Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 9

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 9 ÞETTA virtist ætla að verða ósköp venjulegur dagur í lífi Sveins Hilm- arssonar, starfsmanns ÁTVR, sem var á leið til vinnu sinnar á gamlárs- dagsmorgun. Á leiðinni ók hann hins vegar óvænt fram á þriggja ára stúlku sem hafði villst á Hlíðarveg- inum í Kópavogi. Var hún berfætt á náttfötunum og orðið kalt. „Mér fannst þetta hálfskrýtið,“ sagði Sveinn. „Ég fylgdist með henni í baksýnisspeglinum og sá hana hlaupa yfir götu og þá vissi ég að þetta var ekki alveg eins og það átti að vera. Þegar ég sá að enginn fylgdi henni eftir sneri ég við og stöðvaði hjá henni til að spyrja hvað hún væri að vilja. Hún sagði mér að hún ætlaði að finna mömmu sína. Þá þóttist ég sjá að hún vissi ekkert hvað hún væri að gera. Ég lét hana í bílinn hjá mér og reyndi að veiða upp úr henni hvar hún ætti heima. En það vissi hún ekki og því sá ég mér þann kost vænstan að fara með hana á lögreglustöðina.“ Lögreglumönnum gekk vel að finna út hver stúlkan væri og komu foreldrarnir fljótlega til að sækja hana á stöðina. Héldu þeir hana vera sofandi heima, en þeir þurftu báðir að fara til vinnu á gamlársdagsmorgun. Stálpaður bróðir stúlkunnar, sem var heima, átti að gæta systur sinnar. „Sennilega hefur hún verið á leið heim til afa síns og ömmu, en þau eiga heima í um eins kílómetra fjarlægð, hún hafði tekið stefnuna þangað,“ sagði Sævar Finnbogason, varðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi. Þegar Sveinn kom með barnið, gleymdist að taka niður nafn hans á lögreglustöðinni. Í frétt mbl.is um málið bað lögreglan hann um að gefa sig fram svo foreldrarnir gætu þakk- að fyrir björgunina. Gekk þetta allt eftir. Fann 3 ára telpu úti á götu á náttfötunum „Fannst þetta hálf- skrýtið“ GERÐ aðkomujarðganga við Kára- hnjúka miðar vel, að sögn Guðmund- ar Sveins Kröyer, jarðfræðings hjá Hönnun á Egilsstöðum. Byrjað var að bora fyrir bergboltum við ganga- munnann 10. desember. Íslenskir að- alverktakar og norsk-sænska fyrir- tækið NCC, sem er undirverktaki, annast gangagerðina. Voru bormenn komnir 75,5 m inn í bergið þegar gert var hlé 19. desember. Lengd gang- anna verður 720 m. Byrjað var að sprengja í 525 m hæð yfir sjávarmáli og er 13,5 gráða halli á göngunum. Búið að bora 75 metra göng ♦ ♦ ♦ PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 Froðuþeytari fyrir cappucino verð án statífs kr. 2.500 m.statífi kr. 2.995 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Bankastræti 14, sími 552 1555 Útsalan er hafin Eddufelli 2 s. 557 1730 • Bæjarlind 6 s. 554 7030. Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 • lau. 10-15. Útsala — Útsala Vetrarútsalan byrjar á morgun Mikil verðlækkun Allt nýjar og nýlegar vörur str. 36-42 & 44-56 ÚTSALA hefst í dag 35-70% afsláttur Kringlunni - sími 581 2300 ÚTSALA Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222 40-70% afsláttur Útsalan er hafin Útsalan er hafin Kringlunni — s. 568 1822 Laugavegi 56, sími 552 2201 Laugavegi 4, sími 551 4473 - www.lifstykkjabudin.is Kæru viðskiptavinir Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það liðna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.