Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 47
segull
Rangt nafn
Í myndatexta á forsíðu sl. fimmtu-
dag, um jólasvein sem kom í þyrlu,
var rangt farið með nafn þyrlufyr-
irtækisins. Rétt nafn er Þyrluþjón-
ustan.
LEIÐRÉTT
ÁHUGAHÓPUR um bættar sam-
göngur milli lands og Eyja hefur
sent frá sér eftirfarandi ályktun:
„Við vekjum athygli á því að í
nýrri samgönguáætlun fyrir næstu
tólf árin er hvergi áætlað fjármagn
til kaupa á nýrri og hraðskreiðri
ferju sem héldi uppi viðunandi sam-
göngum milli lands og Eyja. Öllum
er ljóst að núverandi Herjólfur er
að komast á tíma og krafan um nú-
tímalegar samgöngur við Vest-
mannaeyjar sem annar fólksflutn-
ingum allt árið gerist æ háværari.
Þá eru engar fjárveitingar áætlaðar
sérstaklega til rannsókna á ferjuað-
stöðu við Landeyjasand, en mjög
brýnt er að ljúka þeim rannsóknum
sem allra fyrst.
Greinilegt er að samgönguráð
hefur ekki kynnt sér byggðaáætlun
ríkisstjórnarinnar fyrir 2002–2005
þar sem skýrt er kveðið á um að
leita skuli allra leiða til að bæta
samgöngur milli lands og Eyja.
Ráðherra samgöngumála virðist
einnig hunsa byggðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar og veitir sáralítið fé
til Eyja af þeim hundruðum millj-
arða sem fara í samgöngubætur um
land allt. Við mótmælum þessu
harðlega.“
Ekkert fjár-
magn til
nýrrar ferju
TRÚNAÐARRÁÐ Eflingar –
stéttarfélags samþykkti sam-
hljóða eftirfarandi ályktun um
atvinnumál:
„Á undanförnum vikum og
mánuðum hefur atvinnulausum
fjölgað dag frá degi á höfuð-
borgarsvæðinu. Á sama tíma er
spáð áframhaldandi samdrætti
sem mun valda ennfrekara at-
vinnuleysi á þessu svæði. Fyr-
irtæki eru að segja upp fjölda
starfsmanna um þessar mund-
ir.
Efling – stéttarfélag telur
mikilvægt að snúa af þessari
braut. Nú er rétti tíminn fyrir
sveitarstjórnir og ríkisvald að
örva atvinnulífið þegar sam-
dráttur er framundan.
Ljóst er að margfeldisáhrif
uppsagna mun koma fram af
auknum þunga í samdráttar-
einkennum ef ekkert er að gert.
Ekki liggja fyrir nein stór verk-
efni í byggingariðnaði eða öðr-
um stórframkvæmdum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Efling – stéttarfélag telur
brýnt að undirbúa nú þegar
framkvæmdir við gatnamót
Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar vegna öryggis-
sjónarmiða þar sem 80.000
bílar fara um á sólahring en
ekki síður þar sem þessi fram-
kvæmd er afar þjóðhagslega
hagkvæm. Samhliða því verði
farið að vinna að undirbúningi
Sundabrautar sem beðið er eft-
ir.“
Vilja að
stjórnvöld
efli at-
vinnulífið
TILKYNNT var um 24
innbrot um helgina sem
eins og áður voru flest í
bifreiðar. Tilkynnt var
um 13 þjófnaði og 23 skemmdar-
verk. Nokkrar líkamsárásir voru til-
kynntar í miðborginni um helgina
en ekki hlutust af þeim alvarleg
meiðsli.
Áfram var haldið verkefninu
„Forvarnir gegn ölvunarakstri“. Á
föstudagskvöldið voru stöðvuð á
Bústaðavegi um 600 ökutæki og
rætt við ökumenn. Af þeim reyndist
einn vera undir áhrifum áfengis og
tveir án ökuréttinda. Tilkynnt var
um 41 umferðaróhapp og í fimm til-
vikum urðu meiðsli á fólki. Eitt
þeirra varð á sunnudag á Þingvalla-
vegi í Mosfellsdal þar sem bifreið
fór yfir á öfugan vegarhelming og
lenti á tveim bifreiðum sem komu á
móti. Allir ökumenn bílanna slös-
uðust og voru fluttir á slysadeild en
þeir voru ekki taldir alvarlega slas-
aðir. Fjarlægja varð alla bílana með
kranabifreið.
Óvenju mikið var kvartað undan
því að bílum væri illa lagt. Var þeim
í nokkrum tilvikum lagt þannig að
þeir lokuðu inni aðrar bifreiðar og
varð í sumum tilvikum að fjarlægja
þær með kranabifreið. Rétt er að
vekja athygli ökumanna á að virða
reglur sem um þetta gilda.
Á föstudag var bifreið stöðvuð í
austurborginni en ökumaðurinn var
grunaður um að stunda landasölu.
Við leit í bifreiðinni fannst töluvert
af ætluðum landa. Var ökumaðurinn
handtekinn og færður á lögreglu-
stöð.
Á föstudagskvöldið voru manni,
sem staddur var á Laugavegi, veitt
þrjú stungusár á öxl, háls og við
auga. Ekki er vitað með hverju
maðurinn var stunginn en sennilega
með brotinni flösku. Hann var flutt-
ur á slysadeild. Grunur er um hver
hafi veitt manninum áverkana. Á
laugardagsmorgun urðu lögreglu-
menn sem staddir voru á Lækjar-
torgi vitni að því er maður sló konu
í andlitið. Var maðurinn handtekinn
og færður í fangageymslu. Að sögn
konunnar kannaðist hún ekkert við
manninn og sagði að árásin hefði
verið algjörlega tilefnislaus.
Peningum stolið frá vistmanni
Fátt fær að vera í friði. Á laug-
ardaginn var tilkynnt um þjófnað á
tveimur jólatrjám sem voru úti í
garði í vesturbænum. Voru þetta
skreytt tré um einn metri á hæð og
stóðu í leirpottum. Verðmæti þeirra
er talið vera um 25 til 30 þúsund.
Þarna er trúlega einhver að verki
sem ætlar að njóta þess að skreyta
hjá sér um jólin.
Á sunnudag kom maður á lög-
reglustöð til að tilkynna um
skemmdir á bifreið sinni sem stóð á
bifreiðastæði í Breiðholti. Brotnar
voru allar rúður í bifreiðinni og
skorið á öll dekk hennar. Þá voru
hliðar bifreiðarinnar rispaðar og
eins húdd hennar. Grunur er um
hver þarna hafi verið að verki.
Þá var á sunnudaginn tilkynnt
um þjófnað á peningum frá vist-
manni á einu af dvalarheimilunum
hér í borginni, fyrir eldri borgara.
Stolið var um 160 þúsund krónum.
Úr dagbók lögreglu 13.–16. desember
Skreyttum jólatrjám stolið úr garði
Stefán Snævarr, dósent í heim-
speki við háskólann í Lillehammer í
Noregi, flytur fyrirlestur á vegum
Hugvísindastofnunar miðvikudag-
inn 18. desember kl. 17, í stofu 101 í
Odda. Fyrirlesturinn nefnir hann:
,,Myndhverfingar: Sjónhverfingar?
Metafórar, merking og þekking.“
Allir velkomnir. Sjá nánar: http://
www.hugvis.hi.is
Ragnhildur Helga Jónsdóttir held-
ur fyrirlestur um meistaraprófs-
ritgerð sína í umhverfisfræði við Há-
skóla Íslands sem ber heitið
„Umhverfisstjórnun, umhverf-
ismerki og íslensk fyrirtæki“ mið-
vikudaginn 18. desember kl. 15. Fyr-
irlesturinn er á vegum
Umhverfisstofnunar Háskóla Ís-
lands og jarð- og landfræðiskorar
raunvísindadeilda. Hann verður
fluttur í stofu 158 í VRII, húsi verk-
fræði- og raunvísindadeilda Háskóla
Íslands við Hjarðarhaga 2-6 og eru
allir velkomnir. Verkefnið var unnið
innan jarð- og landfræðiskorar und-
ir leiðsögn Karls Benediktssonar,
lektors, og Höllu Jónsdóttur, sér-
fræðings hjá Iðntæknistofnun.
Á MORGUN
FORSETI ÍSÍ, Ellert B. Schram, afhenti Samhjálp kvenna nýlega ávísun að
upphæð 705.189 kr. Tilefnið er samstarf Kvennahlaups ÍSÍ og Samhjálpar
kvenna (samtök kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein) í
tengslum við hlaupið í ár.
Markmið samstarfsins var að vekja athygli kvenna á öllum aldri á mikil-
vægi reglulegrar hreyfingar og þá ekki síst sem forvörn og liður í endur-
hæfingu við brjóstakrabbameini. Af því tilefni var yfirskrift hlaupsins í ár:
,,Berum heilsuna fyrir brjósti, hreyfum okkur reglulega“.
Með góðri þátttöku í Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var á yfir 90 stöðum
hérlendis og 10 stöðum erlendis náðist að safna áðurnefndri upphæð en 50
kr. af hverjum seldum bol runnu til þeirrar sjálfboðaliðastarfsemi sem
Samhjálp kvenna stendur fyrir, segir í fréttatilkynningu.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, í hópi Samhjálparkvenna og fulltrúa úr kvennahlaupsnefnd ÍSÍ.
Kvennahlaup ÍSÍ styður Samhjálp kvenna
LÝST er eftir vitnum að ákeyrslu á
rauðan Daihatsu Cuore-fólksbíl um
helgina. Bílnum var lagt á móts við
Grettisgötu 6 hinn 14. desember kl.
17 en þegar eigandinn vitjaði hans
kl. 11.30 daginn eftir hafði verið ekið
á vinstri hurð bílsins og mun tjón-
valdur hafa farið af vettvangi. Því er
hann eða aðrir sem geta gefið frekari
upplýsingar beðnir að snúa sér til
umferðardeildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
INGVAR Helgason hefur fært
Mæðrastyrksnefnd 350 hangilæri
handa skjólstæðingum nefnd-
arinnar árlega sl. 10 ár. Með
gjöfinni, sem afhent var á mánu-
dag, hefur fyrirtækið stutt við
bakið á 3.500 fjölskyldum og ætla
má að sá fjöldi sem þar er að
baki nálgist um 10.000 ein-
staklinga. Það voru Ásgerður
Jóna Flosadóttir formaður og
Bryndís Guðmundsdóttir sem
tóku á móti gjöfinni. Fulltrúar
frá Ingvari Helgasyni voru frú
Sigríður Guðmundsdóttir, ekkja
Ingvars Helgasonar, Júlíus Vífill
Ingvarsson og Guðmundur Ágúst
Ingvarsson sem afhentu gjöfina.
Í gær hófst úthlutun jólapakka
sem landsmenn hafa gefið til
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
í átaki sem Kringlumenn, Norð-
urljós og Bylgjan hafa staðið fyr-
ir. Mikið af jólapökkum er komið
í hús nefndarinnar og munu þess-
ir pakkar gleðja þá sem minna
hafa fyrir þessi jól, segir í frétta-
tilkynningu.
Hangilæri
gefin
Mæðra-
styrksnefnd
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fulltrúar frá Ingvari Helgasyni færa Mæðrastyrksnefnd 350 hangilæri.