykja- vík og lauk þaðan prófi 1979. Þaðan lá leiðin til náms í Vínarborg. Sal- björg er nú búsett í Sviss þar sem hún starfar sem píanókennari og pí- anóleikari. Einnig hefur hún „… gripið í við tónsmíðar“ eins og segir í bæklingi disksins. Salbjörg Hotz virðist nokkuð liðtæk á því sviði. Ljóðin sem lög Salbjargar eru samin við eru úr ljóðabókinni Alda- hvörf eftir Eðvarð T. Jónsson sem mörgum er kunnur sem fréttamað- ur hjá Ríkisútvarpinu. Þetta eru kraftmikil og innihaldsrík ljóð sem fjalla um sögulega atburði sem gerðust í Íran á 19. öld. Þótt Salbjörg Hotz geri enga til- raun til þess að skapa „austræna“ tónlist í þessum sönglögum má þar stundum greina andblæ fjar- lægra landa í austri (t.d. Birt- an tæra). Lag- línurnar eru mjög lagrænar og flestar hefð- bundnar að gerð, sléttar og felldar en sumar nokkuð grípandi (t.d. Brúðkaupið á torginu). Heildarsvipurinn er áferð- arfallegur en fremur átakalítill þeg- ar litið er til efnis ljóðanna sem mörg hver bjóða upp á mun meiri dramatík. Athygli vekur píanórödd laganna. Auðheyrilegt er að Sal- björg er píanóleikari sem þekkir hljóðfæri sitt. Píanóröddin en oft hugvitsamlega útfærð og í mörgum laganna litrík og snjöll. Þetta má glöggt heyra í lögum eins og Söngur fanganna, Hin aldna dýrð og Í haf- djúp orðsins. Ekki spillir fyrir ágæt- ur píanómeðleikur tónskáldsins sjálfs. Þau Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir flytja lögin af sann- færingu og innileika. Samsöngur þeirra í Brúðkaupinu á torginu er prýðilegur. Björt baritonrödd Berg- þórs er falleg, tónmyndun hans er ávallt með ágætum og túlkun smekkvís. Hlustið t.d. á Útlagann sem er sunginn með tilþrifum og dramatík. Signý Sæmundsdóttir gerir ýmislegt vel á þessum diski en er mistækari og hefur oft tekist bet- ur upp. Það kemur t.d. á óvart hversu óörugg tónmyndun hennar er í laginu Ef veröld aðeins vissi. Í heild er diskurinn Sýn af eldi áhugaverður. Sum laganna eru allr- ar athygli verð. Það er gott til þess að vita að flóra íslenskra sönglaga skuli stækka og að menn skuli gera þessi nýju lög aðgengileg í hljóðrit- unum. Ný rödd TÓNLIST Geislaplötur Salbjörg Hotz: Sýn af eldi – sönglaga- flokkur. Ljóð: Eðvarð T. Jónsson. Söngur: Signý Sæmundsdóttir (sópran), Bergþór Pálsson (bariton). Píanómeðleikur: Sal- björg Hotz. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Upptökustaður: Víði- staðakirkja í Hafnarfirði í apríl 2001. Út- gáfa: Fermata FM 019. Heildarlengd: 65’29. SÝN AF ELDI Salbjörg Hotz Valdemar Pálsson Á ÁRLEGUM tónleikum Blásara- kvintetts Reykjavíkur, við upphaf jólaföstu, sem nefndir eru Kvöld- lokkur og haldnir voru sl. þriðju- dagskvöld í Kirkju Krists konungs, voru flutt þrjú kammerverk fyrir blásara, fyrst oktett, sem sagður er eftir Joseph Haydn, þá tilbrigðaverk eftir Josef Triebensee og loks Kvöld- lokka (Serenada) eftir W.A. Mozart. Fyrsta verkið, oktett fyrir óbó, klarinett, horn og fagott, tvö af hverri gerð, er í efnisskrá sagt hugs- anlega vera eftir Joseph Haydn en í tónverkaskrá Groves, er þetta verk flokkað með 27 vafasömum blásara- verkum og þar nefnt Parthia og mjög líklega talið vera eftir Wranitzky, en bræðurnir Anton og Paul, voru báðir nemendur Haynds, kunnir sem fiðlu- leikarar og tónskáld og er ekki vitað hvorum þeirra má eigna verkið, sem var fyrst gefið út í Leipzig árið 1902. Oktettinn er ekta klassískt skemmti- verk og síðasti kaflinn vel saminn og gæti því sem næst verið eftir Haydn. Í heild var verkið mjög vel flutt. Annað viðfangsefni tónleikanna voru tilbrigði, eftir óbóleikarann Jós- ef Triebensee (1772–1846), yfir fræg- an menúett úr óperunni Don Giov- anni eftir Mozart. Þrátt fyrir að Josef þessi hafi ekki verið stórtækur sem tónskáld voru tilbrigðin mörg hver mjög skemmtileg og aðallega fólgin í einleiksstrófum og mjög þétt- um samleiksköflum sem voru sér- lega vel leiknir. Lokaverkið var Kvöldlokka, K.375, eftir Mozart, er hann samdi fyrir mágkonu „Herr von Hickel“, en Hickel þessi var hirð- málari og var verkið frumflutt heima hjá honum. Mozart segir í bréfi til föður síns, þá nýsestur að í Vínar- borg: „Aðalástæðan fyrir því að ég samdi verkið, var að lofa „Herr von Strack“, kammerherra keisarans, að heyra tónlist eftir mig. Mozart leit á von Strack sem velgjörðarmann sinn, varðandi aðgengi við hirðina, þótt hann ritaði síðar, að „þessum hirðþjónum (höfðingjasleikjum) er aldrei treystandi“. Verkið er sér- kennilegt og einstaka stef eins og tekin að láni, líkt og í lokakaflanum en Adagio kaflinn var ekta Mozart, fallegur og var vel fluttur. Það þarf í raun fátt að segja um flutninginn, sem í heild var glæsileg- ur og þó svona ekta klassík streymi eðlilega, leynast ýmsir erfiðleikar undir sléttu yfirbragðinu, t.d. hjá óbóleikurunum, sem þurftu að leika oft á óvenjuháu tónsviði, sem þeir gerðu með glæsibrag. Sama má segja um hornin, sem áttu oft glamp- andi fallega leiknar strófur. Ásamt óbóunum voru klarinettin stór drif- kraftur í framvindu verkanna og var leikur þeirra félaganna oft sérlega fallega mótaður. Fagottleikaranir tóku oft til hendinni með skemmti- legum tilþrifum svo að þegar til heildarinnar er litið fór saman falleg og hrein klassík og afburðagóður flutningur. Þeir sem hér voru að verki, á þessum klassísku skemmti- tónleikum, voru Daði Kolbeinsson, Peter Tompkins, Einar Jóhannes- son, Sigurður I. Snorrason, Joseph Ognibene, Þorkell Jóelsson, Haf- steinn Guðmundsson, Brjánn Inga- son og Rúnar Vilbergsson. Klassísk skemmtitónlist Jón Ásgeirsson TÓNLIST Kristkirkja, Landakoti Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands fluttu verk eftir Joseph Haydn, Josef Triebensee og W.A. Mozart. Þriðjudag- urinn 3. desember 2002. KAMMERTÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.