Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 53 NOBODY Knows er þriðja töku- lagaplata Páls Rósinkranz á jafn- mörgum árum (árið 1996 kom út plat- an I Believe In You, sem hann gerði ásamt Christ Gospel Band. Þar voru töku- lög í bland við frum- samin.) Fyrsta plat- an, No Turning Back, gneistar af lífi og sál. Þar er fylgt ákveðinni heildar- hugmynd, meginþorri textanna er um Drottin Guð og Jesú og Páll syng- ur af eftirtektarverðri einlægni. Lög- in, eins og t.d. „Have I Told You Lat- ely“, „Mrs. Robinson“ og „For Once In My Life“ eru gædd lífi og andríki þess sem nýtur að syngja. Sum þeirra gerir Páll nánast að sínum eig- in og á plötunni er enn fremur besta frammistaða hans frá upphafi, þegar hann flytur lagið „Solid Ground“ eftir Willy Hansen á hreint magnaðan hátt. Your Song kom svo út í fyrra og þar kveður við annan tón. Flutningur einkennilega daufur og innlifunin og gleðin á bak og burt. Sá leikur er, því miður, endurtek- inn hér. Nobody Knows er líkt og Your Song vond plata, óþægilega ójöfn þar sem farið er úr innan- tómri af- greiðslu yfir í tæra smekkleysu. Synd, þar sem Páll er framúrskar- andi söngvari með volduga rödd sem getur bæði rokkað reffilega og ómað undurblítt. En hér hljómar hann eins og vélmenni. Allt tómt. Engin tilfinn- ing. Og heildarútkoman er því, eins og nærri má geta, afar döpur. Flutningur á „Jealous Guy“ Lenn- ons er t.d. til skammar, á „Still Crazy After All These Years“ eftir Paul Simon er eins og Páll hafi heyrt lagið í fyrsta skipti daginn fyrir tökur og titillagið er steindautt. Þrjú lög ná þó, fyrir einhverja mildi, að vera viðun- andi („You Are So Beautiful“, „Sara“ og „The First Time Ever I Saw Your Face“). Þessi árangur týnist þó í kraðakinu. „Sem söngvari reyni ég að leggja hjartað í það sem ég geri. Ég vil að fólk finni að ég sé að meina þetta. Það sem mér finnst vera að hjá svo mörg- um er að þeir eru ekki einlægir. Það er alltaf verið að leika eitthvað.“ Þetta sagði Páll í viðtali við Morg- unblaðið, 23. september, 2000. Hvað hefur gerst í millitíðinni? Það er eðlilegast að ætla að „fjár- hagsleg hakvæmni“ stýri þessu öllu saman, enda seldist fyrsta platan ótrúlega vel, eitthvað sem enginn átti von á þeim tíma. Í ljósi þess er mjólk- un undanfarinna tveggja ára skiljan- leg. En það er ekki þar með sagt að manni geti ekki sárnað við útkom- unni. Úr því það þarf endilega að gera þetta, er þá ekki a.m.k. hægt að gera þetta almennilega? Páll Rósinkranz býr yfir frábærri rödd og er stórgóður söngvari eins og fram hefur komið. Hlúum að þeim hæfileikum fremur en að misnota þá. Ég vona sannarlega að sú stund komi að maður geti sagt með tilliti til Páls Rósinkranz: „hann var týndur og er fundinn“ (Lúk.15:11–32). Því að meira en nóg er komið af hinu vonda. Mér liggur við að segja að afrakst- urinn af þessum vafasömu gjörðum á Nobody Knows sé móðgun við vænt- anlega kaupendur hennar. Það hlýt- ur að vera hægt að safna aurum á annan hátt en þetta. Tónlist Að selja sál Páll Rósinkranz Nobody Knows Skífan Nobody Knows, plata Páls Rósinkranz. Undirleikarar eru Óskar Einarsson (Rhod- es og píanó), Gunnlaugur Briem (trommur og slagverk), Guðmundur Pétursson (gít- arar), Jóhann Ásmundsson (bassi), Sig- urður Flosason (saxófónar og flauta), Kristinn Svavarsson (einleikur á saxófón), Kjartan Hákonarson (trompet og flüg- elhorn), Þórir Baldursson (Hammond org- el), Matthías Stefánsson (fiðla), Roland Hartwell (fiðla), Olga Björk Ólafsdóttir (fiðla) og Hrafnkell Orri Egilsson (selló). Lög og textar eru eftir Dylan, Simon, King, Mayfield, MacColl o.fl. Stjórn upptöku var í höndum Óskars Einarssonar. Upptöku- maður var Gunnar Smári Helgason sem aukinheldur sá um hljóðblöndun. Arnar Eggert ThoroddsenPáll RósinkranzFORVARNAR– og æskulýðsball var haldið í tíunda sinn á dögunum á Hótel Borgarnesi. Ballið er skipulagt af unglingunum í félagsmiðstöðinni Óðali í samvinnu við starfsmenn Óð- als. Um 360 ung- lingar úr 8.–10. bekk í þrettán skólum komu sam- an til að skemmta sér og fræðast um forvarnir. Dag- skráin hófst með sýningu stutt- mynda sem unglingar hafa gert um skaðsemi áfengis og vímuefna. Því næst voru flutt skemmtiatriði frá hverjum skóla, m.a. komu fram fjórar unglingahljómsveitir og þar á meðal ein stúlknahljómsveit. Hljómsveitin Í svörtum fötum lék svo fyrir dansi fram yfir miðnætti. Allt fór vel fram og voru ungling- arnir til fyrirmyndar. Unglingar í Borgarnesi skemmta sér Í svörtum fötum náði upp góðri stemmningu. Ungir Borgnesingar fjölmenntu á forvarnarballið. Forvarnir og Í svörtum fötum Ljósmynd/Guðrún Vala PÚLSMÆLI Trönuhrauni 6, • sími 565 1533 220 Hafnarfirði www.p.olafsson.is Láttu hjálpa þér í líkamsræktinni ÚTSÖLUSTAÐIR: Markið • Hreysti • Maraþon Útilíf • Nanoq • Hlaup.is Skógar, Egilsstöðum Úr.verk. Halldórs Ólafss. Akureyri Georg V. Hannah, Akranesi Georg V. Hannah, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.