Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 17.12.2002, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50. B.i.12 ára 4, 7 og 10 Hvað gerist þegar þú týnir hálfri milljón dollara frá mafíunni? Hörku hasarmynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx, Dennis Hopper og John Malkovich. YFIR 40.000 GESTIR DV “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóX Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10. Rapparinn Lil Bow Wow finnur galdraskó sem Jordan átti og kemst í NBA! Margur er knár þó hann sé smár - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóX DV YFIR 40.000 GESTIR. Sýnd kl. 6. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12 ára HINIR árlegu styrktartónleikar Radíó X 103,7 „X-MAS“ verða haldnir í Austurbæ (gamla Austur- bæjarbíói) í kvöld. Þetta er í fimmta sinn sem þessir tónleikar eru haldnir og jafnan stíga á svið helstu rokksveitir landans. Í ár eru það Leaves, Botnleðja, Maus, Ensími, Vínyl, Mínus, Stjörnukisi, Singa- pore Sling, Brain Police, Sign, Bú- drýgindi, Dust og Moonstyx sem spila. Hefð hefur skapast fyrir því að sveitir setji eitt jólalag í eigin búning og er þetta ár í engu undan- skilið frá þeirri reglu. Í ár mun sjón- varpsstöðin PoppTíví taka upp tón- leikana og sýna í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn verður sýndur milli jóla og nýárs og verða það þá ein- göngu jólalögin. Tónleikarnir verða svo sýndir í heild sinni á þrettándan- um (6. janúar). Um styrktartónleika er að ræða, eins og undanfarin ár, og í ár verða Regnbogabörn – samtök gegn einelti sem fá allan aðgangseyri óskiptan. Morgunblaðið ræddi við Frosta Logason, tónlistarstjóra Radíó X. „Það er mikil eftirvænting eftir þessu í okkar herbúðum,“ sagði hann. „Þetta er stærsta útspil okkar hvert ár þar sem við sameinum tvennt; höldum stórtónleika fyrir hlustendur okkar ásamt því að styrkja gott málefni.“ Frosti segir jólalagahefðina alger- lega ómissandi. „Það gerir tónleikana eftirminnilegri fyrir vikið. Úr þessu hafa líka orðið nokkrir gimsteinar, t.a.m. útgáfa Botnleðju af „Ave Maria“ sem er mikið spiluð um jólin.“ Sú hugmynd hefur komið upp að gefa þessi rokkuðu jólalög út á diski og staðfestir Frosti að stefnt sé að út- gáfu jólin 2003. Miðaverð er minnst 500 krónur, en þeir sem vilja láta meira af hendi rakna er það að sjálfsögðu frjálst. Tónleikarnir hefjast kl. 21 en húsið verður opnað kl. 20.30. Miðasala fer fram á tónleikadegi frá kl. 13 í Aust- urbæ. Radíó X 103,7 heldur X-MAS 2002 Rokkað inn jólin Leaves leika á X-MAS í ár. Hér er Arn- ar Guðjónsson söngspíra í sveiflu. Morgunblaðið/Þorkell ÚTGÁFA íslenskra mynda á mynddiskum er með miklum blóma um þessar mundir. Á árinu hafa komið myndirnar Íslenski draumurinn, Sódóma Reykjavík og Mávahlátur en nýjasta við- bótin í þann frambærilega hóp er einhver vinsælasta kvikmynd sem sýnd hefur verið í íslenkum kvik- myndahúsum, hin margrómaða Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson. Markar hún líka upphafið að safni mynda Friðriks Þórs sem gefið verður út á mynd- diskum næstunni. Englarnir sem Friðrik Þór gerði eftir margfrægri skáldsögu Einars Márs Guðmundssonar sló rækilega í gegn er hún var sýnd í bíó hérlendis árið 2000 þannig að þegar upp var staðið höfðu nær 100 þúsund manns séð hana. Myndin vann öll helstu Edduverð- laun fyrir árið 2000 og aðalleik- arinn Ingvar E. Sigurðsson verð- laun áhorfenda á Evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni sama árið. Það má því ætla að margir séu spenntir fyrir því að eignast Englana á eigulegum mynddiski sem auk myndarinnar hefur að geyma aukaefni ýmiskonar, venju samkvæmt. Af aukaefninu er þann tvennt sem telja verður eft- irsóknarverðast en það er 25 mín. heimildarmynd um gerð Engl- anna annars vegar og hins vegar hin umdeilda „útgáfa“ Friðrik Þórs á Brennu-Njáls sögu, 25 mín. löng stuttmynd, eitt af hans fyrstu verkum, sem var frumsýnt árið 1980. Þar að auki inniheldur disk- urinn efni frá kynningu mynd- arinnar eins og sjónvarpsauglýs- inguna, bíóstikluna og ljós- myndir. Svo má ekki gleyma tungamálavalmöguleikunum. Tal- ið er hægt að velja á íslensku eða þýsku og texta enskan, danskan og franskan, nokkuð sem ætti að gera gripinn eigulegri fyrir út- lendinga. Stafrænir Englar Englar alheimsins eru að margra mati einhver allra besta íslenska myndin.                                                            ! "#  $  ! "#  $ %&' !  $  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  $  ! "#  $ (       ! "# %  ) %  %  %  %  ) %  ) ) %  ) %  * %  %  ) ) %  )                               ! "  !  #$%#$&  & ' (      ) ! *%    + ,  )     !  !    .'      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.