Morgunblaðið - 17.12.2002, Side 4

Morgunblaðið - 17.12.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SAMGÖNGUÁÆTLUN til tólf ára, þ.e. fyrir árin 2003 til 2014, sem Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur lagt fram á Alþingi, er gert ráð fyrir því að um 240 millj- arðar fari í samgöngumál á tíma- bilinu. Áætluninni er skipt niður í þrjú fjögurra ára tímabil. Þannig er t.d. gert ráð fyrir því að tæplega 80 milljarðar fari til samgöngumála á hverju þessara tímabila. Þar af er framlag til vegamála mest, en gert er ráð fyrir því að um 55 til 57 millj- arðar fari til þess málaflokks á hverju tímabili, eða samtals um 162 milljarðar á tólf árum. Hluti þessara fjármuna eru markaðir tekjustofnar. Áætlunin tekur til flugs, siglinga og landssamgangna og er m.a. lögð fram á grundvelli nýrra laga um samgönguáætlun. Í henni er grunn- net samgangna skilgreint, gerð er grein fyrir áherslum og markmiðum tímabilsins, fjármálum og helstu framkvæmdum næstu tólf ára. Uppbygging vega yfir hálendið Í áætluninni kemur m.a. fram að stefnt sé að því að hefja uppbygg- ingu helstu landsvega yfir hálendið á tímabilinu, þ.e. Sprengisandsleiðar, Kjalvegar, Fjallabaksleiðar nyrðri og Kaldadalsvegar. Einnig kemur fram í áætluninni að skv. því fjármagni sem gert er ráð fyrir að fari til samgöngumála á tímabilinu eigi að vera hægt að ljúka þeim verkefnum sem ákveðin eru í jarðgangaáætlun, þ.e. jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og jarðgöngum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Þá er stefnt að því að ljúka við endurbyggingu vegar milli Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar í tengslum við fyrirhugað álver í Reyðarfirði. Meðal þeirra framkvæmda sem stefnt er að því að hefja á fyrsta tímabili áætlunarinnar, þ.e. frá 2003 til 2006, er gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar og að Hringbraut verði færð frá Miklatorgi að Sóleyjargötu. Einnig er lagt til að framkvæmdir við Sundabraut hefjist á fyrsta tíma- bilinu en þær verði fjármagnaðar að einhverju leyti með lántökum þannig að unnt verði að dreifa greiðslum á lengri tíma. Þá er lagt til að tvöföldun Reykja- nesbrautar milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur hefjist á fyrsta tímabilinu og haldi síðan áfram út áætlunartím- ann. Auk þess er lagt til að lokið verði við brú á Þjórsá á fyrsta tíma- bilinu sem og vegagerð um hana. Samgönguáætlun til ársins 2014 lögð fram á Alþingi 240 milljarðar til samgöngumála ÞAÐ er í mörgu að snúast fyrir jól- in og ljóst að allir sem vettlingi geta valdið hafa eitthvað að gera. Með- limir Hjálparsveitar skáta í Kópa- vogi notuðu helgina til að pakka flugeldum og kunnu Árni Jónsson og Bryndís Ósk Pálsdóttir, sem eru fremst á myndinni, vel til verka. Segja má að eitt taki við af öðru hjá neytendum. Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson Flugeldunum pakkað HELGI Jóhannesson, formaður stjórnar Sambands garðyrkjubænda, segir að stofnun Græns ehf. breyti litlu varðandi starfsskilyrði bænda og grænmetismarkaðinn nema hvað kaupendum fækki um einn og þeir verði þrír framvegis. Þeir eru, auk Græns, Búr og Mata ehf. Hann segir að út af fyrir sig sé það áhyggjuefni að þrýstingur á fram- leiðendur um betri kjör sé að aukast frá kaupendum en viðbrögð framleið- enda verði væntanlega þau að halda betur utan um afurðasöluna. Aðalbreytingin á árinu sé eftir sem áður þegar tollar voru afnumdir af grænmeti. Nú ráði heimsmarkaður- inn verðinu. Þá hafi breytingar verið gerðar á sölukerfi grænmetisbænda þegar Fengur seldi Sölufélag garð- yrkjumanna í haust til hóps bænda en hið nýja fyrirtæki býður eingöngu upp á íslenskt grænmeti. „Það segir sig sjálft að eftir því sem kaupendum fækkar þá styrkja þeir stöðu sína og stór kaupandi get- ur gert meiri kröfur en lítill um verð og afslætti. Þannig að pressan verður þá meiri á framleiðendur,“ segir Helgi. Baugur Group hf. og Eignarhalds- félagið Fengur hf. munu eiga jafnan hlut í Grænu ehf., 50% hvort, en í eigu þess verða tvö heildsölufyrirtæki á grænmetis- og ávaxtamarkaði, Ban- anar ehf. og Ávaxtahúsið, Nýtt og ferskt ehf. Að sögn Helga hefur stjórn Sam- bands garðyrkjubænda ekki fjallað sérstaklega um málið en Helgi segir að garðyrkjubændur séu sammála um að í sjálfu sér gefi samruninn ekki tilefni til neinna aðgerða af hálfu þeirra. „Ég heyri á bændum að þetta breyti ekki miklu um okkar starfs- skilyrði, miðað við hvernig staðan var orðin,“ segir hann. Samband garðyrkjubænda um stofnun Græns ehf. Lítil áhrif á græn- metismarkaðinn INGIMAR Jónsson, forstjóri versl- anakeðjunnar Kaupáss, sem er með- al aðaleigenda Búrs hf., segir að það hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart að samkeppnisráð hafi heimilað sam- runa Ávaxtahússins, Banana og Nýs og fersks ehf. í eitt fyrirtæki, Grænt ehf. Eigendur nýja fyrirtækisins, Baugur og Fengur, sem er aðaleig- andi Banana, hafi haft tengsl með því að reka saman Ávaxtahúsið, sem er ávaxta- og grænmetislager Baugs. Sú staða hafi m.a. gert það að verk- um að Kaupás hafi ekki lengur séð sér fært að eiga viðskipti við Banana. Því hafi fyrirtækið tekið þátt í stofn- un ávaxta- og grænmetisdeildar Búrs í byrjun októbers síðastliðins. Frá þeim tíma hafi verð á þessum vörum til neytenda lækkað enn frek- ar. Ingimar bendir á að samkvæmt opinberum gögnum hafi Mata og Bananar haft samráð á grænmetis- markaðnum. Um nokkurn tíma hafi fákeppni myndast í heildsölu á grænmeti og ávöxtum. Út úr því mynstri hafi Kaupás viljað komast. „Við vildum brjótast undan því oki sem var hreinlega í þessum viðskipt- um. Síðan er ansi hart að heyra for- svarsmenn Mata tala um það núna að nú sé að verða til einhver fákeppni á þessum markaði. Fákeppni hefur verið til staðar og af þeim sökum réðumst við í innflutninginn til að geta verið samkeppnisfærir í ávöxt- um og grænmeti. Enda sýnir það sig að frá því að Búr hóf þennan inn- flutning hefur verð á þessum vörum lækkað,“ segir Ingimar en þess skal getið að Kaupás rekur verslanir Nóatúns, 11-11 og Krónunnar. Aðspurður hvort Búr ætli að halda áfram þessum innflutningi segir Ingimar að svo verði, enda séu menn ánægðir með hvernig til hafi tekist. Forstjóri Kaupáss um grænmetismarkaðinn Fákeppni leiddi til innflutnings Búrs EINAR Oddur Kristjánsson alþing- ismaður er bjartsýnn á að sátt muni nást um ágreiningsatriði í raforku- lagafrumvarpi iðnaðarráðherra. Bráðabirgðaákvæði frumvarpsins kveða á um að nefnd verði falið að komast að niðurstöðu um deiluatrið- in fyrir lok næsta árs. „Við höfum deilt mjög harkalega um þetta og það hefur verið ákveðið að taka deilumálin frá og reyna að leita lausna á þeim. Ég hlýt að vera bjartsýnn á að okkur takist það.“ Einar Oddur leggur áherslu á að skýrt verði hvernig jöfnun á raforku- kostnaði verði háttað og hún verði á sem breiðustum grunni. Hins vegar verði rekstraröryggis gætt í hinum dreifðu byggðum þar sem vitað er að engri samkeppni verður við komið. Einar Oddur um raforkufrumvarpið Bjartsýnn á að lausn verði fundin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.