Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆR útskrifuðust 26 konur af sjötta og síðasta námskeiði FrumkvöðlaAUÐAR. Samtals hafa 162 konur útskrifast af námskeiðinu á síðast- liðnum þremur árum. Hvert námskeið stóð yfir í fjóra mánuði. Þátt- takendur tileinkuðu sér hagnýta þekkingu varð- andi stofnun fyrirtækja og rekstur þeirra og luku námskeiðinu með því að skila fullmótaðri viðskiptaáætlun. Þær sem útskrifuðust í gær eru í stafrófsröð: Anna Guðmundsdóttir, Anna Katrín Guðmunds- dóttir, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Birgitta G.S. Ásgríms- dóttir, Christine Blin, Dagný Elsa Einarsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Gréta V. Guðmundsdóttir, Guðbjörg Gissurardóttir, Guðný H. Danívals- dóttir, Guðrún Jóhanna Halldórsdóttir, Gyða Guðjónsdóttir, Hallveig Thorlacius, Harpa Guð- mundsdóttir, Helga Arnalds, Hólmfríður Bene- diktsdóttir, Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir, Ingi- björg V. Jósefsdóttir, Lilja Bragadóttir, Ólína Gunnlaugsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Tinna Björk Arnardóttir, Valentína Björnsdóttir, Vera Roth og Þórhildur Elínardóttir. Námskeiðið FrumkvöðlaAUÐUR var hluti verkefnisins AUÐUR í krafti kvenna og fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir 26 konur útskrifuðust af sjötta námskeiði FrumkvöðlaAUÐAR. Síðasta útskrift FrumkvöðlaAUÐAR STJÓRN bresku smásölukeðjunnar House of Fraser (HoF) hafnaði í gær staðgreiðslutilboði TBH Invest- ments Ltd. í alla hluti í félaginu. Til- boðið hljóðaði upp á 85 pens á hlut, sem nemur 197 milljónum punda, eða 26,4 milljörðum króna. Í fréttatil- kynningu frá Baugi ID, sem á nú um 8% í HoF, kemur fram að fyrirtækið hafi stutt tilboðið. TBH á 4,7% í HoF, en ætlun félagsins er að taka HoF af markaði verði yfirtökutilboði tekið. Talsmaður Baugs segir að ekki þurfi að koma á óvart að fyrsta tilboði hafi verið hafnað. Verðið, 85 pens á hlut, teljist viðmiðunarverð og auð- vitað vilji stjórn HoF hækka það. „Við verðum svo bara að bíða og sjá hvort TBH hækki tilboðið. Auðvitað er ekki slæmt fyrir Baug ef þessu til- boði er hafnað og hærra tilboð kemur svo fram seinna,“ segir hann. Gengishagnaður Baugs 500–570 milljónir króna Hann vill ekki tjá sig um hvort Baugur hyggist eiga hlut sinn í HoF áfram eða innleysa gengishagnað, fari svo að yfirtökutilboði verði tekið. Talið er að meðalkaupverð Baugs ID fyrir hvern hlut sé á bilinu 62–65 pens. Miðað við yfirtökutilboðið, sem nam 85 pensum, hefur eign félagsins því hækkað í verði um 500–570 millj- ónir króna. Taka ber þó fram að brugðið getur til beggja vona með gengi bréfa í HoF og þar með geng- ishagnað, auk þess sem Morgunblað- ið hefur heimildir fyrir því að allt eins líklegt sé að Baugur eigi bréfin áfram, verði yfirtökutilboði TBH tek- ið. Að baki TBH stendur Skotinn Tom Hunter, sem á móðurfélag fyr- irtækisins, Westcoast Capital. Hun- ter er viðskiptafélagi Philips Greens, sem keypti sem kunnugt er Arcadia fatasmásölukeðjuna, en Baugur græddi sem nam átta milljörðum króna á þeim viðskiptum. Hann segir að tilboðið í HoF nemi 11,6-földum væntanlegum tekjum. Í tilkynningu frá honum, og Baugi reyndar líka, segir að starfsemi HoF þarfnist tals- verðrar endurnýjunar. Nauðsynleg- ar breytingar krefjist fjárfestingar og muni taka tíma. „Ekki góð tímasetning“ Í tilkynningu frá stjórn HoF kom fram að hún teldi 85 pens á hlut vera of lágt verð miðað við rekstur, eignir og horfur. Þá sagði að stjórnin liti til- boð sem þjónuðu hagsmunum hlut- hafa ávallt jákvæðum augum, en tímasetning tilboðs TBH væri ekki góð. „(HoF) telur að þessi umleitan hafi verið tímasett til að valda sem allra mestri truflun meðan á jóla- versluninni stendur, en það getur ekki verið hluthöfum House of Fraser í hag,“ segir í tilkynningunni. Tom Hunter vísaði þessari staðhæf- ingu á bug og sagðist ekki telja að hinn almenni viðskiptavinur hefði áhyggjur af eignarhaldi fyrirtækis- ins. Sagt var frá tilboði Tom Hunter í House og Fraser í breska blaðinu Evening Standard í gær. Þar kom fram að þó stjórn HoF sé ávallt opin fyrir tilboðum sem hún telji vera í þágu hluthafanna sé hún þeirrar skoðunar tilboð Hunters endurspegli ekki raunverulegt virði fyrirtækisins. Þá segir að Hunter útiloki ekki að leggja fram formlegt tilboð beint fyr- ir hluthafana sjálfa. Hann vonist hins vegar til að fá tækifæri til að hitta stjórnina í næstu viku til að ræða málin. Lokaverð hlutabréfa House of Fraser hækkaði um 10,89% í Kaup- höllinni í Lundúnum í gær og var lokaverð þeirra 86,50 pens á hlut. Yfirtökutilboði í HoF hafnað Baugur ID studdi tilboðið ÓSKAR Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri Frumherja hf., mun væntan- lega innan tíðar eignast meirihluta í félaginu, eða 50,16%. Gert er ráð fyrir að í kjölfarið verði óskað eftir af- skráningu Frumherja af tilboðsmark- aði Kauphallar Íslands. Frá því var greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær að Íslands- banki hefði gert samning um kaup á hlutafé í Frumherja að nafnverði 35.030.802 krónur, eða sem nemur 42,87% af hlutafé félagsins, fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags í eigu Ósk- ars. Gengi bréfanna er 9,01. Kaup- verð þessa tæplega 43% hlutar er því rúmlega 315 milljónir króna. Óskar, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Frumherja frá árinu 1997, segist hafa mikla trú á félaginu. Það sé vel rekið og með mjög gott og hæfileikaríkt starfsfólk. Hann segir að engar breytingar séu fyrirhugaðar á starfsemi Frumherja. Samningurinn um kaupin á hlutafé Frumherja er gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun fjármögnun- araðila, sem er Íslandsbanki. Óskar á fyrir hlutafé að nafnverði 5.956.889 krónur, eða sem nemur 7,29% af hlutafé félagsins. Samtals mun Óskar því eiga 50,16% af hlutafé félagsins eftir samninginn, beint og í gegnum einkahlutafélag sitt. Íslandsbanki sá um ráðgjöf vegna kaupanna. Seljendur hlutafjárins eru Sjóvá- Almennar tryggingar hf., sem selur 12,87% af hlutafé félagsins, Íslensk endurtrygging hf. selur 11,97%, Vá- tryggingafélag Íslands hf. selur 9,64%, Tryggingamiðstöðin hf. selur 7,84% og Hekla hf. selur 0,55%. Eign- arhlutur seljenda í Frumafli eftir kaupin er enginn. Framkvæmdastjóri Frumherja eignast meirihluta í félaginu FRAMKVÆMDASTJÓRI McDon- ald’s, Jack Greenberg, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næstu áramótum. Greenberg tók við stjórn McDonald’s fyrir fjórum ár- um og að sögn The Wall Street Journal hefur honum ekki tekist að auka sölu fyrirtækisins, sem er stærsta veitingahúsakeðja í heimi. WSJ segir einnig að Greenberg hafi staðið fyrir breytingum og nýjunum hjá fyrirtækinu, en sala hafi ekki verið í samræmi við væntingar og hagnaður hafi dregist saman í sjö af síðustu átta ársfjórðungum. Þá hafi markaðsverð fyrirtækisins lækkað verulega undir hans stjórn og á undanförnum mánuðum hafi verð hlutabréfa verið í sjö ára lág- marki. Eftirmaður Greenbergs verður fyrrverandi varaformaður stjórnar McDonald’s og fyrrum formaður McDonald’s International, Jim Cantalupo, en hann hætti störfum hjá fyrirtækinu snemma á þessu ári. Næstráðandi í höfuðstöðvum McDonald’s verður Charlie Bell, sem nú stýrir starfsemi fyrirtæk- isins í Evrópu. Fimmtán ára gamall hóf hann störf hjá McDonald’s í heimalandi sínu Ástralíu og hefur síðustu 27 árin unnið sig jafnt og þétt upp innan fyrirtækisins. Reuters Framkvæmdastjóri McDonald’s segir upp ● EASYJET, sem sameinaðist Go fyrr á þessu ári og er stærsta lággjalda- flugfélag Evrópu, flutti tæplega 11⁄2 milljón farþega í síðasta mánuði, sem er 115% fjölgun frá sama mán- uði í fyrra. Sætanýting véla easyJet lækkaði úr 85,2% í fyrra í 80,5% í ár. Ryanair flutti 11⁄4 milljón farþega í síðasta mánuði og sætanýting fé- lagsins batnaði, fór úr 79% í nóv- ember í fyrra í 84% í ár. Lággjaldaflugfélög hafa verið að auka hlut sinn á flugmarkaðnum og hafa pantað nýjar flugvélar á sama tíma og hefðbundnu flugfélögin hafa lagt vélum og hætt við pantanir á nýj- um vélum. Reuters Farþegafjöldi easyJet tvöfaldast ● SÆNSKIR neytendur sneiða hjá villtum þorski í kjölfar frétta af bágu ástandi þorskstofna. Á sama tíma hefur norskur eldisþorskur haldið innreið sína í sænska stórmarkaði. Framboðið er enn sem komið er mjög takmarkað, aðeins um eitt tonn af flökum á viku. Þorskneysla Svía hefur dregist saman um 50% á síðustu sex mán- uðum, að því er fram kemur á frétta- vefnum fis.com. Ástæðan er einkum stöðugur fréttaflutningur af slæmu ástandi þorskstofna í Eystrasalti og Norðursjó að undanförnu. Á sama tíma hefur umræðan um þorskeldi gerst æ háværari. Fisksalar hafa gripið þessa umræðu á lofti og aug- lýsa eldisþorskinn í fiskborðinu sér- staklega og höfða þannig til umhverf- isvitundar sænskra neytenda. Þeir segjast geta selt mun meira af eld- isþorski og framleiðendur hafi lofað þeim að magnið muni tvöfaldast strax á næsta ári. Þeir telja þó að eldisþorskurinn muni ekki ryðja villta þorskinum út af markaðnum til lengri tíma litið, heldur aðeins auka fram- boðið. Hér sé í raun um ólíkar vörur að ræða en eldisþorskurinn hafi þann kost að framboðið er stöðugt. Verðið á honum sé hinsvegar of hátt. Svíar vilja eldisþorsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.