Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Sigurð-ardóttir fóstra fæddist á Hauka- brekku á Snæfells- nesi 5. júlí 1917. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 10. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Eggertsson skip- stjóri, ættaður frá Hvallátrum við Látrabjarg, og Ingi- björg Pétursdóttir frá Fróðá á Snæfells- nesi. Systkini Mar- grétar, sem enn eru á lífi, eru Þor- kell, Pétur og Halldór Eggert, en Guðríður, Þórarinn og hálfbróðir, Guðmundur, eru látin. Margrét giftist Ásgeiri Markús- syni frá Ólafsdal í Dalasýslu 10. október 1944. Börn þeirra eru: Einar Torfi, f. 1948, maki Lind Völundardóttir, þau skildu, þau eiga þrjú börn og fjögur barna- börn; Sigurður Ingi, f. 1950, maki Sigríður Lóa Jónsdóttir, þau eiga eitt barn; og Sigríður Anna, f. 1961. Margrét ólst upp á Suður-Bár í Grundarfirði og var í námi við Héraðskólann í Reykholti 1935– 1937. Hún starfaði á barnaheimilinu Tjarnarborg í Reykjavík á stríðsár- unum og hélt síðan til Svíþjóðar þar sem hún lauk fóstruprófi 1947. Á árunum 1947-1957 bjó hún ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri. Frá árinu 1958 hefur fjölskyldan búið í Álfheimum 42 í Reykjavík. Margrét starfaði að barna- verndarmálum bæði á Akureyri og í Reykjavík. Hún veitti forstöðu fyrsta leikskólan- um sem settur var á stofn á Ak- ureyri 1955. Hún var félagsmála- fulltrú hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar frá árinu 1972 og síðar deildarstjóri dagvistar- deildar barna á einkaheimilum hjá Dagvistun barna. Margrét sat á þingi sem varaþingmaður Al- þýðubandalagsins á árunum 1960–1963. Hún var í stjórn kven- félags sósialista og Menningar- og friðarsamtaka kvenna. Útför Margrétar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þegar ég minnist Margrétar tengdamóður minnar kemur upp í huga mér mynd af fallegri og heil- steyptri konu með djúpa réttlæt- iskennd. Hún lét sér fátt mannlegt óviðkomandi og tók jafnan einarð- lega afstöðu til málefna líðandi stundar. Það gat verið erfitt að vera ósammála henni í slíkum mál- um þar sem hún rökstuddi skoð- anir sínar jafnan af mikilli leikni. Tilfallandi skoðanaágreiningur spillti þó aldrei vináttu og vænt- umþykju. Á yngri árum fann Margrét sér farveg í pólitíkinni. Hún tók virkan þátt í Kvenfélagi sósíalista og sat sem varamaður á þingi fyrir Al- þýðubandalagið í nokkur skipti í byrjun 7. áratugarins. Þar lagði hún fram frumvarp um fæðingaror- lof, en það var henni ætíð hugleikið hvernig mætti sem best hlúa að uppvexti og viðurværi ungra barna. Starfsvettvangur Margrétar var líka á því sviði, en ung að árum hélt hún til Svíþjóðar til þess að afla sér menntunar sem fóstra. Þegar ég kynntist Margréti fyrir rúmlega 30 árum síðan starfaði hún á Félags- málastofnun Reykjavíkur. Hún hafði þar umsjón með vistun barna hjá dagmæðrum auk þess sem hún skipulagði og sá um námskeið fyrir þær. Dóttir mín, sem átti sinn fasta sess hjá Margréti ömmu, hafði ein- hvern tíma á orði að hún væri svona „ekta amma, alltaf svo hlý og góð“. Ósjáldan kom Margrét fær- andi hendi með spennandi leikfang sem hentaði ungviðinu vel. Heima í Álfheimum kom hún upp dótakassa sem barnabörnin kunnu vel að meta og bætti líka einni og einni barnabók í safnið, en þar átti hún sjálf sína uppáhaldshöfunda. Mar- grét passaði líka alltaf upp á að eiga eitthvað gott í hornskápnum í stofunni. Margrét var mikil bókakona. Þegar hún var einu sinni að rifja upp bernsku sína með mér, minnt- ist hún sérstaklega allra notalegu stundanna heima á Syðri Bár þeg- ar hún gat „legið í bókum“ eins og hún orðaði það. Á jólunum var bókastaflinn sem hún fékk jafnan býsna hár. Margrét kveið ekki starfslokum, þar sem hún sá fyrir sér næg verkefni að honum loknum fyrir utan það að hafa betri tíma til þess að sinna fjölskyldu og vina- fólki. Hún sá m.a. fyrir sér að stússast í bókunum sínum og benti mér einu sinni á einn bókaskápinn þar sem hún ætlaði að koma fyrir bókum sem fjölluðu eingöngu um konur eða væru eftir konur. Hún hafði líka ofan af fyrir sér með hannyrðum og sund var fastur lið- ur hjá henni eins lengi og heilsan leyfði. Þegar Margrét varð áttræð fór fjölskyldan ásamt henni og Ásgeiri á bernskuslóðirnar. Það var ánægjulegt að geta gist á Syðri- Bár þar sem Margrét ólst upp, en þar hafði þá verið komið upp ferða- þjónustu. Þó skammtímaminnið væri farið að bresta verulega, rifj- uðust löngu liðnar stundir upp fyrir Margréti þar sem þekkt kennileiti blöstu við, eins og Kirkjufellið í allri sinni tign. Margrét fjarlægðist okkur og daglegan eril smátt og smátt síðustu árin. Í takt við það axlaði Ásgeir sífellt meiri byrðar sem tengdust daglegri umönnun og heimilishaldi. Það var aðdáunar- vert að sjá hve vel hann annaðist Margréti sína. Þrautseigja hans og styrkur gerði Margréti kleift að dvelja heima svo lengi sem raun bar. Margrét lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli þar sem hún naut frá- bærrar umönnunar síðustu tvö æviárin. Ég færi starfsfólkinu þar bestu þakkir fyrir hlýhug í garð Margrétar og þeirra sem stóðu henni næst. Einnig vil ég þakka vinkonum Margrétar, þeim Öddu Báru Vigfúsdóttur og Guðrúnu Árnadóttur, fyrir þá tryggð sem þær sýndu henni með reglulegum heimsóknum og samverustundum. Sigríður Lóa. Margrét, elskuleg móðursystir mín, er látin. Fyrstu minningar mínar um Margréti eru þegar hún á þrítugsaldri bjó í Reykjavík og vann á barnaheimilinu Tjarnar- borg. Hún var frænkan, sem fylgd- ist svo grannt með uppvexti okkar systkinabarnanna. Margrét ólst upp í Suður-Bár í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, næst- yngst 6 systkina. Snemma þurfti hún að standa á eigin fótum, því hún var aðeins fimm ára, þegar faðir hennar lést. Strax á barns- aldri varð ljóst, að Margrét hafði meira andlegt atgervi en líkamlegt var enda meira hneigð fyrir bók- legan fróðleik en hefðbundin sveitastörf. Hún vildi leita sér menntunar, þótt fjárhagsaðstæður fjölskyldunnar væru henni ekki hagstæðar í þeim efnum. Samt komst hún í tvo vetur 1935-7 í Hér- aðsskólann í Reykholti. Á árunum 1941-5 starfaði hún á barnaheim- ilinu Tjarnarborg í Reykjavík og eftir stríðslok árið 1946 fór hún til Norrköping í Svíþjóð til þess að læra starf fóstru og þaðan útskrif- aðist hún eftir tveggja ára nám. Margrét mun hafa verið ein af þeim fyrstu hér á landi, sem til- einkuðu sér þá menntun. Margrét var ræktarsöm við frændfólk sitt og sem dæmi vil ég nefna lítið atvik, sem ekki hefur lið- ið mér úr minni. Í hópi systkina- barna hennar erum við þrjár, sem allar erum jafn gamlar og allar heitum eftir ömmu okkar Ingi- björgu, móður Margrétar. Við komu Margrétar frá Nörrköping færði hún okkur öllum að gjöf handmálaða kistla, sem hún hafði valið af mikilli smekkvísi. Margrét giftist Ásgeiri Markús- syni, verkfræðingi, árið 1944. Þau fluttust til Akureyrar árið 1948, en þá tók Ásgeir við starfi bæjarverk- fræðings þar. Ég stend í mikilli þakkarskuld við þau hjón. Þau buðu mér að búa á heimili sínu á Akureyri og gáfu mér kost á skóla- göngu, sem mér hefði ekki ella staðið til boða. Auðvitað tók ég boðinu með þökkum og hjá þeim hjónum dvaldi ég í góðu yfirlæti í fjóra vetur. Allan þann tíma var Margrét mér sem umhyggjusöm móðir. Margrét var skemmtileg, fróð, víðlesin og afar vel ritfær. Það var gott að vera í návist hennar. Ég kveð frænku mína með ást og virð- ingu. Fjölskyldu hennar votta ég mína dýpstu samúð. Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Amma mín, Margrét Sigurðar- dóttir, fæddist 5. júlí árið 1917 á Haukabrekku í Fróðahreppi. Hún var dóttir Sigurðar Eggertssonar og Ingibjargar Pétursdóttur og var hún næstyngst sex alsystkina. Hún gekk í Héraðsskólann í Reykholti og menntaði sig síðar í uppeldis- fræðum í Svíþjóð. Sem ung kona var amma mín stórglæsileg. Hún vakti fyrst at- hygli afa míns, Ásgeirs Markússon- ar verkfræðings á Akureyri, fyrir stríð þar sem hún var að vinna á matsölustað. Ekkert varð þó af frekari kynnum þeirra á milli fyrr en í kringum 1943 en þá hittust þau á balli á Laugum. Það tókust með þeim ástir og ári síðar voru þau gift og hófu búskap í Reykjavík en fluttust síðar til Akureyrar. Á með- an þau bjuggu þar tók amma mín þátt í því að stofna fyrsta leikskól- ann á Akureyri og átti hún alla tíð eftir að láta dagvistunar- og leik- skólamál sig miklu varða. Árið 1957 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur að Álfheimum 42 og þar býr afi minn enn. Amma og afi eignuðust þrjú börn, þau Einar Torfa, föður minn, Sigurð Inga og Sigríði Önnu. Minningar mínar um ömmu eru margar og allar góðar. Þegar ég var lítil stelpa hlakkaði ég alltaf til þess að fara að heimsækja ömmu og afa í Álfheimunum, sérstaklega ef ég mátti að gista hjá þeim því þá fékk ég að leika mér í háhæluðu skónum hennar ömmu. Amma átti það líka til að setja í mig rúllur og gera mig fína. Amma var sú eina sem að ég hleypti nálægt hárinu mínu þar sem ég var afar hársár og hún var einstaklega mjúkhent. Amma vann hjá Dagvistun barna fram til ársins 1987. Þangað kom ég oft að heimsækja hana, við feng- um okkur kaffi saman og amma gaf mér kringlu til þess að dýfa ofan í. Síðustu ár ævi sinnar þjáðist amma mín af alzheimer og undir lokin var sjúkdómurinn allsráð- andi. Ein af síðari minningum mín- um um ömmu áður en að hún veikt- ist er sú að hún gaf mér fallega rauða bók sem að hún sagði mér að skrifa hugsanir mínar í og það hef ég gert samviskusamlega síðan. Þó að amma mín hafi átt langt og gott líf og ég sem fullorðin mann- eskja geri mér grein fyrir því að það er óhjákvæmilegt að lífið taki enda er alltaf sárt að kveðja fólk sem hefur fylgt manni alla tíð og er stór hluti af sögu manns og rótum. Tilvera ömmu minnar hefur alltaf verið sjálfsagður partur af lífi mínu en núna þegar hún er horfin geri ég mér en meiri grein fyrir vægi hennar og þeirra sem á undan mér komu. Þegar ég lít í spegilinn sé ég augun hennar ömmu og með því geri ég mér grein fyrir því að part- ur af henni lifir í mér, börnunum mínum og komandi kynslóðum. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín sonardóttir Perla Torfadóttir. MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Mar- gréti Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og virðingu við fráfall hjartkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HJALTA PÁLSSONAR, Ægisíðu 74, Reykjavík. Ingigerður Karlsdóttir, Karl Óskar Hjaltason, Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, Páll Hjalti Hjaltason, Steinunn Erla Sigurðardóttir og afabörn. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar dóttur minnar, systur, mágkonu og frænku, ÞÓRHILDAR MAGNÚSDÓTTUR, Lyngmóum 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við séra Sigfinni Þorleifssyni fyrir allan stuðning og hlýhug. Guðrún Sigurðardóttir, Sjöfn Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sverrir Albertsson, Þorlákur Magnússon, Þórhildur Pétursdóttir, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, Óskar Knudsen og systkinabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, HÁKONAR Í. JÓNSSONAR málarameistara, Hraunbæ 103. Ólafía Árnadóttir, Bára Hákonardóttir, Sjöfn Hákonardóttir, Jón Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til hinna fjölmörgu sem veittu okkur styrk með hluttekningu og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar míns og tengdasonar, VALTÝS ÞÓRS VALTÝSSONAR, Búhamri 42, Vestmannaeyjum. Ingunn Lísa Jóhannesdóttir, Valur, Erna og Aron Valtýsbörn, Erla Gísladóttir, Guðfinna Stefánsdóttir, Jóhannes Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.