Morgunblaðið - 17.12.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2002 57
JENNIFER Lopez virðist mjög í
mun að það sé á hreinu að hún er af
almúgamönnum komin. Syngur há-
stöfum um að hún sé ennþá ein af
blokkarstelpunum, þrátt fyrir allt
glingrið, og nú birtist hún í ösku-
buskuævintýrinu Maid in Manhatt-
an. Það verður líka ekki frá henni
tekið að hún er vinsæl, líklegast vin-
sælasti skemmtikrafturinn í dag,
þegar allt er talið. Platan nýja rýkur
út, lagið umrædda meðal þeirra allra
vinsælustu og nú á hún líka topp-
myndina vestra. Maid in Manhattan,
sem þykir svipa svolítið til Pretty
Woman, er rómantísk gamanmynd
um þernu sem fangar huga efnilegs
stjórnmálamanns, leikinn af breska
eðalleikaranum Ralph Fiennes.
Myndin, sem merkilegt nokk var
leikstýrt af jaðarmanninum Wayne
Wang, gekk framar vonum um
helgina og tókst með naumindum að
skáka Star Trek-myndinni. Gagn-
rýnendur eru ekki alveg á eitt sáttir
um Lopez-myndina, segja hana allir
fagmannlega leikna, fágaða, fína og
meinlausa í alla staði en síðan skiptir
í tvö horn um það hvort það teljast
kostir eða lestir.
Þótt nýja Star Trek-myndin hafi
farið hægast af stað allra fjögurra
myndanna með Next Generation-
liðinu þá telja gagnrýnendur hana
síst í flokki þeirra slakari í mynda-
flokknum endalausa.
Drumline er létt mynd með sjón-
varpsstjörnunni Nick Cannon í aðal-
hlutverki og fjallar um ungan götu-
trommara sem fenginn er til að
tromma í skólasveit suðurríkjaskóla.
Hljómar e.t.v. ekkert alltof spenn-
andi en gagnrýnendur hafa hrifist
mjög og undrast yfir skemmt-
anagildi hennar. Sama verður sagt
um The Hot Chick, nýjustu gam-
anmynd Robs Schneiders, þar sem
ærslabelgurinn leikur konu í karl-
mannslíkama. Auðvitað var þessi
hefðbundni skammtur af gagnrýn-
endum sem sögðu hana dellu líkt og
annað sem Schneider komi nálægt
en að þessu sinni voru samt óvenju
margir jákvæðir og sáu sig tilneydda
að viðurkenna að þeir hefðu bara
hlegið býsna oft.
Um helgina næstu munu leikar
æsast heldur betur því þá verða
frumsýndar þrjár stórmyndir; annar
hluti Hringadróttinssögu, The Two
Towers, stórvirki Martins Scorsese,
The Gangs of New York, með Leon-
ardo DiCaprio og Two Weeks Notice
með Hugh Grant og Söndru Bullock.
Öskubuskuævintýri Lopez
Reuters
J-Lo og Ralph Fiennes þykja geislandi fín og flott í Maid in Manhattan.
! "
#$%&
#'%'
#(%#
)%*
)%*
+%
*%(
,%&
(%&
%'
#$%&
#'%'
#(%#
)%*
#(#%+
%,
#$%+
# *%,
)%'
#&%)
ABBA-
smellurinn
„Dancing
Queen“
hefur verið
útnefndur
besta dans-
lag sögunnar. Það var VH1 tónlistar-
sjónvarpsstöðin sem stóð fyrir val-
inu. Lagið laðaði dansfífl í fyrsta sinn
út á dansgólfið 1976 og hefur gert
allar götur síðan. Minni reynsla er
komin á hversu lífseigt lagið sem
hafnaði í öðru sæti mun reynast en
það er „Can’t Get You Out of My
Head“ sem Kylie
Minogue gerði vin-
sælt á síðasta ári. Í
þriðja sæti lenti „I
Will Survive“ með
Gloriu Gaynor, fjórða
„Come On Eileen“
með Dexy’s Midnight Runners og
„Holiday“ með Madonnu í því
fimmta en poppdrottningin á tvö
önnur lög á þessum 100 laga lista yfir
dansvænustu lög sögunnar.
Í sjötta sæti listans er „Groove Is In
the Heart“ með Dee-Lite, „Don’t
Stop Movin’“ með S Club 7 í sjö-
unda, „Billie Jean“ með Michael
Jackson áttunda, „Rock DJ“ með
Robbie Williams níunda og
„YMCA“ með Village People tí-
unda.
FÓLK Ífréttum
ABBA-flokkurinn.
Kylie-dísin.
alltaf á föstudögum
14.12. 2002
9
6 0 5 4 2
3 3 1 4 8
13 16 22 33
1
11.12. 2002
12 13 23
25 34 35
10 17
Flísnáttfötin eru komin
þessi köflóttu, jólalegu
Knickerbox
Laugavegur - Kringlan
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10. Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd kl. 8. Vit 485Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Vit 487
Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna sem
kemur öllum í jólaskap
Jólamyndin 2002
Kvimyndir.is
Það voru 1200 manns
um borð þegar það
týndist fyrir 40 árum..
nú er það komið aftur
til að hrella þig!
KRINGLA ÁLFABAKKI AKUREYRI ÁLFABAKKI KRINGLA AKUREYRI KEFLAVÍK
Y F I R 5 1 . 0 0 0 G E S T I R
1/2HK DV ÓHT Rás2
SV Mbl RadíóX
Sýnd kl. 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8. Vit 474
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 10.
KEFLAVÍKKEFLAVÍK