Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 59 hvað bærðist innra með Þórði Þórð- arsyni. Þórður var einn af mestu íþrótta- mönnum Akraness. Hann og félagar hans í gullaldarliði Akraness, sem urðu fyrst Íslandsmeistarar árið 1951, gerðu garðinn frægan og lögðu grunninn að þeirri knattspyrnuvel- gengni sem við erum þekkt fyrir. Með Skagamönnum varð Þórður sex sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum markakóngur Íslandsmóts- ins og hefur aðeins Ríkharður Jóns- son gert betur, en hann varð marka- kóngur sjö sinnum. Voru þeir báðir gerðir að heiðursfélögum Knatt- spyrnufélags ÍA fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar á Akranesi. Í átján landsleikjum skoraði Þórður níu mörk og þætti það dálaglegt afrek í dag. Það er með söknuði og djúpri virð- ingu sem Þórður Þórðarson er kvaddur hinstu kveðju. Blessun fylgi minningu hans og samúðarkveðjur sendi ég eftirlifandi eiginkonu hans, Ester Teitsdóttur, börnum þeirra og fjölskyldu. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi. Þórður Þ. Þórðarson er látinn. Hann var heiðursfélagi Íþrótta- bandalags Akraness. Hann var af- reksmaður í íþróttum eins og sagan sannar og hann var einn af gull- drengjum Skagamanna í knatt- spyrnu. Hann studdi íþróttahreyf- inguna á margan hátt, m.a. með fríum flutningum, beinum auglýs- ingastyrkjum á búninga Skaga- manna og sömuleiðis með miklu og kappsfullu aðhaldi bæði í íþróttinni og í rekstrinum. Það vantaði ekki kröftugu lýsingarorðin og afdráttar- lausu skoðanirnar frá Þórði ef hon- um fannst íþróttahreyfingin ekki standa sig. Honum tókst alltaf að hrista upp í mönnum og fékk okkur til að horfa gagnrýniaugum á stöðu mála. Þórður var ímynd þessa sterka einstaklings sem aldrei gafst upp sem aftur hefur smitað margan Skagamanninn. Það eru einmitt þessi einkenni Þórðar sem stuðlað hafa að sigurgöngu Skagamanna í íþróttunum. Þó að Þórður hafi sýnt þennan harða einstakling út á við, var stutt í hláturinn og milda tóna. Það var allt- af jafnskemmtilegt að sjá Þórð og Ester konu hans saman. Þau hafa bæði verið með eindæmum vinnusöm í gegnum árin og allir borið virðingu fyrir því. En þegar vinnutíminn var búinn sáust þau oft bara tvö í bíl sín- um. Það var ákveðin reisn yfir þeim saman og þá keyrði Þórður í róleg- heitunum með hana Ester sína og málin rædd. Barnabörnin eiga eftir að sakna afa sína þar sem þau eltu Þórð eins og skugginn. Þórður og Ester hafa rekið stórt heimili sem alltaf er fullt út úr dyr- um, kaffitímarnir hafa margir hverj- ir verið skrautlegir þar sem allir orkuboltarnir voru mættir og hver með sína skoðun á hlutunum. Og þá hefur Ester án efa þurft að grípa inní til að stilla hlutina af. Íþróttabandalag Akraness vill þakka Þórði Þ. Þórðarsyni fyrir stuðninginn við íþróttahreyfinguna á Akranesi. Við vottum Ester og fjölskyldu samúð okkar. Fyrir hönd Íþróttabandalags Akraness, Sturlaugur Sturlaugsson formaður. Kveðja frá Knattspyrnufélagi ÍA Í dag kveðjum við Þórð Þórðarson bifreiðastjóra og knattspyrnumann frá Akranesi. Þórður var einn af bestu knattspyrnumönnum Íslands á síðari hluta 20. aldar. Hann var lyk- ilmaður í hinu fræga gullaldarliði Skagamanna og varð sex sinnum Ís- landsmeistari með liðinu á árunum 1951–1960. Þórður var fastamaður í íslenska landsliðinu á þessum árum og lék alls 18 landsleiki. Þeir fjölmörgu sem fylgdust með knattspyrnunni á þeim tíma muna vel eftir Þórði því það var virkilega gaman að sjá hann leika. Hann var „ekta senter“; líkamlega sterkur, fljótur og fylginn sér, góður skot- maður, afbragðs skallamaður og mikill markaskorari. Það var ekki bara á knattspyrnu- vellinum sem knattspyrnan á Akra- nesi fékk að njóta krafta Þórðar. Hann var um árabil í knattspyrnu- ráði Akraness og vann þar góð störf. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem hann ók ÍA-liðinu í leiki, bæði meðan hann var sjálfur leikmaður og einnig eftir að hann var hættur að leika. Þórður lagði mikið af mörkum við ýmsar framkvæmdir sem íþrótta- hreyfingin á Akranesi stóð að, en þar má m.a. nefna byggingu íþróttahúss, gerð æfingavalla og byggingu áhorf- endastúku. Framlag hans til þessara framkvæmda verður seint fullþakk- að. Þórður naut virðingar í knatt- spyrnuhreyfingunni, hann var heið- ursfélagi Íþróttabandalags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA, auk þess sem hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ og KSÍ. Fyrir hönd Knattspyrnufélags ÍA sendi ég fjölskyldu Þórðar innileg- ustu samúðarkveðjur. Félagar í Knattspyrnufélagi ÍA minnast hans með virðingu og þökkum. Hörður Helgason, formaður Knattspyrnufélags ÍA. Á mínum uppvaxtarárum fóru allir knattspyrnukappleikir fram á gamla Melavellinum við Suðurgötu. Mér er það enn í barnsminni, þegar gul- klæddir Skagamenn héldu innreið sína á þann leikvang. Þeir hlupu inn á völlinn í einni skipulagðri röð, stilltu sér upp á miðjum vellinum og heils- uðu í báðar áttir. Það var reisn og stolt í þessari framkomu og ekki var hún síðri frammistaðan, þegar sjálf- ur leikurinn hófst. Þetta var gullald- arliðið frá Akranesi og þótt þeir Skagamenn hafi teflt fram mörgum snjöllum leikmönnum og liðum síð- ustu hálfa öldina, og með allri virð- ingu fyrir þeim, kemst enginn í hálf- kvisti við þessa frumherja, við þann ógleymanlega dýrðarljóma sem geislaði af þessu fræga Akranesliði með þá Ríkharð og Þórð í broddi fylkingar. Já, Þórður var „senter“, fremstur meðal jafningja, fremstur í sókninni, fremstur í fylkingu ellefu snillinga. Beinn í baki, stór og stæði- legur, eldfljótur og markaskorari „par excellence“. Þeir hafa ekki langt að sækja það, strákarnir hans, Teitur og Óli, hnarreistir, skapmiklir sjent- ilmenn í leik og starfi. Ég var aðdáandi Þórðar og Rikka og Donna og allra hinna og naut þeirra forréttinda nokkrum árum síðar að leika gegn þeim og með þeim og skynja og skilja þann metnað og það stolt sem þeir höfðu gagnvart sínu góða bæjarfélagi, enda máttu þeir svo sannarlega vera það, marg- faldir Íslandsmeistarar og máttar- stólpar í íslenska landsliðinu. Þeir ruddu brautina fyrir önnur bæjar- félag að feta í fótspor þeirra og í rauninni var það ein af markverðustu og merkilegustu tímamótunum í ís- lensku íþróttalífi, þegar strákarnir af Akranesi komu, sáu og sigruðu. Þórður Þórðarson var þar félagi og foringi og jafnan þá sem endra- nær var hann fastur fyrir en kurteis, hógvær en hnarreistur, vígreifur en vinur og yndislegur samferðamaður. Goðsögn í lifanda lífi. Ég þakka Þórði fyrir samfylgdina, fyrir framlag hans til íþróttanna, fyr- ir góð kynni. Hann var alla tíð glæsi- legur fulltrúi síns fólks og sinnar kynslóðar. Fjölskyldu Þórðar flyt ég hugheilar samúðarkveðjur. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.  Fleiri minningargreinar um Þórð Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ARINBJARNAR KOLBEINSSONAR læknis. Sigþrúður Friðriksdóttir, Magnús Kolbeinsson, Andri Arinbjarnarson, Sturla Arinbjarnarson, Anna Margrét Ólafsdóttir, Kolbeinn Arinbjarnarson, Björk Bragadóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, sem lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 2. desember, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 9. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Pétur Jón Geirsson, Gylfi Geirsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Geir Gylfason, Jóhanna Gylfadóttir. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LILJA MATTHILDUR FRANSDÓTTIR frá Króki, verður jarðsungin frá Oddakirkju í dag, laugar- daginn 7. desember, kl. 11.00. Jarðsett verður í Kálfholtskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Guðmundsson frá Króki, Hólmfríður Rannveig, Ólafur Sigfússon, Ingólfur Magnússon, Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÓLAFSSONAR frá Hamri í Hamarsfirði, Hátúni 17, Eskifirði. Valdís Ármann, Guðjón Ármann Jónsson, Herborg Jónasdóttir, Ólafur Jónsson, Jónína Ragnarsdóttir, Árni Þórður Jónsson, Hallfríður María Pálsdóttir, Þóra Sólveig Jónsdóttir, Sigurður Aðalsteinsson, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vinarþel og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Víðigrund 55, Kópavogi. Þorvaldur Þorvaldsson, Margrét Helga Ólafsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur Ástþórsson, Ólafur Hafsteinn Einarsson, Margrét S. Stefánsdóttir, Ingibjörg Hrönn Einarsdóttir, Jón Bjarnason, Þröstur Einarsson, Rúnar Hrafn Einarsson, Birna Eggertsdóttir, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Sigríður Elka Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og afi, ÖRN TRAUSTASON, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju mánu- daginn 9. desember kl. 11.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Doris Traustason, Sveinn Daníel Arnarson, Ásta Halldóra Styff, Ingibjörg Erna Arnardóttir, Jóhannes Ægir Baldursson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, systkini og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og mikinn hlýhug við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS ÓLAFSSONAR, Hringbraut 48, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við félögum úr Útivist fyrir allan stuðninginn og starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. María Erla Pálsdóttir, Hrafn Árnason, Svala Kristín Pálsdóttir, Randver R. Ragnarsson, Guðný Pálsdóttir, Rannveig, Jón Einar og Karen Ösp Randversbörn, Benedikt Hjalti og Grétar Már Sveinssynir, Sindri Páll Benediktsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður Klapparstíg 6, Sandgerði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánudaginn 25. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir hlýju og góða umönnun. Stefán Magnússon, Jóhann Magnússon, Hlöðver Magnússon, Helena Ösp Fuglø, Hólmberg Magnússon, Kristín Eyjólfsdóttir, Sigurður Magnússon, Hervör Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.