Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR fjórum árum tóku Indverj- inn Jai Palarwal og eiginkona hans að leita að kvonfangi handa elsta syni sínum, í samræmi við hefðir þar í landi. Þau leituðu ráða hjá vinum og vandamönnum en það tók þó tvö ár að finna vænlegt kvonfang úr næsta þorpi og fá foreldra stúlkunnar, sem var á unglingsaldri, til að sam- þykkja að setjast niður og ræða hugsanlegan ráðahag. Ekkert varð hins vegar úr brúðkaupi – foreldrar stúlkunnar töldu hana eiga betri kosti í stöð- unni. Síðan þá hefur hvorki geng- ið né rekið í leit Palarwal- hjónanna að tengdadóttur. „Fólk vill að karlpeningurinn hafi vinnu hjá hinu opinbera og eigi stórar landareignir, og hvorugt á við um okkur,“ segir Palarwal, sem starfaði sem rafvirki áður en hann fór á eftirlaun. „Foreldrar ungra kvenna hafa gerst afar vandlátir.“ Hafa efni á að vanda valið Málum er þannig háttað í Har- yana-héraði, þar sem Palarwal- hjónin búa, að foreldrar ungra kvenna geta vel leyft sér að vanda valið á tengdasyni. Stúlk- um hefur nefnilega fækkað veru- lega í Haryana. Á undanförnum árum hafa hlutfallslega fæðst mun færri stúlkubörn í Haryana, sem er landbúnaðarhérað vestur af borg- inni Nýju-Delhí, heldur en annars staðar á Indlandi. Þannig sýna tölur frá síðasta ári að fyrir hverja 1.000 drengi undir sex ára aldri voru aðeins 820 stúlkur. Er þetta hlutfall m.a. afleiðing af aukinni tækni; foreldrar geta nú fengið að vita hvers kyns fóst- ur kona gengur með og þar sem meiri upphefð felst í því á Ind- landi að eignast drengi er fóstur- eyðingum ógjarnan beitt sé um stúlku að ræða. Krefjast ekki heimanmundar Er ástandið nú orðið svo slæmt í Haryana að foreldrar ungra karlmanna eru hættir að krefjast þess að heimanmundur fylgi kvonfanginu; þvert á móti bjóðast þeir gjarnan til að greiða „brúð- arverð“ fyrir vænlegt kvonfang handa sonunum. „Ég mun reyna þá leið,“ segir Palarwal ákveðinn. Segist hann reiðubúinn til að láta af hendi rakna 25 þúsund rúpíur, um 45 þúsund ísl. krónur, til fjölskyldu réttu stúlkunnar. „Mér skal tak- ast að koma syni mínum í hjóna- band – jafnvel þó að það þýði að hann þurfi að kvænast tileygðri konu,“ segir hann. Vakna við vondan draum Margir Indverjar, sem áður glöddust yfir því að geta með að- stoð nútímatækni tryggt sér sveinbarn (og á móti látið eyða stúlkufóstri), eru sem sé núna að vakna upp við vondan draum og átta sig á afleiðingum valsins. „Áður fyrr töluðum við um að kvonfang sona okkar yrði að koma úr réttri stétt, vera af góðu fólki, réttum landshluta,“ segir Mahendra Singh, bóndi í Haryana sem einnig á sæti í bæjarráði í Bhali Anandpur, en hann leitar nú dyrum og dyngjum að eig- inkonu handa 22 ára gömlum syni sínum. „Núna er okkur alveg sama, nú skiptir bara máli að fá stúlku inn á heimilið.“ Það er raunar ólöglegt á Ind- landi að greina kyn fósturs með læknisfræðilegum aðferðum og stúlknaleysið undanfarin misseri hefur haft í för með sér að yf- irvöld hafa nýverið tekið í taum- ana og handtekið fjölda lækna og tæknimanna, sem framkvæma slík próf. Sérfræðingar segja hins vegar auðvelt að fara í kringum lögin og ekkert bendir til að fólk muni skyndilega hætta að vilja fremur sveinbarn en stúlkubarn. „Ekki einu sinni brúðarskort- urinn getur breytt háttum í þessu samfélagi,“ segir Richa Tanwar, yfirmaður kvennafræðideildar Kurukshetra-háskólans í Har- yana, um þá áherslu sem lögð er á það í indverskri menningu að eignast karlkyns erfingja. „Við- horf fólks er að það sé fínt ef ná- granninn eignist dætur, sjálft vill það eftir sem áður bara eignast syni.“ Leitað í fjögur ár – án árangurs The Washington Post Það hefur ekki gengið ýkja vel hjá Jai Palarwal (t.v.) að finna kvonfang handa syni sínum, Satish, sem er 24 ára. Skortur á kvonfangi þjakar unga indverska piparsveina Bhali Anandpur. The Washington Post. ’ Mér skal takast að koma syni mínum í hjónaband. ‘ HARÐAR deilur milli Hugo Chavez forseta og andstæðinga hans í Venes- úela hafa valdið því að útflutningur landsmanna á olíu stöðvaðist á fimmtudag. Allsherjarverkfall hefur staðið í atvinnugreininni í þrjá daga. Forsetinn hefur skipað hernum að vernda olíudælustöðvar og annan búnað og hefur fordæmt verkfalls- menn sem krefjast afsagnar hans. Chavez hefur látið flotann taka nokkur olíuflutningaskip sem verk- fallsmenn stöðvuðu, eitt þeirra er hlaðið um 280 þúsund tunnum af olíu. Sjómenn á dráttarbátum sem annast skip á Maracaibo-stöðuvatninu mikla gengu í lið með verkfallsmönnum en um milljón tunnum af olíu er dælt upp úr lindum á botni vatnsins dag hvern. Um 75% af útflutningstekjum Venesúela koma frá olíuvinnslunni sem er sú fimmta stærsta í heimi. Deiluaðilar segja að ekki sé hægt að útiloka að til blóðugra átaka komi en víða eru haldnir útifundir í höfuð- borginni Caracas. Þjóðvarðliðar koma í veg fyrir að hóparnir sláist og beita til þess vegatálmum og loka brúm milli borgarhverfa. Er efnt var til allsherjarverkfalls í apríl sl. féllu 19 manns í átökunum. Óánægðir yfir- menn í hernum settu þá Chavez af en tveimur dögum síðar var hann á ný kominn til valda með aðstoð stuðn- ingsmanna sinna. Cesar Gaviria, framkvæmdastjóri Samtaka Ameríkuríkja (OAS), hefur reynt að miðla málum en án árangurs, hann er þó sagður eini maðurinn sem nú geti rætt við báða deiluaðila. Ekki fóru fram neinar samningaviðræður á fimmtudag. „Þetta er eins konar kalt borgarastríð sem geisar núna, vegna þess að enn hefur ekki verið gripið til vopna, en það eina sem þarf til að stríðið verði heitt er skot frá einhverj- um sem miðar illa,“ sagði stjórnmála- skýrandinn Alfredo Keller. Chavez hefur ekki aðeins átt í úti- stöðum við verkfallsmenn heldur einnig atvinnurekendur og kaþólsku kirkjuna og samskiptin við Banda- ríkjamenn hafa verið slæm. Hann hefur hins vegar enn verulegan stuðning meðal fátækra. Sakar for- setinn nú verkfallsmenn um að vilja koma sér á kné til þess að hægt verði að einkavæða ríkisolíufélagið. Atvinnulífið í Venesúela að lamast Chavez forseti beitir flotanum gegn verkfallsmönnum í olíuvinnslunni Caracas. AP, AFP. HÆSTIRÉTTUR í Kanada neit- aði á fimmtudaginn með naumum meirihluta Harvard-háskólanum bandaríska um einkaleyfi á erfða- breyttri mús í Kanada, svonefndri „æxlismús“ (á ensku „onco- mouse“), sem notuð er við krabba- meinsrannsóknir. Fimm af níu dómurum réttar- ins höfnuðu beiðni háskólans um einkaleyfi á músinni. Niðurstöð- unni verður einungis breytt með lagasetningu á kanadíska þinginu. Kanada er fyrsta, stóra iðnríkið í heiminum sem meinar Harvard um einkaleyfið, en skólinn hefur þegar fengið slíkt leyfi fyrir mús- inni í Bandaríkjunum, Japan og Evrópusambandinu. Í niðurstöðu meirihluta réttar- ins sagði, að mús gæti ekki talist uppfinning og því væri ekki hægt að veita einkaleyfi á henni. Dóm- ararnir viðurkenndu að misræmis gætti í veitingu einkaleyfa á líf- verum þar sem t.d. hefðu verið gefin einkaleyfi á erfðabreyttu korni og örverum. En sú stað- reynd að í Kanada sé hægt að „fá einkaleyfi á óæðri lífverum ... þýð- ir ekki endilega að hægt sé að fá einkaleyfi á æðri lífverum“, sagði í niðurstöðu meirihluta réttarins. Æxlismúsin var þróuð fyrir um 20 árum af vísindamönnum við Harvard, sem breyttu arfgerð hennar þannig að hún tekur krabbamein hraðar og nýtist þannig betur við rannsóknir. Andstæðingar einkaleyfisveit- ingar voru saman komnir fyrir ut- an byggingu hæstaréttarins í Ott- awa og fögnuðu niðurstöðunni. „Lífverur eru ekki ljósaperur,“ sagði Joanne Dufay, meðlimur Greenpeace-samtakanna. Neitað um einkaleyfi á mús Ottawa. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.