Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 12

Morgunblaðið - 03.01.2003, Page 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR Demetz Franzson tónlistarmaður var sæmdur stórriddarakrossi fyrir störf í þágu söngmenntunar á Bessastöðum á nýárs- dag. Forseti Íslands sæmdi 14 aðra riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu, þar á meðal Ásbjörn K. Morthens tónlistarmann fyrir fram- lag hans til tónlistar. Aðrir sem fengu riddara- kross eru þessir: Berglind Ásgeirsdóttir, að- stoðarframkvæmdastjóri OECD, fyrir störf í opinbera þágu og á alþjóðavettvangi, Elín Rós Finnbogadóttir, Samhjálp kvenna í Reykjavík, fyrir störf að mannúðarmálum, Grímur Gísla- son, fréttaritari á Blönduósi, fyrir störf að fé- lags- og byggðamálum, Guðmundur H. Garð- arsson, fyrrverandi alþingismaður, fyrir störf í opinbera þágu að málefnum launafólks, Hólm- fríður Pétursdóttir, húsfreyja í Reykjahlíð, fyr- ir störf að menningar- og félagsmálum, Hulda Jensdóttir, ljósmóðir í Reykjavík, fyrir ljós- móðurstörf, Jón Björnsson frá Bólstaðahlíð fyrir varðveislu þekkingar um íslensk skip og báta, Oddgeir Guðjónsson, fyrrum bóndi, Hvolsvelli, fyrir fræðistörf og eflingu íslensks handverks, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í Reykjavík, fyrir fræðistörf á sviði félagsvís- inda, Sigrún Klara Hannesdóttir landsbóka- vörður, fyrir framlag til bókasafns- og upplýs- ingafræða, Stefán Aðalsteinsson búfjárfræð- ingur fyrir framlag til erfðafræði og búvísinda, Steinar Berg Björnsson framkvæmdastjóri fyr- ir störf í þágu Sameinuðu þjóðanna og Svend Aage Malmberg haffræðingur fyrir framlag til haffræðirannsókna. Morgunblaðið/Kristinn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi 15 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum á nýársdag. Fimmtán Íslendingar sæmdir fálkaorðunni UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að kjara- nefnd hafi ekki gætt þess nægjan- lega að taka tillit til sérstakra áhrifa sameiningar prestakalla á stöðu hvers sóknarprests. „Sérhver starfs- maður, sem fellur undir ákvörðunar- vald kjaranefndar, skal almennt eiga þess kost að koma að athugasemdum sínum þegar laun hans og önnur starfskjör eru ákveðin af nefndinni,“ ítrekar umboðsmaður í niðurstöðu sinni. Forsaga málsins er sú að prestur kvartaði til umboðsmanns Alþingis m.a. yfir synjun kjaranefndar frá 19. desember 2001 um að tekin skyldi sérstök ákvörðun um launakjör hans eftir að tvö prestaköll höfðu verið sameinuð. Presturinn hafði áður ver- ið sóknarprestur í öðru prestakallinu en hafði verið settur til að sinna hinu. Fyrir það fékk hann sérstaka auka- greiðslu. Eftir sameininguna var hann sóknarprestur í hinu samein- aða prestakalli. Þegar sameining prestakalla var auglýst í Stjórnartíð- indum, hinn 19. febrúar 1999, lækk- aði presturinn í launum, m.a. á þeim forsendum að í lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma væri m.a. kveðið á um að starfandi sókn- arprestar yrðu að hlíta, án sérstakra viðbótarlauna þeim breytingum er yrðu á stærð prestakalla. Presturinn taldi sig hins vegar eiga tilkall til að halda óbreyttum launum. Þessum óskum hans var synjað. Laun hækkuðu ekki Síðar eða hinn 20. mars 2001 ákvað kjaranefnd hins vegar, vegna óskar kirkjuráðs, að við sameiningu prestakalla skyldu prestar fá tíma- bundnar viðbótargreiðslur vegna aukins álags í starfi. Þetta varð þó ekki til að umræddur prestur hækk- aði í launum eins og hann taldi rétt. Þegar til hennar var leitað synjaði kjaranefndin því að mál prestsins yrði tekið upp aftur. Presturinn kvartaði yfir þessari synjun til umboðsmanns Alþingis og hefur hann komist að niðurstöðu, eins og áður sagði. Í útdrætti úr nið- urstöðunni segir m.a.: „Það var nið- urstaða umboðsmanns að færi kjara- nefnd þá leið að ákveða prestum sem þjónuðu sameinuðu prestakalli sér- stök viðbótarlaun vegna aukins álags hvíldi sú skylda á nefndinni [...] að leggja mat á það í hverju tilviki að hvaða marki tilefni væri til greiðslu viðbótarlauna vegna aukins álags. Nefndinni væri ekki unnt að setja sér fortakslausa reglu sem afnæmi þetta mat eins og gert var með al- mennum úrskurði nefndarinnar frá 20. mars 2001.“ Beinir umboðsmaður Alþingis þeim tilmælum til kjara- nefndar að taka mál prestsins til at- hugunar með hliðsjón af þessari nið- urstöðu óski presturinn eftir því. Umboðsmaður tekur þó fram að hann taki ekki afstöðu til þess hvort eða með hvaða hætti hugsanleg sér- staða prestsins eigi að koma fram í starfskjörum hans. Umboðsmaður Alþingis fjallar um störf kjaranefndar Horft til stöðu presta við sameiningu prestakalla STÚLKUBARN fæddist kl. 9.42 hinn 1. janúar í Vestmannaeyjum og er það fyrsta barn ársins hér á landi. Stúlkan vó 19 merkur og var 56 cm löng. Foreldrarnir heita Ása Ingibergsdóttir og Sigmundur Rafnsson. Fyrir eiga þau þriggja ára dóttur, Kristínu Rós. Ása segir í samtali við Morgun- blaðið að fæðingin hafi gengið mjög vel. „Ég var farin að fá verki um kl. sjö um morguninn,“ segir Ása en hálftíma síðar fóru hún og Sig- mundur á Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja. Litla stúlkan kom í heiminn rúmum klukkutíma síðar. Aðspurð segir Ása að ekki sé búið að gefa stúlkunni nafn. „Hún er voða brött sú litla, stór og drekkur mikið.“ Rólegt var á fæðingadeild Land- spítalans á nýársnótt þar sem fyrsta barn ársins kom ekki í heim- inn fyrr en kl. 14.50 hinn 1. janúar. Fyrsta barn ársins 2003 fæddist í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fyrsta barn ársins fæddist í Vestmannaeyjum. Foreldrarnir heitir Ása Ingibergsdóttir og Sigmundur Rúnar Rafnsson. Stóra systirin heitir Krist- ín Rós. Valgerður Ólafsdóttir ljósmóðir tók á móti barninu. Stór og drekkur vel HVORKI Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks- ins, né Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, vilja gera mikið úr ummælum Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur þess efnis að henni hafi þótt ógeðfellt að sjá hvernig menn innan stjórn- málaflokkanna, og þá sérstak- lega Framsóknarflokksins, hafi beitt valdi sínu. Taka ummælin ekki sérstaklega til sín Halldór Ásgrímsson segir að framsóknarmenn taki ummæli Ingibjargar ekki sérstaklega til sín. „Hún ákvað að fara í lands- málapólitík og það var hennar ákvörðun en ekki okkar. Ég tel að þeir sem taka ákvarðanir verði að bera á þeim fulla ábyrgð en eigi ekki að reyna að koma henni á einhverja aðra.“ Alfreð Þorsteinsson segir ekki ástæðu til þess að bregð- ast sérstaklega við ummælum Ingibjargar. „Þetta var sjálf- sagt sagt í hita leiksins og fólk á eftir að jafna sig og átta sig á hlutunum eins og þeir eru.“ Ummæli borgar- stjóra um ógeðfellda valdbeitingu Sjálfsagt sagt í hita leiksins FJÖLDI nemenda á háskólastigi hér á landi hefur fjórfaldast frá árinu 1977 og frá árinu 1980 hefur fjöldi þeirra sem útskrifast úr háskólum hér á landi tvöfaldast. Ríflega átján hundruð manns útskrifast árlega úr háskólunum sem starfræktir eru í landinu. „Fram til 1971 var Háskóli Íslands eini skólinn sem útskrifaði nemend- ur á háskólastigi. Árið 2000 voru há- skólarnir í landinu átta. Atvinnuleysi fer vaxandi um þessar mundir og segir í auknum mæli til sín meðal há- skólamenntaðs fólks. Á sama tíma fjölgar útlendingum sem koma hing- að til starfa í framleiðslu- og þjón- ustustörfum,“ segir m.a. í frétt frá Reykjavíkurakademíunni. Hvert stefnir í málefnum háskóla á Íslandi? Er rétt að fjölga skólunum svona mikið, eða eru menn með því að dreifa takmörkuðum fjármunum og kröftum of mikið? Þessum spurningum og fleirum verður leitast við að svara á rann- sóknarstefnu Reykjavíkurakadem- íunnar sem verður haldin í dag, föstudaginn 3. janúar. Hún hefst klukkan 15 og lýkur um klukkan 17:30. Rannsóknarstefnan fer fram í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar í JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra flytur ávarp í upphafi ráð- stefnunnar. Síðan flytur Stefán Arn- órsson, prófessor í Háskóla Íslands, erindi um rannsóknir og háskóla. Ólafur Proppé, rektor Kennarahá- skóla Íslands, ræðir um rekstrarskil- yrði háskóla og Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, ræðir um háskólamenntun og atvinnulífið. Að loknu kaffihléi hefjast pall- borðsumræður og verða þátttakend- ur Ólafur Örn Haraldsson, varafor- maður menntamálanefndar Al- þingis, Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í mennta- málanefnd, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Stefán Baldursson, skrifstofu- stjóri í menntamálaráðuneytinu. Rætt verður um stefnuna í háskóla- málum út frá ýmsum sjónarhornum og fundarmönnum gefst tækifæri til að leggja spurningar fyrir þá sem verða í pallborðinu. Fundarstjóri og stjórnandi pall- borðsumræðu verður Erna Indriða- dóttir fréttamaður. Ræða um uppbyggingu háskóla TALSVERT tjón varð á einbýlis- húsi í norðurbæ Hafnarfjarðar á gamlárskvöld þegar öflugur flug- eldur fór inn um rúðu í stofu. Flug- eldurinn braut tvöfalt gler í rúð- unni og hafnaði í hægindastól þar sem hann sprakk og kveikti um leið í stólnum. Húsið var mannlaust en snarráður nágranni braut sér leið inn í húsið og slökkti eldinn. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði varð nágranni var við eldinn og gat látið annan nágranna sinn vita af óhappinu og slökkti sá eld- inn eftir að hafa brotið sér leið inn í húsið. Talsvert tjón varð innandyra, m.a. skemmdist parket í stofunni þegar sprengikúlur úr flugeldinum dreifðust um stofuna. Flugeldur kveikti í stól

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.