Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 12.12.2002, Qupperneq 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að í undirbúningi væri gerð frumvarps sem heimilaði ríkinu að framselja til Landsvirkjunar vatnsréttindin í afréttum Árnessýslu. Kvaðst hann vonast til þess að geta lagt fram frumvarp þessa efnis fram á Alþingi að loknu jólahléi þess. Eins og kunnugt er komst óbyggðanefnd að þeirri niður- stöðu í mars sl. að Landsvirkjun teldist ekki eigandi landsréttinda, þar með talin vatnsréttindi, innan þjóðlendunnar í uppsveitum Árnessýslu. Ríkissjóð- ur væri aftur á móti handhafi þeirra. Fyrirspurn á þingi um stefnuna Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, kvaddi sér hljóðs um þetta mál á Alþingi í gær og spurði forsætisráðherra m.a. að því hver stefna ríkisstjórnarinnar væri varðandi meðferð vatnsréttinda á Þjórsársvæðinu eftir að óbyggða- nefnd hefði úrskurðað að þau væru eign ríkisins en ekki Landsvirkjunar eins og talið var. Forsætisráðherra sagði til þess að líta „að eign- arhald ríkisins í fyrirtækinu hefur ásamt öðru byggst á framsali þessara réttinda til fyrirtækisins skv. sameignarsamningi ríkisins og Reykjavíkur- borgar frá 1. júlí 1965.“ Ráðherra sagði að meðeig- endur ríkisins að Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Akureyrarbær, hefðu hins vegar lagt á það áherslu að óbreytt réttarstaða fyrirtækisins yrði að gengnum úrskurði óbyggðanefndar ekki að fullu tryggð nema ríkinu yrði með lögum heimilað að framselja Landsvirkjun þau réttindi, sem samning- urinn frá 1965 tók til. Landsvirkjun skaðast ekki „Hafa bæði borgarstjórinn í Reykjavík og bæj- arstjórinn á Akureyri staðfest þá afstöðu bréflega og beint því til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir lagasetningu í þessa veru. Í ljósi þessarar af- stöðu meðeigendanna hef ég látið hefja undirbún- ing að gerð frumvarps þar að lútandi enda get ég út af fyrir sig tekið undir að það sé nauðsynlegt ef lagt er til grundvallar að í samningnum frá 1965 hafi átt að felast bein eignayfirfærsla þessara réttinda í hefðbundnum einkaeignarréttarlegum skilningi.“ Ráðherra sagði að lokum að aðalatriði málsins væri að Landsvirkjun biði ekki skaða af þeirri nið- urstöðu sem fengist hefði með fyrrgreindum úr- skurði óbyggðanefndar. Vatnsréttindi verði fram- seld til Landsvirkjunar ÞAÐ var í byrjun síðustu ald- ar sem Gnúpverjahreppur og nágrannahreppar seldu Fossafélaginu Títan, sem Ein- ar Benediktsson stofnaði, ásamt fleirum, vatnsréttindi sín í Þjórsá og Tungnaá. Árið 1952 voru þau seld íslenska ríkinu og við stofnun Lands- virkjunar árið 1965 voru þessi lands- og vatnsréttindi ríkisins lögð til af hálfu ríkisins á móti framlagi Reykjavík- urborgar. Á fyrri hluta þessa árs komst óbyggðanefnd hins vegar að því að réttindin væru í eigu rík- isins en ekki Landsvirkjunar þar sem Gnúp- verjahreppur hafi ekki átt réttindin þegar þau voru seld. Búfjáreigendur hafi haft hefðbund- inn afnotarétt af svæðunum en ekki getað talist eigendur þeirra. Áttu ekki réttindin sem þeir seldu JÓN Baldvin – Tilhugalíf er sölu- hæsta bókin á Íslandi vikuna 3. til 9. desember, samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar. Kolbrún Bergþórsdóttir skráði. Skáldsaga Arnaldar Indriða- sonar, Röddin, er í öðru sæti og Sonja eftir Reyni Traustason í því þriðja. Ísland í aldanna rás – 20. öldin (1976–2000) er í fjórða sæti og Útkall – Geysir er horfinn eftir Ótt- ar Sveinsson í því fimmta. Á listanum yfir íslensk og þýdd skáldverk er Röddin í efsta sæti, þá kemur Stolið frá höfundi stafrófs- ins eftir Davíð Oddsson og Nafn- lausir vegir eftir Einar Má Guð- mundsson er í þriðja sæti. <= .A $ AC!$    $0 2' A 6 $# : ; 3 A@ $! E$  =! $AD!9!+B !  #A<3$ . ! ! $AF8D>!     Tilhugalíf söluhæst  Bókasala/32 ALUR álvinnsla ehf. mun byggja upp verksmiðju sína í Helguvík í Reykjanesbæ. Þátttaka fjárfesta á svæðinu átti þátt í að henni var valinn staður þar. Frumkvöðlar fyrirtækisins, Helgi Þór Ingason og Þorsteinn I. Sigfússon, hafa verið að þróa við- skiptahugmynd sem byggist á því að vinna ál úr álgjalli sem fellur til í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Álverin hafa til þessa flutt álgjallið út til endurvinnslu. Einnig er fyrirhugað að end- urvinna brotaál sem safnað er hérlendis. Við vinnsluna verður notaður brennsluofn með tækni sem þróuð hefur verið í Evrópu en hún er talin um- hverfisvænni en sú tækni sem notuð hefur verið. Fyrirtækið verður fyrsta innlenda meginstarf- semin sem leiðir af álframleiðslu hér á landi. Fjárfesta í fyrirtækinu Forystumenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar buðu fram aðstöðu fyrir álvinnsluna á iðnaðar- svæðinu í Helguvík og tóku þátt í að kynna við- skiptahugmyndina fyrir fjárfestum á svæðinu sem ákváðu að leggja fram hlutafé. Það varð til þess að frumkvöðlarnir völdu Helguvík. Helgi Þór Ingason vonast til að gengið verði frá öllum samningum á næstu vikum þannig að hægt verði að hefja framleiðslu næsta haust. Álvinnsla í Helguvík  Álgjall/24 FÉLAGAR í Félagi heyrnarlausra hér á landi fjölmenntu á þingpallana á Alþingi í gær til að fylgjast með umræðum um réttindi heyrn- arlausra. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, vakti athygli á málefnum heyrnarlausra í fyrirspurn- artíma. Í máli Tómasar Inga Olrich mennta- málaráðherra kom m.a. fram að í dag yrði hald- inn fundur með fulltrúum Ríkisútvarpsins um möguleika þess að íslenskt sjónvarpsefni verði textað. „Ég hef einsett mér að beita mér fyrir þessu máli,“ sagði hann. Morgunblaðið/Árni Torfason Túlkar mættu á Alþingi í gær til að þýða umræðuna fyrir félaga úr Félagi heyrnarlausra sem fjölmenntu á þingpalla við umræðuna. Fundur um textun íslensks sjónvarpsefnis  Álitamál/10 NÝTT öryggis- og sprengjuleit- arkerfi vegna sprengjuleitar í farangri verður tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um næstu áramót. Mun þetta einn fullkomnasti öryggisbúnaður af þessu tagi sem völ er á í heim- inum. Búnaðurinn, sem kostar um 210 milljónir kr., er hálfsjálf- virkur og tengdur gegnumlýs- ingarvél sem skynjar sjálf far- angur sem þarfnast frekari skoðunar vegna öryggiseftirlits á flugvellinum. Einnig hefur verið tekin í notkun á flugvellinum sérhönn- uð bifreið af gerðinni Mercedes- Benz sem búin er sérstakri gegnumlýsingarvél vegna leitar í vöru- og póstsendingum sem fara um flugvöllinn. Hið nýja öryggiskerfi var kynnt í gær og við það tækifæri undirritaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra endurskoð- aða neyðaráætlun fyrir flugvöll- inn. Þar er m.a. að finna nýja viðbragðsáætlun vegna sprengjuhótana, flugrána og mögulegra sýklavopna. Nýr sprengjuleitarbúnaður í notkun í flugstöðinni Fullkomið öryggiskerfi  Getur/37 NOTAST á við þrjár aðferðir við að koma Guðrúnu Gísladótt- ur, sem liggur á hafsbotni undan ströndum Noregs, aftur á flot. Nota á tanka, belgi og loft til að lyfta skipinu. Stefnt er að því að það verði komið til hafnar fyrir jól. Um borð í skipinu er farmur sem lýst hef- ur verið sem einum verðmætasta farmi Ís- landssögunnar, 870 tonn af frystum síldar- flökum, sem talið er að séu óskemmd. Að sögn Hauks Guðmundssonar, eiganda Íshúss Njarðvíkur, sem hefur keypt skipið, kemur á fjórða tug manna að aðgerðinni. Vona að síldin um borð sé óskemmd Flak Guðrúnar Gísladóttur  Flókin aðgerð/36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.