Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur áhuga á að teknar verði upp viðræður við félagsmála- ráðuneytið og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra um að Fé- lagsþjónustan taki við umsjón og rekstri svonefndrar frekari lið- veislu við fatlaða Reykvíkinga. Samþykkt var á fundi borgar- ráðs fyrir skömmu að skipa fjög- urra manna starfshóp til að greina fyrirkomulag á þjónustu við fatl- aða og leggja mat á möguleg sam- legðaráhrif af aukinni samþætt- ingu á þjónustu ríkis og borgar við fatlaða. Samþykkt borgarráðs var af- greidd í framhaldi af tillögu sem samþykkt var á fundi Félagsmála- ráðs í seinasta mánuði um að fara formlega fram á viðræður við ríkið og svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra varðandi þetta mál. Frekari liðveisla við fatlaða fel- ur lögum samkvæmt í sér marg- háttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs, enda sé hún nauðsyn- leg til þess að koma í veg fyrir stofnanavistun. Starfshópur sá sem borgarráð skipaði á að skila niðurstöðum sínum í janúar á næsta ári og í framhaldi af því verður tekin afstaða til þess hvort óskað verður eftir viðræðum við ríkið um að Félagsþjónustan taki að sér að sinna frekari liðveislu við fatlaða. Kanna mögu- leika á frek- ari liðveislu við fatlaða Borgarráð Reykjavíkur HAFÞÓR Hafsteinsson, forstjóri Atl- anta, segir að villandi umræða og rangar upplýsingar um rammasamn- ing flugfélagsins við utanríkisráðu- neytið vegna flutninga fyrir Atlants- hafsbandalagið (NATO) hafi verið flugfélaginu skaðlegar. Haldi þessi villandi umræða áfram sé hætta á enn meira tjóni og hún geti jafnvel komið niður á flugöryggi félagsins. Í raun sé um að ræða atvinnuróg og til greina komi að flugfélagið leiti réttar síns fyrir dómstólum. „En það er auðvitað alltaf erfitt að berjast við svona vind- myllur,“ sagði hann. Arngrímur Jóhannsson, annar stofnandi Atlanta, sagði að umræðan setti viðskiptasamninga í uppnám og einnig íslenskt viðskiptaorðspor. Aldrei á stríðsátakasvæði Á blaðamannafundi í gær ítrekaði Hafþór að aðeins sé um að ræða rammasamning milli Atlanta og Flug- leiða sem kunni að koma til fram- kvæmda ef utanríkisráðuneytið, í samráði við NATO, ákveður svo og að undangengnu samráði við flugfélagið og að fengnu samþykki þeirra. „Ekki undir neinum kringumstæðum kem- ur til greina að vélar frá Atlanta fljúgi með hergögn og hermenn inn á stríðsátakasvæði,“ sagði hann. Í rammasamningum væri ekki minnst einu orði á vopn, hermenn, Írak eða neitt slíkt. Þessi samningur gæti í raun átt við hvaða leiguflug sem er. Hafþór benti á að skv. trygging- arskilmálum væri Atlanta óheimilt að fljúga inn á stríðsátakasvæði. Atlanta hefur í áranna rás stundað flutninga á margs konar hjálpargögnum fyrir Rauða krossinn svo og flutninga á friðargæsluliðum fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Á blaðamannafundinum sagði Hafþór að flug Atlanta fyrir SÞ, breska varnarmálaráðuneytið og ut- anríkisráðuneytið fyrr á þessu ári til Afganistan hafi ekki verið inn á stríðsátakavæði skv. skilgreiningu tryggingarfélaganna, því átökum hafi verið lokið og uppbyggingarstarf tek- ið við. Aðspurður sagði Hafþór að er- lend áætlunar- og leiguflugfélög hafi gert algjörlega sambærilega samn- inga við yfirvöld í þeirra heimalönd- um. Kastljósinu hafi verið beint að ís- lensku flugfélögunum algjörlega að ástæðulausu. Ranghugmyndir Á síðustu tveimur vikum hafi Atl- anta fengið ógrynni af tölvupósti, hátt á annað þúsund, frá aðilum víðsvegar um heim. Hafþór sagði að ekki væri að finna beinar hótanir í póstinum en því gjarnan haldið fram að flugfélagið væri orðið lögmætt skotmark. Tölvu- póstur hafi einnig borist flugfélögum sem Atlanta væri í samstarfi við. Flugfélögin hafi áhyggjur af málinu og hafi leitað skýringa og væru sum í daglegu sambandi. Enn hafi þó ekki komið til þess að samningum væri rift en Hafþór sagði að haldi umræðan áfram á þessum nótum væru líkur til þess að hún ylli félaginu fjárhagsleg- um skaða og gæti hugsanlega komið niður á flugöryggi. „Eins og hefur komið fram í þessum tölvupóstum þá er verið að vísa til öfgahópa í heim- inum og það er ekkert launungarmál að þegar er verið að senda þúsundir ef ekki hundruð þúsunda tölvupósta um allan heim og vekja athygli á ís- lensku flugfélögunum með þessum hætti, þá hljóta öfgahópar að komast í þessi skilaboð. Við skulum vona að það komi ekki til þess en auðvitað gef- ur þetta mönnum ranghugmyndir sem geta endað illa,“ sagði hann. Vill ekki nafngreina Hafþór lýsti allri ábyrgð á hendur þeim sem bæru ábyrgð á þessari vill- andi umræðu. Hann vildi þó ekki nafngreina þá sem bæru ábyrgð en taldi að blaðamenn gætu getið í eyð- urnar. Aðspurður sagðist hann ekk- ert vilja tjá sig um Ástþór Magnússon eða Frið 2000. „Ég held að menn hafi verið á nokkrum villigötum með að einblína ekki á samninginn sem slíkan því hann kveður skýrt á um að ekki er verið að tala um flutning á vopnum eða neitt slíkt og ákvörðunarréttur- inn er alltaf flugfélagsins,“ sagði Haf- þór „en úr því að umræðan fór af stað hefðu menn átt að einblína á stað- reyndir frekar en að gefa sér hlutina.“ Aðspurður sagði hann það ekki vera hlutverk flugfélagsins að vega og meta hvort yfirlýsingar stjórnmála- eða embættismanna hafi verið misvís- andi. „Við erum hér fyrst og fremst í flugrekstri en ekki pólitískri um- ræðu,“ sagði hann. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, um rammasamning við utanríkisráðuneytið Villandi umræða skaðar Atlanta Segir erlend flugfélög hafa gert sambærilega samninga DR. Anna Gunnþórsdóttir hefur verið ráðin sem lektor við viðskiptaháskóla Ástralíu, Australian Graduate School of Management in Sydney, sem býður upp á meistara- og doktorsnám. Anna lauk BA- prófi í sálarfræði við Háskóla Ís- lands 1994. Hún nam stjórnmála- sálfræði og stjórn- málahagfræði við háskólann í Stony Brook, New York, í tvö ár. Þaðan lá leið hennar til há- skólans í Arizona, þar sem hún nam tilraunahagfræði hjá Vernon Smith, sem nýverið fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir störf sín á þessu sviði. Anna kláraði doktorspróf i stjórnun frá Arizona-haskóla árið 2001. Dokt- orsritgerð hennar fjallar um tilrauna- hagfræði. Anna Gunnþórs- dóttir lektor viðskiptahá- skóla Ástralíu Anna Gunnþórsdóttir ELDRI borgarar fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsi Reykja- víkur á fimmtudag þegar fyrri um- ræða um fjárhagsáætlun borgarinn- ar fyrir árið 2003 fór fram. Til stendur að leggja niður félagsstarf í fimm af fjórtán félagsmiðstöðvum eldri borgara í Reykjavík. Minnihlut- inn í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokk- ur og F-listi, hvatti á fundinum R-listann til að falla frá þessum fyr- irætlunum sínum og sagði að þegar væri byrjað að segja starfsfólki upp en niðurstaða um málið liggur ekki fyrir úr borgarstjórn. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði skýrslu um framtíðarsýn í heima- þjónustu, félagsstarfi og þjónustu- íbúðum, sem lögð var fram í félags- málaráði, innihalda mörg falleg orð en það breytti ekki þeirri staðreynd að R-listinn ætli að hætta öllu skipu- legu félagsstarfi aldraðra í fimm þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Þá kæmu margar gjaldskrárhækk- anir fram í fjárhagsáætlun borgar- innar sem gætu haldið vöku fyrir gamla fólkinu. Tímagjald fyrir heimaþjónustu verði hækkað um 30%, hækkun á þjónustugjöldum í íbúðum um 11,7% sem og fyrir nám- skeið. Verð fyrir mat og kaffiveiting- ar og akstur vegna heimsendingar á mat hækki um 13%. „Það er kannski hernaðarlist R-listans að demba bara nógu miklu á gamla fólkið í einu þannig að það eigi erfitt með að snú- ast til varnar,“ sagði Guðrún Ebba. Verðlagshækkanir eftir tveggja ára stöðnunartímabil Björk Vilhelmsdóttir, formaður fé- lagsmálaráðs, sagði þá sem fá bætur frá Félagsþjónustunni eða Trygg- ingastofnun ríkisins ekki greiða neitt fyrir heimaþjónustu og heldur ekki þá sem þurfi mest á henni að halda og geti sótt um undanþágu frá greiðslu gjaldsins. Fyrir aðra hækki tíma- gjaldið úr 230 krónum á tímann í 300 krónur sem vissulega sé 30% hækk- un. Aðrar gjaldskrárhækkanir séu einungis verðlagshækkanir, þær komi nú inn eftir tveggja ára stöðnun í verðskrá. Hún sagði önnur sveitar- félög hafa farið þá leið að tekjutengja gjald fyrir heimaþjónustu. „Við höf- um ekki farið út í það hér hjá borg- inni því það er þörfin sem ræður því hvort fólk þurfi að þiggja þessa þjón- ustu,“ sagði Björk. Guðrún Ebba, Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, og Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, sögðust vita til þess að starfsmanni félagsstarfsins hafi verið sagt upp störfum. Björk fullyrti að það hefði verið ákveðið að engum yrði sagt upp fyrr en 1. janúar og hét því að komast til botns í því hvort það væri rétt að fólki hefði ver- ið sagt upp. Síðar á fundinum sagði hún að félagsmálastjóri hefði staðfest við sig að engum hefði verið sagt upp störfum. Starfsmönnum félagsþjón- ustunnar hafi verið sent bréf í síðustu viku þar sem tilkynnt var að málinu væri frestað þar til í janúar, eða þar til niðurstaða lægi fyrir úr borgar- stjórn. Fundir væru fyrirhugaðir á þess- um fimm stöðum í næstu viku, þar sem forsvarsmenn félagsþjónustunn- ar, félagsmálastjóri og framkvæmda- stjóri Þróunarsviðs muni kynna fyr- irhugaðar breytingar. Það hefði verið betra að halda fundina fyrr og eitt- hvað hafi misfarist í ferlinu þegar breytingarnar voru kynntar. Hernaðarlist R-listans að demba nógu miklu á gamla fólkið Morgunblaðið/Kristinn Eldri borgarar fylgdust með fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær tveggja ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir Atla Erni Sævarssyni og Brynjari Tómassyni, fyrir að framvísa til sölu 36 föls- uðum húsbréfum sem hvert var að nafnvirði 1 milljón króna. Þriðji maðurinn var sakfelldur í héraðs- dómi og hlaut einnig tveggja ára dóm en hann áfrýjaði ekki til Hæstaréttar. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að því að fram- vísa til sölu 36 fölsuðum verðtryggð- um húsbréfum Íbúðalánasjóðs, hverju að nafnvirði 1 milljón krónur. Þá var Brynjar einnig ákærður fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Þegar mennirnir voru handteknir hafði þeim tekist að fá rúmlega 24,5 milljónir króna lagðar inn á banka- reikninga sína. Þeir játuðu brot sitt. Fram kom fyrir dómi að Brynjar hafði ekki átt þátt í að falsa bréfin en hann samþykkti að nafn hans og kennitala kæmi fram á hluta hús- bréfanna. Taldi Hæstiréttur ekki efni til að líta svo á að þáttur Brynj- ars í brotunum væri slíkur að gera ætti mun á refsingu hans og ann- arra ákærðu. Málið dæmdu hæsta- réttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingi- björg Benediktsdóttir. Tveggja ára fangelsi fyrir húsbréfafals ♦ ♦ ♦ TÍU til tólf bílar lentu í árekstrum eða utan vegar á u.þ.b. fimmtán mínútna tímabili síðdegis í gær þegar skyndilega myndaðist mikil hálka á Hellisheiði. Lögreglunni fóru að berast tilkynningar um óhöpp á heiðinni kl. 16.40. Tilkynnt var um meiðsl á fólki í einum árekstri en þau eru talin minnihátt- ar. Eignatjón varð á ellefu bílum í umferðaróhöppum í og fyrir neðan Hveradalabrekku. Þrjá bíla varð að draga af vettvangi með dráttarbíl. Aðgerðum á vettvangi lauk kl. 18.40. Vegagerðin var kölluð til og gerði hún ráðstafanir vegna hálk- unnar. Mikil hálka á Hellisheiði ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.