Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 72

Morgunblaðið - 12.12.2002, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að í undirbúningi væri gerð frumvarps sem heimilaði ríkinu að framselja til Landsvirkjunar vatnsréttindin í afréttum Árnessýslu. Kvaðst hann vonast til þess að geta lagt fram frumvarp þessa efnis fram á Alþingi að loknu jólahléi þess. Eins og kunnugt er komst óbyggðanefnd að þeirri niður- stöðu í mars sl. að Landsvirkjun teldist ekki eigandi landsréttinda, þar með talin vatnsréttindi, innan þjóðlendunnar í uppsveitum Árnessýslu. Ríkissjóð- ur væri aftur á móti handhafi þeirra. Fyrirspurn á þingi um stefnuna Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, kvaddi sér hljóðs um þetta mál á Alþingi í gær og spurði forsætisráðherra m.a. að því hver stefna ríkisstjórnarinnar væri varðandi meðferð vatnsréttinda á Þjórsársvæðinu eftir að óbyggða- nefnd hefði úrskurðað að þau væru eign ríkisins en ekki Landsvirkjunar eins og talið var. Forsætisráðherra sagði til þess að líta „að eign- arhald ríkisins í fyrirtækinu hefur ásamt öðru byggst á framsali þessara réttinda til fyrirtækisins skv. sameignarsamningi ríkisins og Reykjavíkur- borgar frá 1. júlí 1965.“ Ráðherra sagði að meðeig- endur ríkisins að Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær, hefðu hins vegar lagt á það áherslu að óbreytt réttarstaða fyrirtækisins yrði að gengnum úrskurði óbyggðanefndar ekki að fullu tryggð nema ríkinu yrði með lögum heimilað að framselja Landsvirkjun þau réttindi, sem samning- urinn frá 1965 tók til. Landsvirkjun skaðast ekki „Hafa bæði borgarstjórinn í Reykjavík og bæj- arstjórinn á Akureyri staðfest þá afstöðu bréflega og beint því til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir lagasetningu í þessa veru. Í ljósi þessarar af- stöðu meðeigendanna hef ég látið hefja undirbún- ing að gerð frumvarps þar að lútandi enda get ég út af fyrir sig tekið undir að það sé nauðsynlegt ef lagt er til grundvallar að í samningnum frá 1965 hafi átt að felast bein eignayfirfærsla þessara réttinda í hefðbundnum einkaeignarréttarlegum skilningi.“ Ráðherra sagði að lokum að aðalatriði málsins væri að Landsvirkjun biði ekki skaða af þeirri nið- urstöðu sem fengist hefði með fyrrgreindum úr- skurði óbyggðanefndar. Vatnsréttindi verði fram- seld til Landsvirkjunar ÞAÐ var í byrjun síðustu ald- ar sem Gnúpverjahreppur og nágrannahreppar seldu Fossafélaginu Títan, sem Ein- ar Benediktsson stofnaði, ásamt fleirum, vatnsréttindi sín í Þjórsá og Tungnaá. Árið 1952 voru þau seld íslenska ríkinu og við stofnun Lands- virkjunar árið 1965 voru þessi lands- og vatnsréttindi ríkisins lögð til af hálfu ríkisins á móti framlagi Reykjavík- urborgar. Á fyrri hluta þessa árs komst óbyggðanefnd hins vegar að því að réttindin væru í eigu rík- isins en ekki Landsvirkjunar þar sem Gnúp- verjahreppur hafi ekki átt réttindin þegar þau voru seld. Búfjáreigendur hafi haft hefðbund- inn afnotarétt af svæðunum en ekki getað talist eigendur þeirra. Áttu ekki réttindin sem þeir seldu JÓN Baldvin – Tilhugalíf er sölu- hæsta bókin á Íslandi vikuna 3. til 9. desember, samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar. Kolbrún Bergþórsdóttir skráði. Skáldsaga Arnaldar Indriða- sonar, Röddin, er í öðru sæti og Sonja eftir Reyni Traustason í því þriðja. Ísland í aldanna rás – 20. öldin (1976–2000) er í fjórða sæti og Útkall – Geysir er horfinn eftir Ótt- ar Sveinsson í því fimmta. Á listanum yfir íslensk og þýdd skáldverk er Röddin í efsta sæti, þá kemur Stolið frá höfundi stafrófs- ins eftir Davíð Oddsson og Nafn- lausir vegir eftir Einar Má Guð- mundsson er í þriðja sæti. <= .A $ AC!$    $0 2' A 6 $# : ; 3 A@ $! E$  =! $AD!9!+B !  #A<3$ . ! ! $AF8D>!     Tilhugalíf söluhæst  Bókasala/32 ALUR álvinnsla ehf. mun byggja upp verksmiðju sína í Helguvík í Reykjanesbæ. Þátttaka fjárfesta á svæðinu átti þátt í að henni var valinn staður þar. Frumkvöðlar fyrirtækisins, Helgi Þór Ingason og Þorsteinn I. Sigfússon, hafa verið að þróa við- skiptahugmynd sem byggist á því að vinna ál úr álgjalli sem fellur til í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Álverin hafa til þessa flutt álgjallið út til endurvinnslu. Einnig er fyrirhugað að end- urvinna brotaál sem safnað er hérlendis. Við vinnsluna verður notaður brennsluofn með tækni sem þróuð hefur verið í Evrópu en hún er talin um- hverfisvænni en sú tækni sem notuð hefur verið. Fyrirtækið verður fyrsta innlenda meginstarf- semin sem leiðir af álframleiðslu hér á landi. Fjárfesta í fyrirtækinu Forystumenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar buðu fram aðstöðu fyrir álvinnsluna á iðnaðar- svæðinu í Helguvík og tóku þátt í að kynna við- skiptahugmyndina fyrir fjárfestum á svæðinu sem ákváðu að leggja fram hlutafé. Það varð til þess að frumkvöðlarnir völdu Helguvík. Helgi Þór Ingason vonast til að gengið verði frá öllum samningum á næstu vikum þannig að hægt verði að hefja framleiðslu næsta haust. Álvinnsla í Helguvík  Álgjall/24 FÉLAGAR í Félagi heyrnarlausra hér á landi fjölmenntu á þingpallana á Alþingi í gær til að fylgjast með umræðum um réttindi heyrn- arlausra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, vakti athygli á málefnum heyrnarlausra í fyrirspurn- artíma. Í máli Tómasar Inga Olrich mennta- málaráðherra kom m.a. fram að í dag yrði hald- inn fundur með fulltrúum Ríkisútvarpsins um möguleika þess að íslenskt sjónvarpsefni verði textað. „Ég hef einsett mér að beita mér fyrir þessu máli,“ sagði hann. Morgunblaðið/Árni Torfason Túlkar mættu á Alþingi í gær til að þýða umræðuna fyrir félaga úr Félagi heyrnarlausra sem fjölmenntu á þingpalla við umræðuna. Fundur um textun íslensks sjónvarpsefnis  Álitamál/10 NÝTT öryggis- og sprengjuleit- arkerfi vegna sprengjuleitar í farangri verður tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um næstu áramót. Mun þetta einn fullkomnasti öryggisbúnaður af þessu tagi sem völ er á í heim- inum. Búnaðurinn, sem kostar um 210 milljónir kr., er hálfsjálf- virkur og tengdur gegnumlýs- ingarvél sem skynjar sjálf far- angur sem þarfnast frekari skoðunar vegna öryggiseftirlits á flugvellinum. Einnig hefur verið tekin í notkun á flugvellinum sérhönn- uð bifreið af gerðinni Mercedes- Benz sem búin er sérstakri gegnumlýsingarvél vegna leitar í vöru- og póstsendingum sem fara um flugvöllinn. Hið nýja öryggiskerfi var kynnt í gær og við það tækifæri undirritaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra endurskoð- aða neyðaráætlun fyrir flugvöll- inn. Þar er m.a. að finna nýja viðbragðsáætlun vegna sprengjuhótana, flugrána og mögulegra sýklavopna. Nýr sprengjuleitarbúnaður í notkun í flugstöðinni Fullkomið öryggiskerfi  Getur/37 NOTAST á við þrjár aðferðir við að koma Guðrúnu Gísladótt- ur, sem liggur á hafsbotni undan ströndum Noregs, aftur á flot. Nota á tanka, belgi og loft til að lyfta skipinu. Stefnt er að því að það verði komið til hafnar fyrir jól. Um borð í skipinu er farmur sem lýst hef- ur verið sem einum verðmætasta farmi Ís- landssögunnar, 870 tonn af frystum síldar- flökum, sem talið er að séu óskemmd. Að sögn Hauks Guðmundssonar, eiganda Íshúss Njarðvíkur, sem hefur keypt skipið, kemur á fjórða tug manna að aðgerðinni. Vona að síldin um borð sé óskemmd Flak Guðrúnar Gísladóttur  Flókin aðgerð/36

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.