Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 39 GOLFÍÞRÓTTIN er í stöðugri sókn hér á landi og hefur verið und- anfarin ár og nú er svo komið að í flestöllum bílum sem aka um þjóðvegi landsins yfir sumar- mánuðina eru golfsett og frekar tvö en eitt. Bændur í ferðaþjón- ustu hafa víða brugðið á það ráð að koma upp nokkrum holum þann- ig að þeir sem gista í nágrenni bæjar þeirra geti æft sveifluna. Þrátt fyrir að golfvöll- um sé ekki hent upp heldur taki langan tíma að gera þá og enn lengri tíma að gera þá góða þá hefur þeim fjölgað mikið síðustu árin. Það var því ekki seinna vænna að fá bók um golfvelli á Íslandi. Þegar Edwin var ungur piltur að skrifa um íþróttir á Morgunblaðinu ræddum við oft um að það væri gaman og allt að því nauðsynlegt að gera úttekt á öllum golfvöllum landsins. Úttekt í þeim skilningi að við færum og spiluðum alla velli á Íslandi og skrifuðum um þá stuttar greinar þannig að hinn almenni kylfingur, í sumarfríi um landið, gæti myndað sér skoðanir á því hvort það væri þess virði að leggja lykkju á leið sína til að leika ákveð- inn völl. Aldrei létum við verða af þessu en nú hefur Edwin látið til skarar skríða og uppfyllt þennan draum okkar – að hluta til. Í bókinni er fjallað um alla golf- velli klúbba sem eru innan vébanda Golfsambands Íslands, en sam- bandið varð 60 ára á árinu. Bókinni er ætlað að varpa ljósi á marga fal- lega og áhugaverða golfvelli sem staðsetningar sinnar vegna hafa ekki fengið þá athygli sem þeir eiga skilið. Á þriðja hundrað myndir prýða bókina og eru þær flestallar mjög fallegar og þótt skrifaður texti í bókinni sé ekki mikill, aðeins stuttur texti með hverri mynd, opn- ar hann nýjar víddir fyrir mér. Næst þegar ég leik golf mun ég örugglega horfa meira í kringum mig á nán- asta umhverfi og njóta þess ekki síður en úti- verunnar og góða loftsins. Steingrímur Hermannsson, formað- ur Umhverfisverndar- samtaka Íslands og fyrrum forsætisráð- herra, ritar formála að bókinni og bendir á að golf sé holl og góð hreyfing og alls ekki eyðilegging á góðum göngutúr. Edwin hefur þetta að leiðarljósi í bókinni og texti hans við myndirnar er góð- ur. Strax á síðu 9 sýnir Edwin þeim er þetta ritar, svo ekki verður um villst, að við golfiðkun undanfarinna ára hafa ekki öll skilningarvitin ver- ið nýtt til fulls. Í texta með mynd- inni er bent á hvernig Akrafjallið myndar glæsilegan bakgrunn einn- ar brautarinnar á Garðavelli á Akranesi. Manni hefði stundum verið nær að njóta útsýnisins en að berjast við að telja öll höggin. Þá hefði maður örugglega komið ánægðari heim. Annað gott dæmi um snjallan texta með góðri mynd er lýsingin á því þegar búið er að spila sjö holur í Grafarholtinu og lagt í þá áttundu en þá „brosir Reykjavíkurborg við kylfingum“ og „klúbbhúsið situr í brekkunni hægra megin“. Ég hafði aldrei tekið eftir þessu góðlátlega brosi borgarinnar en þegar myndin er skoðuð og textinn lesinn liggur þetta auðvitað í augum uppi. Ekki þekki ég til allra þeirra valla sem bókin fjallar um en ef sá stutti texti sem fylgir myndunum er jafnsannur og snjall og við þá velli sem ég þekki til þá er ljóst að settið verður tekið oftar með í ferð- um næsta sumar en hingað til. Það hefur til dæmis lengi staðið til að spila völlinn á Skagaströnd enda oft ekið þar framhjá eftir þjóðvegi 1. Þar verður leikið næsta sumar og gott ef Vestfirðirnir verða ekki farnir einnig því þar leynast góðir vellir ef marka má myndirnar. Ég sagði hér að framan að Ed- win hefði látið draum okkar rætast að hluta til. Bókin er góð en hún er í stóru broti og því hvorki höfð með í bílnum né í golfpokanum. Hins vegar má nota hana til að undirbúa sig heima og til þess er hún góð auk þess sem hún er geysilega fal- leg. Ég hefði kosið að höfundur hefði gefið völlunum einhverja ein- kunn þó svo það hefði sært ein- hverja. Slíkt hefði aukið notagildi bókarinnar til muna og vakið at- hygli á þeim klúbbum sem gera vel og vonandi hvatt hina til enn frek- ari dáða. Golf er fallegt BÆKUR Íþróttir Edwin R. Rögnvaldsson, myndvinnsla er í höndum Friðþjófs Helgasonar. Eureka Golf gefur út en bókin er 151 síða í stóru broti. GOLFHRINGUR UM ÍSLAND Skúli Unnar Sveinsson Edwin R. Rögnvaldsson ANNA Pálína Árnadóttir hefur lengi verið fremsta vísnasöngkona okkar, djassskotin vel, og auk þess hefur hún sungið inn á einhverjar bestu barnaplötur íslenskar sem gefnar hafa verið út og þar hefur eiginmaður hennar, Aðalsteinn Ás- berg, samið flestöll lög og ljóð. Það hefur hann einnig gert á vísnaplöt- um Önnu Pálínu. Á nýjustu geisla- plötu hennar, Guð og gamlar kon- ur, eru tíu textar af tólf eftir hann en aðeins eitt lag; Sara og Klara, sem er tangó í bláum fíling. Það er sérdeilis vel lukkað eins og flest sem þau vinna saman, og bassa- leikur Gunnars Hrafnssonar príma. Þetta er dálítið öðruvísi diskur en þeir sem við höfum átt að venj- ast frá hendi Önnu Pálínu, lítið um frumsamin lög heldur stútfullur af klassískum vísnalögum þar sem norrænir höfundar eru í öndvegi og auk þess söngdansar. Það hefur dregist úr hömlu að fjalla um þennan disk en það skipt- ir ekki öllu því hann er jafn fersk- ur og hann var í vor er Anna Pál- ína kynnti hann á frábærum tónleikum í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Í leiðinni hélt hún upp á áttræð- isafmæli móður sinn- ar. Anna Pálína er ómótstæðileg á sviði; útgeislunin slík að maður situr oft bros- andi með tárin í aug- unum þegar henni tekst sem best upp. Diskurinn um guð og gömlu konurnar hefst á sömbu eftir Fransmanninn Danny Brillant: Guð (Dieu). Þessi samba hefur mikið verið spiluð á betri út- varpsstöðvum og er fallega sungin af Önnu Pálínu með fínu undirspili hrynsveitarinnar og sér í lagi er gaman að heyra Gunnar Gunnars- son á hammondorgelið. Þar ríkir sami persónulegi innileikinn og í píanóspili hans. Vísnasöng Alfs Cranners og Klaus Hagerups um Skammlausu gömlu konuna (Den skamløse gamle dame) túlkar Anna Pálína af sannri tilfinningu fyrir þeirri gömlu konu sem „kann“ að meta púrtvín og leikur Gunnar þar einn undir á píanó. Aftur á móti eru söngvarnir Vorið kom (Val- borgs visa) og Það var eitt sinn (Det var ein gong) ekki eins vel heppnaðir í flutningi, of poppaðir að mínu viti, og ekki lifnaði Trubble (Vandkvæði) Olles Ad- olphsons fullkomnlega til lífsins í útsetningu fimmmenninganna. Það gerði aftur á móti Nature Boy, sem maður gjörþekkir frá Nat King Cole og Coltrane. Það þarf brot af snilli til að flytja lagið eins og Anna Pálína gerir og hammond Gunnars og gítar Kristinn marka stemninguna vel eins og kongótrommur Péturs og bassi Gunnars í fínni túlkun söngkonunnar á glæsilagi Bengts Ahlfors: Har du visor min vän (Aðeins vísna- söng). Aftur á móti fannst mér Rósin (The Rose) heldur of fallega sungin – vil hana hrárri. Kjærlighetsvisa (Enginn jafnast á við þig nefnist texti Ásgeirs Árnasonar) Halfdans Sivertsens er aftur á móti príma og það er eini söngurinn sem Að- alsteinn Ásberg hefur ekki léð ís- lensk orð utan ljóð Jónasar Árna- sonar við enskt þjóðlag: Í sal hans hátignar. Túlkunin á Stormskers- Mæju (Stormskärs Maja) eftir Lasse Mårtenson og Benedict Zill- iancus er einstaklega falleg og er mér til efs að Anna Pálína hefði getað sungið þetta þannig fyrir nokkrum árum. Rödd hennar, sem oft var heldur hvell, hefur mildast mjög og titurtóni beitir hún sér- deilis smekklega þegar það á við og það sem best er; henni tekst oftast að gæða lögin sem hún túlk- ar nýju lífi. Semsagt: vísnasöngur einsog hann gerist bestur á norðurslóðum. Vísnasöngur af bestu sort TÓNLIST Geisladiskur Anna Pálína söngur, Gunnar Gunnarsson hammondorgel og píanó, Kristinn Árna- son gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur og slagverk. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson leikur á gítar í einu lagi og samdi flesta texta. Dimma 9. 2002. ANNA PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR: GUÐ OG GAMLAR KONUR Anna Pálína Árnadóttir Vernharður Linnet VIÐSKIPTI mbl.is Galakjólar Laugavegi 53 KAMMERHÓPUR Salarins, KaSa, býður stórfjölskyldunni til klass- ískrar jólaveislu í Salnum kl. 16 á morgun, sunnudag. Tónleikarnir eru í Tíbrárröðinni og verða þar flutt vinsæl kammerverk og jóla- lög. KaSa-hópinn skipa að þessu sinni: Nína Margrét Grímsdóttir, pí- anó, Peter Máté, píanó, Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Auður Haf- steinsdóttir, fiðla, Sif M. Tulinus, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lág- fiðla, Sigurður Bjarki Gunnars- son, selló, og Bryndís Halla Gylfa- dóttir, selló. Flytjendur sjá um tónleikaspjall og verslunin 12 tón- ar verður með kynningu í anddyri Salarins. Ókeypis aðgangur fyrir yngri en 20 og eldri en 60. Morgunblaðið/Jim Smart Peter Máté, Nína Margrét Grímsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir skipa KaSa-hópinn að þessu sinni. Klassísk jóla- veisla í tónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.