Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI samþykkti í gær fjárlög ársins 2003 en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði um 1,5 milljarðar á næsta ári. Sé hins vegar tekið tillit til sölu eigna verður tekjuafgangur 11,5 milljarðar. Við lokaatkvæða- greiðslu fjárlaganna sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra m.a. að fjárlögin væru vel frambærileg. „Ríkissjóður er á næstu árum vel undir það búinn að takast á við ný stórátök hvort sem það er í formi skattalækkana eða ýmissa brýnna verkefna á sviði framkvæmda eða reksturs,“ sagði hann. Sýna metnaðar- leysi stjórnarinnar Fulltrúar stjórnarandstöðunnar voru ekki eins ánægðir með árang- urinn. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að fjárlögin sýndu metnaðar- leysi ríkisstjórnarinnar, það kæmi m.a. fram í framlagi til mennta- mála. Þá sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, að í besta falli væri afkoma ríkissjóðs í járnum. „Ef ekki hefði komið til sérstök tekjuöflun nú í lokin hefði ríkissjóður verið gerður upp með halla að frádreginni eignasölu,“ sagði Steingrímur og vísaði þarna til hækkunar áfengisgjalda og tób- aksgjalda. Fjárlögin voru í heild samþykkt með 35 samhljóða atkvæðum. Tutt- ugu og einn þingmaður stjórnar- andstöðunnar, þ.e. Samfylkingar- innar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins, sátu hjá og sjö þing- menn voru fjarverandi. Áður höfðu allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis verið samþykktar auk þess sem sam- þykkt var breytingartillaga Val- gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra um kaup á lóð Sements- verksmiðjunnar hf. að Sævarhöfða sem og breytingartillaga formanna stjórnarflokkanna um fjárframlög til þingflokka og stjórnmálaflokka. Allar breytingartillögur þing- manna stjórnarandstöðunnar voru felldar nema ein; tillaga fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna um 700 þúsund kr. framlag til Kvennaráð- gjafarinnar. Ekki velferðar- ríkisstjórn „Það hefur verið vel að verki staðið á Alþingi undanfarnar vikur við að afgreiða fjárlagafrumvarp- ið,“ sagði Geir H. Haarde þegar greidd voru atkvæði um frumvarp- ið. „Niðurstaðan er sú að þrátt fyr- ir meiri slaka í efnahagsmálum, en menn sáu fyrir í haust, er þetta frumvarp afgreitt með mjög sóma- samlegum afgangi; hvort heldur litið er á niðurstöðutöluna með eignasölu eða án,“ sagði hann. „Það er sama hvað stjórnarand- staðan segir; þetta er mjög fram- bærilegur og mjög ánægjulegur árangur.“ Össur Skarphéðinsson sagði hins vegar að fjárlagafrumvarpið sýndi þann mikla mun sem væri á efna- hagsstefnu Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar. „Í frumvarpinu koma fram allir verstu gallar efna- hagsstefnu núverandi ríkisstjórn- ar; stórauknar skuldir einstaklinga og fyrirtækja, gríðarlegar erlendar skuldir þjóðarbúsins, lítill hagvöxt- ur og miklu minni en t.d. spáð er í löndum Evrópusambandsins. Þetta frumvarp sýnir vaxandi þreytu rík- isstjórnarinnar. Það sýnir ríkis- stjórn sem hefur óljósa stefnu, óljóst markmið og lítinn metnað. Metnaðarleysið kemur ekki síst fram í menntamálum sem eru að koðna niður undir núverandi rík- isstjórn.“ Steingrímur J. Sigfússon sagði að pólitíkin í fjárlagafrumvarpinu kæmi hvað skýrust fram í skatta- stefnu ríkisstjórnarinnar. Með skattastefnunni væru hátekjufólki og gróðafyrirtækjum færðar sér- stakar jólagjafir. Á sama tíma bæri láglaunafólk, öryrkjar og aldraðir skarðan hlut frá boði. „Þessi rík- isstjórn er ekki ríkisstjórn almenn- ings í landinu. Þetta er ekki vel- ferðarstjórn. Þetta er ríkisstjórn hátekjufólks og fjármagnseig- enda,“ sagði hann og taldi best ef nú væri komið að þeim tímapunkti að ríkisstjórnin afgreiddi sín síð- ustu fjárlög. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls í lokaatkvæðagreiðslunni. Í máli hans kom fram að hann væri ekki sáttur við að Byrgið, meðferð- arheimili, hefði ekki fengið lausn sinna mála í fjárlagafrumvarpinu. „Ég vil við lokaafgreiðsluna skora á ríkisstjórnina að ganga í að tryggja starfsemi Byrgisins fyrir næstu jól. Þar eiga athvarf 60 til 80 vistmenn sem eiga hvergi ann- ars staðar höfði sínu að halla.“ Fjáraukalög þessa árs voru einnig afgreidd frá Alþingi í gær. Skiptar skoðanir voru um fjárlög sem samþykkt voru á Alþingi í gær Tekjuafgangurinn er 1,5 milljarðar án sölu eigna Morgunblaðið/Ásdís Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær þegar atkvæði voru greidd um fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar að með samþykkt frumvarpsins væri ríkissjóður vel undir það búinn að takast á við ný stórátök hvort sem það væri í formi skattalækkana eða ýmissa brýnna verkefna á sviði framkvæmda eða reksturs. ÞINGVIKUNNI lauk með af- greiðslu fjárlaga næsta árs og fjár- aukalaga þessa árs. Þar með er einu stærsta verkefni þingmanna á þessu haustþingi lokið. Afgreiðslu þessara mála lauk þó óvenju snemma í ár því oft hafa þingmenn verið að afgreiða fjárlög allt fram að Þorláksmessu. Síðustu ár hefur stjórn þingsins þó lagt áherslu á að ljúka þessum málum fyrr í desem- ber svo þingmenn geti á síðustu dögum þingsins fyrir jól einbeitt sér betur að öðrum þingmálum, sem brýnt þykir að afgreiða fyrir jólahlé. Samkvæmt starfsáætlun þingsins er gert ráð fyrir því að Al- þingi fari í jólafrí í lok næstu viku. *** Ef frá eru taldar umræður um fjárlög og fjáraukalög var þingvik- an nokkuð róleg að mati þing- fréttaritara. Mælt var fyrir nokkr- um stjórnarþingmálum og þingmannamálum og í sérstökum fyrirspurnartíma gafst þingmönn- um færi á að spyrja ráðherra út í einstök mál. Þar mátti reyndar heyra gamalkunnug mál, s.s. fyr- irspurn um endurreisn Þingvalla- urriðans, flutt af Össuri Skarphéð- inssyni, formanni Samfylkingar- innar, og fyrirspurn um endur- skoðun viðskiptabanns á Írak, flutt af Steingrími J. Sigfússyni, for- manni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Frá því undirrituð hóf að fylgjast með Alþingi sem þingfréttamaður fyrir fjórum eða fimm árum, hafa þessi mál; Þingvallauriðinn og við- skiptabannið á Írak, komið reglu- lega upp í umræðum á Alþingi, sem ályktanir eða fyrirspurnir, að til- stuðlan Össurar og Steingríms. Það má því segja að þetta séu þeirra mál. Á sama hátt eiga aðrir þing- menn „sín mál“ ef svo má að orði komast. T.d. hefur Guðjón Guð- mundsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, reglulega flutt tillögu um að hvalveiðar hefjist að nýju við Íslandsstrendur og Þuríður Back- man, þingmaður VG, hefur reglu- lega flutt tillögu um verndun ís- lensku mjólkurkýrinnar. *** En þrátt fyrir rólega viku væsti ekki um undirritaða sem hefur að- stöðu í Bolabásnum svokallaða en það er heiti á herbergi þinghússins, á efstu hæð, sem ætlað er þing- fréttariturum dagblaðanna. Áður var þarna aðstaða fyrir ræðuritara og enn áður var þarna íbúð hús- varðar þingsins. Bolabásinn á því sína sögu. Þar er líka gott að vera; útsýni er yfir Tjörnina í Reykjavík og nokkur skref á þingpallana. Morgunblaðið er þó eina blaðið sem nýtir sér þessa aðstöðu; það er því af sem áður var. Áður fyrr var nefnileg þéttsetinn bekkurinn í Bolabásnum. Gamlir þingfréttarit- arar hafa stundum sagt frá því, með glampa í augum, að þeir hafi verið þar fimm eða sex þegar best lét. Í Bolabásnum má reyndar sjá minjar frá þeim tímum. T.d. gamla ritvél, sem einhver hefur skilið eftir og ekki séð ástæðu til að ná í aftur. Á veggnum hangir líka „listaverk“ sem eignað er Kjartani Gunn- arssyni, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Listaverkið er m.ö.o. teikning af brosandi karli, sem minnir á Óla prik, og svo má sjá litlar slaufur hér og hvar á verkinu. Undir því er texti sem ein- hver hefur tekið að sér að setja saman. Þar segir: „Kjartan Gunn- arsson framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, sat í blaða- mannastúku að kveldi 15. apríl 1986 og hlýddi á Jón Baldvin for- mann Alþýðuflokksins, ræða utan- ríkismál og Líbýu. Þegar Kjartan hvarf af vettvangi um miðnætti, lá eftir hann listaverk: pennateikning á bakhlið textablaðs frá Þjóðvilj- anum, málgagni nýlýðræðis og loð- skinna. Ekki er kunnugt um að verk eftir nefndan Kjartan Gunn- arsson hafi fyrr verið sýnt op- inberlega.“ Svo mörg voru þau orð. En semsé það er gott að vinna í Bolabásnum. (Þingfréttararitarar útvarps og sjónvarps hafa aðstöðu uppi á háalofti þingsins.) Og stutt að fara á kaffistofuna í nýja þing- skálanum, þótt sú kaffistofa sé ekki eins notalega og kaffistofan sem var í þinghúsinu sjálfu. En breytinga er þó að vænta fyr- ir þingfréttaritara því í nýja þing- skálanum hefur verið útbúin að- staða fyrir þingfréttaritara, þ.e. í gluggalausu herbergi í kjallara Skálans. Aðstaðan er þó ekki alveg tilbúin því þangað á víst eftir að tengja einhverjar rafmagnslínur. Það er því vonandi að sú bið eigi eftir að dragast eitthvað meira á langinn.      Góðar kveðjur úr Bolabásnum EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra sagði í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær, um ástandið á kjötmark- aðnum, að það gæti komið til greina að fella í burtu út- flutningsskyldu á lambakjöti. Tók hann þó fram að bænda- samtök og aðrir yrðu að koma að því verki. Þessi út- flutningsskylda er nú 25%. Þuríður Backman, þing- maður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunn- ar. Spurði hún ráðherra m.a. að því hvernig hann teldi að bregðast ætti við offram- leiðslu á kjötmarkaðnum. Guðni sagði m.a. að hér á landi ríkti frelsi til athafna og viðskiptafrelsi. Offramboð á kjöti „Offramboð er ekki á ábyrgð landbúnaðarráð- herra,“ sagði hann og tók fram að offramboðið á mark- aðnum nú lægi í svínakjöts- framleiðslu og kjúklinga- framleiðslu. Síðan sagði hann: „Fram- leiðsla í öllum greinum kjöts er frjáls og lýtur ekki tak- mörkunum á neinn hátt. Í lögum sem eru undir land- búnaðarráðherra eru engin lagaákvæði er heimila honum að grípa inn í ákvarðanir bænda um framleiðslumagn.“ Guðni sagði einnig að framleiðendur ættu að vera það heiðarlegir við sjálfa sig og markaðinn að bjóða ekki vörur sína undir fram- leiðslukostnaðarverði. „Ef slíkt er gert leiðir það til gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja. Ég veit að allir þeir aðilar sem á þessum markaði eru, eru að vinna í sínum málum og fara yfir sína stöðu til að fara ekki út í slíkar aðgerðir, þar sem auga er fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ Ráðherra sagði að í sumum löndum væri slíkt athæfi hreint lögbrot. „Alþingi getur auðvitað hugleitt það hvort það vill setja löggjöf í þessu efni,“ sagði hann og hélt áfram: „Í þessi samhengi er rétt að minna á það að það tekur tvær mínútur að lækka verðið á afurðunum en það getur tekið mánuði og ár að hækka það aftur á nýjan leik.“ Útflutn- ingsskylda afnumin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.