Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.01.2003, Qupperneq 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 K N I C K E R B O X Sendum í póstkröfu Útsalan byrjar í dag, 3. janúar, kl. 10 Allt að 70% afsláttur Já, þú last rétt, allt að 70% afsláttur BERND Ogrodnik hefur verið atvinnumaður í brúðuleikhúsi í einn og hálfan áratug. Hann vakti at- hygli fyrir rúmum tólf árum með því að hanna, búa til og stjórna brúðunni Pappírs-Pésa í sam- nefndri kvikmynd Ara Kristinsson- ar og myndskreyta bók sem fylgdi í kjölfarið. Hann er af þýsku bergi brotinn, var búsettur hér á landi um fimm ára skeið á níunda ára- tugnum en fluttist svo búferlum til Bandaríkjanna. Síðan hefur hann starfað bæði vestan hafs og austan, m.a. ferðast um öll Bandaríkin með sýningar, haldið námskeið og tekið þátt í leiklistarhátíðum. Hann hefur samt alltaf komið reglulega til Ís- lands og sýnt í leik- og grunn- skólum vítt og breitt um landið. Hann er nú aftur með annan fótinn hér á landi en vinnur jafnframt að gerð kvikmyndar í Danmörku þar sem leikbrúður eru í öllum hlut- verkum. Bernd smíðar allar brúður og leikmuni sjálfur, enda starfaði hann um tíma við trésmíðar og útskurð. Auk hefðbundinna strengja- og stangarbrúðusýninga hefur hann notað hugtakið hlutaleikhús um þær sýningar sínar sem ætlaðar eru breiðari aldurshópi áhorfenda. Hann er með menntun í klassískum píanóleik og tvinnar saman tónlist, myndlist og handverki í verkum sínum. Sýningin Pönnukakan henn- ar Grýlu er gott dæmi um þessa samþættingu. Hún er ætluð börn- um á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla, en fólk á öll- um aldri ætti að hafa gaman af henni. Leikbrúðurnar eru fjölmarg- ar og atriðin sömuleiðis og Bernd virðist hafa mikla ánægju af því að huga að hinu smáa, örlitlir leik- munir prýða sýninguna, t.d. strákústur í einu atriðinu, sem aldr- ei er notaður en setur svip á um- hverfi sitt og er gott dæmi um natnina sem lögð er í verkið. Að- alpersónan, pönnukakan – einföld stangarbrúða – tengir atriðin sam- an. Hún stekkur af steikarpönnu skapara síns, Grýlu, og veltir sér inn í ný ævintýri þar sem hún kemst í kynni við ótal persónur sem vilja borða hana. Á milli atriða leik- ur Bernd á gítar og syngur eigið lag og texta um pönnukökuna sem rúllar og rúllar áfram um heiminn. Að lokum veltur pönnukakan inn í heim jólaguðspjallsins og fær að seðja svanga munna í Landinu helga. Það þarf varla að taka fram að Bernd talar fyrir munn allra persónanna á vel skiljanlegri ís- lensku. Þessi blanda sem tengir íslenska þjóðtrú, miðevrópskt ævintýri og helgisögn úr Miðausturlöndum er mjög skemmtileg enda atriðin stutt og fjölbreytt og lagið um pönnukök- una rúllandi með einstaklega gríp- andi viðlagi. Strengjabrúðusýningar eru sjald- séðari hér á landi en sýningar með frænkum þeirra handbrúðunum og áhugavert að endurnýja kynnin við þessa tegund brúðuleikhúss. Áhorf- endur fylgdust vel með og sungu með í viðlaginu og ekki var spenn- ingurinn minni þegar þeir fengu að virða dýrðina fyrir sér í nálægð – bara skoða, ekki snerta, auðvitað – enda brúða útskorið, lítið listaverk sem stjórnandinn ljær líf og anda. Það verður gaman að sjá hvað leynist í pokahorni Bernd Ogrod- niks ætlað fullorðnum, næst þegar hann er hér á ferðinni í sýning- arleiðangri. Jólaguðspjallið, pönnukakan og Grýla „Áhorfendur fylgdust vel með og sungu með í viðlaginu og ekki var spenn- ingurinn minni þegar þeir fengu að virða dýrðina fyrir sér í nálægð.“ LEIKLIST Brúðuleikur Bernd Ogrodnik Höfundur og leikstjóri brúðuleiksins: Bernd Ogrodnik. Handritið er byggt á sögum um Grýlu, pönnuköku á flótta og á jólaguðspjallinu. Brúðugerðarmaður, -stjórnandi, leikmyndahönnuður, leikari, hljóðfæraleikari og höfundur tónlistar: Bernd Ogrodnik. PÖNNUKAKAN HENNAR GRÝLU Sveinn Haraldsson KAMMERKÓR Vesturlands flytur jóladagskrá í Reykholtskirkju á laugardag, kl. 16. Með kórnum koma fram Lilja Hjaltadóttir og Elfa Kristinsdóttir fiðluleikarar og Kristinn Örn Krist- insson píanóleikari. Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Dagrún Hjartardóttir. Miðaverð er 1.000 kr., en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Nýárstónleikar á jólum Hvítuvötn nefnist sextánda ljóðabók Ingimars Erlends Sigurðssonar en hann hefur und- anfarin ár gefið út ljóðabækur sem allar bera í fyrri hluta nafns ein- hverja mynd hvítu, s.s. Hvítamyrkur, Hvítvoðungar, Hvít- blinda, Hvítalogn og skírskota til krist- innar dulhyggju. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ljóð Ingimars Erlends eru hlaðin táknræn- um merkingum, sem eru lukt og opin, myrk og ljós í senn; hann er á heima- velli í hinu stundlega sem hinu eilífa. Ljóð hans eru ekki afkvæmi tóms og tilgangsleysis heldur borin til lífs og listar, í ást og von og trú. „Orðið hvítamyrkur er þýðing mín á einu kunnasta hugtaki hinnar kristnu dulhyggju: The dark night of the soul, en bein þýðing þess væri svartnætti sálarinnar,“ segir Ingimar Erlendur, „sem er einskonar hreinsandi und- anfari guðssameiningar og segja má að sé meginstef hinnar nýju bókar þótt víða sé komið við í veraldlegu samfélagi, ástum og ádeilu og ekki síst landslagi.“ Útgefandi er Sigurjón Þorbergsson. Bókin er 280 bls. Ljóð Í FASHION Galleríi stendur nú yfir sýning Evu G. Sigurðardóttur á verkum sem hún kallar Efni, en gall- eríið er í tískuvöruversluninni Femin Fashion, Bæjarlind 12 í Kópavogi. Um er að ræða átta verk sem unn- in eru með olíu og blandaðri tækni á striga. Þau eru unnin samhliða en þó sjálfstæð hvert fyrir sig. Hún segir m.a. um verk sín: „Tilveran og marg- ræðni hugmynda eru viðfangsefni verka minna. Það sem er sýnilegt og áþreifanlegt, jafnframt því ósýnilega og óáþreifanlega.“ Eva stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í Ecole des Beaux Arts de Lyon í Frakklandi. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Myndlist í tískuhúsi KVENNAKÓR Kópavogs heldur jólatónleika kl. 17 á sunnudag í Kópavogskirkju. Um 60 konur á öll- um aldri syngja í kórnum og koma einsöngvarar úr röðum kórsins, þær Inga Þórunn Sæmundsdóttir, Sig- ríður Sif Sævarsdóttir og Natalía Chow. Flutt verða bæði íslensk þjóð- lög og jólasöngvar. Gestakór á tón- leikunum verður Karlakór Kópavogs sem kemur fram í fyrsta sinn en hann var stofnaður í október sl. Kór- inn er skipaður 25 söngvurum. Undirleikari er Julian Hewlett og stjórnandi beggja kóranna er Nat- alía Chow. Sungið í Kópa- vogskirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.