Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 20
ERLENT
20 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð
Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám,
rifja upp eða bæta við fyrra nám?
Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð.
Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum.
Í MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum.
Við skólann eru nú þrjár bóknámsbrautir.
Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum.
Þá er boðið upp á námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema í 9. og 10. bekk.
Nokkrir áfangar verða kenndir í fjarnámi eða dreifnámi.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Innritun í Öldungadeild MH fyrir vorönn 2003 fer fram dagana 3. janúar n.k. kl. 1500 -
1800, 4. janúar n.k. kl. 1000 - 1400, og 6. janúar n.k. kl. 1500 - 1900.
Námsráðgjafar verða nemendum til aðstoðar 6. janúar milli kl. 1500 og 1800.
Mögulegt er að innrita sig í gegnum síma eða vefinn.
Sjá nánar í Fréttapésa öldunga á heimasíðu okkar.
Mikilvægt er að þeir nemendur sem vilja láta meta fyrra nám leggi þau
gögn inn á skrifstofu sem fyrst. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi.
Skólagjöld ber að greiða við innritun.
Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar!
Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar s.s. stundatöflu vorannar,
Fréttapésa öldunga, bókalista og innritunareyðublað fyrir símainnrituna og fl.
Slóðin er; www. mh.is
Rektor
Ásmundur
Melkorka
Haukur
Villi Jón Hólm Ólafía
Gísli Felix
Fasteignasalan Hóll óskar öllum lands-
mönnum gleðilegs nýs árs og þakkar
ánægjuleg viðskipti á liðnum árum.
Kraftmikið starfsfólk Hóls er reiðbúið til þess að þjóna þér
og þínum í öruggum fasteignaviðskiptum á nýju ári.
Starfsfólk Hóls.
ft i i t f f l l i i til j
í í f t i i i t j i.
t f f l l .
Selfoss
Akrueyri Dalabyggð Egilsstaðir
Patreksfjörður
Suðurland
Ágúst Árni BerglindBjörgvin
Ella Hörður
Franz
ÞorsteinnJóhann ÓliSigrún Svandís
Kristberg Þórlaug
Reykjavík
Fjarðarbyggð
LUIZ Inacio Lula da Silva,lítt menntuð verkalýðs-hetja, sór á miðvikudagembættiseið forseta
Brasilíu. Í ræðu sem Lula flutti að
lokinni athöfninni hét hann því að
berjast gegn fátækt og spillingu í
landinu. Mikil gleði og almenn hef-
ur ríkt í Brasilíu undanfarna daga
enda eru miklar vonir bundnar við
forsetann nýja.
Tugir þúsunda manna höfðu
komið sér fyrir meðfram helstu
breiðgötum Brasilíu, höfuðborgar
Brasilíu, til að fylgjast með því er
Lula ók í opinni Rolls Royce-
bifreið til þinghússins þar sem
embættistakan fór fram. Rauðir
fánar blöktu og hefðbundin slagorð
brasilískra vinstrimanna hljómuðu
er forsetinn ók hjá í bifreiðinni
sem Elísabet Englandsdrottning
færði Getulio Vargas, þáverandi
forseta landsins, að gjöf á sjötta
áratug liðinnar aldar. Bifreið-
arinnar gættu „Sjálfstæðisdrek-
arnir“ en svo nefnast lífvarð-
arsveitir sem konungur Brasilíu,
Joao VI, stofnaði árið 1808.
Tilfinningaþrungin ræða
Viðstaddir athöfnina voru níu er-
lendir þjóðhöfðingjar og fulltrúar
helstu þjóðfélagshópa í Brasilíu,
m.a. indíána. Að athöfninni lokinni
flutti Lula tilfinningaþrungna ræðu
þar sem hann hét því að bæta kjör
fátæks fólks í Brasilíu og boðaði
herför gegn spillingunni sem
löngum hefur einkennt samfélag
og stjórnsýslu þar syðra. „Við
munum ekki líða spillingu, svik og
sóun og áframhaldandi stuld á auð-
lindum í eigu þjóðarinnar,“ sagði
forsetinn.
Lula lagði áherslu á að tími
breytinga væri runninn upp í
Brasilíu. Nú gæfist landsmönnum
loks tækifæri til að breyta sam-
félaginu því óttinn hefði vikið fyrir
voninni. Forsetinn kvaðst mundu
berjast gegn fátækt og spillingu á
sama tíma og skilyrði yrðu sköpuð
fyrir hagvexti og aukinni samvinnu
við önnur ríki Rómönsku Ameríku.
„Verði það svo, við lok kjörtímabils
míns, að sérhver Brasilíumaður
geti snætt morgunverð, hádeg-
ismat og kvöldverð mun mér hafa
tekist að uppfylla hlutverk mitt í
lífinu,“ sagði forsetinn. Bætti hann
við að skömm myndi fylgja þjóð-
inni svo lengi sem einn Bras-
ilíumaður þyrfti að líða hungur.
Talið er að þriðji hver Bras-
ilíumaður dragi fram lífið undir
skilgreindum fátæktarmörkum.
Lula ræddi nokkuð skilyrði hag-
vaxtar og lýsti yfir því að baráttan
gegn verðbólgu yrði þar efst á for-
gangslistanum. Stjórn hans myndi
styðja frelsi í viðskiptum og leggj-
ast gegn hvers kyns hafta- og
verndarstefnu um leið og áhersla
yrði lögð á réttlátar leikreglur á
vettvangi alþjóðlegra viðskipta.
„Lula, Lula, Lula,“ hrópaði al-
þýðan er bifreið forsetans ók hjá
og var það líkast því sem fræg
rokkstjarna væri þar á ferð. „Ég
tók börnin mín með mér svo þau
gætu upplifað þessa sögulegu
stund,“ sagði kona ein í þvögunni.
Hún kvaðst vera opinber starfs-
maður og sagði að laun hennar
hefðu verið óbreytt í átta ár. „Hér
er þörf á algjörum grundvall-
arbreytingum,“ hrópaði hún og
grét af gleði.
Duglegur og róttækur
„Lula, við viljum fylgja fordæmi
þínu,“ sagði á risastórum borða
sem komið hafði verið fyrir við
þinghúsið. Var þar vísað til þess að
Lula bjó við mikla fátækt í æsku
og þykir hafa sýnt fádæma dugnað
sem nú hefur skilað honum í æðsta
valdaembætti brasilísku þjóð-
arinnar. Lula bauð sig fyrst fram
til forseta 1989, síðan 1994 og aft-
ur 1998. Hann sigraði loks í kosn-
ingunum í haust þegar 61% þeirra
sem þátt tóku greiddi honum at-
kvæði sitt. Mestu skipti mikil
óánægja með efnahagsstefnu
Fernando Henrique Cardsoso, frá-
farandi forseta, en þrátt fyrir fyr-
irheit í þá veru mistókst honum að
sigrast á atvinnuleysisvandanum
og spillingunni. Þá hefur misskipt-
ing auðsins trúlega sjaldan verið
meiri í Brasilíu og bilið milli ríkra
og fátækra fer vaxandi.
„Ég hef breyst“
Lula hófst til metorða innan
verkalýðshreyfingarinnar. Hann
fæddist í októbermánuði 1945 í
norðausturhluta Brasilíu þar sem
fátækt er almenn. Hann lauk
skyldunámi og seldi appelsínur á
götum heimaborgar sinnar auk
þess sem hann burstaði skó til að
hjálpa foreldrum sínum að fram-
fleyta fjölskyldunni. 14 ára gamall
var hann orðinn verkamaður og
hættur í skóla. Hann fór fyrir
verkfallsmönnum og gerðist einn
helsti leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar þegar herforingjar voru við
völd í Brasilíu á áttunda áratugn-
um og fram á þann níunda. Hann
stofnaði Verkamannaflokkinn (PT)
í febrúar 1980, var kjörinn á þing
1986 og bauð sig fyrst fram til for-
seta þremur árum síðar.
Sem verkalýðsforingi þótti hann
löngum róttækur mjög en fyrir
kosningarnar í fyrra breytti hann
um stíl, klæddist jakkafötum og
tók að freista þess að höfða til
fleiri en fátæklinga og verka-
manna. Gerðist hann hófsamari í
yfirlýsingum sínum og tók að
leggja áherslu á að þrátt fyrir yf-
irlýsta vinstristefnu hygðist hann
ekki hverfa frá stefnu hagvaxtar
og viðskiptafrelsis. Það bar árang-
ur þó svo að gott gengi hans í
kosningunum í haust skyti mörg-
um skelk í bringu. Er Lula fór
með sigur af hólmi í fyrri umferð-
inni í september varð mikils ótta
vart á fjármálamörkuðum.
Forsetinn hefur reynt að sefa
þann ótta og leggur ríka áherslu á
að hann vilji ekki lengur umbylta
samfélaginu: „Ég hef breyst, ég
hef breyst mjög mikið,“ sagði hann
í kosningabaráttunni. Hið sama á
við um flokk hans sem hefur mark-
visst færst sig nær miðju stjórn-
málanna í Brasilíu.
Lula boðar
herför gegn
fátækt og
spillingu
Reuters
Luiz Inacio Lula da Silva ásamt eiginkonu sinni, Marisa, eftir að hafa tekið við embætti forseta Brasilíu.
Mikil gleði ríkir í Brasilíu eftir
valdatöku fyrsta vinstrimannsins
á forsetastóli í 40 ár
Brasilíu. Los Angeles Times, AFP.
’ Við munum ekkilíða spillingu, svik
og sóun og áfram-
haldandi stuld á
auðlindum í eigu
þjóðarinnar ‘