Morgunblaðið - 17.12.2002, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 49
STEFÁN Kristjánsson var í 3.–
11. sæti á Heimsmeistaramóti 20 ára
og yngri eftir sjö umferðir og þrátt
fyrir slysalegt tap í áttundu umferð
er hann einungis vinningi á eftir
efstu mönnum.
Stefán vann það prýðilega afrek,
að sigra Hvít-Rússann og alþjóðlega
meistarann Sergei Azarov (2.520) í
sjöundu umferð. Davíð Kjartansson
tapaði hins vegar fyrir kínverska
FIDE-meistaranum Qun Li (2.320).
Í áttundu umferð lék lánið ekki við
Stefán. Hann tefldi gegn indverska
stórmeistaranum, P. Harikrishna
(2.551). Frekar hallaði á Stefán í
skákinni, en hann varðist vel og tókst
að ná upp jafnteflisstöðu. Indverjinn
gafst hins vegar ekki upp og barðist
áfram með hrók og riddara gegn
hróki og peði Stefáns. Slíkar stöður
eru jafntefli nema í undantekning-
artilfellum. Í tímahraki getur samt
ýmislegt gerst og eftir u.þ.b. 100
leikja baráttu urðu Stefáni á mistök
sem kostuðu hann jafnteflið. Stefán
hefur 5 vinninga og er 13.-23. sæti.
Vegna hagstæðra úrslita á efstu
borðum þýðir þetta, að Stefán er ein-
ungis einum vinningi frá efstu mönn-
um. Stefán er slíkur baráttumaður
að hann á örugglega eftir að mæta
enn ákveðnari til leiks eftir tapið í
áttundu umferð.
Davíð Kjartansson sigraði ind-
verska skákmanninn, R. Naveen
(2.099) í áttundu umferð. Hann hefur
4 vinninga og er í 38.–56. sæti.
Efstir eru armenski stórmeistar-
inn, Levon Aronian (2.586), P. Har-
ikrishna (2.551), enski stórmeistar-
inn Luke McShane (2.546) og
rússneski alþjóðlegi meistarinn Art-
yom Timofeev (2.570) með 6 vinn-
inga.
Stefán mætir íranska stórmeistar-
anum Ehsan Ghaem Maghami
(2.511) í níundu umferð, en Davíð
mætir indverska alþjóðlega meistar-
anum J. Deepan Chakravarthy
(2.355).
Hjörtur, Hlín og Hjörvar
sigurvegarar á
Jólaskákmóti TR
Jólaskákmót Taflfélags Reykja-
víkur fyrir börn og unglinga (15 ára
og yngri) fór fram sl. laugardag.
Efstur í heildarkeppninni varð
Hjörtur Jóhannsson sem fékk 6½
vinning af 7 mögulegum. Í öðru sæti í
flokki 11-15 ára varð Trausti Eiríks-
son sem fékk 6 vinninga og í þriðja
sæti varð Arnar Sigurðsson með 5½
vinning. Reyndar urðu Helgi Haf-
steinsson og Einar Sigurðsson jafnir
Arnari, en þeir voru lægri á stigum.
Í flokki stúlkna varð Hlín Önnu-
dóttir efst með 4½ vinning. Í öðru
sæti varð Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir sem fékk 4 vinninga og í
þriðja sæti varð Hrafnhildur Haf-
liðadóttir sem fékk 3 vinninga og var
hærri á stigum en Unnur Kristín
Brynjólfsdóttir sem einnig fékk 3
vinninga.
Í flokki 10 ára og yngri varð
Hjörvar Steinn Grétarsson hlut-
skarpastur með 6 vinninga. Hann
lenti í þriðja sæti yfir allt mótið, sem
er prýðisgóður árangur, en Hjörvar
er aðeins 9 ára. Í öðru sæti í flokki 10
ára og yngri varð Svavar Cesar
Hjaltested sem fékk 4½ vinning og í
þriðja sæti varð Kristinn Jens Bjart-
marsson sem fékk 4 vinninga.
Reyndar fengu nokkuð margir í
flokki 10 ára og yngri 4 vinninga, en
Kristinn Jens reyndist hæstur á
stigum.
Röð efstu manna á mótinu varð
annars þessi:
1. Hjörtur Jóhannsson 6½ v. af 7
2. Trausti Eiríksson 6 v.
3. Hjörvar Steinn Grétarsson 6 v.
4. Arnar Sigurðsson 5½ v.
5. Helgi Hafsteinsson 5½ v.
6. Einar Sigurðsson 5½ v.
7.–11. Sverrir Þorgeirsson, Er-
lingur Atli Pálmarsson, Dofri
Snorrason, Júlíus Már Sigurðsson,
Hrafn Þórisson 5 v.
12.–17. Ingvar Ásbjörnsson, Berg-
steinn Már Gunnarsson, Matthías
Pétursson, Hlín Önnudóttir, Vil-
hjálmur Pálmason, Svavar Cesar
Hjaltested 4½ v.
18.–29. Haraldur Franklín Magn-
ús, Aron Björn Bjarnason, Hafsteinn
Guðjónsson, Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir, Finnur Óli Rögnvalds-
son, Ólafur Hjaltason, Kristinn Jens
Bjartmarsson, Hrafnkell Ásgeirs-
son, Alexander Garðarsson, Sverrir
Ásbjörnsson, Kristján Torfi Örnólfs-
son, Róbert Eyþórsson 4 v.
30.–35. Erlingur Karlsson, Daði
Ómarsson, Eggert Kári Karlsson,
Ágúst Pálsson, Steinn Elliði Péturs-
son, Stefán Steinn Bjarnason 3½ v.
36.–47. Ólafur Freyr Jónsson, Sig-
urður Guðsteinsson, Axel Finnboga-
son, Ragnar Þór Kjartansson, Smári
Freyr Snæbjörnsson, Smári Egg-
ertsson, Guðmundur Guðmundsson,
Hrafnhildur Hafliðadóttir, Hafliði
Guðjónsson, Guðni Fannar Krist-
jánsson, Unnur Kristín Brynjólfs-
dóttir, Jökull Rolfsson 3 v.
Þátttaka var mjög góð, en alls
tóku 63 börn og unglingar þátt í
mótinu. Tefldar voru sjö umferðir
eftir Monrad-kerfi með umhugsun-
artímanum 10 mínútur á skák. Skák-
stjórar voru Anna Björg Þorgríms-
dóttir, Benedikt Jónasson, Bragi
Þorfinnsson, Ólafur S. Ásgrímsson,
Ólafur Kjartansson og Torfi Leós-
son.
Stefán meðal efstu manna
á HM unglinga í skák
SKÁK
Goa, Indland
HEIMSMEISTARAMÓT UNGLINGA
9.–21. des. 2002
Stefán Kristjánsson Hlín ÖnnudóttirHjörtur Jóhannsson
Daði Örn Jónsson
dadi@vks.is
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930
!"
#$% $" &'(%)
%
*++ , -. / 0 1
2 .30 0 ,
+ 1
-. .0 +4 30 0 .0 / +5
6 2
)
7
8
9
Miele - kostirnir
eru ótvíræðir
Miele ryksugurnar eru hannaðar og prófaðar
til að endast venjulegu heimili í 20 ár.
Þær hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir afköst,
formfegurð og þægindi í notkun.
Þær eru búnar 1800W mótor, lofthreinsisíum
og mjúkum parkethjólum.
Ríkulegur staðalbúnaður og mikið úrval aukahluta skapar
hina fullkomnu ryksugu sérhvers heimilis.
Öflugt vopn í baráttunni við
ofnæmiseinkenni af völdum
rykagna á heimilinu.
Miele HEPA-loftsían:
M E I R A E N B A R A R Y K S U G A
Til sölu Hestamiðstöðin
Hindisvík, Mosfellsbæ
Um er að ræða heildareignina sem er ca 800 fm og skiptist í 46 hesta hús,
spónageymslu, hlöðu, hnakkageymslu, skrifstofu, kaffistofu, salerni og reið-
höll með möguleika á stækkun. Góðar leigutekjur af reiðhöll. Efri hæð hússins
býður upp á mikla möguleika, t.d. væri hægt að gera íbúð, veitingasal o.s.frv.
Einnig fylgja eigninni afnot af beitarhólfi í eigu bæjarins.
EIGN ÞESSI BÝÐUR UPP Á MIKLA MÖGULEIKA T.D. FYRIR TAMNINGA-
MENN, REIÐSKÓLA, FERÐAÞJÓNUSTU O.FL. Allar nánari uppl. á skrifst.