Morgunblaðið - 17.12.2002, Page 24

Morgunblaðið - 17.12.2002, Page 24
SUÐURNES 24 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                                                                                  Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í Fossvogskirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00 til 15:00. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is                    HÁTÍÐ var í fjölskyldu Jóns Ár- sæls Gíslasonar og Jönju Lucic í Grindavík um helgina, en þá voru þrírburadætur þeirra skírðar. Fengu þær nöfnin Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir, Natalia Jenny Lucic Jónsdóttir og Anna Mar- grét Lucic Jónsdóttir. Þríburasysturnar fæddust á Landspítalanum – háskólasjúkra- húsi 12. september síðastliðinn. Jón Ársæll telur að þetta sé fyrsta þríburafæðingin í Grinda- vík en fyrir eru þríburar á staðn- um sem fluttu frá Húsavík. Jón Ársæll og Janja voru ánægð með daginn. Jakob Rol- land, prestur katólska safnaðar- ins, skírði systurnar í Grindavík- urkirkju. Mikil vinna fylgir því að eign- ast þríbura og því hafa Jón Ár- sæll og Janja kynnst. „Þetta hefst allt saman, við látum það ganga,“ segir Jón Ársæll. Hann segir að dæturnar séu rólegar og góðar. Fyrir eiga þau rúmlega tveggja ára son, Adam Lucic, og segir Jón að það sé næstum því jafn mikil vinna að sinna honum og öllum þríburunum. Þau hafa notið aðstoðar systur Jönju frá því dæt- urnar fæddust en hún býr í Kró- atíu og er að fara heim í jólafrí. Myndin var tekin þegar séra Jakob Rolland skírði Theu Ólafíu en hún er í öruggum höndum móður sinnar, Jönju, og faðirinn, Jón Ársæll, stendur við hlið þeirra. Næst er Natalia Jenny sem Eva Greguricevic, systir Jönju, heldur á. Fjærst er Anna Margrét og á henni heldur frænka þeirra, Martina Lucic. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Rólegar og góðar þríburasystur Grindavík UNNIÐ var að fjárhagsáætlun Vatnsleysustrandarhrepps fyrir næsta ár með það að markmiði að halda þjónustustigi sveitarfélagsins við íbúana, þrátt fyrir þungar af- borganir lána. Gjaldskrár fyrir þjón- ustu sveitarfélagsins hækka um 10% um áramót. Fjárhagsáætlun hreppsins fyrir árið 2003 var samþykkt samhljóða á fundi fyrr í vikunni. Jón Gunnarsson oddviti sagði að áætlunin sýndi að- hald án skerðingar á þjónustu. Eftir honum er bókað í fundargerð að fjár- hagsáætlunin beri svip af þeim miklu framkvæmdum sem verið hafa í hreppnum undangengin ár. Gjaldskrár hækka um 10% Heildartekjur samkvæmt sam- stæðureikningi eru áætlaðar 364 milljónir kr. Jón segir að mikil fjölg- un íbúa í hreppnum skapi auknar tekjur sem þó sé erfitt að áætla. Var- lega hafi verið farið í áætlun skatt- tekna vegna þess samdráttar sem virtist vera í efnahagslífinu. Tekju- stofnar eru nýttir með sama hætti og á yfirstandandi ári. Þó er lóðarleiga lækkuð. Eldri borgarar fá aukinn af- slátt af fastteignagjöldum. Þá er gjaldskrá þjónustu hækkuð um ná- lægt 10%, meðal annars gjaldskrá leikskóla. Segir Jón að hún hafi verið óbreytt nokkuð lengi þrátt fyrir auk- inn launakostnað og sé hún sam- ræmd því sem algengt er í nágranna- sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir litlum fram- kvæmdum og að mestu óbreyttum rekstri. Rekstrargjöld fyrir fjár- magnsliði og afskriftir eru 298 millj- ónir kr. Mest fer til fræðslumála eða nærri 155 milljónir kr. Með afskrift- um og fjármagnsgjöldum eru útgjöld samtals 323 milljónir króna og er þá liðlega 41 milljón eftir til niður- greiðslu lána og fjárfestinga. Til fjárfestinga er varið tæpum 12 milljónum kr. Vatnsleysustrandar- hreppur hefur skipulagt iðnaðar- svæði og fyrsta fyrirtækið er komið þangað. Fram kom hjá oddvita að gert væri ráð fyrir markaðssetningu iðnaðarlóðanna með það í huga að laða að ný fyrirtæki og stuðla þannig að auknu atvinnuframboði í hreppn- um. Beita aðhaldi án skerðing- ar á þjónustu Vatnsleysustrandarhreppur NÚ fagna himins englar er yfir- skrift jólatónleika sem haldnir verða í Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 18. desember klukkan 20. Fram koma söngvararnir Mar- grét Sigurðardóttir, Edda Hrund Harðardóttir, Hafsteinn Þórólfsson og Þorbjörn Sigurðsson sem einnig leikur á gítar. Anna Rún Atladóttir leikur á píanó. Tónlistin er tileinkuð jólunum og aðventunni, ýmist einsöngs- eða samsöngslög og kemur úr ýmsum áttum. Á efnisskránni eru m.a. Ave María eftir Bizet og Corpus Christi Carol eftir Britten, aríur úr Mess- íasi eftir Händel ásamt íslenskum þjóðlögum og ýmsum öðrum verk- um. Boðið verður upp á léttar veit- ingar í hléi og í einhverjum lögum syngja þeir með sem vilja. Nú fagna himins englar Keflavík JÓHANNES Jensson hefur verið skipaður aðstoðaryfirlög- regluþjónn við embætti sýslu- mannsins í Keflavík. Hann tekur við starfi Karls Her- mannsson- ar sem skipaður var yfirlög- regluþjónn fyrr í vetur. Jóhannes er 48 ára gamall og hefur starfað í lögreglunni í Keflavík frá árinu 1975, nú síð- ast sem lögreglufulltrúi í rann- sóknardeild. Skipunin gildir frá 1. desember. Nýr aðstoð- aryfirlög- regluþjónn Keflavík FULLTRÚAR Framsóknarflokks- ins í bæjarstjórn Grindavíkur vilja að komið verði upp greinargóðum merkingum við báða enda nýja Bláa- lónsvegarins. Tillaga þeirra um þetta efni var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Hallgrímur Bogason og Dagbjart- ur Willardsson, fulltrúar Framsókn- arflokksins, sem er í minnihluta í bæjarstjórn, sögðu í greinargerð með tillögu sinni að hálft ár væri liðið síðan langþráður draumur um veg sunnan Þorbjarnar varð að veru- leika. Vegurinn tengi hið stórfeng- lega Bláa lón við byggðina í Grinda- vík og sé meðal annars ætlað að auka umferð ferðamanna. En þar sem nær engir viti af veginum sé hann lít- ið notaður. Minnihlutinn segist árangurslaust hafa bent á þetta vandamál og því sé nauðsynlegt að flytja um það form- lega tillögu. Lögðu þeir til að bæj- arstjóra verði falið að koma upp greinargóðri merkingu við báða enda nýja vegarins sem sýni Grinda- vík og Bláa lónið. Merkingarnar verði komnar upp fyrir árslok. Til- lagan var samþykkt samhljóða Fulltrúar Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks í meirihluta bæjar- stjórnar létu bóka að þeir tækju und- ir áhyggjur minnihlutans varðandi þetta mál. Bentu á að það væri hlut- verk Vegagerðarinnar að annast merkingar vega og verði það að telj- ast óviðunandi að ekki sé búið að setja upp skiltin. Þá er vakin athygli á því að ferðamálafulltrúi vinni að undirbúningi frekari merkinga og að stefnt sé að því að því verki ljúki fyr- ir upphaf ferðamannatímans. Vilja merkingar á nýja veginn Grindavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.