Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 03.01.2003, Síða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu á mánudögum fá lesendur nýjustu fréttir af atburðum helgarinnar úr heimi íþrótta, menningar, viðskipta og stjórnmála auk fastra efnisþátta. Auglýsendur! Nú gefast enn fleiri tækifæri til að ná til landsmanna þegar Morgunblaðið kemur líka út á mánudögum. Pantanafrestur er til kl. 16.00 á föstudögum í síma 569 1111 eða augl@mbl.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svona var umhorfs á Skólavörðuholtinu á miðnætti á gamlárskvöld þegar Reykvíkingar tendruðu í flugeldunum. Að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsinga- og kynningarfulltrúa Slysavarna- félagsins Landsbjargar, gekk vel að selja þau 300 tonn af flugeldum sem félagið flutti inn í ár og var salan nú síst minni en fyrir síðustu áramót. KÓPAVOGSBÆ hefur borist erindi frá breskum aðila þar sem óskað er eftir leyfi til að starfrækja tívolí á bílastæðunum við Smáralind dagana 26. júní til 27. júlí nk. Erindið var lagt fram til kynningar í atvinnumálanefnd bæjarins og vísað til bæjarráðs sem gerði engar at- hugasemdir við staðsetningu tívolís- ins. Í fyrra starfrækti sami aðili tívolí á bílastæðunum fyrir ofan Smáralind í um vikutíma. Að sögn Sigurðar Björnssonar, markaðsfulltrúa Kópavogsbæjar, liggur fyrir samningur milli forsvars- manna Smáralindar og rekstraraðila tívolísins um starfsemi þess í sumar. Bílastæðin við Smáralind Sótt um leyfi til að starf- rækja tívolí í mánuð Kópavogur FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Kópavogi hélt nýverið upp á 30 ára afmæli sitt í Salnum. Í tilefni afmælisins veitti Að- alsteinn Sigfússon félagsmálastjóri Kópavogsbæjar fjórum starfsmönn- um sérstakar viðurkenningar. Það voru þær Arndís Hjartardóttir yfir- maður gæsluvallarins í Smáranum, Henni Torp Kristjánsson starfsmað- ur í heimaþjónustu, Sigurbjörg Björgvinsdóttir yfirmaður fé- lagsstarfs aldraðra og Sigurlína Kon- ráðsdóttir rekstrarfulltrúi sem fengu afhentar viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr í störfum sínum. Líklegt má telja að afmælisgestir í veislunni hafi verið á annað hundrað, bæði starfsmenn og bæjarfulltrúar. Viðurkenn- ingar fyrir framúrskar- andi starf Kópavogur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.