Morgunblaðið - 07.12.2002, Page 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI samþykkti í gær fjárlög
ársins 2003 en samkvæmt þeim er
gert ráð fyrir að tekjuafgangur
ríkissjóðs verði um 1,5 milljarðar á
næsta ári. Sé hins vegar tekið tillit
til sölu eigna verður tekjuafgangur
11,5 milljarðar. Við lokaatkvæða-
greiðslu fjárlaganna sagði Geir H.
Haarde fjármálaráðherra m.a. að
fjárlögin væru vel frambærileg.
„Ríkissjóður er á næstu árum vel
undir það búinn að takast á við ný
stórátök hvort sem það er í formi
skattalækkana eða ýmissa brýnna
verkefna á sviði framkvæmda eða
reksturs,“ sagði hann.
Sýna metnaðar-
leysi stjórnarinnar
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
voru ekki eins ánægðir með árang-
urinn. Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, sagði
m.a. að fjárlögin sýndu metnaðar-
leysi ríkisstjórnarinnar, það kæmi
m.a. fram í framlagi til mennta-
mála. Þá sagði Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, að í
besta falli væri afkoma ríkissjóðs í
járnum. „Ef ekki hefði komið til
sérstök tekjuöflun nú í lokin hefði
ríkissjóður verið gerður upp með
halla að frádreginni eignasölu,“
sagði Steingrímur og vísaði þarna
til hækkunar áfengisgjalda og tób-
aksgjalda.
Fjárlögin voru í heild samþykkt
með 35 samhljóða atkvæðum. Tutt-
ugu og einn þingmaður stjórnar-
andstöðunnar, þ.e. Samfylkingar-
innar, Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs og Frjálslynda
flokksins, sátu hjá og sjö þing-
menn voru fjarverandi. Áður höfðu
allar breytingartillögur meirihluta
fjárlaganefndar Alþingis verið
samþykktar auk þess sem sam-
þykkt var breytingartillaga Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð-
herra um kaup á lóð Sements-
verksmiðjunnar hf. að Sævarhöfða
sem og breytingartillaga formanna
stjórnarflokkanna um fjárframlög
til þingflokka og stjórnmálaflokka.
Allar breytingartillögur þing-
manna stjórnarandstöðunnar voru
felldar nema ein; tillaga fulltrúa
stjórnarandstöðuflokkanna um 700
þúsund kr. framlag til Kvennaráð-
gjafarinnar.
Ekki velferðar-
ríkisstjórn
„Það hefur verið vel að verki
staðið á Alþingi undanfarnar vikur
við að afgreiða fjárlagafrumvarp-
ið,“ sagði Geir H. Haarde þegar
greidd voru atkvæði um frumvarp-
ið. „Niðurstaðan er sú að þrátt fyr-
ir meiri slaka í efnahagsmálum, en
menn sáu fyrir í haust, er þetta
frumvarp afgreitt með mjög sóma-
samlegum afgangi; hvort heldur
litið er á niðurstöðutöluna með
eignasölu eða án,“ sagði hann.
„Það er sama hvað stjórnarand-
staðan segir; þetta er mjög fram-
bærilegur og mjög ánægjulegur
árangur.“
Össur Skarphéðinsson sagði hins
vegar að fjárlagafrumvarpið sýndi
þann mikla mun sem væri á efna-
hagsstefnu Samfylkingarinnar og
ríkisstjórnarinnar. „Í frumvarpinu
koma fram allir verstu gallar efna-
hagsstefnu núverandi ríkisstjórn-
ar; stórauknar skuldir einstaklinga
og fyrirtækja, gríðarlegar erlendar
skuldir þjóðarbúsins, lítill hagvöxt-
ur og miklu minni en t.d. spáð er í
löndum Evrópusambandsins. Þetta
frumvarp sýnir vaxandi þreytu rík-
isstjórnarinnar. Það sýnir ríkis-
stjórn sem hefur óljósa stefnu,
óljóst markmið og lítinn metnað.
Metnaðarleysið kemur ekki síst
fram í menntamálum sem eru að
koðna niður undir núverandi rík-
isstjórn.“
Steingrímur J. Sigfússon sagði
að pólitíkin í fjárlagafrumvarpinu
kæmi hvað skýrust fram í skatta-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Með
skattastefnunni væru hátekjufólki
og gróðafyrirtækjum færðar sér-
stakar jólagjafir. Á sama tíma bæri
láglaunafólk, öryrkjar og aldraðir
skarðan hlut frá boði. „Þessi rík-
isstjórn er ekki ríkisstjórn almenn-
ings í landinu. Þetta er ekki vel-
ferðarstjórn. Þetta er ríkisstjórn
hátekjufólks og fjármagnseig-
enda,“ sagði hann og taldi best ef
nú væri komið að þeim tímapunkti
að ríkisstjórnin afgreiddi sín síð-
ustu fjárlög.
Kristján Pálsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til
máls í lokaatkvæðagreiðslunni. Í
máli hans kom fram að hann væri
ekki sáttur við að Byrgið, meðferð-
arheimili, hefði ekki fengið lausn
sinna mála í fjárlagafrumvarpinu.
„Ég vil við lokaafgreiðsluna skora
á ríkisstjórnina að ganga í að
tryggja starfsemi Byrgisins fyrir
næstu jól. Þar eiga athvarf 60 til
80 vistmenn sem eiga hvergi ann-
ars staðar höfði sínu að halla.“
Fjáraukalög þessa árs voru
einnig afgreidd frá Alþingi í gær.
Skiptar skoðanir voru um fjárlög sem samþykkt voru á Alþingi í gær
Tekjuafgangurinn er 1,5
milljarðar án sölu eigna
Morgunblaðið/Ásdís
Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær þegar atkvæði voru greidd um fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar að með samþykkt frumvarpsins væri ríkissjóður vel undir það búinn að takast á við ný stórátök
hvort sem það væri í formi skattalækkana eða ýmissa brýnna verkefna á sviði framkvæmda eða reksturs.
ÞINGVIKUNNI lauk með af-
greiðslu fjárlaga næsta árs og fjár-
aukalaga þessa árs. Þar með er
einu stærsta verkefni þingmanna á
þessu haustþingi lokið. Afgreiðslu
þessara mála lauk þó óvenju
snemma í ár því oft hafa þingmenn
verið að afgreiða fjárlög allt fram
að Þorláksmessu. Síðustu ár hefur
stjórn þingsins þó lagt áherslu á að
ljúka þessum málum fyrr í desem-
ber svo þingmenn geti á síðustu
dögum þingsins fyrir jól einbeitt
sér betur að öðrum þingmálum,
sem brýnt þykir að afgreiða fyrir
jólahlé. Samkvæmt starfsáætlun
þingsins er gert ráð fyrir því að Al-
þingi fari í jólafrí í lok næstu viku.
***
Ef frá eru taldar umræður um
fjárlög og fjáraukalög var þingvik-
an nokkuð róleg að mati þing-
fréttaritara. Mælt var fyrir nokkr-
um stjórnarþingmálum og
þingmannamálum og í sérstökum
fyrirspurnartíma gafst þingmönn-
um færi á að spyrja ráðherra út í
einstök mál. Þar mátti reyndar
heyra gamalkunnug mál, s.s. fyr-
irspurn um endurreisn Þingvalla-
urriðans, flutt af Össuri Skarphéð-
inssyni, formanni Samfylkingar-
innar, og fyrirspurn um endur-
skoðun viðskiptabanns á Írak, flutt
af Steingrími J. Sigfússyni, for-
manni Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs.
Frá því undirrituð hóf að fylgjast
með Alþingi sem þingfréttamaður
fyrir fjórum eða fimm árum, hafa
þessi mál; Þingvallauriðinn og við-
skiptabannið á Írak, komið reglu-
lega upp í umræðum á Alþingi, sem
ályktanir eða fyrirspurnir, að til-
stuðlan Össurar og Steingríms. Það
má því segja að þetta séu þeirra
mál. Á sama hátt eiga aðrir þing-
menn „sín mál“ ef svo má að orði
komast. T.d. hefur Guðjón Guð-
mundsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, reglulega flutt tillögu
um að hvalveiðar hefjist að nýju við
Íslandsstrendur og Þuríður Back-
man, þingmaður VG, hefur reglu-
lega flutt tillögu um verndun ís-
lensku mjólkurkýrinnar.
***
En þrátt fyrir rólega viku væsti
ekki um undirritaða sem hefur að-
stöðu í Bolabásnum svokallaða en
það er heiti á herbergi þinghússins,
á efstu hæð, sem ætlað er þing-
fréttariturum dagblaðanna. Áður
var þarna aðstaða fyrir ræðuritara
og enn áður var þarna íbúð hús-
varðar þingsins. Bolabásinn á því
sína sögu. Þar er líka gott að vera;
útsýni er yfir Tjörnina í Reykjavík
og nokkur skref á þingpallana.
Morgunblaðið er þó eina blaðið
sem nýtir sér þessa aðstöðu; það er
því af sem áður var. Áður fyrr var
nefnileg þéttsetinn bekkurinn í
Bolabásnum. Gamlir þingfréttarit-
arar hafa stundum sagt frá því,
með glampa í augum, að þeir hafi
verið þar fimm eða sex þegar best
lét. Í Bolabásnum má reyndar sjá
minjar frá þeim tímum. T.d. gamla
ritvél, sem einhver hefur skilið eftir
og ekki séð ástæðu til að ná í aftur.
Á veggnum hangir líka „listaverk“
sem eignað er Kjartani Gunn-
arssyni, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins. Listaverkið er
m.ö.o. teikning af brosandi karli,
sem minnir á Óla prik, og svo má
sjá litlar slaufur hér og hvar á
verkinu. Undir því er texti sem ein-
hver hefur tekið að sér að setja
saman. Þar segir: „Kjartan Gunn-
arsson framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, sat í blaða-
mannastúku að kveldi 15. apríl
1986 og hlýddi á Jón Baldvin for-
mann Alþýðuflokksins, ræða utan-
ríkismál og Líbýu. Þegar Kjartan
hvarf af vettvangi um miðnætti, lá
eftir hann listaverk: pennateikning
á bakhlið textablaðs frá Þjóðvilj-
anum, málgagni nýlýðræðis og loð-
skinna. Ekki er kunnugt um að
verk eftir nefndan Kjartan Gunn-
arsson hafi fyrr verið sýnt op-
inberlega.“ Svo mörg voru þau orð.
En semsé það er gott að vinna í
Bolabásnum. (Þingfréttararitarar
útvarps og sjónvarps hafa aðstöðu
uppi á háalofti þingsins.) Og stutt
að fara á kaffistofuna í nýja þing-
skálanum, þótt sú kaffistofa sé ekki
eins notalega og kaffistofan sem
var í þinghúsinu sjálfu.
En breytinga er þó að vænta fyr-
ir þingfréttaritara því í nýja þing-
skálanum hefur verið útbúin að-
staða fyrir þingfréttaritara, þ.e. í
gluggalausu herbergi í kjallara
Skálans. Aðstaðan er þó ekki alveg
tilbúin því þangað á víst eftir að
tengja einhverjar rafmagnslínur.
Það er því vonandi að sú bið eigi
eftir að dragast eitthvað meira á
langinn.
Góðar kveðjur úr Bolabásnum
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
GUÐNI Ágústsson landbún-
aðarráðherra sagði í utan-
dagskrárumræðu á Alþingi í
gær, um ástandið á kjötmark-
aðnum, að það gæti komið til
greina að fella í burtu út-
flutningsskyldu á lambakjöti.
Tók hann þó fram að bænda-
samtök og aðrir yrðu að
koma að því verki. Þessi út-
flutningsskylda er nú 25%.
Þuríður Backman, þing-
maður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs,
var málshefjandi umræðunn-
ar. Spurði hún ráðherra m.a.
að því hvernig hann teldi að
bregðast ætti við offram-
leiðslu á kjötmarkaðnum.
Guðni sagði m.a. að hér á
landi ríkti frelsi til athafna
og viðskiptafrelsi.
Offramboð á kjöti
„Offramboð er ekki á
ábyrgð landbúnaðarráð-
herra,“ sagði hann og tók
fram að offramboðið á mark-
aðnum nú lægi í svínakjöts-
framleiðslu og kjúklinga-
framleiðslu.
Síðan sagði hann: „Fram-
leiðsla í öllum greinum kjöts
er frjáls og lýtur ekki tak-
mörkunum á neinn hátt. Í
lögum sem eru undir land-
búnaðarráðherra eru engin
lagaákvæði er heimila honum
að grípa inn í ákvarðanir
bænda um framleiðslumagn.“
Guðni sagði einnig að
framleiðendur ættu að vera
það heiðarlegir við sjálfa sig
og markaðinn að bjóða ekki
vörur sína undir fram-
leiðslukostnaðarverði. „Ef
slíkt er gert leiðir það til
gjaldþrota einstaklinga og
fyrirtækja. Ég veit að allir
þeir aðilar sem á þessum
markaði eru, eru að vinna í
sínum málum og fara yfir
sína stöðu til að fara ekki út í
slíkar aðgerðir, þar sem auga
er fyrir auga og tönn fyrir
tönn.“
Ráðherra sagði að í sumum
löndum væri slíkt athæfi
hreint lögbrot. „Alþingi getur
auðvitað hugleitt það hvort
það vill setja löggjöf í þessu
efni,“ sagði hann og hélt
áfram: „Í þessi samhengi er
rétt að minna á það að það
tekur tvær mínútur að lækka
verðið á afurðunum en það
getur tekið mánuði og ár að
hækka það aftur á nýjan
leik.“
Útflutn-
ingsskylda
afnumin?