Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 19 Á fljúgandi fer› - um jólin 15% afsláttur af brettapökkum (bretti, skór og bindingar) Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 fiegar flú breg›ur flér í bæinn á bílnum er gott a› huga a› gó›ri gistingu fyrir hann á me›an flú sinnir flínum málum. Kolaporti› bí›ur „gistingu“ fyrir bíla á 1,33 kr. mínútuna. Hér er gó› gisting undir flaki á notalegum sta›. Lægsta gjald er 80 kr. fyrir eina klukkustund og eftir fla› borgar flú a›eins fyrir flann tíma sem flú notar, e›a 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur. Mána›arkort í Kolaport bjó›ast á a›eins 5.600 kr.*) Ód‡r gisting fyrir bílinn flinn Kolaport vi› Arnarhól *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5. AL Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem var hársbreidd frá því að ná kjöri sem forseti fyrir tveimur árum, hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram gegn George W. Bush forseta í kosning- unum 2004. Ólíklegt er að hann fái annað tækifæri til að verða forseti. „Ég held að það væri ekki rétt af mér að [fara fram],“ sagði Gore á sunnudaginn. Hann sagði að annað kapphlaup við Bush myndi „óhjá- kvæmilega fela í sér að athyglin myndi beinast að fortíðinni og það myndi varpa skugga á framtíðina, sem ég held að öll kosningabarátta eigi að snúast um,“ sagði Gore í fréttaþættinum „60 mínútur“ á sjónvarpsstöðinni CBS á sunnudag- inn. Gore sagðist enn hafa næga orku og kraft til að fara í framboð, en „það voru margir í Demókrata- flokknum sem voru úrvinda [eftir kosningabaráttuna 2000] og vildu ekki ganga í gegnum það aftur. Og ég einfaldlega vil taka tillit til þessa fólks“. Gore sagðist reikna með að öld- ungadeildarþingmaðurinn Joseph Lieberman, sem var varaforsetaefni hans, byði sig fram. Howard Dean, ríkisstjóri Vermont, hefur þegar boðið sig fram og öldungadeild- arþingmaðurinn John Kerry er byrjaður að kanna málið. Aðrir sem íhuga málið eru Tom Daschle, leið- togi demókrata í öldungadeildinni, Dick Gephardt, fulltrúadeild- arþingmaður, og John Edwards, öldungadeildarþingmaður. Auðveldasta bráðin Það er líklega flokknum til fram- dráttar að Gore hefur ákveðið að draga sig í hlé, segja margir demó- kratar sem vildu ekki að Bush og Gore ettu kappi í annað sinn. „Það hefði verið auðveldast fyrir Bush að vinna hann af öllum okkar mönn- um,“ sagði Gale Kaufman, ráðgjafi Demókrataflokksins í Kaliforníu. Fjöldi demókrata sagði samvisku- samlega í viðtölum eftir að Gore til- kynnti um ákvörðun sína að þar með hefði flokkurinn misst topp- frambjóðanda, en margir minntust líka á þá kosti sem fylgdu ákvörð- uninni. Nú geta menn farið að snúa sér af krafti að öðrum vongóðum demókrötum, sem kunna að verða fleiri en reiknað hafði verið með. „Það er ljóst að með honum hverfur mjög hæfur og reyndur frambjóðandi. Það er alltaf sárt fyr- ir flokkinn að sjá á bak manni með slíka reynslu af kosningum,“ sagði Ron Klain, sem tók þátt í kosninga- baráttu Gore 2000. „En aftur á móti gefur þetta auðvitað fjölmörgum nýjum mönnum möguleika á að láta til sín taka.“ Gott fyrir Lieberman Brotthvarf Gore mun koma sér hvað best fyrir Lieberman, sem hafði heitið því að bjóða sig ekki fram gegn Gore. Talið er að Lieb- erman muni fljótlega tilkynna fram- boð sitt. Kerry og Dean kunna að geta nýtt tækifærið nú, á meðan fá- ir eru um hituna. Allnokkrir ráð- gjafar Demókrataflokksins nefndu Edwards er rætt var um nauðsyn þess að fá nýja menn til forystu. Einnig telja menn að brotthvarf Gore gefi aukið svigrúm á vinstra væng flokksins fyrir menn á borð við Gephardt, sem hefur lengi haft náin tengsl við launþegasamtök, og íhugar framboð. Á meðan enginn hefur augljóslega forystuna kunna enn aðrir, minna þekktir, að telja sig eiga tækifæri, þ. á m. Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingi, og öldungadeildarþingmennirnir Joe Biden og Christopher Dodd. Engar opinberar yfirlýsingar bárust úr Hvíta húsinu um tilkynn- ingu Gore, en ráðgjafar Bush for- seta sögðu í einkasamtölum að þeir hefðu viljað fá að takast á við Gore aftur. „Hann hefði verið fyrirsjáan- legasti frambjóðandinn,“ sagði Whit Ayres, ráðgjafi í Repúblíkana- flokknum. „Maður veit nákvæmlega hvernig maður á að haga framboði gegn Gore og núna verður þetta ekki nærri eins fyrirsjáanlegt fyrir forsetann.“ Ekki horfinn Þrátt fyrir orð Gore um að hann ætli ekki aftur í framboð hafa sumir demókratar sagt að þeir reikni með að hann reyni seinna meir að verða forseti, e.t.v. strax 2008, en öld- ungadeildarþingmaðurinn Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi for- setafrú, er sögð íhuga framboð þá. Og brotthvarf Gore, sem hefur ver- ið sakaður um að reyna sífellt að sýna á sér nýjar hliðar, kann að vera besta leiðin fyrir hann til að breyta ímyndinni, segja þessir demókratar. Gore sagði sjálfur að hann myndi að öllum líkindum ekki fá tækifæri til annars framboðs. „Ég hef engar áætlanir um að bjóða mig fram í framtíðinni,“ sagði hann. En hvað sem úr verður segja demókratar að það hafi verið snjallt af honum að hætta. „Þeir eru margir sem bera ekki skynbragð á það hvenær leikn- um er í raun lokið,“ sagði Jim Duffy, ráðgjafi Demókrataflokksins í Washington. „Gore veit að hann fékk tækifæri en náði ekki að nýta það. Þetta er búið.“ Brotthvarf Gore veitir mörgum tækifæri AP Al Gore í viðtali í sjónvarpsþættinum „60 mínútur“ á sunnudaginn. Segist reikna með að Lieberman gefi kost á sér 2004 Washington. AP. ’ Gore veit að hannfékk tækifæri en náði ekki að nýta það. Þetta er búið. ‘ HENRY Kissinger, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér síðastliðinn föstudag sem formaður nefndar er á að kanna þau mis- tök, sem banda- rískum leyniþjón- ustustofnunum urðu á fyrir hryðjuverkin 11. september. George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, skipaði í gær Tom Keane, fyrrverandi ríkis- stjóra New Jersey, í formannsemb- ættið. Afsögn Kissingers kom á óvart en Kissinger kvað ástæðuna vera hags- munaárekstur. Hvíta húsið birti bréf, sem Kissinger sendi en í því segir hann, að hann óttist, að tilraun- ir til að leysa úr ýmiss konar hags- munaárekstri muni verða til að tefja störf nefndarinnar. Þess vegna hafi hann ákveðið að segja af sér. Í bréfinu kom fram að Kissinger væri ekki tilbúinn til að birta nöfn viðskiptavina sinna en hann rekur ráðgjafarfyrirtæki. Krafa um slíka nafnabirtingu kom fram á fimmtu- dag í liðinni viku þegar demókratar og repúblíkanar í siðanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings birtu það álit sitt að allir þeir sem í rannsókn- arnefndinni sætu þyrftu að veita upplýsingar um fjárreiður sínar í samræmi við starfsreglur þingsins. Dagblaðið The New York Times hafði eftir ónefndum vini Kissingers að hann hefði ekki verið tilbúinn til að verða við þeirri kröfu. Hefði hann þá neyðst til að birta nöfn þeirra ein- staklinga og fyrirtækja sem hann hefur veitt ráðgjöf. Kissinger hefði ævinlega lagt á það ríka áherslu við viðskiptavini sína að þeir mættu ekki skýra frá því að þeir hefðu þegið ráð- gjöf hans. Með sama hætti vildu fjöl- mörg þeirra fyrirtækja sem keyptu þjónustu Kissingers ekki að upplýst væri að þau viðskipti hefðu átt sér stað. Slíkar upplýsingar gætu gagnast keppinautum þeirra með ýmsum hætti. Kissinger hefði og komist að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt hann birti nöfn viðskiptavina sinna myndi koma fram sú krafa að hann seldi fyrirtæki sitt. Hefði hann ákveðið að segja af sér því fyrirtækið væri hann ekki tilbúinn að láta af hendi. Afsögn Kissingers úr nefnd um mistök leyniþjónustunnar Vildi ekki birta nöfn við- skiptavina fyrirtækis síns Henry Kissinger

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.