Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN 64 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ánægjulegt að geta greint frá því þegar vel tekst til með nýj- ungar í opinberri þjónustu. Hér verður sagt frá átaki Félagsþjónust- unnar í Reykjavík til að draga úr langtímaatvinnuleysi. Ríki og sveit- arfélög veita ýmsa þjónustu til þess að jafna og bæta kjör, m.a. hjá þeim sem eiga um sárt að binda. Það þarf að byrgja brunna, en einnig að að- stoða þá sem hafa fallið í þær gryfjur sem ekki hefur verið hægt að byrgja. Allir geta þurft að nýta sér aðstoð hins opinbera einhvern tímann á lífs- leiðinni, t.d. þegar kraftur þverr á ævikvöldi. Þess vegna þurfum við góða félagsþjónustu. Sem betur fer þurfum við Íslend- ingar ekki að búa við sama atvinnu- leysi og margar aðrar Evrópuþjóðir. Þó er alltaf eitthvert atvinnuleysi og því miður eru sumir án atvinnu árum saman. Þá skortir oft réttindi til at- vinnuleysisbóta og þegar fólk hefur ekki framfærslueyri getur það þurft að leita sér aðstoðar. Langtímaat- vinnuleysi getur stafað af ýmsum ástæðum sem tengjast vinnumark- aði, en einnig félagslegum, heilsu- farslegum og sálrænum þáttum. Eft- ir því sem fjarvist frá vinnumarkaði er lengri getur verið erfiðara að fá aftur atvinnu. Langtímaatvinnulausum hjálpað Félagsþjónustan í Reykjavík hef- ur skynjað þennan vanda og leitað leiða til að bregðast við. Hafið var sérstakt átak árið 1999 til að aðstoða langtímaatvinnulausa til að komast á vinnumarkaðinn. Alls hafa 240 tekið þátt í þessu átaksverkefni. Um er að ræða fólk sem hafði í flestum tilfell- um notið fjárhagsaðstoðar Reykja- víkurborgar í nokkurn tíma. Það hef- ur fengið margs konar ráðgjöf og tekið þátt í námskeiðum til þess að efla færni sína á vinnumarkaði. Leit- að var samvinnu við ýmsar stofnanir, s.s. Tryggingastofnun ríkisins, Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og Innheimtustofnun sveitarfélaga. Um þriðjungur hópsins er þegar kominn í vinnu, nokkrir hafa verið metnir öryrkjar eða fengið endur- hæfingarlífeyri og hluti er í atvinnu- leit eða tekur þátt í námskeiðum. Þegar upp er staðið er niðurstaðan sú að aðstæður hafa gjörbreyst til batnaðar hjá flestum sem notið hafa þessarar þjónustu. Á málstofu sem Félagsþjónustan í Reykjavík hélt 29. nóvember sl. var m.a. fjallað um þetta átak. Þar var því lýst hversu miklu er hægt að breyta með tiltölulega litlum til- kostnaði ef rétt er að farið. Þá er mikilvægt að vandinn sé rétt greind- ur og að meðferð sé síðan beitt sem dugi. Það skiptir hér mestu að bæta aðstöðu einstaklinganna, en ekki er verra að þetta átak hefur sparað Fé- lagsþjónustunni ríflega 100 milljónir króna, einkum í fjárhagsaðstoð. Bein útgjöld vegna verkefnisins eru ekki nema tæp 15% af þessum ávinningi. Það munar um þetta fé, en heildar- útgjöld Félagsþjónustunnar voru eftir sem áður ríflega fjórir milljarð- ar króna á síðasta ári. Stærstu út- gjaldaliðir eru heimaþjónusta, bein fjárhags- og húsnæðisaðstoð, og þar á eftir kemur ýmiss konar þjónusta vegna barna og aldraðra. Félagsþjónustan skilar árangri Á þessu sést hversu mikilvægt það er fyrir hið opinbera að grípa inn í með það að markmiði m.a. að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Það er mjög ánægjulegt að heyra af svo árang- ursríkri aðgerð sem sparar svo mikla fjármuni sem raun ber vitni. En enn ánægjulegra er að vita til þess að hægt er með tiltölulega litlum fjár- munum að koma fólki til aðstoðar, styrkja það og leiðbeina því svo það geti sjálft aflað sér nægilegra tekna til að standa undir framfærslu sinni og auka þannig eigin lífsgæði til mik- illa muna. Árangursríkt átak hjá Fé- lagsþjónustunni Eftir Stefán Jóhann Stefánsson „Átakið hef- ur sparað talsverða fjármuni en meira er um vert að það hefur aukið lífsgæði stórs hóps.“ Höfundur er fulltrúi Reykjavíkur- listans í félagsmálaráði Reykjavíkur. VINUR minn fór fyrir mörgum árum á miðilsfund hjá sértrúarfélagi sem ég man því miður ekki hvað heitir. Á þessa fundi kom oft mikils- metið löngu dáið fólk og jós úr brunnum visku sinnar. Það vildi svo skemmtilega til að á fundinn sem vinur minn sótti kom Snorri Sturlu- son. Fundarmenn gripu tækifærið fegins hendi og spurðu gamla mann- inn spjörunum úr. Og vitaskuld var fyrr en síðar spurt: Skrifaðir þú Eglu, Snorri? Já, það gerði ég. Ég meina, ég bjó á Borg. Hæg voru heimatökin. Enn var spurt: Veistu nokkuð hvað varð um frumritið? Ja, ég hafði það með mér yfrum, var með það í höndunum þegar hel- vítið hann Gissur … Nú fór Snorri að stama og hósta og anda óreglu- lega rétt eins og reiði varnaði hon- um máls. Miðillinn sagði vini mínum eftir fundinn að þetta kæmi alltaf upp á þegar Snorri minntist á Giss- ur. Og skal engan undra, bætti hann við. Það var víst þessi Gissur sem skaut hann. Fundinum lauk með því að Snorri lofaði að koma með frumrit Eglu á næsta fund. Ef ég finn það, bætti hann við. Það er allt í drasli hérna. Líklega hefur hann ekki fundið það. Samleðe verker Snorra En þrátt fyrir það hafa þau tíðindi gerst að Mál og menning, Alþingi Íslendinga og rjómi íslenskra fræði- manna hafa í sameiningu gefið út Eglu sem höfundarverk Snorra Sturlusonar. Loksins, loksins, loksins. Og fjór- um sinnum loksins! Ekki veit ég hvort þeir sem standa að útgáfunni hafi haft veður af miðilsfundinum ofanskráða, jafn- vel verið þar, eða hvort þeir hafi ein- hver haldbetri rök fyrir því að Snorri hafi samið Egilssögu. Ég skannaði annan tveggja formála út- gáfunnar úti í bókabúð og þar er ekki betri rök að finna. Á hinn bóg- inn fer höfundurinn á kostum. Hann segir að ritstjórnin hafi tekið Eglu með í útgáfuna vegna sannfæringar um að Snorri hafi ritað hana „og skal það ekki frekar rætt eða rök- stutt“. Og í kjölfar þessa veltir hann vöngum yfir því hvaða ár Snorri hafi samið söguna. Semsagt, þrátt fyrir að ekki sé unnt að sanna að Snorri hafi samið Eglu er rétt að ræða það í alvöru hvenær hann hafi samið hana! Þvílík snilld! Sama snilld, sami hraði málsmeð- ferðar, sama öryggi og sama fum- leysi einkennir alla útgáfuna. Það er af formála forseta alþingis að útgáf- unni að skilja að upphafið sé ræða sem hann hélt í MR fyrir tveimur árum þar sem hann sisona stakk upp á því að það væri gaman að gefa út verk Snorra og hafa Eglu með. Og viti menn! Forsætisnefnd alþing- is fékk pata af þessum ummælum forsetans og nokkrum dögum seinna er hún búin að kjósa útgáfunefnd fyrir samleðe verker Snorra. Já, þarna sannast hið fornkveðna að orð eru til alls fyrst og að gott er að eiga góða að. Fleiri blöð brotin Þarna er líka brotið blað í sögu rannsóknaraðferða. Það er ekki ver- ið að eyða árum, blóði, svita og tár- um í að rannsaka orðfæri, bera sam- an orðaforða og svoleiðis tímafrekt ullabjakk sem leiðir reyndar aldrei til neins. Nei, forseti alþingis fær hugljómun, forsætisnefndin skipar útgáfustjórn og málið er í höfn. Svona á að vinna. Hratt og fumlaust. Ég legg til að bundið verði í lög að forseti alþingis eigi að fá hugljómun um höfunda Íslendingasagna. Þetta verði hluti þessa virðingarembættis. Ennfremur legg ég til að í lögin veri sett að forstöðumaður Árnastofnun- ar verði sérlegur formálaritari for- seta alþingis og hafi umfram annað það hlutverk að rökstyðja hugljóm- anir forseta alþingis. Og vitaskuld á að útnefna Mál og menningu sem þinglega bókaútgáfu. Það segir sig sjálft. Það er nauðsynlegt að hafa hlut- ina í föstum skorðum. Svona alvöru- mál eru ekki á færi einhverra Nóa Nóasona. Ísinn brotinn Nú er búið að brjóta ísinn. Búið er að feðra Eglu. En hvað með aðrar Íslendingasögur? Hvað með hana Njálu? Hafa ekki verið skrifað lærð- ar ritgerðir um að Þorvarður Þór- arinsson hafi skrifað hana? Er þá ekki næst að gefa út samleðe verker eftir hann með Njálu fremsta? Svo má hafa til dæmis Hrafnkelssögu með og jafnvel Vopnfirðinga sögu. Ekki skilja orð mín svo að ég sé að reyna að hafa áhrif á hugljómun for- seta alþingis. Því fer fjarri. Honum treysti ég. Þegar búið er að feðra Íslendinga- sögurnar geta handhafar þessara virðulegu embætta snúið sér að fornum kveðskap. Mætti ekki til dæmis láta Snorra vera höfund Þrymskviðu? Hún er dáldið fyndin eins og Snorra-Edda á köflum. En þögnin, maður! Grein mín heitir Af hverju stafar þessi þögn? Og ég undrast þögn þjóðarinnar. Það er eins og menn hafi ekki almennilega gert sér grein fyrir því hver tímamót útgáfan á Snorri Samleðe verker er. Hún markar tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Hún á eftir að vera talin vatnaskil í íslenskum bók- menntafræðirannsóknum. Einungis vegna þess að nokkrir hógværir andans menn, æðstu menn alþingis, forsvarsmenn Máls og menningar og íslenski fræðimanna- rjóminn, tóku loks af skarið. Vakna, þjóð mín, og launa þessa menn að verðleikum! Þetta var hvort eð er greitt með skattfé ykk- ar. Eftir Eirík Brynjólfsson „Þegar búið er að feðra Íslend- ingasög- urnar geta handhafar þessara virðu- legu embætta snúið sér að fornum kveðskap.“ Höfundur er kennari. Af hverju staf- ar þessi þögn? www.nowfoods.com Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.